Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUKIN SKULDBINDING Þar sem meðalævi Íslendinga hef- ur lengst er áætlað að heildar- skuldbindingar lífeyrissjóða aukist um 30 milljarða króna við uppgjör ársins 2002. Lífslíkur Íslendinga jukust um rúmlega hálft ár á tíma- bilinu 1996–2000. Davíð ræðir við Koizumi Davíð Oddsson forsætisráðherra ræddi við Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra Japans, í Tókýó í gær og þakkaði honum stuðning Japana í hvalveiðimálinu. Þeir ræddu einnig vaxandi viðskipti landanna og ástand mála í Írak og Norður- Kóreu. 4,5 milljóna kr. févíti Kauphöll Íslands hefur ákveðið að beita Búnaðarbankann févíti að fjár- hæð 4,5 milljónir króna fyrir að hafa brotið flöggunarreglur í tengslum við gerð samnings um meðferð hlutabréfa í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. 19. júní í fyrra. Bún- aðarbankinn mótmælir því að samn- ingurinn hafi verið flöggunar- skyldur. Oddarnir „áhyggjuefni“ Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að stjórn George W. Bush forseta hyggist sanna fyrir lok mánaðarins að Írak- ar hafi brotið gegn skilmálum L a u g a r d a g u r 18. j a n ú a r ˜ 2 0 0 3 2003  LAUGARDAGUR 18. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TONY ADAMS: VEÐMÁLIN KOMA Í STAÐINN FYRIR ÁFENGI / B4 ARON Kristjánsson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro, en hann var einnig í viðræðum við Team Helsinge. Gengur Aron til liðs við félagið í sumar, en þá rennur núverandi samningur hans við Hauka út. Aron þekkir vel til í dönskum handknatt- leik því á árunum 1998–2001 lék hann með úrvals- deildarliðinu Skjern við góðan orðstír. Team Tvis Holstebro er á Vestur-Jótlandi og er sem stendur í 10. sæti af 13 liðum í dönsku úrvals- deildinni. Liðið er skipað ungum og efnilegum mönnum og hyggst styrkja sig með reyndari mönn- um fyrir næstu leiktíð og er samningurinn við Aron ein staðfesting þess. Á heimasíðu félagsins segir að það hafi gert Alexanders Petersons, leikmanni Gróttu/KR, tilboð vegna næstu leiktíðar sem hann hafi ekki svarað ennþá. Aron semur við Holstebro GYLFI Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og samherji hans hjá Lilleström, Þjóðverjinn Uwe Rösler, lentu í miklum slagsmálum á æfingu liðs- ins. Peter Werni, vara- fyrirliði liðs- ins, þurfti að skilja þá fé- laga í sundur, en norska blaðið VG segir að sleg- ist hafi verið af hörku. Gylfi segir að slagsmál séu daglegt brauð á æf- ingum og vildi ekki gera mikið úr atvikinu. „Ég fór yfir strikið í þetta sinn en við Rösler höfum lagt þetta mál til hliðar. Auk þess vilja þjálf- arar liðsins að það sé kraftur á æfingum liðsins. Og allir vilja vinna þegar spilað er á æfingum,“ segir Gylfi við VG. Gylfi og Rösler slógust á æfingu Gylfi Einarsson GRÆNLENDINGAR, sem mæta Íslendingum í heimsmeist- arakeppninni í handknattleik í Portúgal á þriðjudaginn, unnu síðasta æfingaleik sinn áður en flautað verður til leiks á HM. Í fyrrakvöld mættu Grænlendingar franska liðinu Marseille í Marseille og unnu með fimm mörkum, 23:18, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 11:8. Kvöldið áður höfðu Grænlendingar tapað fyrir Nim- es, 21:20. Mörk grænlenska liðsins í leiknum við Marseille gerðu: Jak- ob Larsen 9, Niels Poulsen 4, Hans Peter Motzfeldt, fyrrver- andi leikmaður FH, 4, Rasmus Larsen 3, Carsten Olsen 2, Hans Knudsen 1. Grænlend- ingar unnu í Marseille Alls renna 22 millj. af þessumstyrkjum til hópíþrótta sem er aukning frá því áður hefur verið. Kemur þar m.a. til aukning á styrkjum frá Alþingi vegna hóp- íþrótta. Hæsti styrkurinn rennur til Handknattleikssambands Íslands, 12,5 millj. króna til undirbúnings vegna heimsmeistarakeppninnar sem hefst í Portúgal eftir helgina, en alls koma 14,2 millj. í hlut HSÍ þegar styrkir til landsliðs kvenna og unglingalandsliða eru teknir með í reikninginn. Þá fær Knattspyrnu- samband Íslands 5 millj. króna, og helmingur þess er eyrnamerktur landsliði kvenna. Körfuknattleiks- sambandið fær 2,9 millj. Fimm íþróttamenn halda áfram að fá svokallaðan A-styrk eins og á síðasta ári, en hann nemur 1.440.000 á ári. Þetta eru frjálsíþróttamenn- irnir Jón Arnar Magnússon, Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdótt- ir, júdómaðurinn Vernharð Þorleifs- son og Örn Arnarson, sundmaður. Alls fær Frjálsíþróttasamband Ís- lands styrki upp á rúmar 9 millj. króna en inni í þeirri upphæð eru styrkir til Jóns Arnar, Völu og Þór- eyjar. Þá fær Sundsambandið rúm- ar 5 millj. og Júdósambandið rétt rúmar 4 millj. Í þessum tölum eru styrkir Arnar og Vernharðs. Ellert segir að ástæða þess að hægt sér að úthluta hærri styrkjum nú en nokkru sinni fyrr sé aukinn styrkur Alþingis vegna hópíþrótta, góður stuðningur fyrirtækjanna í Ólympíufjölskyldunni, þ.e. Íslands- banka, Visa, Sjóvár/Almennra, Flugleiða og Austurbakka og bætt staða Afrekssjóðs vegna aukningar á hagnaði ÍSÍ af lottósölu en Af- rekssjóður fær 8% af lottóhagnaði ÍSÍ til ráðstöfunar. Þá komi veru- legt framlag frá Ólympíusamhjálp Alþjóðaólympíunefndarinnar einnig til góða. Þrátt fyrir meiri úthlutun styrkja en nokkru sinni fyrr þá dugir það ekki til þess að koma til móts við all- ar óskir sérsambandanna, að sögn Ellerts, því alls hafi þau sótt um styrki að upphæð 215 millj. að þessu sinni. Viðbótarstyrkjum verður úthlut- að í vor til þeirra sérsambanda sem senda íþróttamenn á Smáþjóðaleik- ana á Möltu, en ÍSÍ reiknar með að greiða á milli 60 og 70% af kostnaði vegna þátttöku í leikunum. Eins má búast við viðbótarúthlutun úr sjóð- unum í haust. Morgunblaðið/Sverrir Þórey Edda Elíasdóttir og Vala Flosadóttir ræða saman í stangarstökkskeppninni á Ólympíuleikunum í Sydney. Þær eru í A-styrktarflokki hjá Afrekssjóði ÍSÍ og þær hafa báðar sett stefnuna á ÓL í Aþenu 2004. Hæstu greiðslur ÍSÍ frá upphafi ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) úthlutaði í gær 62 millj- ónum úr Afrekssjóði ÍSÍ, Afrekssviði ÍSÍ vegna Ólympíufjölskyldu ÍSÍ og Sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna vegna þessa árs. „Þetta eru hæstu greiðslur sem úthlutað hefur verið frá upphafi í einu lagi úr þessum sjóðum og það er mikið gleðiefni,“ sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, þegar úthlutun styrkjanna var kynnt í gær. Afreksmannasjóður ÍSÍ úthlutar 62 milljónum króna í styrki til sérsambanda  Styrkir frá ÍSÍ/B3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Viðskipti 12/14 Minningar 3543 Erlent 16/18 Kirkjustarf 44 Höfuðborgin 19 Messur 44/45 Akureyri 20 Staksteinar 46 Suðurnes 21 Myndasögur 48 Árborg 22 Bréf 48 Landið 23 Dagbók 50/51 Listir 34/35 Leikhús 52 Neytendur 24 Fólk 52/57 Heilsa 24 Bíó 54/57 Menntun 28 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * LEIKSKÓLINN Fífuborg í Grafarvogi á 10 ára afmæli í dag. Af því tilefni hélt skólinn líflega afmælishátíð í gær. Börnin buðu foreldrum á leiksýningu og gáfu svo leikskólanum sínum góðar gjafir. Þau gáfu Fífuborg endurskinsvesti til að nota í gönguferðum og kubba. Þau 95 börn sem á leikskólanum eru fengu svo öll súkkulaðiköku og sungu afmælissönginn hástöfum um leið og þau veifuðu íslenska fánanum. Leikskólakenn- ararnir sýndu svo leikrit fyrir börnin og í lokin leystist veislan upp í mikinn dansleik. Elín Ásgrímsdóttir leik- skólastjóri var afar ánægð með daginn og sagði hann hafa heppnast vel í alla staði. Morgunblaðið/Kristinn Fífuborg hélt upp á áratugar afmæli Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar FERÐAMÖNNUM er óheimilt að flytja hrátt kjöt og ógerilsneydda osta til landsins. Niðursoðið kjöt telst vera soðið og er því löglegt en aftur á móti er ekki nægjanlegt að vara sé t.d. söltuð eða reykt. Þetta kemur fram í reglum embættis yf- irdýralæknis um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins en eins og greint hefur verið frá hóf sýslumaðurinn í Keflavík að sekta ferðamenn vegna ólögmæts innflutnings á matvöru. Jóhann R. Benediktsson sýslu- maður viðurkennir í samtali við Morgunblaðið að óþægilegt sé að framfylgja reglum sem almenning- ur eigi erfitt með að skilja. Eins hljóti það að vera grunnforsenda að fólk geri sér grein fyrir hvenær það er að brjóta af sér og hvenær ekki. Almennt gildir sú regla að ferða- menn megi flytja inn varning að heildarverðmæti um fimmtíu þús- und krónur og að verðmæti ein- stakra vara sé ekki meira en um 22 þúsund krónur. Um kjöt og osta gildir hins vegar að tollfrjáls inn- flutningur er bundinn við magn eða þrjú kíló. Þá má segja að við inn- flutning á kjöti og osti gildi öfug sönnunarbyrði, yfirvöldum ber ekki að sýna fram á að um ólögmætan innflutning sé að ræða heldur ber ferðamönnum að sýna fram á með óyggjandi hætti að varan sé lögleg. Því munu vera mörg dæmi um að menn hafi verið stöðvaðir í Leifs- stöð með vöru sem fæst í verslunum og hún gerð upptæk þar sem ekki var greint skýrt frá meðhöndlun á umbúðum vörunnar. Áhöld um að fólk viti að það sé að brjóta af sér Aðspurður segist Jóhann R. Benediktsson ekki leyna því að það sé óþægilegt að framfylgja reglum sem almenningur eigi erfitt með að skilja. Það sé grunnforsenda að fólk geri sér grein fyrir hvenær það er að brjóta af sér og hvenær ekki. Það sé alltaf óheppilegt ef löggæslu- aðilar séu settir í slíka stöðu. „Það skilja allir hvers vegna við stöðvum menn með fíkniefni en almenningur á að mínu viti rétt á að fá skýrari upplýsingur um hvers vegna þetta eftirlit þarf að vera svona strangt.“ Aðspurður segir Jóhann að settar verði merkingar um reglurnar í komusal og þá sé vonast til þess að leyfi fáist til að setja ítarlegar leið- beiningar í flugvélar og það mál verði í höfn fyrir lok marsmánaðar, áður en aðalferðamannatíminn hefst. Sektir vegna innflutnings ferðamanna á kjöti og ostum Reglum ekki framfylgtá sunnudaginn Dorrit Moussaieff Dorrit Moussaieff segir frá ætt sinni og uppeldi, áhugamálum og störfum í viðtali við Kristínu Marju Baldursdóttur. Frönsk kvikmyndahátíð Árni Þórarinsson fjallar um frönsku kvikmyndahátíðina og ræðir við einn athyglisverðasta og umdeildasta leikstjóra Frakka um þessar mundir. Rússneskt veisluborð 13 dögum eftir að jólahaldi Íslendinga lýkur halda Rússar jól samkvæmt rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Orðið „bistro“ er fengið úr rússnesku og merkir einfaldlega hratt. Morgunblaðið/RAX VETURINN brast á með fullum þunga á Austfjörðum í gær og olli truflunum í samgöngum og skóla- haldi. Tvö snjóflóð og nokkrar spýj- ur féllu í Vattarnesskriðum, milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, en engan sakaði. Einnig féllu spýjur niður á veginn um Fagradal. Mokstursmenn Vegagerðarinnar urðu víða frá að hverfa á fjallvegum austanlands. Veðrið gekk niður að mestu í gærkvöldi en samkvæmt spá um minnkandi úrkomu ætti mokstur á fjallvegum að hefjast á ný í dag. Lokað var í gær um Breiðdalsheiði, Oddsskarð, Vatnsskarð og Fagradal en Vegagerðinni tókst að opna Fjarðarheiðina undir kvöld. Stórhríð var á Mývatns- og Möðrudalsöræf- um og þæfingsfærð. Snjóflóð og þæfingur Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Eskfirðingar fóru ekki varhluta af fannferginu í gær þegar hríðin var nær lárétt. Minnisvarðinn um fallna sjómenn stóð veðrið af sér. öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um samstarf við eftirlitsmenn sam- takanna. Talsmaður Bush segir það „áhyggjuefni og alvarlegt mál“ að ellefu efnavopnaoddar skyldu hafa fundist í Írak. 67% Norðmanna vilja í ESB Um 67% Norðmanna segðu já við aðild að Evrópusambandinu ef kosið yrði um það nú, ef marka má nýja skoðanakönnun. Hafa kannanir aldrei fyrr sýnt jafnmikinn stuðning við aðild Noregs að ESB. Krefst sýknu í sex atriðum Mál ríkissaksóknara gegn Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanni, var flutt fyrir Hæstarétti í gær og verjandi hans sagði hann eiga sér miklar málsbætur. Krafðist hann sýknu í sex ákæruatriðum af 18 sem Árni var sakfelldur fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur og staðfestingar á sýknu af níu ákæruatriðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.