Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 23 ALLS var landað 7.907 tonna afla á Húsavík árið 2002 og er það mikil aukning frá árinu 2001, þá var landaður afli rúmlega 5.100 tonn. Að sögn Stefáns Stefánssonar hafnarvarðar skýrist þessi aukning upp á um 2.800 tonn aðallega af tvennu. Annars vegar það að línuskip Vísissamsteypunnar í Grinda- vík lönduðu mikið á Húsavík eftir að nýtt kvótaár hófst og hins vegar hafa heimabátar aflað betur en undanfarin ár. Stefán segir að aukningin á milli ára sé aðallega í bolfiski því rækjuafl- inn sé svipaður. Eftir að Fiskiðjusamlag Húsavíkur, FH, hætti útgerð á sínum tíma var gerður samningur við aðila í Grundarfirði um að veiða bolfiskkvóta FH. Aflanum var landað á Grundarfirði, þótt ein- hverjar undantekningar hafi verið þar á, og honum síðan ekið til vinnslu á Húsavík. Þar af leiðandi fór minni afli um Húsavík- urhöfn með tilheyrandi tekjutapi fyrir hafnarsjóð ofl. aðila. Með aðkomu Vísis hf. að FH hefur þetta því breyst til batnaðar fyrir höfnina, löndunargengið og þá aðila sem þjónusta skip og báta á Húsavík. Þá má nefna það að hluta þessarar aukingar á afla lönduðum á Húsavík má rekja til dragnótaveiða. Ný útgerð, Hraun- útgerðin ehf., tók til starfa í lok árs 2001 og hefur aðallega ein- beitt sér að dragnótaveiðum auk þess sem aðkomubátar sem stunduðu dragnótaveiðar lönduðu talsverðum afla. Mikil aukning á afla milli ára Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Stefán Stefánsson tekur á móti Tjaldi SH 270, einu þeirra aðkomuskipa sem lönduðu á Húsa- vík árið 2002. ELDRI borgarar í Rangárþingi höfðu ástæðu til að gleðjast þegar félag þeirra fékk formlega afhenta félagsaðstöðu í Njálsbúð í Vestur- Landeyjum. Sveitarstjórn Rangár- þings eystra samþykkti í haust að útbúin yrði félagsaðstaða fyrir eldri borgara þar sem skóli Vestur-Land- eyjahrepps var áður til húsa. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Rangárþingi, tók við lyklum að húsnæðinu í hófi sem haldið var af þessu tilefni í Njáls- búð. Í tölu sem Ólafur hélt kom fram að starfsemi félagsins er mjög öflug í allri sýslunni en hefur fram að þessu tilfinnanlega skort gott húsnæði fyrir handavinnu, smíðar og ýmis námskeið. Úr þessu hefur nú verið bætt með þessari góðu að- stöðu. Eldri borgarar hittast einu sinni í viku og hlýða á upplestur eða frá- sagnir og spila. Einnig sækja þeir ýmis námskeið sem boðið er upp á s.s. ýmiss konar föndur, smíðanám- skeið og tölvunámskeið. Leikfimi er einnig stunduð reglulega. Á sumrin hefur félagið staðið fyrir ferða- lögum, bæði innan lands og utan. Bergur Pálsson er starfsmaður félagsins en einnig hefur Rósalind Ragnarsdóttir séð um ýmiss konar föndurkennslu og fleiri aðilar hafa einnig komið að félagsstarfinu. Hér- aðsnefnd Rangárvallasýslu hefur stutt dyggilega við bakið á fé- lagsstarfi eldri borgara um árabil og voru henni færðar sérstakar þakkir fyrir það framlag við vígsluna. Eldri borg- arar fá fé- lagsaðstöðu í Njálsbúð Hvolsvöllur Morgunblaðið/Steinunn Ósk Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara, tekur við lyklum að fé- lagsaðstöðu í Njálsbúð úr hendi Ólafs Eggertssonar oddvita. DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.