Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 29 NÝLEGA kom fram í fréttum að til stæði að opna að nýju legudeild fyrir heilabilaða á Landakoti sem lokað var sl. haust. Þá var birt í Mbl. stutt grein eftir undirritaðan sem fjallaði um þessa lokun. Þar var þessi ákvörðun stjórnar Land- spítala gagnrýnd harðlega og full- yrt að enginn sparnaður yrði í rekstri spítalans en það virtist vera markmið stjórnarinnar. Bent var á að sjúklingar sem þyrftu vist á Landakoti en fengju ekki, myndu festast inni á bráðadeildum þar sem vist þeirra yrði mun dýrari. Í sjón- varpsviðtali fyrir nokkru staðfesti yfirlæknir deildarinnar að þessi væri útkoman. Ástæðuna fyrir þess- ari röngu ákvörðun taldi undirrit- aður vera það úrelta fjármögnunar- kerfi sem spítalinn býr enn við. Lokun legudeildar Að loka legudeild er afdrifarík ákvörðun í spítalarekstri. Ekki skal hér fjölyrt um mannlega þáttinn, þ.e. þann sem snertir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Á legudeild myndast gjarnan sérstakt andrúms- loft og sá hópur sem þar vinnur verður samhentur og hefur mikinn áhuga á starfi sínu. Þessi þróun tekur oft langan tíma. Þegar deild- inni hefur verið lokað dreifist þessi hópur og það er mikið mál að byrja starfsemina nánast frá grunni að nýju og það mun vafalaust taka sinn tíma. Hér er verið að tala um vinnustað með 25–30 starfsmönn- um, sem er opinn allan sólarhring- inn, alla daga ársins. Árlegur rekst- urskostnaður á svona deild er 80–90 milljónir króna. Röng stefna Sú stefna í rekstri heilbrigðis- stofnana sem ríkisstjórnir undan- farins áratugar hafa fylgt er ekki aðeins röng heldur beinlínis skaðleg eins og dæmið að ofan sannar. Föst fjárlög hafa alls staðar annars stað- ar verið lögð af enda er meginein- kenni þeirra samdráttur í rekstri þar sem fjárveitingar eru ekki tengdar afköstum og framboðið því ekki í neinum tengslum við eftir- spurnina. Annað sem föst fjárlög hafa í för með sér er mikil miðstýr- ing. Sú þróun er enn í gangi hér og er frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um heilbrigð- isþjónustu sem nú liggur fyrir Al- þingi til vitnis þar um. Alls staðar annars staðar er áhersla lögð á að auka sjálfstæði og ábyrgð stjórn- enda heilbrigðisstofnana. Tryggingaþáttur Engu er líkara en að margir stjórnmálamenn og þá einkum Framsóknarmenn skilji hreinlega ekki eðli heilbrigðisþjónustunnar. Það verður því enn að ítreka að vel- ferðin felst auðvitað í trygginga- þætti kerfisins. Landsmenn sem greiða skatta sína og skyldur til rík- isins öðlast rétt til eðlilegrar þjón- ustu sem skv. mati Ríkisendurskoð- unar er tryggður í stjórnarskrá, lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um réttindi sjúklinga. Sá sem fer með það vald sem þessu fylgir hefur það auðvitað í hendi sér að tryggja þennan rétt almennings. Hér á landi hefur enginn komið með tillögu um annað en að ríkið haldi áfram að sjá um þessa hlið málsins. Það hlýtur því að vera skylda ríkisins að veita fé til að koma til móts við þarfir þeirra sem eiga réttinn. Það er engin lausn að stinga höfðinu í sandinn, neita að horfast í augu við veruleikann og búa bara til biðlista, sem í sjálfu sér kosta mikið fé sem gagnast engum. Rekstrarþáttur Rekstrarhlið heilbrigðisþjónust- unnar hefur ekkert með velferð að gera. Rekstur heilbrigðisstofnana er í engu frábrugðinn rekstri venju- legra fyrirtækja og lýtur því venju- legum rekstrarlögmálum. Þar sem fjármagn er takmarkað er mark- miðið að nýta rekstrarfé sem best þannig að allir sem eiga réttinn fái þá þjónustu sem þeir þurfa. Til þess að það náist þarf kostnaður á öllum sviðum að vera þekktur en langt er frá því að svo sé í dag. Það gildir hér eins og annars staðar að stjórn- málamenn eru ekki heppilegastir til að stjórna rekstri. Með kosningar fram undan er nauðsynlegt að stjórnmálaflokkar og kannske sérstaklega forsætis- ráðherraefni verði krafin um skýra stefnu í þessum mikilvæga mála- flokki. Opnun og lok- un á Landakoti Eftir Ólaf Örn Arnarson „Það gildir hér eins og annars stað- ar að stjórn- málamenn eru ekki heppilegastir til að stjórna rekstri.“ Höfundur er læknir. ÞAÐ hefur verið eftir því tekið hve farsællega hefur gengið hjá fram- sóknarmönnum að raða á sína fram- boslista til komandi alþingiskosn- inga. Nú á laugardag fylkja framsókn- armenn liði, fjórða sinni, fyrir vænt- anlegar alþingiskosningar og kjósa efstu menn á framboðslista síns kjördæmis, Suðurkjördæmis. Tíu einstaklingar bjóða sig fram í sex efstu sætin, sex karlar og fjórar konur. Í fyrsta og annað sætið bjóða sig fram tveir sitjandi þingmenn flokks- ins sem báðir eru karlar. Fimm ein- staklingar sækjast eftir þriðja sæti, þrjár konur og tveir karlar, annar þeirra sitjandi þingmaður. Sama er að segja um fjórða sætið, þrjár kon- ur og tveir karlar sækjast eftir því. Tveir einstaklingar, karl og kona, bjóða sig fram í fimmta og sjötta sætið. Hér er um að ræða mjög fram- bærilegan hóp karla og kvenna sem öll eru verðugir fulltrúar að taka sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins. Mikilvægt er að framboðslistar stjórnmálaflokkanna séu frambæri- legir til þess að njóta trausts kjós- enda. Til þess að framboðslisti sé frambærilegur þarf að tryggja það að hann sé skipaður bæði körlum og konum á sem jafnastan hátt. Nú er það á valdi þingfulltrúa framsóknarmanna í Suðurkjördæmi að sjá til þess að tryggja konum sæti til jafns við karla á framboðslistan- um. Ég vil því hvetja þingfulltrúana til að kjósa konur í þau sæti sem þær bjóða sig fram í til að gera hlut kynjanna sem jafnastan. Einungis á þann hátt er hægt að stuðla að því að hlutur kvenna á Alþingi minnki ekki við næstu alþingiskosningar. Tryggjum konum góða kosningu Eftir Hildi Helgu Gísladóttur Höfundur var formaður í ráðherra- skipaðri nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. „Mikilvægt er að fram- boðslistar séu fram- bærilegir.“ NÝLEGA skýrði ég í grein sem birtist í Morgunblaðinu misræmi í lífeyrisiðgjöldum. Annars vegar eru 10% iðgjöld í almenna lífeyrissjóði en hins vegar 15,5% til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hið háa iðgjald til LSR er ekki til komið vegna þess að menn hafi kom- ist að því eftir ítarlega athugun að 15,5% væri hæfilegt. Þvert á móti réðst niðurstaðan af því hvar samn- ingamenn ríkisins stöðvuðust eftir langdregið skipulagslaust undan- hald. En hvert er hæfilegt iðgjald til líf- eyrissjóða? Hér er átt við föst og lög- boðin iðgjöld eins og 10% og 15,5% iðgjöldin nú eru. Þar er að ýmsu að hyggja. Með greiðslum í lífeyrissjóð er verið að flytja tekjur manna til innan ævinnar, þ.e.a.s. hluti tekna er lagð- ur til hliðar meðan menn eru í starfi til þess að nota á efri árum. Það er gott og eðlilegt. Spurningin er hve langt á að ganga í þessu. Hér verður því haldið fram að 15,5% iðgjald sé of hátt en 10% nær lagi. Það er auðskilið að ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum og ala upp börn þarf á miklum tekjum að halda. Fagfólk sem fæst við félagsleg vandamál, eins og t.d. hjónaskilnaði og fíkniefnaneyslu, nefnir gjarnan meðal orsaka vandans mikið álag á ungt fólk vegna of lágra launa miðað við kröfurnar sem gerðar eru um húsnæði, innbú, bíl, ferðalög o.fl. Fólk brotnar hreinlega undan álag- inu. Tekjur þessa fólks má ekki rýra með iðgjöldum til lífeyrissjóða meira en ýtrasta nauðsyn krefur. Þegar starfsaldri lýkur og menn komast á eftirlaun minnka útgjöldin. Flestir eiga þá húsnæði og innbú og einhverjar eignir aðrar og hafa ekki lengur útgjöld vegna uppeldis barna. Úr venjulegum lífeyrissjóði með 10% iðgjaldi fæst gjarnan lífeyrir sem er um 60% meðaltekna yfir starfsæv- ina. Þar við bætist ellilífeyrir frá al- mannatryggingum, nú tæpar 20.000 krónur á mánuði. Þetta virðist vera nálægt því að vera hæfilegt miðað við það sem menn hafa úr að spila fyrr á ævinni. Skattgreiðsla dregur svo úr muninum. Ekki er skynsamlegt að lögbjóða svo há iðgjöld til lífeyrissjóða að með lífeyri úr þeim sé fullnægt ýtrustu þörfum fyrir eyðslufé á efri árum. Það er ekki nema heilbrigt að fólk sjái áfram tilgang í því að spara til elliáranna. Til slíks sparnaðar teljast frjáls framlög til lífeyrissjóða, sem nú eru algeng. Lífeyrissjóðunum fylgir gríðarleg sjóðsöfnun. Það er vafalaust gott fyr- ir hagkerfið að vissu marki. Með 10% iðgjöldum verða sjóðirnir á endanum svo stórir að þeir rúmast ekki á fjár- magnsmarkaði hér og verður að fara með hluta þeirra til ávöxtunar í út- löndum. Þegar vel gengur gefur það góða raun. Ef aðrar þjóðir taka upp sama kerfi og við í lífeyrismálum verða sjóðir svo firnastórir að þeir rúmast hvergi á fjármálamörkuðum heimsins. Þá vandast málið. Lífeyr- issjóðakerfi okkar byggist á þeirri forsendu að sjóðir skili 3,5% raun- vöxtum á ári. Ekki er öruggt að það standist til langframa. Fjármagns- markaðir eru ótraustir eins og kunn- ugt er. Með hliðsjón af þessu ættum við ekki að spenna bogann hærra en nauðsyn krefur. Hinum miklu sjóðum lífeyriskerf- isins fylgir það að sjóðirnir eignast smám saman stóran hlut í atvinnulífi landsmanna. Þeir kaupa upp hluta- félögin svo ekki verður lengur rúm fyrir einstaklinga sem hluthafa. Það verða nokkrir fjármagnsmógúlar á vegum lífeyrissjóðanna sem ráða hlutafélögunum. Eru ekki vissar hættur fólgnar í því? En hvernig á að jafna lífeyrisrétt- indin og ná frambúðarlausn í því efni, eins og Efling fer fram á. Lausnin er einföld. Ríkið á að bjóða starfsmönn- um sínum að lækka iðgjald til LSR niður í 10% og hækka launin sem því nemur. Með öðrum orðum: Það á að færa 5,5% launa frá LSR yfir í launa- umslagið. Erfitt mundi vera fyrir samtök starfsmanna að hafna slíku boði. Starfsmenn geta hver og einn lagt féð áfram í lífeyrissjóð ef þeim sýnist svo. Eða vilja menn ekki gjarnan ráða því sjálfir hvernig þeir verja fé sínu? Jafnframt ættu sam- tök launamanna að hvetja fé- lagsmenn til þess að kaupa verðbréf og vinna þannig gegn ofurvaldi líf- eyrissjóðanna. Rétt er að örva fólk til að spara til elliáranna af frjálsum vilja. Það hefur reyndar verið gert undanfarin ár með skattaívilnun við hlutabréfakaup. Frjáls sparnaður verður heppilegri þegar til lengdar lætur heldur en yfirdrifinn lögboðinn sparnaður í lífeyrissjóðum. Meira um misræmi í lífeyrismálum Eftir Jón Erling Þorláksson „Ekki er skynsam- legt að lög- bjóða svo há iðgjöld til líf- eyrissjóða að með líf- eyri úr þeim sé fullnægt ýtrustu þörfum fyrir eyðslufé á efri árum.“ Höfundur er tryggingafræðingur. ÞEGAR hnappast saman fólk sem hefur engin tengsl við náttúr- una í landinu (þá er átt við mann- inn líka) og mótmælir því að virkja við Kárahnjúka er full þörf á því að hinn þögli meirihluti láti eitt- hvað frá sér fara. Meirihluti þjóð- arinnar er fylgjandi því að virkjað verði, byggt verði álver og næsta framtíð þessarar þjóðar verði tryggð. Undirritaður er sammála því að Kárahnjúkavirkjun er ekki besti virkjunarkosturinn og umhverfið mun líða eitthvað. Þessi kostur er þó á ábyrgð umhverfisverndar- sinna sem hrökktu ráðamenn í þessar aðgerðir með mótmælum við Eyjabakkavirkjun. Best hefði verið að virkja við Eyjabakka en lýðræðið er dýrt. Fúafenið Eyja- bakkar sem gleypt hefur mörg hreindýrin og er skjól fyrir örfáar geldgæsir í sárum, gæsir sem fundið hafa sér skjól á Auðkúlu- heiði í skjóli Blönduvirkjunar í mun ríkara mæli en fyrir virkjun. Óhætt er að fullyrða að þeir sem eru á móti þessum framkvæmdum hafa engin tengsl við hið blákalda (atvinnu)líf í landinu. Mótmælend- ur hafa tekjur af því að skapa eitt- hvað sem ríkið stendur undir, ell- egar að skapa gerviveröld sem gott er að gleyma sér í án þess að gera sér grein fyrir því hvað stendur undir þeirri veröld. Ál er nauðsyn hverri sál hvort heldur það er á láði, lofti eða legi. Við gætum myndað mótmælahóp sem legðist gegn því að styrkja hvers konar list í landinu, við gætum myndað mótmælahóp gegn því að þenja út byggð á höfuðborgar- svæðinu. Við gætum gert hvað sem er til að vera á móti lýðræðislegum ákvörðunum. Til að vera á móti, geta legið ýmsar ástæður en því fylgir ábyrgð að vera á móti. Hvað vill þetta fólk sem hefur allt sitt á þurru óháð því hvernig efnahagur þjóðarinnar þróast, leggja til mála til að koma á móts við aukið at- vinnuleysi, aukinn flótta á suðvest- urhornið þar sem atvinnuleysið er mest? Þeir sem ábyrgðina bera hafa þá skyldu að koma með lausn- ir, þeir sem enga ábyrgð bera geta mótmælt án þess að leggja nokkuð til málanna og ekið heim að mót- mælum loknum eða flogið úr landi í álgerðum farartækjum, tækjum sem keypt eru til landsins fyrir ágóða af auðlindum landsins. Ál er nauðsyn hverri sál Eftir Jón Sigurðsson Höfundur er umboðsmaður á Blönduósi. „Best hefði verið að virkja við Eyjabakka en lýðræðið er dýrt.“ Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.