Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 17 KOMIN er fram ný kenning um upphaf flugsins meðal fugla en al- mennt er talið, að forfeður þeirra hafi verið tvífættar og fiðraðar eðl- ur, skyldar risaeðlunum. Kenningin er sú, að eðlurnar hafi í fyrstu blakað fiðruðum fram- limunum ótt og títt til að auðvelda sér klifur, til dæmis upp tré, kletta eða aðra þústu í landslaginu. Það hafi þær ekki gert til að létta sig, heldur þvert á móti til að þrýsta sér niður og ná þannig betra gripi á því, sem var undir fótunum. Vængirnir, ef svo má kalla, hafi því virkað eins og vindskeiðar á bíl. Höfundur kenningarinnar, bandaríski vísindamaðurinn Kenn- eth Dial, getur sér til, að þannig hafi þetta gengið langalengi en loksins orðið til þess, að eðlan tók fyrstu eiginlegu flugtökin. Í rannsóknum sínum fylgdist Dial með þroska fasana- eða ak- urhænuunga en hann telur, að hegðun þeirra sé mjög lík því, sem var með tvífættu eðlurnar. „Þeir eru með öfluga afturlimi, miklir hlauparar og klekjast út á jörðinni. Samt læra þeir að fljúga,“ segir Dial. Aðeins nokkurra daga gamlir fóru ungarnir að nota vængstubb- ana til að geta hlaupið upp meiri og meiri bratta í leit að öryggi. Breyttu vængirnir engu um hrað- ann á jafnsléttu en stórjuku hann er brattinn jókst. Eftir nokkrar vikur gátu ungarnir hlaupið upp lóðréttan flöt. Vængstaðan breyttist Dial segir, að þegar ungarnir hafi verið komnir upp á að hlaupa upp mikinn bratta, hafi væng- staðan eða vænghornið breyst. „Vængjaslátturinn var þá farinn að líkjast vængjaslætti fljúgandi fugla og þegar ungarnir hlupu upp lóðréttan flöt, var hann orðinn alveg eins. Fuglinum eða fornaldareðlunni var þá ekkert lengur að vanbúnaði með að taka flugið.“ Hingað til hafa menn skipst í tvær fylkingar og telur önnur, að fiðrið hafi gert eðlunum kleift að hlaupa hraðar og loksins orðið til að fleyta þeim áfram í loftinu. Aðr- ir telja að smáar, fiðraðar eðlur hafi lært að fljúga er þær stukku grein af grein í trjánum. Morgunblaðið/Jim Smart Hafsúlan er falleg og augljóslega langt á milli hennar og eðlunnar. Upp brattann með hjálp fiðr- aðra framlima Washington. AP. Hvernig lærðu eðlurnar að fljúga? ÞÓ að ekki sé langt síðan geisla- spilarar komu til sögunnar hafa þeir að mestu tekið við hlutverki gömlu plötuspilaranna, sem flestir muna mæta vel eftir þó að þeir hafi horfið að mestu af markaðnum upp úr 1990. Nú ber hins vegar svo við að plötuspilarar eru að ganga í endurnýjun lífdaga, mörgum til mikillar ánægju. Í verslunum, sem selja vörur og húsgögn til heimilisins, hefur nú tekið að bera á því að glænýjum plötuspilurum, sem gjarnan er pakkað inn í eins konar „ferða- tösku“, er stillt fram sem söluvöru. Ekki er lagt ýkja mikið upp úr því að tóngæðin séu framúrskarandi, heldur er reynt að tryggja að um stofuprýði sé að ræða. Gæðin eru þó næg til að full ástæða sé til að sækja plötusafnið í geymsluna. Plötuspilarar komu til sögunnar á þriðja áratug síðustu aldar. Það var hins vegar á sjötta áratugnum sem sala þeirra jókst til muna, enda gat ekkert ungmenni verið án tækj- anna til að hlýða á nýjasta nýtt úr rokkinu, sem þá var komið fram á sjónarsviðið. Í fyrstu voru flestir plötuspilarar ætlaðir fyrir 45 snún- inga plötur en þegar leið á sjötta áratuginn réðu flestir þeirra einnig við hinar lengri 33 snúninga plötur. Geislaspilarar og geisladiskar komu hins vegar til sögunnar 1983 og segja má að þeir hafi leyst plötu- spilarann af hólmi á einni nóttu. Að minnsta kosti voru hljómplötur nánast úr sögunni tíu árum síðar. Margir héldu þó ávallt á lofti þeirri kenningu, að hljómurinn úr gamla plötuspilaranum væri betri en úr hinum rafrænu geislaspilurum. Í fyrra tóku smásalar í Banda- ríkjunum upp á því að kanna hvort markaður væri fyrir endurkomu plötuspilaranna, með því að þeim var stillt fram um jólahátíðarnar sem gjafavöru. 177.000 plötuspil- arar seldust upp á skömmum tíma og því hafa smásalar ákveðið að auka enn á framboðið á þessu ári. Skýrir Katherine Borgfeldt hjá fyrirtækinu Sharper Image þessa þróun með því að verslunareig- endur hafi áttað sig á því að fjöl- margir hafi aldrei tímt að henda plötusafninu, þó að spilarinn sjálf- ur væri fyrir löngu kominn á haug- ana. Plötuspilarinn gengur í endurnýjun lífdaga Los Angeles Times/Glenn Koenig Los Angeles Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.