Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorgerður Ein-arsdóttir fæddist á Reyni í Mýrdal 28.3. 1901. Hún and- aðist á Landspítalan- um í Fossvogi hinn 7. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Einars Brandssonar bónda á Reyni, f. 18.3. 1858, d. 28.2. 1933, og Sig- ríðar Brynjólfsdótt- ur, f. 15.11. 1857, d. 1.4. 1933. Þorgerður var yngst af átta systkinum. Þau voru: Sigríður, f. 10.2. 1887, Kristín, f. 20.4. 1888, Brandur, f 8.8. 1889, Brynjólfur, f. 2.8. 1890, Einar, f. 18.1. 1892, Sveinn, f. 11.3. 1895, og Margrét, f. 4.9. 1896. Þau eru öll látin. Þorgerður giftist 20.11. 1921 Kjartani Einarssyni, f. 27.8. 1893, d. 28.7. 1970, bónda í Þórisholti. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Borghildur, f. 23.9. 1922, gift Ólafi Jóhannessyni. Þau eiga þrjú börn, a. Unni, f. 9.6. 1954, gift Pálma Matthíassyni og eiga þau eina dótt- ur, b. Kjartan Jóhannes, f. 5.2. 1956, kvæntur Báru Björgvins- dóttur og eiga þau einn son. c. Þór, f. 15.10. 1961, kvæntur Lindu Þor- gilsdóttur og eiga þau þrjú börn. Ólafur á dóttur frá fyrra hjóna- bandi, Sjöfn, f. 11.11. 1944. 2) Ein- ar Sigurð, f. 3.3. 1925, d. 18.12. 1970, kvæntur Halldóru Sigurjóns- dóttur sem er látin. Þau áttu tvær dætur: a. Guðrúnu, f. 10.1. 1957, var gift Jóni Erling Einarssyni. Þau skildu. Þau áttu tvær dætur og tvö barnabörn. Sambýlismaður Guðrúnar er Emil Sæmundsson og átti Sædís Íva eina dóttur. e. Vil- borg, f. 31.12. 1967, gift Pétri Pét- urssyni og eiga þau þrjú börn. f. Sigrún Lilja, f. 9.4. 1974. Fyrrver- andi sambýlismaður Ívar Páll Bjartmarsson og eiga þau eina dóttur. 5) Sigurgeir, f. 7.3. 1938, kvæntur Höllu Sigurjóns. Hún er látin. Þau eiga tvö börn: a. Aðal- stein, f. 12.6. 1962, kvæntur Stein- unni Geirsdóttur og eiga þau þrjú börn. b. Elínu, f. 9.2. 1967, gift Kristjáni Hallvarðssyni og eiga þau þrjár dætur. 6) Kristinn, f. 28.11. 1942, kvæntur Guðrúnu Helgadóttur. Þau eiga þrjú börn: a. Steinar Þór, f. 28.2. 1966, maki Sigrún Stefánsdóttir og eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Steinar Þór eina dóttur. b. Sigríði, f. 11.8. 1968, gift Halldóri Bárðarsyni og eiga þau tvö börn. c. Kristínu Björgu, f. 19.8. 1974, maki David Hedin og eiga þau eina dóttur en fyrir átti Kristín Björg eina dóttur og David tvö börn. 7) Kjartan, f. 1.11. 1944, kvæntur Öldu Guðlaugu Ólafsdótt- ur. Þau eiga þrjú börn: a. Sigríði Sveinbjörgu, f. 9.11. 1970, maki Sævar Kristjánsson og eiga þau eina dóttur. b. Einar Kjartan, f. 3.3. 1972, kvæntur Hrafnhildi Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn. c. Bjarki Þórir, f. 5.3. 1979, kvæntur Karen Guðfinnu Guð- mundsdóttur og eiga þau einn son. Þorgerður og Kjartan bjuggu allan sinn búskap í Þórisholti, fyrst með Einari Finnbogasyni, föður Kjartans, síðan ásamt bræðrum Kjartans fram til 1946 og síðan ein meðan heilsa entist eða til 1954 er Einar og Sigurbjörg tóku við búi. Hjá þeim voru þau áfram; Kjartan til dauðadags og Þorgerður þar til þau brugðu búi og fluttu til Víkur 1995 en þá flutti Þorgerður á dval- arheimili aldraðra, Hjallatún í Vík, þar sem hún bjó alla tíð síðan. Útför Þorgerðar fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. á hann fjórar dætur og einn son. b. Þor- gerði, f. 24.10. 1961, gift Jóhanni G. Gunn- arssyni. Þau eiga fjög- ur börn. Halldóra átti áður dóttur, Rúnu Jónsdóttur, f. 25.9. 1948. 3) Ingveldur Guðríður, f. 2.8. 1929, d. 9.9. 1999, gift Sig- urði Ágústi Hafsteini Jónssyni. Þau áttu fimm börn: a. Þórdísi Gerði, f. 18.2. 1949, giftist Kristni Páls- syni, sem er látinn. Þau áttu tvö börn og eitt barna- barn. Eiginmaður Gerðar er Björn Snorrason. b. Sigrúnu, f. 30.11. 1951, giftist Jóni Páli Andréssyni, þau skildu. Þau eiga tvo syni. Eig- inmaður Sigrúnar er Jónatan Ólafsson. Þau eiga einn son og fyr- ir átti Jónatan eina dóttur. c. Jón Hafstein, f. 5.12. 1961, kvæntur Margréti Thorsteinson og eiga þau einn son. d. Kjartan, f. 6.1. 1966, kvæntur Guðrúnu Gyðu Ólafsdótt- ur. Þau eiga tvær dætur. Fyrir átti Kjartan einn son. e. Vilborgu Þór- unni, gift Guðmundi Heimi Einars- syni. Þau eiga tvö börn. Fyrir átti Guðmundur Heimir eina dóttur. 4) Einar, f. 3.12. 1930, kvæntur Sig- urbjörgu Pálsdóttur. Þau eiga sex börn: a. Kjartan Pál, f. 16.4. 1956, kvæntur Dagnýju Þórisdóttur og eiga þau þrjár dætur. b. Guðna, f. 9.8. 1957, kvæntur Höllu Ólafs- dóttur og eiga þau fjögur börn. c. Þorgerði, f. 30.6. 1960, gift Guð- mundi Pétri Guðgeirssyni og eiga þau þrjú börn. d. Grétar, f. 30.4. 1963, kvæntur Sædísi Ívu Elías- dóttur og eiga þau tvo syni en fyrir Látin er elskuleg tengdamóðir mín og mikil heiðurskona, Þorgerður Ein- arsdóttir, fyrrum húsfreyja í Þóris- holti í Mýrdal, tæplega hundrað og tveggja ára. Hún varð fyrir því óláni hinn 13. desember að detta með þeim afleiðingum að hún beinbrotnaði og varð það henni að aldurtila. Þorgerður og eiginmaður hennar, Kjartan Einarsson, hófu búskap í Þórisholti árið 1921 og stunduðu þau sjálfstæðan búskap til ársins 1954 er Einar sonur þeirra og Sigurbjörg kona hans tóku við búinu, en Þorgerð- ur og maður hennar voru þar í góðu skjóli þeirra um sinn. Vorið 1995 flutti Þorgerður inn á Hjallatún, dvalar- heimili aldraðra í Vík. Mér er enn í fersku minni er ég sá Þorgerði í fyrsta sinn sumarið 1947. Þá var ég sjúkling- ur á Vífilsstöðum og þá var þar líka Borghildur dóttir hennar sem síðar varð eiginkona mín. Svo vildi til að ég var staddur inni á sjúkrastofu Borg- hildar þegar móðir hennar snaraðist inn úr dyrunum með sitt ljósgullna hár, sem fellur mér ekki úr minni. Þorgerður hafði yndi af ferðalög- um, en átti ekki oft kost á slíku meðan þau hjón stunduðu búskap og ólu upp sjö börn, en er þau voru hætt búskap rættist úr þessu. Sumarið 1961 buð- um við Borghildur þeim í nokkurra daga ferð um Norðurland, en á þessar slóðir höfðu þau aldrei komið. Þegar Þorgerður var orðin ekkja brá hún sér til Bandaríkjanna þar sem Sigurgeir sonur hennar og Halla kona hans voru bæði við nám í lækn- isfræði og árið 1989 fóru hún og Borg- hildur í vikuferðalag til Bergen þar sem sonur okkar var við nám. Í Nor- egi heimsótti Þorgerður einnig syst- urdóttur sína sem var húsfreyja á eyj- unni Bremanger nokkru norðar en Bergen. Þorgerður hafði mikla ánægju af þessum ferðum. Þorgerður hafði mikla unun af söng, hafði fallega söngrödd og söng í mörg ár í Reyniskirkju. Hún var kirkjurækin, sótti iðulega messu í heimabyggð sinni og eins þegar hún kom í heimsókn til Reykjavíkur. Hún var mikil trúkona og efaðist ekki um að nýtt líf tæki við þegar hinu jarð- neska lyki. Hún var heilsteypt kona, hreinlynd og hjálpfús. Ættingjar hennar og vinir kveðja hana með djúpum söknuði. Ólafur Jóhannesson. Já, amma, ég sagði þér það og vissi það að þú yrðir a.m.k. hundrað ára gömul. Og svo kom á daginn – þú varst furðu spræk og hress þar til síð- ustu tvo mánuði og alltaf varstu með á nótunum til hinstu stundar. Þegar ég hugsa til baka finnst mér eins og það hafi verið í gær að við deildum sama herbergi og oftar en ekki svaf ég til fóta hjá þér. Vissulega þurfti ég að fara snemma í háttinn, því þú sagðir að börn yrðu að folöld- um ef þau myndu vaka lengi fram eft- ir. Þessu trúði ég lengi. Þú varst vön að lesa fyrir mig, kenndir mér að lesa þegar ég var aðeins fimm ára og smit- aðir mig svo af lestrarbakteríunni að mér hefur verið sagt að ég hafi lesið bækur af ýmsu tagi. Alltaf tókst þú þér bók í hönd áður en þú fórst að sofa og gerðir það lengi framanaf, á meðan þú gast. Oft gátum við setið tímunum saman og spilað ólsen ólsen og tveggja manna vist. Reglurnar voru oftar en ekki frjálslegar en það var nokkurs konar þegjandi samkomulag okkar á milli. Þú varst óþreytandi í að segja mér sögur frá því í gamla daga, af afa og öllum þeim sem voru þér samtíða en voru horfnir yfir móðuna miklu. Sérstaklega hafði ég gaman af sög- unum sem þú sagðir mér um álfana og huldufólkið sem þú kynntist í draumi en þú varst þess heiðurs að- njótandi að vera sótt sem yfirsetu- kona hjá álfunum í Hnjúknum og áttir þér vinkonu í Bjöllunum. Einnig sagðir þú mér af draugaganginum í gömlu Brydesverslun þar sem þú varst vinnukona hjá Þorsteini kaup- manni Kötluveturinn 1918. Oft sagðir þú að þú hefðir lítinn áhuga á því að upplifa annað Kötlugos, enda voru drunurnar, eldingarnar og hávaðinn frá eldstöðinni ógnvekjandi. Verst fannst þér þó vera gjóskufallið, sem olli svo mikilli dimmu um hábjartan dag að ef fólk rétti út handlegginn, þá sá það ekki fingurna á sér. Alltaf hlustaði ég með andakt – mér fannst þetta fólk og þessar að- stæður sem þú lýstir verða ljóslifandi í hugskoti mínu og óskaði þess oft að ég gæti farið aftur í tímann, upplifað samfélagið eins og það var og hitt mína ættingja sem voru látnir áður en ég fæddist – sérstaklega afa Kjartan og Sigga frænda sem þú talaðir svo oft og vel um. Það hlýtur að hafa verið erfiður tími fyrir þig, sem og alla fjöl- skylduna, þegar þú misstir þá báða með svo stuttu millibili og eflaust hafa þau sár vart gróið. Oft dreymdi þig fyrir daglátum og þú hittir afa oft í draumi og fannst jafnvel fyrir honum milli svefns og vöku. Hið dulræna heillaði þig mikið, enda trúðir þú því að þú myndir hitta afa, foreldra þína og systkin þegar þinn dagur rynni upp. Mér er minn- isstæður draumurinn sem þú sagðir mér frá þegar þú sást afa, foreldra þína, systkini og fleiri. Þau voru stödd uppi á Reyni, þar sem þú ert fædd, og voru í glerhúsi. Þú vildir fara til þeirra en þau sögðu: „Nei, þú kemur ekki strax.“ Þinn tími var einfaldlega ekki kominn – ekki fyrr en núna. Allt þetta vakti mikinn áhuga minn á ýmiss kon- ar dulrænu, fornum fræðum og sögu og á ég það fyrst og fremst þér að þakka. Þú hafðir mikil áhrif á mig og aðra í kringum þig á svo margan hátt. Sem ólæknandi söngfíkill varstu sí- syngjandi, sérstaklega með útvarps- messunni á sunnudögum. Þú hafðir fallega söngrödd þegar þú varst ung, mikið músíkölsk og gast sungið bæði sópran og alt. Herra Sigurgeir biskup sagði við þig þegar hann vísiteraði Reyniskirkju þegar þú varst ung að þú hefðir góð hljóð og örugg. Það var mikið sungið á þínu æskuheimili og þið systkinin flest með tónlistina í blóðinu. Á þínum efri árum tókstu undir með altröddinni þegar sungnir voru sálmar í útvarpsmessum og ein- hvern veginn virðist það hafa síast inn ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR Hann Þórður Halldórsson er far- inn yfir landamærin miklu. Hvernig á að minnast svo margbreytilegs per- sónuleika? Hvar skal byrja og hvers skal minnast? Þórður ólst upp hjá for- eldrum sínum og vandist við sveita- störf þeirrar tíðar en snemma kom í ljós veiðigleði hans og hann var ekki gamall þegar hann byrjaði að fara með byssu og færi. Innan við tvítugt fór hann á vetrarvertíðir ,,syðra“ en vann heimilinu á sumrum. 1925 ræð- ur hann sig í fyrsta skipti á togara; ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON ✝ Þórður Halldór-son fæddist í Bjarnafosskoti í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi 25. nóvem- ber 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 10. janúar síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Ingiríðar Bjarnadóttur og Halldórs Jónssonar, bónda þar og síðar að Tröðum í sömu sveit, en við þann bæ var Halldór löngum kenndur. Þau hjón eignuðust tvö börn, Þórð og Helgu, sem giftist Hallgrími Ólafssyni, en þau reistu bú á Dag- verðará og eignuðust sjö börn. Þórður var alla tíð einhleypur og barnlaus. Útför Þórðar verður gerð frá Hellnakirkju á Snæfellsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sem hjálparkokk á togarann Egil Skalla- grímsson. Og eldskírn þessa nýbakaða togara- manns í fyrsta túr var Halaveðrið mikla, en frá þeim veiðitúr hefur skipstjórinn, Snæbjörn Stefánsson, sagt í rit- uðu máli. Ekki fældi þó þessi reynsla piltinn frá sjómennsku, því eftir þetta stundaði hann sjó- mennsku á togurum á vetrarvertíð í áratugi, lengst þó á Garðari frá Hafnarfirði með Sigur- jóni Einarssyni, þeim kunna skip- stjóra, og með honum sigldi hann á stríðsárunum allt þar til Garðar var sigldur niður við Bretland 1943. Breyting varð á högum fjölskyld- unnar 1928, því þá festu þau systkin og Hallgrímur kaup á eyðijörðinni Dagverðará í Breiðuvíkurhreppi og byggðu þar upp. Þau Helga og Hall- grímur reistu þar bú og Halldór og Ingiríður settust að hjá þeim og Þórð- ur varð þar heimilismaður. Nú fór það svo, að þótt Þórður dveldist þar sjaldnast langdvölum þá kenndi hann sig jafnan við þann bæ og varð raunar landskunnur sem Þórður frá Dag- verðará. Hann hætti sjómennsku 1954 eftir alvarlegt sjóslys og sneri sér að öðru. Hann var þá þegar kunn refaskytta og veiðimaður á landi en gerðist nú rithöfundur og afkasta- mikill listmálari og hélt fjölda mál- verkasýninga. Hann gaf út ljóðabæk- urnar „Er allt sem sýnist“ (1954) og „Ennþá dugar rímað stefið“ (1991). Ásamt Lofti Guðmundssyni sendir hann frá sér bækurnar „Mannleg náttúra undir Jökli“ (1973) og „Nátt- úran er söm við sig undir Jökli“ (1974). 1989 kemur svo bókin „Setið á Svalþúfu – handbók fyrir veiðiþjófa“ í samvinnu Harald Inga Haraldsson. Hið dulræna var ekki fjarlægt Þórði og 1962 tókst vinátta með þeim Mar- gréti frá Öxnafelli sem hélst meðan bæði lifðu – og helst trúlega enn – en hún lést 1989. 1981 settist Þórður að á Akureyri og dvaldi þar það sem hann átti ólifað. Síðustu árin í skjóli syst- ursonar síns Halldórs Hallgrímsson- ar og konu hans Gígju Möller en nú allra síðast að Dvalarheimilinu Hlíð og þar lést hann föstudaginn 10. jan- úar sl. 97 ára að aldri. Í bernsku gekk mér illa að henda reiður á þessum frænda mínum. Eig- inlega fannst mér hann helst vera eins og sumardagurinn fyrsti eða páskarnir ellegar þá jólin. Svona eins og eitthvað sem var von á og maður beið eftir og var svo allt í einu komið en svo bara horfið aftur áður en mað- ur vissi af. Eins og til dæmis þegar allt er sem bjartast og blíðast og lítill strákur er önnum kafinn við að reyna að veiða fiskiflugur og leita að randa- flugum milli sóleyjanna, þá er þar allt í einu kominn einn ógnar risi dökkur á brún og brá með bros í auga, sem segir: „Hvað segirðu í dag, frændi?“ og grípur strákinn í fangið, hendir honum upp í loftið og grípur hann aft- ur, einu sinni, tvisvar, þrisvar og skil- ar honum svo aftur milli sóleyjanna, þá vissi ég að Doddi frændi var kom- inn. Og svo eftir einn dag, tvo eða þrjá, þegar ég hef leitað um allt hús og spyr svo hvar Doddi sé er mér sagt að hann sé farinn. Farinn? Hvert? „Til sjós,“ er svarið, en því tek ég nú mátulega, því úr eldhúsglugganum sé ég út um allan sjó, sem nú er hvítur af logni, og þar er engan Þórð að sjá. En svo kannske löngu, löngu seinna þegar næstum alltaf er dimmt og ég er búinn að bíða talsvert eftir jólunum, þá er eitt kvöldið barið fast að dyrum og eldhúströppurnar þrammaðar þungt, hurðinni svipt upp og í dyrunum stendur eitt ógurlegt tröll með kafloðna húfu og gríðarleg- an poka á baki og hrópar upp: „Hér sé guð!“ og ríkur svo til og kyssir ömmu mína. Þá skildist mér að þetta myndi vera hann Þórður sonur hennar og frændi minn, en ekki jólatröllið, eins og ég hélt, komið til að taka mig af því ég hafði svikist um að sópa nógu vel út úr hlöðubásnum. Því ekkert ljótt komst nærri henni ömmu minni. Og viti menn! Hann hafði þá komið með jólin í pokanum stóra, hann Doddi frændi. Eða enn löngu seinna. Frændi er úti í húsi eitthvað að fikta með snæri með mörgum krókum á. Og ég er að fikta líka þó að megi það ekki. En þar kemur að ég sting mig á einum óræst- is króknum, sem var svo sem ekki mjög sárt. En þegar ég athuga skað- ann nánar sé ég að myndast ósköp lít- ill rauður blóðdropi og af því læt ég vita með ógurlegu öskri. Frændi kom í loftköstum og leit á sárið. „Hvað, ertu að skæla út af þessu, drengur. Ekki skældi hann Grettir, heitinn, Ásmundsson þótt þeir væru að pikka hann með sverðum, og aldrei vældi hann Egill, frændi þinn, Skallagríms- son. Svona, nú þurrka ég þetta og svo berum við á það tjöru og þá er það bú- ið.“ Þetta reyndist mér góð lækning og ég held að ég búi að henni enn. Þannig minnist ég Þórðar frænda míns í bernsku. Seinna varð hann leiðbeinandi minn um margt og fyr- irmynd og við urðum félagar og vinir. Hans svið var ekki búskaparhokur enda gerðist hann aldrei bóndi. Hans svið voru veiðilendurnar miklu, hafið og heiðin. Og þegar þær þraut, þá víð- lendur íslenskrar tungu og hin óend- anlega litadýrð Jökulsins sem hann þreyttist aldrei á að lýsa. Stundum finnst mér hann eiga stærra hjarta en hann réð við. Ég held að lífshlaupi hans lýsi best hans eigin orð: Sigldi ég hátt og sá ég ei til landa. Móður bæna minntist ég þá er mest reið á. Heim er ég kominn heill úr öllum vanda. Og ég trúi að svo sé. Stefán Hallgrímsson frá Dagverðará. Nú er hann Þórður, frændi minn og vinur, frá Dagverðará allur. Hann var sannkallaður lífskúnstner; skáld, listmálari og refaskytta. Minningarnar eru margar. Ógleymanlegar eru stundirnar þegar hann sagði sögur af veiðiskapnum og rifjaði upp liðna tíma og ræddi um menn og málefni við ömmu og mömmu. En þau voru öll miklir sagnaþulir. Hann var þolinmóður við okkur krakkaskarann og hafði unun af að fræða okkur um eitt og annað sem komið gæti sér vel á lífsleiðinni. Aldr- ei stóð á svari þó að við spyrðum kannski óþægilegra spurninga sem margir hefðu reynt að leiða hjá sér. Honum var lagið að tala við börn eins og fullorðið fólk. Það eru oft smáatriðin sem festast í minni, ekki síður en stóru stundirnar. Til dæmis þegar ég, sjö eða átta ára gömul, seint á sumarkvöldi, heyrði tófugagg uppi í fjalli. Ég sagði Þórði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.