Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 41
✝ Friðbjörn Þór-hallsson fæddist í
Miklabæ í Óslands-
hlíð í Skagafirði 23.
júlí 1919. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Sauð-
árkróki 8. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Björn Þórhallur Ást-
valdsson bóndi og
Helga Friðbjarnar-
dóttir húsfreyja. Þau
bjuggu m.a. í Hofs-
gerði, Hvammkoti og
Litlu Brekku á
Höfðastönd. Systkini
Friðbjörns eru: Elísabet, f. 15.1.
1917, Ósk, f. 20.5. 1918, Guðbjörg,
f. 17.10. 1920, Ásdís, f. 12.8. 1922,
d. 5.12. 2001, Anna Guðrún, f.
25.11. 1923, Kristjana, f. 14.1.
1925, Þorvaldur, f. 1.9. 1926, Hall-
dór Bjarni, f. 5.11. 1927, Guðveig,
f. 23.5. 1929 og Birna, f. 13.5.
1938.
Hinn 30. desember 1945 gekk
Friðbjörn að eiga eftirlifandi eig-
inkonu sína, Svanhildi Guðjóns-
dóttur, frá Nýlendi í Hofshreppi,
f. 12.2. 1926. Hún er dóttir
hjónanna Guðjóns Jóhannssonar
bónda og Ingibjargar Sveinsdótt-
ur húsfreyju sem bjuggu þar um
40 ára skeið. Börn Friðbjörns og
Svanhildar eru: 1) Guðjón Ingi
framkvæmdastjóri, f. 28.10. 1945,
kvæntur Rósu Eiríksdóttur versl-
unarmanni. Þau eiga tvær dætur,
Þórhildi og Ingi-
björgu. 2) Helga
kennari, f. 25.5.
1947, gift Páli Dag-
bjartssyni skóla-
stjóra. Þau eiga fjög-
ur börn, Svanhildi,
Lárus Dag, Kol-
brúnu og Helgu Mar-
íu. 3) Fanney hjúkr-
unarfræðingur, f.
28.11. 1951, gift
Árna Jóni Geirssyni
lækni. Þau eiga tvo
syni, Daða og Kára.
4) Þórdís kennari, f.
30.8. 1955. Hún á
eina dóttur, Önnu Lilju Péturs-
dóttur. Barnsfaðir Pétur H. Stef-
ánsson útibússtjóri. 5) Ingibjörg
Rósa hjúkrunarfræðingur, f.
13.11. 1963. Sambýlismaður henn-
ar er Ingimar Jónsson fram-
kvæmdastjóri. Þau eiga þrjá syni,
Atla Björn, Jón Rúnar og Davíð.
Langafabörnin eru átta.
Friðbjörn stundaði nám við
Hólaskóla árin 1940–1942. Næstu
ár þar á eftir stundaði hann ýmis
störf, bæði til sjós og lands. Á ár-
unum 1954–1970 starfaði hann
hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirð-
inga á Hofsósi. Eftir það vann
hann margs konar verkamanna-
vinnu, m.a. lengi við múrverk.
Hann bjó lengst af á Hofsósi.
Útför Friðbjörns verður gerð
frá Hofsósskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Með nokkrum orðum vil ég
kveðja tengdaföður minn, Friðbjörn
Þórhallsson eða Bjössa Þórhalls
eins og hann var jafnan kallaður.
Hann lést hinn 8. janúar sl. og fer
útför hans fram í dag frá Hofsós-
kirkju.
Ég hitti Bjössa fyrst fyrir rúm-
lega 30 árum, þegar ég í fyrsta sinn
kom í heimsókn til verðandi tengda-
foreldra. Þetta var síðla dags, rétt
fyrir kvöldmat. Gesturinn sat í
stofu og beið örlaga sinna í róleg-
heitum. Inn kom knálega vaxinn
maður og heilsaði mér og kynnti sig
sem Friðbjörn föður Helgu, gekk
síðan eitthvert fram aftur. Rétt á
eftir kom inn í stofuna annar maður
og heilsaði, dálítið minni, en að mér
fannst alveg eins í andliti og kvaðst
vera Valdi bróðir Bjössa. Þá
skömmu síðar kemur svo inn einn
til viðbótar sem mér fannst vera
þriðja eintakið. Ég stekk á fætur og
heilsa að sveita sið og kynni mig.
„Ég heilsaði þér nú áðan,“ svaraði
hann kíminn. Þar var þá Bjössi
kominn aftur. Einhvern veginn
settist þetta augnablik í minni mér.
Þetta hlýlega viðmót, gestrisni og
alúðlegheit, sem ætíð hefur ein-
kennt heimili þeirra Svönu og
Bjössa, bauð mig velkominn í fjöl-
skylduna.
Bjössi Þórhalls var ákaflega
traustur maður, hafði engan asa á
sér dagfarslega. Strangheiðarlegur
og nákvæmur. Mátti aldrei vamm
sitt vita í nokkru því sem að honum
og hans fólki snéri. Vildi aldrei
skulda neinum neitt og engum vera
háður. Hann var víðlesinn og átti
mikið af bókum. Ýmiss konar þjóð-
legur fróðleikur var þar í fyrsta
sæti. Bjössi fylgdist ætíð vel með
því sem var að gerast í þjóðfélaginu
og hafði mikinn áhuga á þjóðfélags-
málum almennt. Hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
en var ekkert sérstaklega að troða
þeim upp á aðra.
Bjössi var þriðji í röðinni af
stórum systkinahópi. Á þeim árum
er Bjössi var að alast upp var al-
gengt að börn og unglingar færu til-
tölulega ung að vinna, bæði heima
og að heiman. Þannig var með
Bjössa. Honum tókst að vinna sér
inn það mikið fé að honum var kleift
að fara til náms í Hólaskóla haustið
1940 og lauk þaðan námi vorið 1942.
Þessi dvöl í Hólaskóla varð Bjössa
dýrmætt veganesti út í lífið. Oft og
iðulega vitnaði hann til reynslu
sinnar frá Hólum og Hólar, sem
skólasetur, nutu mikillar virðingar í
hans vitund alla tíð. Bjössi var ein-
lægt náttúrubarn og það sem eink-
um dró hann til Hóla var brennandi
áhugi hans á búskap og þar voru
sauðfé og hross hans eftirlæti. Ég
hef oft hugsað um það eftir að ég
kynntist Bjössa hversu mikil synd
það var að hann skyldi ekki taka þá
stefnu að gerast bóndi. Hann var að
vísu með nokkrar kindur í fjölda ára
á Hofsósi og hross var hann með
alla ævi eða þar til hann ekki treysti
sér lengur til að annast þau á þann
eina hátt sem honum var lagið.
Ég tel að Bjössi hafi verið mikil
hestamaður þó svo skilgreining
þess orðs vefjist fyrir mörgum. Öll
hirðing hans á eigin hrossum var
með slíkum ágætum að eftir var
tekið. Ég man eftir því að fyrst eftir
að ég byrjaði að vera með hross
sjálfur þá var ég hálftaugaóstyrkur
að bjóða tengdaföður mínum í hest-
húsið í fyrstu skiptin. Hélt að ég
fóðraði ekki nógu vel. Ég lærði
margt af honum í meðferð á hross-
um og um hesta og hestamennsku
almennt. Enda barst talið æði oft að
þessum einstöku skepnum þegar
okkar fundum bar saman.
Bjössi var ákaflega laginn reið-
maður og sagði mér sjálfur að hann
hefði aldrei lært neitt í reið-
mennsku annað en það sem Jón á
Hofi sagði honum til þegar hann var
að byrja í hestamennsku sem ungur
maður. Þrjú hross voru Bjössa hug-
leiknust af öllum þeim fjölda sem
hann þó tamdi og reið. Það var sú
mikla ættmóðir Ragnars-Brunka,
sem honum þótti vera afburðagæð-
ingur. Þá má nefna Inga-Brúnku,
sem kom í Bjössa hendur fyrir til-
viljun. Og í þriðja lagi nefni ég
hvítan hest, Hnokka, sem Bjössi
átti sem reiðhest síðustu árin sem
hann fór á bak. Þessum þremur
hrossum svipaði mikið saman í huga
Bjössa sem afburðagæðingar.
Ávallt er tal barst að ákveðnu
hrossi sem Bjössi hafði ekki prófað
sjálfur þá spurði hann: „er hann
viljugur?“ eða „er hún viljug?“.
Þetta var grundvallaratriði hvað
góðhest snerti í huga Bjössa.
Elli kerling fór að ásækja Bjössa
með vaxandi afli á síðasta ári og má
segja að á haustmánuðum hafi lík-
amsþróttur hans dvínað nokkuð
hratt. Gamlársdagurinn síðasti er
einkar kær í minningunni. Þá fórum
við Helga ásamt Helgu Maríu til
tengdaforeldra minna á Hofsósi.
Um miðjan daginn fór ég með
Bjössa í ökuferð um nágrennið.
Upp að Hofi, út Höfðaströndina,
niður að Bæ og heim bakkana til
Hofsóss. Þetta voru heimahagar
Bjössa sem honum þótti svo ákaf-
lega vænt um. Heimakærari manni
hef ég ekki kynnst. Í ökuferðinni
var hann að segja mér frá búskap-
arháttum á bæjum bæði fyrr og síð-
ar. Mundi allt og hafði allt á hreinu.
Þetta var góður dagur og skemmti-
legt gamlárskvöld.
Ég er forsjóninni þakklátur fyrir
af hafa fengið að kynnast Bjössa
tengdaföður mínum, þessum mæta
manni. Mér leið ævinlega vel í ná-
vist hans og ég held að svo hafi ver-
ið með flesta er nutu samvista við
hann.
Það seytlar um hugann, svipmót liðinna
daga
og saknaðarbylgja brotnar í huga manns.
Hver dagur sem hverfur, að morgni er
minning og saga,
er máttugri hendi grípur til vegfarans.
(Sig. Hansen.)
Blessuð veri minning Bjössa Þór-
halls á Hofsósi.
Páll Dagbjartsson.
Mig vantar orð til að þakka þér
í þögninni geymi ég bestu ljóðin,
gullinu betra gafstu mér
göfuga ást í tryggða sjóðinn
og það sem huganum helgast er,
hjartanu verður dýrsti gróðinn.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Dagurinn sem ég hef kviðið alla
mína ævi rann upp 8. janúar þegar
afi minn dó. Það var ekkert sem gat
undirbúið mig fyrir þessa frétt sem
mamma færði mér. Að vera stödd í
öðru landi gerði martröðina enn
óraunverulegri. Dagarnir á eftir
hafa verið erfiðir. Þegar ég leggst
til svefns á kvöldin fer hugurinn á
flug. Ótal góðar minningar um afa
streyma fram. Mjög sterk er minn-
ingin um afa umkringdan hestunum
sínum. Ég hef varla verið farin að
ganga þegar afi setti mig fyrst á
bak Blesa gamla. Ferðirnar í hest-
húsið með honum eru óteljandi. Þar
gaf afi stelpuskottinu, sem elti hann
um allt, mikilvæg störf að vinna, í
hennar augum.
Afi kenndi mér að spila vist,
manna og þjóf og grunsamlega oft
fékk afastelpan að vinna.
Afi kenndi mér að þekkja pen-
inga eftir að ég viðurkenndi grát-
andi fyrir honum að ég gæti ekki
farið fleiri búðarferðir fyrir ömmu
því mér þætti of neyðarlegt að láta
fólkið í búðinni sjá að ég þekkti ekki
peningana. Ekki var afi nú lengi að
kippa því í liðinn.
Eitt sumarið ákváðum við afi að
ég skyldi vera í sumarskóla hjá hon-
um. Þar kenndi hann mér margföld-
unartöfluna og seinna bætti hann
skriftaræfingu inn í eftir að ég sagði
honum að ég héldi að ég skrifaði
langverst í mínum bekk. Öllum mín-
um áhyggjum og leyndarmálum gat
ég hvíslað að afa.
Missir okkar allra er mikill en
mestur er þó missir elsku ömmu
sem sér á eftir afa eftir 57 ára far-
sælt hjónaband. Afa þakka ég allt
það sem hann gaf mér og gerði fyrir
mig. Ég er betri manneskja vegna
hans. Minning hans mun lifa í
hjarta mínu.
Anna Lilja Pétursdóttir.
Elsku afi.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir með mér frá því að ég var lít-
ill strákur. Þú fórst með mér í hest-
húsið og ég hjálpaði þér að gefa
hestunum og moka flórinn. Það var
gaman að gefa krumma með þér,
þegar hann kom til að éta matinn
sinn fyrir neðan hesthúsið. Við fór-
um oft saman út í bílskúr að smíða
en þar geymdir þú allt smíðadótið
þitt. Þar bjuggum við til sverð og
skjöld, tréhníf og ýmislegt fleira.
Þakka þér einnig fyrir verkfæra-
kassann sem þú gafst okkur Jóni í
sumar, hann geymum við í sum-
arbústaðnum á Flugumýri. Það var
mjög gaman að smíða með þér en
ég ætlaði að gera trébyssu með þér
þegar ég hitti þig næst. Ég verð að
gera hana sjálfur með pabba.
Þegar við vorum komnir inn í hús
til ömmu Svönu þá fengum við okk-
ur eitthvað gott að borða eins og
hafragraut, fiskibollur og skyr. Síð-
an tókst þú upp spilin og við spil-
uðum Ólsen og veiðimann. Áður en
ég sofnaði á kvöldin last þú fyrir
mig eða sagðir mér sögu.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pétursson.)
Kveðja,
Davíð.
Okkur langar með þessum orðum
að minnast afa okkar, Friðbjörns
Þórhallssonar.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt.
Við biðjum guð að vaka yfir ömmu
og gefa henni styrk.
Þórhildur og Ingibjörg
Ingadætur.
Mig langar að kveðja þig Bössi
minn með nokkrum orðum. Ég vil
þakka þér allt á liðnum árum.
Ég man hvað það var alltaf gott
að koma til ykkar Svönu þegar ég
var lítil stelpa og átti heima á Hofs-
ósi. Og ef mér fannst betra að borða
hjá Svönu en heima þá bara borðaði
ég hjá ykkur. Ég man þegar ég gróf
holu fyrir framan húsið heima til að
tína maðka fyrir þig.
Þegar ég, Þórdís og Svenni fór-
um inn í skúrinn þinn og máluðum
allt hátt og lágt, þar á meðal okkur
sjálf, tókst þú á málunum með því-
líkri ró og umhyggju. Sem hefur
verið þitt aðal einkenni allt þitt líf.
Ég vil þakka þér og Svönu fyrir
alla umhugsunina um Helgu ömmu
á meðan hún lifði en þið reyndust
henni alveg einstaklega góð.
Oft sá maður þig á fallegum gæð-
ingi í útreiðartúr, en það var þitt að-
al áhugamál, svo lengi sem heilsan
leyfði að hugsa um og hlúa að hest-
unum þínum.
Eitt er víst að á fáum stöðum
hafa hestar fengið jafn góða umönn-
un og hjá þér Bjössi minn. Ég gæti
endalaust haldið áfram, en ég
geymi allar góðu minningarnar um
góðan frænda í huga mér.
Hafðu hjartans þakkir fyrir allt
elsku frændi.
Megi góður Guð geyma þig hjá
sér.
Elsku Svana mín, Ingi, Helga
Fanney, Þórdís, Inga Rósa og fjöl-
skyldur, einnig mamma og öll eft-
irlifandi systkini, megi Guð gefa
ykkur styrk í sorginni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Kveðja
Helga Þ. Guðmundsdóttir.
Litli bærinn þeirra Þórhalls og
Helgu á sjávarkambinum á Hofsósi
er undarlega stór í minningunni.
Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá
okkur bræðrum að fara í langferð í
Skagafjörðinn. Brosið hennar
ömmu var ógleymanlegt og dreng-
irnir ungu skynjuðu strax að þeir
voru velkomnir í þessa töfraveröld.
Afi dó 1962 og því eru minningarnar
um þann hógværa og prúða mann
ekki eins sterkar og um ömmu sem
lifði allt til ársins 1986.
Í litla húsinu var vel tekið á móti
gestum og amma sannarlega í ess-
inu sínu við að gera öllum til hæfis.
Þar var hellt upp á heimsins besta
kaffi, enda bætt í það kúmeni sam-
kvæmt sérstakri formúlu, sem
amma ein kunni.
Amma naut þess í ríkum mæli,
sérstaklega þegar kvölda tók á
hennar lífsgöngu, að í túnfætinum
bjuggu þau Bjössi og Svana. Þeim
og börnum þeirra verður seint full-
þakkað hve vel þau reyndust ömmu
og gerðu henni kleift að búa svo
lengi við fulla reisn í húsinu sínu
sem hún unni svo mjög.
Nú, þegar við kveðjum Bjössa
frænda situr eftir minning um hlýj-
an, brosmildan og umfram allt ljúf-
an mann. Ljóðelskan hestamann og
mikinn Skagfirðing. Við hlið hans
stóð alla tíð hans góða kona, Svana.
Börnin þeirra fimm, tengdabörn og
öll barnabörnin hafa alla tíð verið
afar samheldin fjölskylda.
Það fækkar í barnahópnum
þeirra Þórhalls og Helgu. Dísa
frænka lést fyrir rúmum tveimur
árum og í dag kveðjum við Bjössa
frænda. Bæði tvö voru einstakar
manneskjur.
Elsku Svana, við sendum þér og
fjölskyldunni samúðarkveðjur okk-
ar.
Þórhallur, Þorkell og Arnar.
FRIÐBJÖRN
ÞÓRHALLSSON
Fleiri minningargreinar
um Friðbjörn Þórhallsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Móðir okkar og tengdamóðir,
MARÍA NJÁLSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða
á Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánu-
daginn 20. janúar kl. 14.00.
Guðný Þórðardóttir, Grétar Guðbergsson,
Pétur Örn Jónsson, Sigrún Skarphéðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐBJARGAR SIGURGEIRSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri.
Halldóra Steindórsdóttir, Björn Jóhann Jónsson,
Sigurbjörg Steindórsdóttir, Bernharð Steingrímsson,
Steindór Geir Steindórsson, Hlédís Hálfdanardóttir,
Sigurgeir Steindórsson, Rósa Sigurlaug Gestsdóttir
og ömmubörn.