Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KAUPHÖLL Íslands hefur ákveðið að beita Plastprent hf. févíti að fjár- hæð 1.250.000 krónur fyrir brot á ákvæði reglna Kauphallarinnar um skráningu en Plastprent hefur ekki birt skráningarlýsingu vegna hluta- fjárhækkunar þrátt fyrir ítrekuð til- mæli Kauphallarinnar, að því er segir í frétt frá Kauphöllinni. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að þetta mál virðist að hluta stafa af því að hjá Plastprenti hafi ekki verið litið á regl- ur Kauphallarinnar sem eins fast- mótaðar og vera ber. Hann segir að Kauphöllin hafi átt ýmis samskipti við Plastprent til þessa og farið yfir þessi mál. Það hafi ekki borið tilætl- aðan árangur. Niðurstaðan hafi því verið sú að beita févíti við þessar að- stæður. Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents, segir að sektin komi þeim mjög á óvart og segir að viðbrögð Kauphallarinnar séu bæði klaufaleg og allt of harka- leg. „Okkur finnst þetta harkalegt því að í þessu máli er á engan hallað. Það er enginn sem hagnast eða tapar á þessu máli og enginn brotavilji á ferð- inni. Kauphöllin hefur fimm mismun- andi möguleika á refsingum og févíti er það alvarlegasta og á bara að beita ef um alvarlegt brot er að ræða. Við erum í rauninni alveg agndofa yfir vinnubrögðunum,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að Plastprent hafi verið í samskiptum við Kauphöll Íslands út af þessu máli um tíma einfaldlega vegna þess að þeir hafi verið ósam- mála um efnisatriði málsins, og engu hafi verið leynt. „Það kostar Plast- prent 4–5 milljónir að gera svona skráningarlýsingu, og í þessu ein- staka tilfelli fannst okkur það ekki þjóna neinum tilgangi að búa til nýja skráningarlýsingu, enda var til stað- ar á hluthafafundinum í desember 2000 nýleg skráningarlýsing.“ Sigurður segir aðspurður að fyr- irtækið muni hlíta úrskurðinum og borga sektina, ekki þjóni tilgangi að reyna að áfrýja til fjármálaeftirlits- ins, eins og mögulegt er að hans sögn. „Ég hef enga ástæðu til að treysta þessum mönnum framar og maður vill hafa sem minnst samstarf við svona menn. Ég mun leggja það til við stjórn Plastprents að við skráum okkur úr Kauphöllinni. Það er aldrei að vita hverju þeir taka upp á næst.“ Ítrekuð tilmæli Í tilkynningu Kauphallarinnar seg- ir að hinn 18. júní 2002 hafi borist frá Plastprenti vottorð Hlutafélagaskrár þar sem fram kemur að hlutafé fé- lagsins hafi verið aukið um 29.593.679 krónur að nafnvirði. Í kjölfarið var hinn 20. júní 2002 birt tilkynning í fréttakerfi Kauphallarinnar þess efn- is að hlutafé félagsins hefði verið auk- ið í viðskiptakerfi Kauphallarinnar um nefnda fjárhæð og það væri eftir hækkunina kr. 259.593.679 að nafn- virði. Heimild til hlutafjárhækkunar- innar var veitt stjórn félagsins á hlut- hafafundi í Plastprenti hinn 29. desember 2000 í tengslum við kaup á 85,43% hlut í AkoPlastos hf. Í kjölfarið vakti Kauphöllin með bréfi til Plastprents athygli á því að samkvæmt 2. mgr. 13. gr. reglna um skráningu verðbréfa í Kauphöllinni skuli félag, þegar um er að ræða hækkun hlutafjár gegn gjaldi, sækja um skráningu á hinu nýja hlutafé um leið og viðskipti með það geta hafist eða innan þriggja mánaða frá því að bréfin voru gefin út. Í þessu felist að leggja þurfi fram skráningarlýsingu vegna hlutafjárhækkunarinnar í samræmi við ákvæði skráningar- reglna Kauphallarinnar og viðauka I við reglugerð um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll. Í viðauka IV við reglugerðina er fjallað um undanþág- ur frá birtingu skráningarlýsinga, en í tilkynningu Kauphallarinnar segir, að í umræddu tilviki séu engin þeirra skilyrða sem geti leitt til veitingar undanþágu til staðar. Kauphöllin segir að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hafi Plastprent ekki birt skráningarlýsingu vegna hluta- fjárhækkunarinnar. Plastprent hafi gert Kauphöllinni grein fyrir ástæð- um þess að skráningarlýsing hafi ekki verið birt. Kauphöllin hefur komist að þeirri niðurstöðu að þær ástæður réttlæti ekki að enn skuli ekki hafa verið birt skráningarlýsing í tengslum við umrædda hlutafjár- hækkun. Því hafi Kauphöllin ákveðið að beita Plastprent févíti að fjárhæð kr. 1.250.000. Skráningarlýsingin formsatriði Plastprent sendi í kjölfar tilkynn- ingar Kauphallarinnar frá sér til- kynningu þar sem fram kemur að umrædd hlutafjáraukning hafi verið heimiluð 29. desember 2000 vegna kaupa á 85% hlut í AcoPlastos hf. Um einu og hálfu ári síðar var heimild hluthafafundar til hlutafjáraukningar nýtt og hlutafé aukið um 29,6 millj- ónir sem greitt var Landsbanka Ís- lands sem seljanda hlutabréfa í AkoPlastos. Plastprent segir, að þessi hluta- fjáraukning sé rétt umfram þá 10% hlutafjáraukningu sem kalli ekki á sérstaka skráningarlýsingu. Aukn- ingin hefði þannig getað verið 23 milljónir án þess að skráningarlýs- ingar væri þörf. „Á þessum tíma stóðu yfir viðræð- ur við Sigurplast hf. um sameiningu fyrirtækjanna. Vegna mikils kostnað- ar við gerð skráningarlýsingar, eða væntanlega allt að fjórum milljónum króna, var talið heppilegt að sú skráningarlýsing sem gera þyrfti vegna kaupa á Sigurplasti tæki jafn- framt til fyrri kaupa sem þá voru í reynd löngu um garð gengin og skráningarlýsing þeirra vegna frem- ur formsatriði sem ekkert upplýs- ingagildi hefði fyrir markaðinn. Nokkuð drógst að samningar tækj- ust um sameiningu við Sigurplast en það varð 3 desember sl. Er nú unnið að sameiningarferli og er hluti þess gerð skráningarlýsingar vegna hluta- fjárhækkunar í Plastprent. Í ljósi þessa telur stjórn Plast- prents að viðbrögð Kauphallar nú með ákvörðun um févíti harkaleg og óþörf, miðað við önnur úrræði sem Kauphöllin hefur,“ segir í tilkynningu Plastprents. Kauphöllin beitir Plastprent févíti að fjárhæð 1.250 þúsund krónur „Mun leggja til afskrán- ingu úr Kauphöllinni“ KAUPHÖLL Íslands hf. hefur ákveðið að beita Búnaðarbanka Ís- lands hf. févíti að fjárhæð 4,5 millj- ónir króna fyrir að hafa brotið flögg- unarreglur í tengslum við gerð samnings um meðferð hlutabréfa í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. hinn 19. júní 2002. Fjárhæðin rennur til Kauphallarinnar. Búnaðarbankinn mótmælir því að umræddur samningur hafi verið flöggunarskyldur og gagnrýnir einn- ig að Kauphöllin hafi ákveðið að beita bankann févíti án þess að gefa honum kost á að neyta andmælaréttar með eðlilegum hætti. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að Kaup- höllin sé ósammála þeim skilningi Búnaðarbankans að samningurinn hafi ekki verið flöggunarskyldur. Þá segir hann varðandi andmælaréttinn að mál þetta hafi verið í meðferð milli aðila frá 14. janúar og Kauphöllin hafi m.a. fengið tvö bréf frá Búnaðar- bankanum þar sem afstaða bankans var skýrð. Andmælaréttur hafi því verið með eðlilegum hætti. Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segir að hann hafi talið sig hafa fylgt reglum í þessu máli og byggði það á lögfræðiáliti. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um þetta mál en vísar til yfirlýsingar Búnaðar- bankans, sem send var Kauphöll Ís- lands í gær, þar sem niðurstöðu Kauphallarinnar er mótmælt. Fjallað var um samninginn um Straum í greinaflokki Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morgun- blaðinu í síðustu viku. Í kjölfar þess óskaði Kauphöllin eftir upplýsingum frá Búnaðarbankanum um málið. Búnaðarbankanum bar að tilkynna um samninginn Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í gær segir að með samningnum um Straum frá 19. júní 2002 hafi Bún- aðarbankinn meðal annars gert sam- komulag við aðra hluthafa í Fjárfest- ingarfélaginu Straumi um að taka upp varanlega, sameiginlega stefnu um stjórnun félagsins. Segir í til- kynningunni að slíkt samkomulag stofni ásamt öðrum atriðum til flögg- unarskyldu samkvæmt lögum. Því hafi borið að senda tilkynningu til Kauphallarinnar hinn 19. júní 2002. Fram kemur í tilkynningu Kaup- hallarinnar að ákvörðun um beitingu févítis sé tekin á grundvelli samnings Búnaðarbankans um aðild að Kaup- höllinni frá 24. október 2001 og ákvæðis í aðildarreglum NOREX. Þar segi m.a. að brjóti kauphallaraðili lög, reglugerðir, aðildarreglur NOR- EX, stundi ekki vandaða viðskipta- hætti eða sýni á annan hátt fram á vanhæfni sem kauphallaraðili, sé Kauphöll Íslands heimilt að beita við- urlögum, m.a. í formi févítis sem nemi allt að tíföldu árgjaldi ef brotið telst alvarlegt. Þá segir í sömu grein aðild- arreglnanna að Kauphöllinni sé heimilt að birta opinbera yfirlýsingu varðandi umrædd mál. Ekki flöggunarskylt Í tilkynningu Búnaðarbankans til Kauphallar Íslands í gær segir að bankinn byggi afstöðu sína að honum hefði ekki borið að tilkynna um sam- komulag það sem gert var við aðila tengda Fjárfestingarfélaginu Straumi á því að Straumur, sem hlutabréfasjóður, sé fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu. Þá segir að í Evróputilskipun sem lög og regl- ur um flöggun byggist á komi fram að flöggunarreglur gildi ekki um slík fyrirtæki. Búnaðarbankinn segir að Fjárfest- ingarfélagið Straumur hafi verið og sé flokkað og skráð hjá Kauphöll Ís- lands sem hlutabréfasjóður. Þar sem um hlutabréfasjóð sé að ræða, sem uppfyllti skilgreiningu um félög um sameiginlega fjárfestingu, hafi Bún- aðarbankinn talið að umrætt sam- komulag væri ekki tilkynningarskylt til Kauphallarinnar. Brot á flöggunarreglum eru alvarleg brot Þórður Friðjónsson segir að und- anþáguákvæði samkvæmt Evróputil- skipun vísi til verðbréfasjóða. Fjár- festingarfélagið Straumur hafi ekki starfsleyfi sem verðbréfasjóður og þess vegna eigi tilskipunin ekki við að mati Kauphallarinnar. Mótmæli Bún- aðarbankans vegna þess eigi því ekki rétt á sér. Þórður segir að hjá Kauphöllinni sé litið á brot á flöggunarreglum sem alvarleg brot. Hann segir mjög mik- ilvægt að flöggunarreglur séu virtar og í heiðri hafðar. Almennir fjárfest- ar verði að fá rétt skilaboð eins og ætlast sé til í lögum og reglum. Þórður segir að sektum af því tagi sem ákveðið hefur verið að beita gagnvart Búnaðarbankanum, hafi sjaldan verið beitt, eða einungis tvisv- ar til þessa. Hann segir rétt að rifja það upp, að á aðalfundi Kauphallar- innar fyrir tæpu ári, hafi skýrt komið fram, m.a. í máli stjórnarformanns, að Kauphöllin væri að undirbúa sig undir það að taka harðar á brotum á markaðnum. Í framhaldi af því hafi í júní á síðasta ári verið tekin ákvörðun um að færa eftirlitsmálin og viðurlög við brotum frá stjórn Kauphallarinn- ar til forstjóra hennar. Á þeim tíma hafi stjórnin veitt forstjóra vald til að taka ákvarðanir í málum af því tagi sem hér um ræðir. Þar með hafi for- stjóra verið veitt vald til að ákvarða févíti vegna brota kauphallaraðila allt að 8 milljónir króna og að því er varð- ar skráð félög eða útgefendur allt að 5 milljónir. Í lögum séu reyndar heim- ildir til að fara enn hærra í sektum en stjórn Kauphallarinnar hafi ákveðið þennan ramma. Þórður segir að Búnaðarbankan- um sé í sjálfsvald sett að óska eftir því að stjórn Kauphallarinnar taki mál þetta til skoðunar ef bankinn telji nið- urstöðurnar rangar. Hann segir að bankinn geti einnig óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið skoði málið þar sem Fjármálaeftirlitið sé eftirlitsaðili Kauphallarinnar. Þá geti bankinn að sjálfsögðu farið með málið fyrir dóm- stóla. Samningur sem fáir vissu um Í greinaflokki Agnesar Bragadótt- ur í Morgunblaðinu, sem bar yfir- skriftina Baráttan um Íslandsbanka, kom fram að Jón Ásgeir Jóhannes- son, stjórnarformaður Baugs, og samherjar hans hafi hinn 19. júní 2002 gert skriflegan samning við Árna Tómasson, bankastjóra Búnað- arbankans, og Yngva Örn Kristins- son, framkvæmdastjóra verðbréfa- viðskipta bankans. Í samningnum var kveðið á um kauprétt Fjárfars ehf., félags í eigu Jóns Ásgeirs og fleiri, á öllum bréfum Búnaðarbankans í Straumi og sölurétt Búnaðarbankans á bréfum sínum. Sagði í greininni að sá hlutur hefði ótvírætt fært Jóni Ás- geiri og félögum ráðandi hlut í Straumi, ef samningurinn hefði verið efndur. Þá kom fram að tilurð þessa samnings hafi einungis verið á vitorði örfárra manna. Kauphöll Íslands hf. beitir Búnaðarbanka Íslands hf. févíti fyrir brot á flöggunarreglum Bankinn þarf að greiða 4,5 milljónir Kauphöll Íslands segir að Búnaðarbankanum hafi borið að tilkynna um samkomulag bankans við aðra hluthafa í Straumi frá 19. júní 2002. Morgunblaðið/Jim Smart BANDARÍSKA fyrirtækið Con- stellation Brands yfirtók í gær ástr- alska vínframleiðslufyrirtækið BRL Hardy, fyrir 1,1 milljarð dollara, eða sem nemur 87 milljörðum ís- lenskra króna. Sameinað fyrirtæki er stærsti vínframleiðandi í heimi. Forstjóri BRL Hardy, Stephen Millar, verður yfirmaður hins nýja fyrirtækis. Hardy og Constellation áttu áður í samstarfi í gegnum fyr- irtækið Pacific Wine Partners, sem markaðssetti framleiðslu ástralska fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Stjórnarformaður Constellation, Richard Sands, sagði við BBC News að samruninn gerði fyrirtækinu kleift að einbeita sér að sölu á vín- um frá „nýja heiminum“; Banda- ríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Chile, en framleiðsla þaðan hafi verið að sækja mest í sig veðrið að undanförnu. BRL Hardy er stærsti vínframleiðandi Ástralíu. Félagið var stofnað árið 1992. Nýr risi í vínfram- leiðslu Með samrunanum varð til stærsta vínframleiðslufyrirtæki í heimi. Morgunblaðið/Arnaldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.