Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í
febrúar árið 2002 spurði Gallup þessarar spurn-
ingar fyrir Samtök iðnaðarins: „Ertu hlynntur
eða andvígur því að taka upp aðildarviðræður við
ESB til að ganga úr skugga um hvað Íslandi
stendur til boða við aðild?“
Svörin voru skýr: 91% sagðist hlynnt því, fjögur pró-
sent hvorki né, en 5% andvíg. Í þessari sömu könnun kom
fram, að rúmlega helmingur þjóðarinnar, eða 52%, væri
hlynntur aðild Íslands að ESB og 55% þjóðarinnar væru
hlynnt því að taka evru upp sem gjaldmiðil á Íslandi í stað
krónu.
Fréttin um þetta var birt hér í Morgunblaðinu 16. mars
2002 en daginn eftir mátti lesa á baksíðu blaðsins, að
Gunnar Bolstad, framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingar-
innar í Noregi, teldi, að evrópska efnahagssvæðið mundi
hrynja um leið og Ísland sækti um aðild að Evrópusam-
bandinu. Þá neyddist Noregur til að hefja umsóknarferlið
gagnvart ESB. Norski utanríkisráðherrann, Jan Peter-
sen, sagði í Aftenposten, að Norðmenn fylgdust vel með
ESB-umræðunni á Íslandi og aðild Íslands að ESB myndi
þýða endurskoðun mála í Noregi. Aðstæður yrðu aðrar í
Noregi ef Ísland lenti hinum megin borðsins og aðild Ís-
lands mundi hafa afleiðingar fyrir norskan sjávarútveg.
x x x
Þessi viðbrögð í Noregi voru smámunir miðað við kipp-
inn, sem talsmenn ESB-aðildar tóku hér á landi. Var engu
líkara en nú væri ekkert annað að gera en bretta upp erm-
arnar og hefja aðildarviðræður. Aðrir drógu aðferðafræð-
ina við þessa könnun í efa og þar var Davíð Oddsson for-
sætisráðherra fremstur í flokki. Hann sagði meðal annars
á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins hinn 7. maí 2002 um
spurninguna hjá Gallup:
„Hver setur sig upp á móti áhættulausri fyrirspurn af
þessu tagi? Enda kom á daginn að meira að segja þorri
þeirra sem lýstu sig algjörlega andsnúna aðild að Evrópu-
sambandinu svöruðu þessari sakleysislegu spurningu ját-
andi. Ég býst einnig við því að væru menn spurðir, hvort
rétt væri að bjóða mönnum frá Brussel góðan daginn, ef
maður mætti þeim á götu, fengist svipuð niðurstaða. En
hvorug spurningin segir neitt um málið sjálft né hefur
nokkuð gildi fyrir umræðuna.
Ég hef ætíð verið fylgjandi mikilli og öflugri
um Evrópusambandsmálin, enda sannfærður u
lýst umræða um þau muni verða mjög til góðs.
verður hún að vera. Þá verður ekki lengur hæg
gegn betri vitund, og láta eins og hægt sé að se
öllum ókostunum við Evrópusambandsaðild. Þ
ert rangt, óheilbrigt eða óheiðarlegt við það að
áhugasaman um Evrópusambandsaðild, þrátt
ana sem henni fylgja. En það er á hinn bóginn b
arlegt og villandi að gefa til kynna að hægt sé a
frá þeim annmörkum.“
x x x
Hinn 8. maí 2002 var kynnt niðurstaða könnu
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fy
isráðuneytið dagana 20. apríl til 2. maí um afstö
Evrópusambandsins. Af þeim sem tóku afstöðu
77–87% vera andvíg aðild að ESB að gefnum þ
sendum sem nefndar voru í spurningunum.
Um 31% svarenda taldi að Evrópusambandi
legt til að auka öryggi íbúa Evrópu. Flestir töld
þetta skipti ekki máli eða tóku ekki afstöðu. Sp
hvort fyrirhuguð stækkun Evrópusambandsin
sambandið eða gerði það verra. 36% töldu þett
ESB en 18% töldu það gera sambandið verra. 3
ekki afstöðu eða neitaði að svara. 50% gátu nef
ESB-aðild, en 43% gátu ekki nefnt neina kosti.
nefnt ókosti við aðild en 33% gátu ekki nefnt ne
Þegar spurt var um aðild að ESB að gefnum
sendum að það þýddi að ákvarðanir um stjórn f
þar með talin ákvörðun um heildarafla, færðist
lýstu 70% yfir andstöðu við aðild.
Þegar spurt var um aðild að gefnum þeim fo
ESB stefndi að því að völd stærri þjóða myndu
kostnað minni þjóða lýstu 78% sig andvíg aðild
Þegar spurt var um aðild að gefnum þeim fo
beinar greiðslur Íslendinga til ESB yrðu marg
arðar á ári sögðust 70% vera andvíg aðild að E
Þegar spurt var um aðild að gefnum þeim fo
það þýddi að upptaka evrunnar myndi auka atv
þegar illa áraði sögðust 69% vera á móti aðild.
Þegar þátttakendur í könnuninni voru spurð
VETTVANGUR
Upprifjun á Evrópu
Eftir Björn Bjarnason
B
ókhaldshneykslin – og reyndar
efnahagsleg saga síðasta ára-
tugar – sýna að fjármálamark-
aðir heimsins þarfnast eftirlits-
stofnana sem eru óháðar
stjórnmálamönnum. Fjármálakreppurnar,
sem komu hver á fætur annarri á síðasta ára-
tug, skullu á af margvíslegum orsökum, en
ófullnægjandi eftirlit gerði illt verra. Allar
þessar kreppur afhjúpuðu veikan og gagns-
lítinn lagaramma (sem stjórnmálamennirnir
breyttu ekki af ásettu ráði), ófullnægjandi og
dreift eftirlit, og umburðarlynda stefnu sem
gat aðeins hugnast þeim hagsmunahópum
sem beittu sér fyrir henni.
Þar til nýlega hefur sjálfstæði eftirlits-
mannanna og þeirra, sem setja leikreglurn-
ar, aðeins fengið lágmarksathygli. Þetta er
undarlegt í ljósi þess að færð hafa varið sterk
rök fyrir sjálfstæði seðlabanka frá því seint á
níunda áratug aldarinnar sem leið. Enginn
getur neitað því að á síðustu fimmtán árum,
þegar margir seðlabankar urðu óháðir rík-
isstjórnunum, hefur sjálfstæði þeirra leitt til
lægri verðbólgu. Fáir vefengja lengur mik-
ilvægi þess að seðlabankar séu sjálfstæðir til
að tryggja stöðugleika í peningamálum.
Sjálfstæði þeirra sem setja leikreglurnar í
fjármálaheiminum er jafnmikilvægt og sjálf-
stæði seðlabanka og ástæðurnar eru að
mörgu leyti þær sömu. Rétt eins og sjálf-
stæður seðlabanki auðveldar einkageiranum
að taka langtímaákvarðanir, sem byggjast á
skýrum og varanlegum reglum, getur sjálf-
stætt fjármálaeftirlit tryggt að reglunum sé
alltaf beitt þannig að samræmis sé gætt. Viti
bankastjórar fyrirfram að gjaldþrota bönk-
um verði lokað, og að ekki sé hægt að beita
stjórnmálamenn þrýstingi til að halda bönk-
unum opnum, þá taka þeir sjaldnar áhættu
og minni líkur verða á því að starfsemi þeirra
leiði til alvarlegrar bankakreppu.
Bein þátttaka stjórnmálamanna í því að
setja leikreglurnar leiðir hins vegar oft til
ákvarðana sem teknar eru í sérstöku augna-
miði og áhrifamiklir bankastjórar með góð
sambönd komast oft að því að reglurnar gilda
ekki um þá. Að mörgu leyti gerðist það sama
þegar stjórnmálamenn tóku þátt í því að
ákveða vexti, niðurstaðan var svipuð hvað
varðar samræmi og árangurinn í baráttunni
við verðbólgu. Stöðugleiki í peningamálum
annars vegar og fjármálum hins vegar eru
tvær hliðar á sömu mynt, þessir tveir þættir
þurfa að styrkja hvor annan og eftirlitsstofn-
anir þeirra þurfa að hafa svipað sjálfstæði.
Sjálfstæði eftirlitsstofnana þýðir þó ekki að
lýðræðisle
Ein af ást
hefur ekk
stofnana e
sjálfstæða
grein ríki
hafa hemi
Þetta e
varðar e
Frelsum eftirlitss
Eftir Marc Quintyn
og Michael Taylor
© Project Syndicate.
Bandarískir verðbréfasalar. Samskipti verðbréfafyrirtæ
SAMSKIPTIN
VIÐ JAPAN
Davíð Oddsson forsætis-ráðherra átti í gær fundmeð hinum japanska
starfsbróður sínum, Junichiro
Koizumi. Undanfarna daga hef-
ur forsætisráðherra verið í op-
inberri heimsókn í Japan og hitt
marga áhrifamenn í þarlendu
stjórnmála- og viðskiptalífi.
Meðal annars ávarpaði hann
stofnfund íslenzks verzlunar-
ráðs í Japan sl. þriðjudag.
Stjórnmálaleg tengsl Íslands
og Japans hafa farið vaxandi á
undanförnum misserum, m.a.
með opnun íslenzks sendiráðs í
Tókýó og japansks í Reykjavík.
Japönsk stjórnvöld hafa lagt
kynningu á Íslandi í Japan sér-
stakt lið og mikill áhugi var
meðal japanskra fyrirtækja á
stofnun verzlunarráðsins.
Viðskiptatengsl landanna eru
mikilvæg, Íslendingar kaupa
m.a. bifreiðar og rafeindatæki af
Japönum en þeir kaupa einkum
sjávarafurðir héðan. Japan er
einn mikilvægasti markaður
heims fyrir sjávarafurðir og
augljóslega eftir miklu að slægj-
ast þar fyrir íslenzk fyrirtæki.
Viðræður hafa farið fram milli
EFTA og Japans um fríverzlun-
arsamning, sem myndi enn
greiða fyrir viðskiptunum, enda
eru enn nokkrar hindranir í vegi
fyrir útflutningi fiskafurða frá
Íslandi til Japans. Jafnframt
ræddu forsætisráðherrarnir á
fundi sínum í gær um gerð loft-
ferðasamnings, sem nauðsyn-
legur er til að íslenzk flugfélög
geti flogið til Japans.
Þá eru menningarsamskipti
Japana og Íslendinga töluverð
og gegna mikilvægu hlutverki.
Ingimundur Sigfússon, sendi-
herra Íslands í Japan, sagði í
Morgunblaðinu sl. miðvikudag
að þjóðirnar ættu margt sam-
eiginlegt. „Hvorar tveggja eru
eyjaskeggjar, báðar þjóðir
þurfa að vernda lífríkið í hafinu í
kringum sig, eru upp á náttúr-
una komnar, báðar þjóðir hafa
heitt vatn og eldfjöll. Á margan
hátt eigum við ekki ósvipaða
menningu; við eigum Íslend-
ingasögurnar og þeir hafa sínar
fornu listir, “ sagði Ingimundur.
„Vissulega vona ég að hægt
verði að koma á miklu meiri
samskiptum milli þjóðanna.
Ekki bara í sambandi við við-
skipti heldur líka hvers kyns
menningarsamskipti og sýning-
ar, til dæmis á íslenskum vörum
og iðnaði. Ég er þeirrar skoð-
unar að menningin leiði af sér
viðskipti, öflug menningarsam-
skipti eru gífurlega mikilvæg.“
Heimsókn forsætisráðherra
til Japans mun án efa stuðla að
því að efla enn samskipti
ríkjanna og ljóst er af þeim við-
tökum, sem íslenzku gestirnir
hafa fengið, að Ísland á marga
góða vini í Japan.
HÆFILEIKAR TIL SJÁLFSBJARGAR
Úrræði fyrir þá sem ekki getalengur unnið venjubundin
störf sín á vinnumarkaði hafa
löngum verið afar takmörkuð.
Margir sem stríða við heilsu-
brest eða hafa verið úrskurðaðir
öryrkjar eiga erfitt með að finna
sér starfsvettvang við hæfi, jafn-
vel þótt vilji og starfsgeta á ein-
hverju sviði sé fyrir hendi.
Heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið veitti styrk í til-
raunaverkefnið Janus endur-
hæfingu árið 1999 en markmiðið
með verkefninu er að samtvinna
mennta- og heilbrigðiskerfið til
þess að koma fólki sem átt hefur
við heilsufarsvanda að stríða út á
vinnumarkaðinn. Athygli vekur
hversu þverfagleg nálgun er
mikilvægur þáttur í endurhæf-
ingunni en námið sem þátttak-
endur stunda tekur mið af
heilsueflingu, sjálfstyrkingu,
samskiptum, félagsfræði, auk
náms á sviði tölvutækni, íslensku
og hönnunar. Endurhæfingin
snýr því að uppbyggingu á sem
flestum þáttum í lífi þátttakend-
anna til þess að gera þá hæfari til
að bjarga sér.
Ný úrræði og breyttar aðferðir
til þess að koma fólki út í at-
vinnulífið eru ánægjulegur vitn-
isburður um framfarir í viðhorf-
um til þeirra sem verða fyrir
áföllum af einhverju tagi. Ávinn-
ingur samfélagsins af slíku starfi
er mikill, ekki einungis með tilliti
til afkomu heldur einnig í fé-
lagslegum skilningi. Þeir þrír
viðmælendur Morgunblaðsins
sem rætt var við í gær og tekið
hafa þátt í verkefninu, voru allir
sammála um það að atvinnuend-
urhæfingin hefði hjálpað þeim til
að finna ný markmið í lífinu og
nýta hæfileika sína til sjálfs-
bjargar. Það er vissulega mikils
virði því ekkert samfélag hefur
efni á því að virkja ekki allan
þann mannauð sem það býr yfir.