Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 37
ar góðar minningar frá heimsóknum okkar til þeirra. Móttökurnar voru ávallt stórkostlegar og var það sama hver í hlut átti. Gestrisnin og hlýtt viðmót var ávallt til staðar. Það er mikil eftirsjá og ég vil segja sjónarsviptir fyrir Borgarnes að kveðja Olgu. Hún og hennar fjöl- skylda hefur markað sín spor á lífið í Borgarnesi seinni hluta síðustu ald- ar. Eftir að Kristján fór að missa heilsuna fluttu þau í íbúð, sem þau keyptu í þjónustuíbúðum aldraðra við Borgarbraut, og má segja að þar áttu þau rólegt ævikvöld í góðri umsjá starfsfólks Dvalarheimilisins í Borgarnesi. Það var góð stund og ánægjuleg, er við afkomendur Guðnýjar og Þor- bjarnar frá Hraunsnefi hittumst að Varmalandi í Borgarfirði sl. sumar. Systurnar Svava og Olga voru spil- andi kátar og mikið sungið og rifj- aðar upp gamlar minningar. Elsku Ásdís, Gunnar, tengdabörn og barnabörn, við Erna og fjölskylda sendum ykkur samúðarkveðjur og við gerum okkur grein fyrir missi ykkar, en eftir sitja góðar minningar um mikla sómakonu. Halldór Sturla Friðriksson. Nokkur fátækleg orð til minning- ar um stórkostlega konu. Í dag kveð ég Olgu. Fyrstu kynni mín af henni voru árið 1962. Það sumar dvaldist ég í Borgarnesi á heimili dóttur hennar Ásdísar og uppeldisbróður míns Sævars. Þau bjuggu þá í kjall- aranum hjá Olgu og Kristjáni. Það voru ófáar ferðirnar upp til Olgu og Kristjáns þetta sumar enda sam- gangurinn mikill. Frá þessu sumri á ég yndislegar og hlýjar minningar um Olgu, reyndar þau bæði hjónin. Sérstaklega reyndist Olga mér vel. Á þessum árum bjó fjölskylda mín í Ólafsvík. Þegar leið lá um Borg- arnes annaðhvort á leið suður eða vestur var oftast komið við hjá Olgu og Kristjáni. Þá beið alltaf hjá Olgu borð hlaðið girnilegu brauði og góm- sætum kökum. Já, hlaðborðið henn- ar Olgu ásamt hlýjum og vingjarn- legum móttökum er mér ógleyman- legt. Fjölskylda mín þakkar henni fyrir góðar móttökur og samverustund- irnar í gegnum árin. Leiðir okkar Olgu lágu aftur sam- an síðar þegar ég fluttist í Borgarnes 1972 og bjó þar til ársins 1978. Við hittumst oft í kaupfélaginu þar sem ég starfaði í nokkur ár. Þá tókum við oft tal saman og ræddum um fjöl- skyldur okkar og rifjuðum upp göm- ul kynni, sérstaklega sumarið sem ég á svo góðar minningar um. Það var ávallt mikil reisn yfir þessari konu. Olga, innilegar þakkir fyrir allt. Elsku Ásdís, Sævar, Gunnar, Auð- björg og fjölskyldur, mínar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur. Hjördís Harðardóttir. Látin er öldruð kona í Borgarnesi, Olga Guðrún Þorbjarnardóttir að nafni. Hún var frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Mýrasýslu. Ég sá hana aldrei, en átti við hana samtal í síma fyrir fjórum árum. Olga vildi hafa tal af mér, þar sem ég væri son- ur manns, er sent hefði sér ljóð sem þakkarvott fyrir gerðan greiða. Ljósrit af ljóðinu sendi hún mér fljótlega eftir símtalið, en dagsetn- ingin er 6. apríl 1934, og ritstaðurinn er Sneis á Laxárdal, A-Hún. Þannig var mál með vexti, að Sveinn Hannesson frá Elivogum, var gangandi á ferð úr Borgarnesi (hefur sjálfsagt komið þangað úr Reykjavík með skipi) og hugðist ganga norður fyrir Holtavörðuheiði, en lenti í hríð- arveðri og villtist af leið. Til hans sást í hríðarkófinu frá bænum Hraunsnefi og náð var sambandi við hann og honum fylgt heim á bæinn. Þar dvaldi hann, þar til óveðrið var um garð gengið og hann gat haldið för sinni áfram. Naut einnig ágætrar aðhlynningar á allan hátt. Ekki man ég raunar eftir, að faðir minn minnt- ist á þetta heima, en sama er. Ljóðið, sem hann orti, er gott vitni um það, að hann dvaldi á Hraunsnefi í góðu yfirlæti, og heimasætan á bænum naut góðs af því, með því að fá fagurt ljóð sent í pósti. Þessu gleymdi Olga Guðrún ekki og sendi mér afrit af ljóðinu, eins og fyrr sagði. Skömmu eftir að fyrrnefnt bréf barst mér, hugðist ég heimsækja Olgu Guðrúnu þar sem hún bjó í húsakynnum aldr- aða í Borgarnesi, en þá var hún því miður ekki heima. Allt í einu heyri ég í útvarpinu, að hún sé látin. Og bless- uð sé minning hennar. Ljóðið til Olgu Guðrúnar Þor- bjarnardóttur er á þessa leið: Braga orð í skýrum skorðum skyldugt væri þér að færa, Olga góða, rósin rjóða, réttnefnd mætust heimasæta. Prýði fjallsins, djásnið dalsins, dyggðum skreytist, ei sem breytast. Skipi um ævi – eins og hæfir – auðnusess, er Herrann blessi. Auðunn Bragi Sveinsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 37 ✝ Kristín Gríms-dóttir fæddist á Ísafirði 28. september 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir hinn 11. janúar 2003. Foreldrar henn- ar voru Grímur Jóns- son (1855–1919) og Kristín Eiríksdóttir (1884–1980). Alsystk- ini Kristínar voru séra Grímur (1912– 2002) og tvíburasystir hans Hildur (1912– 2001). Hálfsystkini samfeðra voru Jón (1887–1977), Sigríður (1892–1973) og Sigurður (1896–1975). Hinn 25. apríl 1942 giftist Krist- ín Áka Péturssyni fulltrúa á Hag- stofu Íslands, f. 22. september 1913, d. 10. september 1970. Dóttir hans er Guðrún Ákadóttir, f. 3. nóvember 1936. Kjördóttir þeirra er Soffía Ákadóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 26. október 1947. Eiginmaður hennar er Jón Þóroddur Jónsson verkfræð- ingur, f. 11. nóvem- ber 1945. Börn þeirra eru: 1) Kristín Jónsdóttir, f. 4. októ- ber 1969, sambýlis- maður Arnaud Genevois, f. 23. des- ember 1971. Dóttir þeirra er Sólrún Pauline, f. 3. febrúar 2002. 2) Guðlaug Jónsdóttir, f. 22. september 1971, maki Guðrún Ósk- arsdóttir, f. 5. febrúar 1968. Dóttir Guðrúnar er Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 1. maí 1985. 3) Áki Jónsson, f. 5. október 1985. Kristín vann ýmis störf um æv- ina, lengst af hjá Krabbameins- félagi Íslands við ættfræðirann- sóknir. Jarðarför Kristínar fór fram í kyrrþey. Þá er hún amma Kristín sofnuð í hinsta sinn. Það er ekki auðvelt verkefni að líta yfir farinn veg ömmu okkar. Hún var ekki mikið fyrir að velta sér upp úr fortíð sinni svo við höfum ekki nema úr sundurlausum brotum að moða. Brotum sem að vísu urðu skýrari og fleiri á síðustu árum þegar hún, eins og svo margir aðrir hafa gert, flýði ellina á vit æskunnar. Líf ömmu var ekki alltaf dans á rós- um. Hún var send mjög ung í burtu frá móður sinni og systkinum í fóstur til Vilmundar Jónssonar læknis á Ísa- firði. Þetta er erfið reynsla fyrir barn en það var mikið lán fyrir ömmu að hún lenti hjá góðu fólki og ekki að ástæðulausu sem hún hélt sambandi við fósturfjölskylduna alla tíð. Hún var hjá þeim fram á unglingsárin, en þá fluttist hún til móður sinnar í Reykjavík og fór að vinna ýmis störf. Hún smitast af berklum og á við þau veikindi að stríða í um það bil ára- tug. Tæplega þrítug kynnist hún afa Áka og giftist honum. Þau ferðuðust víða, bæði innan lands og utan. Einnig deildu þau miklum spilaáhuga og ættfræðigrúskið var ástríða beggja. Með afa fylgdi einnig stór fjölskylda sem var ömmu bæði dýrmæt og kær. Ekki áttu þau börn saman, en ör- lögin færðu þeim litla þriggja mánaða stúlku, Soffíu móður okkar og gengu þau henni í foreldra stað. Ef amma hefði ekki átt Soffíu, er eins víst að áfallið við skyndilegt andlát afa 1970 hefði bugað hana endanlega. En hún sigraðist enn einu sinni á sorginni. Hún fór mikið í leikhús, las, spilaði bridge og prjónaði dýrindis peysur á okkur. Hin síðustu ár fór heilsunni að hraka og smátt og smátt missti amma löngunina og getuna til að njóta lífs- ins. Hún var á ýmsum sjúkrastofn- unum og var eiginlega farin að hlakka til að komast yfir móðuna miklu. Við getum ekki annað en vonað að nú sé hún aftur orðin ung og sterk og sé komin í faðm afa. Nú held ég gamall heim til þín og heilsa þér. Í lotnum herðum liggur það sem liðið er. (Sigurður Grímsson.) Blessuð sé minning ömmu Krist- ínar. Kristín, Guðlaug og Áki. KRISTÍN GRÍMSDÓTTIR ✝ Guðmundur Sig-urjón Hjálmars- son, Nonni, fæddist á Grænhól á Barða- strönd 7. september 1917. Hann lést 11. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Hjálmars Guðmundssonar og Sigríðar Guðrúnar Jónsdóttur sem bjuggu á Grænhól. Hann var yngstur af fimm systkinum en aðeins þrjú þeirra komust á legg. Auk hans Ólafía Hjálmarsdóttir og Hjálmfríður Hjálmarsdóttir sem lifir systkin sín. Hinn 14. júlí 1945 kvæntist Sig- urjón Klöru Jónsdóttur, f. á Lamb- eyri í Tálknafirði, 7. nóvember 1921. Hún var dóttir hjónanna Jóns Guðmundssonar og Ingibjargar Helgu Guðmundsdóttur. Klara lést hinn.16. febrúar 1995. Börn Sigur- jóns og Klöru eru: 1) Guðmundur Snorri Guðmundsson, f. á Grænhól 24. janúar 1946. Maki hans er Ást- ríður Jónsdóttir. Þau eiga fimm börn. 2) Samúel Jón Guðmundsson, f. á Grænhól 28. júlí 1947. Maki hans er Guðfinna Sigríður Sigurð- ardóttir, þau eiga fjögur börn. 3) Hjálmar Jón Guð- mundsson, f. á Græn- hól 8. maí 1954. Maki hans er Linda Björk Halldórsdóttir, þau eiga eina dóttur. Hjálmar á einnig tvær stjúpdætur (Lindu) og fjögur börn úr fyrri sam- búð. 4) Ingi Gunnar Guðmundsson, f. á Patreksfirði 4. októ- ber 1955. Maki hans er Gróa Guðmunds- dóttir. Þau eiga þrjú börn. Gunnar á einn- ig son úr fyrra sambandi. 5) Hug- rún Ósk Guðmundsdóttir, f. á Pat- reksfirði 3. júlí 1958. Hugrún á tvo syni. Langafabörnin eru 16. Sigurjón ólst upp við sveitastörf. Hann fór sem ungur maður á ver- tíð til Grindavíkur og var þar á sjó. Hann var ennfremur á bátum og togurum frá Patreksfirði á vetr- um. Hann vann að bústörfum á búi foreldra sinna og tók síðan við búinu af þeim og bjó á Grænhól uns þau hjónin fluttu til Hafnarfjarðar árið 1995. Í Hafnarfirði bjó hann í Suðurhvammi 4. Útför Sigurjóns verður gerð frá Hagakirkju á Barðaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag mun ég kveðja afa minn í hinsta sinn.Við svona tímamót koma upp margar minningar eins og til dæmis þegar ég var lítill drengur í sveitinni hjá afa og ömmu. Þegar ég skrapp út í fjós til hans og fékk að hjálpa honum við að gefa kálfunum þótt ég gæti varla borið föturnar. Svo var maður auðvitað kúarektor. Mér er mjög minnisstætt þegar pabbi og afi voru að smíða þakið á hlöðuna eftir að það fauk um veturinn. Þá var ég svona fimm eða sex ára gutti. Þá fékk ég að keyra litlu grænu dráttarvélina og raka saman heyinu á túninu og þá fannst mér ég vera orðinn stór og klár dráttarvélakall og stalst til að fara upp á bæjarhólinn. Afi var dálítið smeykur en skammaði mig ekki, og svo eftir þetta var ég í sveitinni til tíu ára aldurs. Svo flutti afi til Hafnar- fjarðar. Þá var ég ánægður því þá var styttra hjá mér að heimsækja hann. Það var yndislegt að kynnast honum betur. Hann hafði gaman af að segja frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið og svo var hann víðlesinn og fylgdist með öllu þó að hann sofnaði stundum yfir sjónvarpsfréttunum. Oft minntist hann á þegar hann var á bátum í Grindavík og á síðutogurum og hvað allt hefði breyst síðan. Þegar ég var á nótaskipunum hringdi ég alltaf í hann þegar ég var á landleið og við vorum farnir að kalla það skylduna, og hvað hann var ánægður með það. Og svo kom það oft fyrir að ég fékk að leggja mig í sófann hjá honum þegar ég var að skemmta mér í bænum. Hann var mjög feginn og þakklátur þegar ég færði honum fisk í soðið. Þegar ég bjó í Hafnarfirði og Reykjavík kom hann fyrstu árin með mér á aðfangadag til Grindavíkur. Hafði hann mikla ánægju af því eins og alltaf þegar hann lyfti sér upp. Síð- ast þegar hann kom til Grindavíkur var í afmælið hennar Viktoríu í sum- ar. Hann var mjög laghentur og gerði við allar vélar heimilisins, eiginlega var hann þúsundþjalasmiður. Hann hafði óendanlega þolinmæði og aldrei man ég eftir að hann breytti skapi. Elsku afi, minning þín lifir í okkar minni um ókomna framtíð. Sigurjón Már. Elsku „tálausi“ afi. Þetta nafn gáfu tvö langafabörnin þín þér af því að það vantaði á þig nokkrar tær. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuði. Mikið er nú samt gott að vita að þú sért kominn aftur til ömmu. Við eyddum öll stórum hluta af okkar bernsku í sveitinni hjá þér og ömmu á Grænhól og áttum þar margar af okk- ar bestu stundum. Við hjálpuðum þér í fjósinu, í heyskapnum, fórum saman niður í fit og hlustuðum á allar sög- urnar sem þú hafðir að segja okkur. Þær sögur geymum við nú í hjarta okkur. Þú hafðir einstakt lag á dýrum og þér leið best með þau í kringum þig. Reyndar lék allt í höndum þér. Þú varst rólyndur en hafðir samt lúmskan húmor sem skein í gegnum allt sem þú gerðir. Þess eigum við einnig eftir að sakna. Við erum þakk- lát fyrir að börnin okkar fengu að kynnast þér og með okkar hjálp munu þau alltaf muna eftir þér og ömmu í sveitinni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Sjáumst í Nangiala. Sædís, Særún, Hafþór, Hafliði Samúelsbörn og fjölskyldur. Er sorgir heims í burtu ber, Þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því Drottinn telur tárin mín ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Með þessu ljóði vil ég kveðja, Nonni minn, með söknuði og þökk fyrir góð kynni. Guð geymi þig. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Magnea Vattnes, Viktoría Líf. GUÐMUNDUR SIGURJÓN HJÁLMARSSON Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, MARÍA GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Suðurgötu 14, Keflavík, lést á Garðvangi, Garði, mánudaginn 13. janúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 20. janúar kl. 14.00. Jón Hensley, Sóley Sigursveinsdóttir, Jóhann Ósland Jósefsson, Guðlaugur Smári Jósefsson, Bergsteinn Ingi Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, ÓLI ÞORSTEINSSON, Akurgerði 4, Reykjavík, andaðist á hjartadeild, 14G, Landspítala við Hringbraut, miðvikudaginn 15. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Sigrún Óladóttir, Hafsteinn Stefánsson, Ívar Hauksson, Óli Hrafn Olsen, Katrín Tinna Hafsteinsdóttir, Stefán Haukur Hafsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.