Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ HólmfríðurHildimundar- dóttir fæddist í Stykkishólmi 15. nóvember 1911. Hún lést á St. Francisk- usspítalanum í Stykkishólmi 8. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jón- asdóttir frá Helga- felli og Hildimundur Björnsson vegaverk- stjóri, þau bjuggu í Stykkishólmi. Bræð- ur Hólmfríðar voru Björn og Jónas og eru báðir látnir. Eiginmaður Hólmfríðar var Gestur Guðmundur Bjarnason bifvélavirki, f. 22.5. 1904, d. 15.2. 1970. Þau eignuðust tíu börn. Þau eru: 1) Kristinn, f. 23.11. 1932, kvæntur Ingveldi Sigurðardóttir, þau eiga þrjá syni. 2) Ingibjörg, f. 9.2. 1935, gift Gísla Birgi Jónssyni, þau eiga tvær dætur. 3) Hildimund- ur, f. 9.8. 1936, d. 2.1. 1988, kvæntur Þórhildi Halldórsdótt- ur, þau eiga tvö börn. 4) Jónas, f. 10.6. 1940, kvæntur Elínu S. Ólafsdótt- ur, þau eiga þrjú börn, Jónas á son frá fyrra hjóna- bandi. 5) Ólafía, f. 29.7. 1941, gift Þórði Á. Þórðar- syni, þau eiga tvö börn, áður átti Ólafía dóttur. 6) Hulda, f. 26.9. 1943, gift Kjartani Þor- grímssyni, d. 20.11. 1992, þau eiga tvö börn, áður átti Hulda son. 7) Brynja, f. 25.8. 1945, gift Einari Halldórssyni, d. 11.1. 1999, þau eiga þrjú börn. 8) Ævar, f. 14.9. 1947, kvæntur Ölmu Diego, þau eiga tvö börn, áður átti Alma dóttur. 9) Júlíana, f. 19.6. 1949, gift Hermanni Bragasyni, þau eiga dóttur, áður átti Júlíana son. 10) Hrafnhildur, f. 7.2. 1952 og á hún þrjár dætur. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stef.) Elsku mamma, þessi orð eiga svo vel við þig. Minningarnar hrannast upp við þessi tímamót en þær ætlum við að eiga með okkur sjálfum. Við viljum þakka yndisleik þinn og allt sem þú gafst okkur. Minningin um þig mun ávallt hlýja okkur, ekki síst öllum litlu ungunum okkar sem þótti amma og langamma svo skemmtileg og glöð, eins og ein lítil langömmustelpa sagði þegar við heimsóttum þig á spítalann í Reykjavík fyrir stuttu: „Hún langamma er alltaf svo bros- andi og sæt, það er svo gaman að hitta hana.“ Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Ólafía og Þórður. Elsku amma. Nú ertu komin til guðs, þangað sem afi og pabbi hafa búið til fallegan stað, þar sem þér líður vel og getur horft niður til okk- ar hinna. Það sem við getum huggað okkur við eru allar þær minningar sem við eigum um þig. Þær minn- ingar sem við eigum eru ótal margar og hver annarri betri. Þú varst ein- stök. Þolinmæði þín var endalaus, góðmennskan var ótakmörkuð og kímnigáfan alltaf til staðar. Við systkinin erum þakklát fyrir árin sem þú bjóst hjá okkur í Lágholtinu og síðar á Skúlagötunni. Það var ómetanlegt að fá að alast upp með konu eins og þér. Þegar við horfum til baka þá rifj- ast upp svo margt, ótrúlegustu hlut- ir sem okkur þótti ekkert merkilegir þá en eru gulls ígildi í dag. Þú sagðir okkur sögur um hvernig lífið var í gamla daga, og kenndir okkur svo margt sem við munum búa að alla ævi. Það er sárt að hugsa til þess að þú skulir vera dáin, að heimsókn- irnar til þín á dvalarheimilið verði ekki fleiri, en við vitum það að þú verður alltaf hjá okkur. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Við erum stolt af því að hafa átt ömmu eins og þig. Við söknum þín sárt, elsku besta amma. Þín barnabörn, Halldór og Hólmfríður. Elsku besta amma nú ertu burtu kvödd, við ætíð munum þína minningu geyma. Í hugarfylgsnum okkar við heyrum þína rödd og höldum því að okkur sé að dreyma. Í hjörtu okkar sáðir þú frækornum fljótt og fyrir það við þökkum þér af hjarta, en þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt, þá nær samt yfirhönd þín minning bjarta. Nú svífur sál þín, amma, á söngvavæng um geim, svo sæl og glöð í hlýja og betri heima, við þökkum fyrir samveruna, þú ert komin heim og við biðjum Guð að blessa þig og geyma. (Una Ásmundsdóttir.) Með þessum línum langar okkur til að þakka þér allt það sem þú gerðir fyrir okkur og það sem þú varst okkur. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Elfa, Þórður og Sædís. Elsku amma, nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Fyrir mig var þetta ómetanlegur tími að fá að kynnast þér og eyða stundum með þér og fylgjast með hvað þú gast föndrað með skeljar og kuðunga og öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Mig langar að kveðja þig með þessu ljóði: Þú ert farin. Ferjan mikla flutti þig á lífins strönd. Röddin hljóðnuð, hvílist loksins hlý og sterk og iðin hönd. Hönd sem jafnan huggun veitti, hirti um blóm og stein og skel, bjó til mynstur, breiddi úr litum, byggði upp heild svo færi vel. Ég flyt þér, amma, ástarkveðju, eflaust seinna finn ég þig eilífðar á óskafjörum með öðuskeljar fyrir mig. (Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir.) Kveðja. Kolbrún Diego. Kæra amma. Nú skiljast leiðir um sinn. Við trúum því að nú sért þú komin til áður genginna ættmenna og vina. Til foreldra þinna og bræðra, til afa og Bóa sem fóru frá þér alltof fljótt og allra þeirra sem á undan þér kvöddu þessa jarðvist. Á langri ævi sem þinni hefur þú oft þurft að kveðja hinstu kveðju. Nú er það okkar að kveðja þig og þakka fyrir allt. Minninguna um glaðlynda og góða konu geymum við í hjörtum okkar. Þangað til við hittumst aftur. Hólmfríður og Katrín. Elsku besta langamma. Við þökk- um þér fyrir stundir sem þú gafst okkur. Ég vildi að þú gætir verið lengur hjá okkur. Ég gleymi aldrei þegar þú söngst Undir bláhimni í af- mælinu þínu. En þú varst alltaf sami spaugar- inn. Þegar ég kom heim úr skólanum daginn sem þú dóst náði ég strax í mynd af þér. Núna er mynd af þér inn í stofu og kertaljós hjá. Ég varð að setja uppáhaldslagið þitt hér: Undir bláhimni blíðsumars nætur barst í arma mér rósfagra mey. Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum, ástarþráin er vonunum felld. Þú ert ljósblik á lífshimni mínum, þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld. Ég vil dansa við þig, meðan dunar þetta draumblíða lag, sem ég ann. Meðan fjörið í æðunum funar af fögnuði hjartans, er brann. Að dansa dátt, það er gaman, uns dagur í austrinu rís. Þá leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. Minningu þinni munum við aldrei gleyma. Guð geymi þig, langaamma. Ólafur Þór og Snæþór Bjarki, Borgarnesi. Hún Fríða var burtkölluð nokkuð skyndilega. Hún var þó orðin 91 árs gömul. Fríða var sannur og gegn Hólmari, fædd þar og uppalin. Allan sinn aldur bjó hún í Stykkishólmi. Ég kynntist þeim hjónum, Hólm- fríði og Gesti Bjarnasyni bifvéla- virkja, fljótt eftir að ég kom hingað í Hólminn veturinn 1942. Ég kom oft inn á heimili þeirra og þar var manni jafnan tekið með bros á vör. Þau Gestur voru samhent hjón, eignuðust stórt heimili og komu öll- um sínum börnum til manns. Fríða vann lengst af heima. Heimilisstörf- in voru fjölmörg á stóru heimili. Fríða hafði listamannshendur sem sást þegar hún saumaði á börnin og bjargaði sér á annan hátt í þágu heimilisins. Fríða bjó á dvalarheimilinu síð- ustu æviárin og undi þar hag sínum vel. Við vorum þar borðfélagar og við hana var gaman að ræða því minnið var sterkt. Listrænir hæfi- leikar Fríðu nutu sín þegar hún var komin á efri ár. Listmunir sem Fríða vann vöktu víða athygli og eru skrautmunir á fjölmörgum heimil- um. Hún skapaði listaverk sín úr hörpuskeljum og kuðungum sem hún raðaði á þann hátt að einstakt þótti. Það var sem allt léki í höndum hennar. Já, ég fékk sannarlega að njóta vináttu Fríðu eftir að ég flutti á dvalarheimilið. Rétt fyrir áramótin fór ég suður til Reykjavíkur í heimsókn. Ég kvaddi þá Fríðu í seinasta sinn hér á jörðu. Ekki grunaði mig þá að hún ætti svo fáa daga eftir í vinahóp. Mér fannst hún Fríða vera hress á þessari stundu og nánast ungleg. Við óskuðum hvort öðru gleðilegs árs. Rétt eftir áramótin barst mér fregnin af andláti hennar. Ég vil með þessum fáu orðum þakka henni Fríðu fyrir góða sam- fylgd öll þessi ár sem við höfum þekkst og óska henni alls hins besta á nýjum vegum. Guð blessi hana og veri hennar styrkur. Árni Helgason, Stykkishólmi. HÓLMFRÍÐUR HILDIMUNDAR- DÓTTIR ✝ Olga Guðrún Þor-bjarnardóttir fæddist á Hraunsnefi í Norðurárdal 8. ágúst 1914. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 12. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þorbjörn Ólafsson bóndi á Hraunsnefi og Guðný Bjarnadóttir hús- freyja. Þau fluttust í Borgarnes 1938. Systur Olgu eru Stef- anía, f. 14 maí 1910, d. 31. maí 2002, og Svava, f. 13. jan. 1917. Hinn 16 maí 1936 giftist Olga Kristjáni Gestssyni frá Hóli í Norð- urárdal, f. 15. apríl 1909, d. 27. ágúst 1996. Þau bjuggu lengst af á Gunnlaugsgötu 6 í Borgarnesi. Börn þeirra eru: 1) Ásdís, f. 17. júlí 1940, gift Sævari Þórjónssyni, f. 27. apríl 1940, þau eiga þrjú börn, a) Sigrún, gift Sigurði Jónssyni, þau eiga þrjá syni, b) Lovísa Olga, gift Pétri Pét- urssyni, þau eiga tvö börn og c) Kristján, sambýliskona hans er Ásrún Ólafsdóttir, þau eiga tvær dætur. 2) Gunnar, f. 1. maí 1942, kvæntur Auð- björgu Pétursdóttur, f. 28. júlí 1945, börn þeirra eru: a) Pétur Jóhann, hann á þrjú börn, b) Berglind Björg, hún á tvö börn, c) Olga Guðrún, gift Jens Brynjólfssyni, þau eiga tvo syni og d) Halldóra Guðríður, unnusti hennar er Guðjón Karl Þórisson. Útför Olgu Guðrúnar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Olga móðir mín kvaddi þennan heim kl. 12 sunnudaginn 12. janúar. Það var mikill styrkur fyrir okkar fjölskyldu hvað hún var andlega sterk og minnisgóð og með fulla rænu fram á síðustu stund. Ekki finnst mér hægt að minnast mömmu án þess að minnast ekki pabba um leið, því þau voru eitt í orðsins fyllstu merkingu, þvílíkan kærleik og ástúð báru þau hvort til annars. Í þessu umhverfi ólumst við Gunn- ar bróðir minn upp á Gunnlaugsgöt- unni, með öllu þessu yndislega fólki sem bjó í götunni og öllum skemmti- legu krökkunum sem ólust þar upp líka öll árin þar. Í kjallaranum hjá okkur bjuggu föðuramma og -afi ásamt Dóra frænda, föðurbróður mínum. Einnig bjuggu móðuramma og -afi ekki langt frá og kærar eru minningarnar um allt þetta fólk. Mikil vinátta og tryggð ríkti alla tíð á milli mömmu og systra hennar, Stebbu og Svövu, og voru þær mér sem aðrar mömmur. Ég man aldrei eftir ósætti þeirra á milli og ríkti allt- af mikil gleði þegar þær hittust. Norðurárdalurinn skipaði alltaf stóran sess í lífi foreldra minna, og voru ófáar ferðirnar farnar þangað í gegnum tíðina. Fyrsta minning mín af þeim ferðum var þegar þau voru að hjálpa til við heyskapinn hjá ömmu og afa á Hóli. Eftir að systur mömmu voru orðn- ar ekkjur, komu þær oft saman í heimsókn upp í Borgarnes. Keyrði þá pabbi þær systurnar gjarnan fram í Norðurárdal og voru þá allar minningarnar frá Hraunsnefi forð- um daga rifjaðar upp. Þegar mamma var ung heimasæta á Hraunsnefi var mjög mikill gestagangur þar. Póst- urinn að norðan gisti þar alltaf ásamt fylgdarfólki. Einnig var þar bensín- afgreiðsla þegar vegasamband komst á norður í land. Einn af þess- um mörgu gestum var Sveinn Hann- esson skáld frá Elivogum. Þegar hann kvaddi sagði hann við mömmu, „ég sendi þér kveðju“. Stuttu seinna kom ljóðabók eftir hann með eftir- farandi kvæði ritað fremst í hana: Braga orð í skýrum skorðum skyldugt væri þér að færa, Olga góða, rósin rjóða, réttnefnd mætust heimasæta. Prýði fjallsins, djásnið dalsins, dyggðum skreytist, ei sem breytast. Skipi um ævi – eins og hæfir – auðnusess, er Herrann blessi. Þakka ég og fjölskylda mín for- eldrum mínum samfylgdina í gegn- um árin og felum þau góðum Guði. Megi englar alheimsins vaka yfir þeim. Ásdís Kristjánsdóttir. Fyrr var oft í koti kátt ... eru línur sem bera mann til ömmu. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn og hvað þá að eyða nóttinni hjá henni og að ógleymdu kvöldkaffinu, rúmið sem við sváfum í var engu líkt, fyrst var það mjúka teppið sem hún setti undir lakið og svo stóra dúnsængin sem var svo mjúk og góð lykt af. Svo settist amma á rúmstokkinn og fór með bænir með okkur, þegar þeim var lokið voru alltaf sungin nokkur lög. Já það var notalegt að vera á hennar bæ, alltaf jafn hlýleg og góð, hún var amma eins og þær gerast bestar. Þegar gesti bar að garði var hún alltaf með eitthvað gómsætt á borð- um og maður fór ekki frá henni nema með velfullan maga og helst vasa líka ef ekki fullan poka, ef möguleiki var á. Þegar við fórum að eldast og kom- um við í Borgarnesi var hún snögg að baka pönnukökur og hrista fram úr erminni litla veislu, þetta fengu margir vinir barna og barnabarna að upplifa. Það var alltaf kátt á hjalla þegar þær systurnar (amma, Stebba og Svava) hittust, þá var ósjaldan gripið i spilastokk og spilað langt fram á kvöld og oft fengum við barnabörnin að hjálpa til við að stokka. Ekki gleymdi amma okkur barnabörnun- um í sambandi við spil og kenndi hún okkur hin ýmsu spil og var iðin við að spila við okkur, heima og að heiman. Elsku amma, margar eru þær og góðar minningarnar sem við eigum af þér og nú vitum við að þú ert á góðum stað, komin til hans afa, eruð þið loks saman á ný. Ást ykkar og virðing var mikil á hvort öðru og okkur öllum sem í kringum ykkur voru. Það var erfitt fyrir þig þegar afi fór, en þú komst á gott ról, en allt- af varstu þó tilbúin að fara til hans, og hvað mest þessa síðustu daga. Með ást þína og hlýju í hjarta kveðjum við þig elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Við munum aldrei gleyma þér. Halldóra, Olga, Berglind og Pétur. Síðastliðin sunnudag andaðist á Sjúkrahúsi Akraness, móðursystir mín Olga Guðrún Þorbjarnardóttir, eftir skamma legu þar. Olga var fædd og uppalin að Hraunsnefi í Norðurárdal ásamt tveimur systrum sínum, Stefaníu, sem dó 31. maí sl. og Svövu, sem er búsett í Reykjavík og heldur heimili sitt þar. Árið 1936 giftist Olga Kristjáni Gestssyni, frá Hóli í Norðurárdal, d. í sept. 1996, og fluttu þau til Borg- arness og stofnuðu heimili þar. Árið 1945 byggðu þau sér nýtt hús við Gunnlaugsgötu í Borgarnesi og bjuggu þar tæp 50 ár. Ég og fjölskylda mín eigum marg- OLGA GUÐRÚN ÞORBJARNARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Hólmfríði Hildimundardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.