Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 28
MENNTUN 28 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STARFS-, endur- og símenntunskilar margvíslegum ávinningifyrir atvinnulífið í heild, ekki aðeins með því að auka þekkingu og færni heldur birtist það einnig í ánægju og sjálfstrausti starfsfólks. Mikilvægt er að fræðslan sé sett fram á aðgengilegan hátt fyrir þá sem hún er ætluð og taki mið af lífs- og starfs- reynslu þeirra. Það er a.m.k. stefna fræðslu- og ráðgjafardeildar Iðn- tæknistofnunar Íslands, sem er eitt elsta starfsfræðslusetur landsins. Á síðustu misserum hefur farið fram þróunarvinna á vegum deildar- innar í þeim tilgangi að bjóða starf- andi fólki hagnýtt starfsnám undir fyrirsögninni „Stutt starfsnám – Viltu bæta við þig? Viltu breyta til?“ Martha Árnadóttir hjá fræðslu- og ráðgjafadeild Iðntæknistofnunar seg- ir að með stuttu starfsnámi sé komið til móts við þá, sem ekki hafa áhuga eða aðstæður til að hella sér út í fullt nám í lengri tíma. „Þetta er nýr val- kostur fyrir þá sem vilja breyta til og hasla sér völl á nýjum starfsvettvangi, eða efla sig í gamla góða starfinu sínu,“ segir hún. „Námið hefur reynst eftirsóknarvert og hefur gert mörg- um kleift að skipta um starf og takast á við ný viðfangsefni, sem jafnvel hafa skilað sér í hærri launum, nýjum tækifærum og betra starfsumhverfi.“ Stutt starfsnám Áherslan hjá Iðntæknistofnun er á að bjóða starfshópum til náms, sem hingað til hafa ekki átt kost á að mennta sig sérstaklega í sínu fagi. Martha gefur hér dæmi um þetta sem skýra betur markmiðin með stuttu starfsnámi.  Umsjónarmenn fasteigna – 100 stunda nám til að skapa færni í um- sjón fasteigna og samskiptum við notendur þeirra.  Þjónustustjórar – 100 stunda nám til að geta greint þjónustu- kröfur, sett markmið og stjórnað ferlum.  Stjórnun og rekstur mötuneyta – 100 stunda nám til að efla færni og þekkingu til að stjórna mötu- neyti.  Útgáfu- og kynningarstjórar – 70 stunda nám til að geta annast kynningarstarf á ýmsum vettvangi.  Starfsmenn listasafna – 100 stunda nám til að öðlast færni og þekkingu til að starfa á listasöfnum og þjónusta listunnendur.  Rekstur lítilla gististaða/heimila – 60 stunda nám til að efla þekk- ingu þátttakenda á grundvallarat- riðum gistiþjónustu.  Umhverfisfulltrúar – 100 stunda nám til að búa starfsmenn undir umsjón með umhverfismálum.  Rannsóknarmenn – 150 stunda nám til að þátttakendur geti starf- að sem rannsóknarmenn.  Ræstingastjórar – 70 stunda nám til að skipuleggja og stjórna öllu sem lýtur að ræstingum.  Verkstjórn – 100 stunda nám til að þátttakendur læri hagnýtar að- ferðir í stjórnun.  Verkstjórn fyrir konur – 100 stunda nám, m.a. til að koma sér- staklega til móts stjórnunarstíl og hugmyndir kvenna.  Vinnuvélastjórar – 100 stunda nám til að búa nemendur undir bóklegt próf til að öðlast réttindi til að stjórna vinnuvélum. Nokkuð er mismunandi hvernig og hvenær námið fer fram. Leitast er við að tímasetja námið þannig að mögu- legt sé að stunda það með fullri vinnu. Kennslan fer að mestu fram seinni part dags frá kl. 16 til 20, og fá nem- endur kvöldverð á staðnum, sem oft á tíðum skapar skemmtilega stemmn- ingu að sögn Mörthu. Sum námskeið- anna fara fram á hefðbundnum vinnu- tíma og hafa þá nemendur samið við vinnuveitanda sinn, eða hafa jafnvel verið sendir á vegum hans, um að stunda námið í vinnutímanum. Nám- skeið sem kennd eru á hefðbundnum vinnutíma eru yfirleitt kennd sam- fleytt í sjö til níu daga frá kl. 8.30 til 17, en önnur námskeið eru oftast kennd tvisvar í viku. Iðntæknistofnun leitast við að fá kennara sem víðast að úr atvinnulíf- inu svo námið megi verða sem raun- hæfast og fjölbreyttast. Leiðbeinend- ur eru reyndir námskeiðskennarar og þekkja mjög vel þarfir nemenda sinna, og kennsluaðferðir sem gagn- ast best í starfsnámi sem þessu. Verkstjórn fyrir konur Nýjasta stutta starfsnámið er verkstjórnarnámskeið fyrir konur. Martha segir að reynslan hafi sýnt að konur kjósi oft frekar að koma saman og læra í hópum. „Bæði er það, að oft eru konur með aðrar áherslur en karlar í tilteknum málefnum,“ segir hún og einnig „að niðurstöður rann- sókna bendi til að konur og karlar hafi ólík viðhorf til stjórnunar.“ Á nám- skeiðinu er þó í meginatriðum kennt það sama og á hefðbundnu verk- stjórnarnámskeiði, en ýmis blæbrigði „kvenlegra“ aðferða og hugsunar skjóta upp kollinum og setja mark sitt á kennsluna og námið. „Menntun er ávísun á beinharða peninga en ekki síst andlega uppörvun og góða sjálfs- mynd,“ segir Martha. Starfsnám/Undanfarin ár hefur fræðslu- og ráðgjafadeild Iðntæknistofnunar þróað hagnýtt starfsnám til að bjóða starfandi fólki. Hér er sagt frá nokkrum námsleiðum, markmiðum þeirra, og einnig rætt við nýútskrifaða nemendur. Námið er fyrir þá sem vilja styrkja sig í starfi eða hasla sér völl á nýjum vettvangi. Stutt en hagnýtt starfsnám  „Ég fékk áhuga á að læra enn meira og kafa dýpra í efnið“  „Menntun er ávísun á peninga en ekki síst góða sjálfsmynd“ Morgunblaðið/Golli Tveir hópar sem útskrifuðust úr stuttu starfsnámi í desember 2002, annars vegar nemendur af rannsóknarmanna- námskeiði og hins vegar námskeiði í stjórnun og rekstri mötuneytis, þ.á m. Jóhanna og Hrafnhildur. guhe@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.iti.is HRAFNHILDUR Bergsdóttir og Jóhanna Sigmundsdóttir sóttu báðar stutt starfsnám í stjórnun og rekstri mötuneytis hjá Iðn- tæknistofnun sl. haust. Læra meira, kafa dýpra Jóhanna Sigmundsdóttir hefur starfað á þessu sviði í 17 ár og vinnur nú í mötuneyti Íslands- banka í Kópavogi. „Ég sá nám- skeiðið auglýst í Morgunblaðinu, og þar sem ég er alltaf opin fyrir nýjum tækifærum ákvað ég að skella mér á það,“ segir hún. „Ég hef farið á mörg matreiðslunám- skeið í gegnum tíðina, en aldrei áður á námskeið í stjórnun og rekstri mötuneytis.“ Henni finnst örverufræðin minnisstæðust frá námskeiðinu og að hún hafi þar öðlast nýja þekkingu. Einnig fannst henni áhugaverð umfjöll- unin um manneldismarkmiðin og samsetningu matseðla á Netinu, með tilliti til næringarinnihalds og magns. Stjórnunarþættirnir koma henni líka að góðum notum. „Allt námskeiðið var afar vel sett upp og á eftir að nýtast mér vel í fram- tíðinni,“ segir hún og að það hafi verið henni mikils virði að hitta aðra kollega. „Við sem störfum í mötuneytum fyrirtækja erum oft að vinna einar, og því er skemmti- legt og gagnlegt að hitta starfs- félaga sína úr öðrum fyrirtækjum til skrafs og ráðagerða – ég kynnt- ist mörgum skemmtilegum konum á námskeiðinu. Ég fékk einnig áhuga á að læra enn meira og kafa enn dýpra í efnið, og hver veit nema þetta sé aðeins byrjunin á enn frekara námi,“ sagði Jóhanna. Góð kennsla Hrafnhildur Bergsdóttir eldar daglega fyrir um 60–80 manns í mötuneyti lyfjafyrirtækisins Líf, en hún hefur starfað í faginu í sex ár. Henni fannst örverufræðin, næringarfræðin og manneld- ismarkmiðin eftirminnileg á nám- skeiðinu. „Örverufræðin vakti sér- staka athygli mína – allir þessir sýklar úti um allt sem þarf að passa svo vel.“ Hún segir að nem- endur hafi fengið að rækta sýkla og fylgjast með því hvernig þeir fjölga sér við mismunandi að- stæður. Henni þótti einnig brunavarna- þátturinn athyglisverður. „Við lærðum ýmsar aðferðir til að slökkva eld í verklegri kennslu; farið var út á bílaplanið fyrir framan húsið, eldur kveiktur í mismunandi efnum og hann síðan slökktur á viðeigandi hátt,“ segir hún. Kennslan í rekstri og fjármálum var mjög góð að hennar mati og dæmin sérsniðin að mötuneytum. „Ég er með húsmæðraskólapróf, en hef ekki áður farið á sérstakt námskeið um það að reka og stjórna mötuneyti,“ segir hún, „það gaf mér hins vegar aukið sjálfstraust og öryggi.“ Morgunblaðið/GolliJóhanna og Hrafnhildur töldu námskeiðið gagnlegt. Örveru- fræðin áhuga- verð Í VORNÁMSKRÁ Endurmenntunar Háskóla Íslands er í boði fjöldi nýrra námskeiða sem ná yfir mörg fræða- svið. Námskeiðin verða til í samvinnu við fjölda fagaðila og félaga, og eru hugsuð fyrir jafnt fyrir háskólafólk sem almenning. Gróska er flokknum „námi með starfi“ og má þar nefna námskeiðið Verkefnastjórnun – Leiðtogaþjálfun, sem byrjaði núna í janúar. Þá eru einnig í burðarliðnum þrjár náms- brautir sem hefjast næsta haust; Stjórnun og forysta í skólaumhverfi; Stjórnunarnám fyrir lögregluemb- ættin og Rekstur og stefnumótun fyr- ir „einyrkja“. Starfstengd tungumál Aukin áhersla er lögð á starfstengt tungumálanám og er að þessu sinni boðið upp á fjögur starfstengd ensku- námskeið og tvö starfstengd dönsku- námskeið. Roberto Tartaglione kem- ur til landsins og kennir ítölsku en hann hefur komið hingað síðustu 14 árin og eru námskeið hans vel sótt. Endurmenntun leitast við að fá nokkra erlenda sérfræðinga til kennslu á hverri önn og verður svo einnig á þessari önn. Nils Ulrik Ped- ersen kennir á námskeiðunum Að skrifa fyrir Netið I og II en hann kenndi á einu slíku námskeiði í haust við góðar undirtektir. Einnig koma nokkrir erlendir sérfræðingar til kennslu á heilbrigðissviði og má þar t.d. nefna dr. Lorianne Wright og dr. Janice Bell sem kenna hjúkrunar- meðferðir fyrir langveika. Menningarnámskeið Úrval námskeiða er á menningar- sviði. Jón Böðvarsson mun kenna á síðari hluta námskeiðs um Brennu- Njáls sögu. Áframhald er á samstarfi Endurmenntunar við Salinn í Kópa- vogi, Þjóðleikhúsið og Vinafélag ís- lensku óperunnar. Hvað ertu tónlist? verður haldið í þriðja skiptið í Salnum í Kópavogi en þar veitir Jónas Ingi- mundarson þátttakendum innsýn í undraheim tónlistarinnar. Fjallað verður um gamanleikinn í sínum ólíku myndum í námskeiðinu Gamanleikur er dauðans alvara! sem haldið er í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Drama- tíkin verður svo á námskeiði um upp- færslu Íslensku óperunnar á Mac- beth. Þórir S. Guðbergsson mun halda námskeið um Lífsorku, létta lund og framtíðina en hann hefur haldið fjölda námskeiða fyrir þá sem vilja undirbúa efri árin. Árið 2003 er ár fatlaðra og mun Endurmenntun gera þeim málaflokki góð skil á árinu. Nú þegar hafa nokk- ur námskeið verið sett upp í þeim til- gangi: Aðgengi utanhúss og að hús- um; Hinir gleymdu þolendur – aðstandendur fatlaðra og langveikra; Hjúkrunarmeðferðir – í samvinnu við fjölskyldur einstaklinga með langvinn veikindi; Kynlífsvandamál langveikra og fatlaðra og Fötlun, langvarandi veikindi og meðvirkar fjölskyldur. Vænta má fleiri námskeiða á þessu sviði eftir því sem líður á árið. Endurmenntun á vorönn 2003 TENGLAR ..................................................... www.endurmenntun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.