Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Höfðabakki - til leigu mjög hagstæð leiga Atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Mögulegt er að skipta ofangreindum stærðum í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfuðstöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. 1. hæð 624 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m 266 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m 780 fm Innkeyrslud./lofth. 7,6 m 2. hæð 1.040 fm - Skrifst. o.fl. 266 fm - Skrifst. o.fl. STJÓRNIR SR-mjöls og Síldar- vinnslunnar hafa gert með sér sam- komulag um að leggja til við hluthafa félaganna að þau sameinist frá 1. jan- úar síðastliðnum. Tillaga þess efnis verður lögð fram á aðalfundi félag- anna tveggja. Stefnt er að því að halda aðalfund SR-mjöls hinn 6. mars og Síldarvinnslunnar 7. mars. Sameinað félag mun samkvæmt samkomulaginu fá nafnið Síldar- vinnslan hf. og verða höfuðstöðvar þess í Neskaupstað í Fjarðabyggð. Forstjóri verður Björgólfur Jóhanns- son, núverandi forstjóri Síldarvinnsl- unnar. Tilgangur sameiningarinnar er einkum að auka hagkvæmni í rekstri og skapa aukinn styrk til að nýta ný sóknarfæri í framtíðinni. Í tilkynningu frá félögunum segir að hér sé verið að sameina tvö öflug sjávarútvegsfyrirtæki, ekki síst í veið- um og vinnslu á uppsjávarfiski. Síldarvinnslan er eitt af stærri og öflugri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins með um 260 starfsmenn og áætlaða veltu upp á 4.500 milljónir króna á nýliðnu ári. SR-mjöl er stærsta fyrirtæki á Ís- landi í framleiðslu fiskimjöls og lýsis og reyndar stærsti einstaki lýsisfram- leiðandi í heimi. Félagið starfrækir fimm fiskimjöls- og lýsisverksmiðjur og á hluti í fimm sjávarútvegsfyrir- tækjum sem sérhæfa sig í uppsjáv- arveiðum. Starfsmenn SR-mjöls eru 120 og áætluð velta á nýliðnu ári um 6.000 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að sölu- og mark- aðsdeild SR-mjöls verði gerð að sjálf- stæðu dótturfélagi með nafnið SR- Mjöl hf. Opnað verður á þann mögu- leika að aðrir aðilar sem áhuga hafa á samstarfi í sölu- og markaðsmálum geti eignast hlut í því félagi með aukna sókn á erlenda markaði í huga. SVN fær 60% hlutafjár Við sameininguna verður hlutafé Síldarvinnslunnar aukið um nær 527,8 milljónir króna og fá hluthafar SR-mjöls hlutabréf að nafnverði 0,67 krónur í sameinuðu félagi fyrir hverja krónu nafnverðs í SR-mjöli. Hlutafé Síldarvinnslunnar var tæplega 1.172 milljónir króna og verður hlutafé sameinaðs félags 1.700 milljónir króna. Hlutafjáraukningin er byggð á að skiptihlutfall við sameininguna sé þannig að hluthafar SR-mjöls fái 40% hlutafjár í sameinuðu félagi og hlut- hafar Síldarvinnslunnar 60%. Sú nið- urstaða er fengin eftir ítarlega athug- un Deloitte & Touche hf. og KPMG endurskoðunar hf. á virði félaganna og byggist á samræmdu mati eigna og útreikningum á tekjuvirði þeirra og áætlunum þeirra um rekstur og fjárstreymi. Samanlögð velta félag- anna 10,5 milljarðar Sameining SR-mjöls og Síldarvinnslunnar lögð fyrir hluthafa í mars SKIPUM á aðalskipaskrá fækkaði á síðasta ári um 57, en undanfarin ár hefur fjölgað í flotanum. Þrátt fyrir fækkunina er heildarbrúttótonn- atala skipastólsins 4.756 tonnum hærri en fyrir ári. Skýringuna er m.a. að finna í stórum skipum sem skráð voru á árinu. Þilfarsskip á skrá eru samtals 1.135 og brúttótonnatala þeirra er 235.775. Opnir bátar eru samtals 1.273 og brúttótonnatala þeirra er 7.473. Á skipaskránni eru öll íslensk skip, fiskiskip, flutninga- skip, ferjur, hvalaskoðunarskip og smábátar. Siglingastofnun gefur út á ári hverju skrá yfir íslensk skip og báta miðað við 1. janúar ár hvert. Í henni er að finna frekari upplýsingar um breytingar á skipa- og bátaflotanum milli ára auk ítarlegra tæknilegra upplýsinga um hvert skip, eiganda þess, heimahöfn o.fl. Skráin er vænt- anleg úr prentun síðar í mánuðinum.        !  !  " " " " # $  ! " #$%& ' ' ') ')* '( ' )'( )*'  %! ! " #$%& ') ') ') ' ' '* '(* '(    & ' () * + + +- + . ,+++ ,+. ++. Færri skip en stærri STÁLTÆKNI ehf. í Hafnarfirði hef- ur hannað búnað sem hreinsar fisk- hausa sem falla til við vinnslu frysti- skipa og gerir kleift að koma með hausana í land til þurrkunar. Svein- björn Ingi Guðmundsson hjá Stál- tækni ehf. segir að vélin geti skapað umtalsverð verðmæti sem nú fara til spillis. Stáltækni hefur um nokkurt skeið framleitt búnað fyrir fiskþurrkanir, bæði pökkunarlínur og vinnslulínur. „Við þekkjum því vel þau vandamál sem upp koma í skreiðarþurrkun,“ segir Sveinbjörn. „Eitt stærsta vandamálið hefur einfaldlega verið hráefnisskortur og því hafa fram- leiðendur í vaxandi mæli horft til sjós, það er að segja um borð í vinnsluskipin.“ Fiskhausum um borð í frystiskip- unum er í langflestum tilfellum hent aftur í hafið, fyrst og fremst vegna þess að hausarnir eru í raun ónýtir og óhæfir til vinnslu, að sögn Svein- bjarnar. „Allur fiskur um borð í frystitogurunum er hausaður ókútt- aður og því fylgir lifrin með hausn- um. Ef hausarnir eru frystir með lifrinni, eyðileggur lifrin hausana þegar þeir eru þíddir. Lifrin verður hreinlega að lýsi og hausarnir þrána í þurrkuninni.“ Mátti ekki kosta handtak Stáltækni hóf því, að beiðni Sam- herja hf. á Akureyri, að hanna vél sem hreinsar fiskhausa sjálfkrafa um borð í skipunum. „Krafan var sú að hreinsunin mátti ekki kosta eitt einasta handtak, yrði að vera al- gjörlega sjálfvirk, enda eru haus- arnir tiltölulega ódýrt hráefni og ekki talið verjandi að fórna miklum mannskap í að vinna við að hreinsa hausana. Vélin vinnur þannig að hún tekur við hausnum úr hausaranum, sker hann frá vör og afturúr og flet- ur hann þannig út. Hausinn er síðan hreinsaður með bursta og háþrýsti- þvotti. Vélin getur hreinsað um eitt tonn af hausum af öllum stærðum á tíu mínútum og ætti því að geta ann- að fullri vinnslugetu frystiskip- anna.“ Tvær vélar frá Stáltækni eru nú til reynslu í landi, önnur í fiskvinnslu Samherja í Dalvík og hin hjá fisk- þurrkuninni Hnotskurn í Þorláks- höfn en stefnt er að því að koma vél- inni um borð í vinnsluskip sem fyrst. Sveinbjörn telur að vélin geti orðið til þess að bjarga verðmætum sem nú fara til spillis. „Fiskhausar eru orðin mikil söluvara og ég geri ráð fyrir að vinnsluskipunum verði gert að koma með alla hausa að landi áð- ur en langt um líður. Þarna fara mikil verðmæti til spillis og vélin ætti því að vera gott innlegg í um- ræðuna um aukið verðmæti sjáv- arfangs,“ segir Sveinbjörn. Vélin fletur hausana út og hreinsar þá.Hausahreinsivélin frá Stáltaki. Stáltækni ehf. hefur hannað nýjan búnað til að auka nýtingu fiskhausa Fiskhausar hreinsaðir úti á sjó SKIP Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í Ísafjarðarbæ veiddu samtals 12.668 tonn á síðasta ári og nam verð- mæti aflans um tveimur milljörðum króna. Alls öfluðu skip HG 11.717 tonna á árinu 2001 og var verðmæti aflans þá um 1.772 milljónir króna. Afli frystitogarans Júlíusar Geir- mundssonar ÍS var á síðasta ári um 4.600 tonn og nam verðmæti aflans um 1.134 milljónum króna (fob). Skip- ið er jafnan meðal þeirra bolfisk- frystiskipa sem ber mestu verðmæti að landi á hverju ári og á síðasta nam aflaverðmæti þess um 1,1 milljarði króna (cif). Uppistaðan í afla Júlíusar var þorskur og grálúða. Ísfisktogarinn Páll Pálsson ÍS veiddi um 3.827 tonn fyrir um 436 milljónir króna. HG gerir út þrjá rækjufrystiskip, Andey ÍS veiddi um 1.324 tonn fyrir um 144 milljónir króna, Stefnir ÍS veiddi um 1.303 tonn fyrir um 143 milljónir króna og Framnes ÍS veiddi um 1.276 tonn fyr- ir um 137 milljónir króna. Afli inn- fjarðarrækjubáta félagsins var um 338 tonn og nam verðmæti afla þeirra um 26 milljónum króna. Aflaverð- mæti Júl- íusar 1.134 milljónir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.