Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ LOKNUM um fjörutíu mínútna fundi þeirra Junichiro Kouzumis, for- sætisráðherra Japans, í forsætisráðu- neytinu í Tókýó í gær, sagði Davíð Oddsson fundinn hafa verið mjög góðan. „Um langa hríð hefur verið mjög gott samband á milli þessara tveggja þjóða,“ sagði hann. „Eftir að sendiráð voru opnuð fyrir rúmu ári, af Íslands hálfu hér í Tókýó og Japanskt sendi- ráð á Íslandi, hefur samband þjóð- anna styrkst enn frekar.“ Þeir ræddu um viðskipti landanna og hvalveiðimálið. Davíð sagðist hafa þakkað Koizumi sérstaklega fyrir stuðning ríkisstjórnar hans þegar Ís- land gekk aftur í hvalveiðiráðið, með fyrirvara um bann við veiðum í at- vinnuskyni, en stuðningur Japana reyndist þá mjög mikilvægur. Einnig var rætt um viðskipti með hvala- afurðir. Að sögn japanskra embættis- manna, sem voru viðstaddir fundinn, sagði Davíð að Íslendingar vildu hefja vísindaveiðar á hvölum. Koizumi sagði að Japanar hefðu alltaf haldið því fram að vísindarannsóknir á hvöl- um væri nauðsynlegar en tilfinn- ingaleg umræða væri ríkjandi innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Að sögn embættismannanna svar- aði Davíð að nauðsynlegt væri að nýta auðlindir sjávar með skilvirkum hætti á grundvelli vísindalegra að- ferða. Bæði Íslendingar og Japanir hættu að veiða hvali í atvinnuskyni árið 1986 vegna veiðibanns hvalveiðiráðsins. Ís- lendingar stunduðu vísindaveiðar í fjögur ár eftir það en Japanir hafa veitt hrefnur og fleiri hvalategundir í vísindaskyni frá árinu 1987 og sætt mikilli gagnrýni umhverfissamtaka. Íslendingar gengu úr Alþjóðahval- veiðiráðinu 1992 en fengu aðild á ný í október sl. og gerðu jafnframt form- legan fyrirvara við hvalveiðibannið. Ísland skuldbatt sig jafnframt til að hefja ekki atvinnuhvalveiðar fyrr en árið 2006 í fyrsta lagi. Koizumi boðið til Íslands Davíð segir að þá hafi þeir talað um alþjóðamál sem efst eru á baugi, eins og ástand mála í Írak og Norður- Kóreu. „Loks ræddum við saman á persónulegum nótum. Þetta var mjög góður fundur og ég óskaði þess að forsætisráðherrann hefði einhvern tímann tækifæri til að heimsækja Ís- land eða eiga sameiginlegan fund með forsætisráðherrum Norður- landanna fimm, rétt eins og forverar hans Hasimoto og Obuchi gerðu á sínum tíma.“ Afar vel fór á með ráðherrunum en þeir kynntust vel í fyrra þegar þeir voru borðfélagar í kvöldverði á leið- togafundi Sameinuðu þjóðanna um umhvefismál í Jóhannesarborg. Á undan fundinum með Koizumi hitti Davíð frú Oghi, ráðherra sam- göngu- og ferðamála. Þar var einkum rætt um ferðamennsku, hvernig auka mætti fjölda japanskra ferðamanna sem koma til Íslands en einnig fjölda þeirra Íslendinga sem sækja Japan heim. Ríkisstjórn Japans hefur gert áætlun um að fjölga ferðamönnum sem koma til landsins um helming, úr fjórum milljónum á ári í átta. Sextán milljónir Japana ferðast úr landi ár- lega. Davíð nefndi áhuga íslenskra stjórnvalda á að gerður verði loft- ferðasamningur milli ríkjanna en slíkan samning þarf til að íslensk flugfélög geti flogið til Japan. Askenazy í hágæðasjónvarpi Dagskrá þessa fjórða dags op- inberrar heimsóknar forsætisráð- herrahjónanna til Japans, hófst með heimsókn í höfuðstöðvar ríkissjón- varpsins, NKH, en það hefur verið í fararbroddi í þróun stafrænnar há- gæðasjónvarpstækni. Sjónvarpsstjóri tók á móti Davíð og fylgdarliði hans og kynnti þeim möguleika þessarar sjónvarpstækni. Þeir skoðuðu þrí- víddarsjónvarp og fræddust um mun- inn á þeirri tækni sem notuð er í Evr- ópu í dag og þessa stafræna sjónvarps, sem tekið er að leggja með köplum inn á öll heimili Japans og á því að vera lokið innan tíu ára. Sjónvarpsstjóri sýndi sem dæmi um fullkomin mynd- og hljómgæði þessarar tækni, brot úr dagskrá með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar NKH og nýráðnum aðalstjórnanda hennar, Vladimir Askenazy. Þá skoð- aði Davíð myndver og fréttastofur stöðvarinnar og lauk heimsókninni í sjónvarpssal þar sem fréttastjóri tók viðtal við forsætisráðherrann. Dagskrá dagsins lauk með kvöld- verði á kunnum veitingastað sem sér- hæfir sig tempura-réttum. Til hans var boðið af japönskum þingmönnum, félögum í Vináttufélagi japanskra og íslenskra þingmanna. Heimsókn Davíðs og frú Ástríðar Thorarensen til Japan lýkur í dag með ferð til Kamakura. Þessi litli bær sunnar við Tókýó gegndi mikilvægu hlutverki í sögu Japans, en á þrett- ándu öld var Kamakura aðsetur stríðsherranna sem réðu landinu. Síðasti dagur heimsóknar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Japans í dag Þakkaði Koizumi stuðn- inginn í hvalveiðimálinu Koizumi forsætisráð- herra Japans og Davíð Oddsson ræddu á fundi sínum í Tókýó í gær um vaxandi sam- skipti þjóðanna, hval- veiðimál og ástand mála í Írak og Norð- ur-Kóreu. Davíð heim- sótti einnig ríkissjón- varpið og snæddi kvöldverð í boði jap- anskra þingmanna. Einar Falur Ingólfs- son fylgdist með ferð- um Davíðs í Tókýó. Davíð og Ingimundur Sigfússon sendiherra settu upp þrívíddargleraugu í heimsókn sinni til japanska ríkissjón- varpsins, er þeim var sýnd mynd í þrívíddarsjónvarpi. Tæknin verður komin inn á öll japönsk heimili innan tíu ára. Morgunblaðið/Einar Falur Davíð Oddsson forsætisráðherra afhendir frú Oghi, samgönguráðherra Japans, gjöf að lokn- um fundi þeirra í Tókýó í gær. Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen hlýða á ávarp eins þingmannsins í Vinafélagi japanskra og íslenskra þingmanna sem bauð til kvöldverðar í gærkvöldi á einu kunnasta temp- ura-veitingahúsi Tókýó. efi@mbl.is ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR mun greiða skaðabætur til níu einstaklinga sem urðu fyrir fjárhagstjóni vegna mis- taka sjóðsins við afgreiðslu fast- eignaverðbréfa í tengslum við Fast- eignasöluna Holt í Kópavogi. Bótafjárhæð vegna meintra mistaka sjóðsins í tengslum við málið nemur 27,7 milljónum án vaxta og verðbóta. Þá hefur sjóðurinn fallist á að greiða lögfræðikostnað kröfuhafa að fjár- hæð 1,26 milljónir króna. Þetta kem- ur fram í frétt frá sjóðnum. Tíu töldu sig hafa orðið fyrir tjóni Þegar upp komst um fjársvik Holts í október sl. lýsti Íbúðalána- sjóður vilja sínum til þess að bæta það tjón sem viðskiptavinir sjóðsins höfðu orðið fyrir vegna mistaka hans í samskiptum við eiganda fasteigna- sölunnar. Í kjölfar þess bárust sjóðn- um kröfur frá tíu einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir fjárhags- tjóni vegna þessa. Einnig barst sjóðnum krafa frá verðbréfafyrir- tæki vegna fimm tilvika þar sem fyr- irtækið hafði milligöngu um að af- létta skuldum til að skapa veðrými fyrir fasteignaveðbréf. Í frétt Íbúðalánasjóðs segir að óháð úrskurðarnefnd hafi lagt mat á fyrirliggjandi kröfur og komist að þeirri niðurstöðu að í níu tilfellum af þeim tíu sem snéru að kröfu einstak- linga væru málsatvik á þann veg að rétt væri af Íbúðalánasjóði að greiða skaðabætur. Í einu tilfelli mat nefnd- in málsatvik svo að ekki væri unnt að rekja fjárhagslegan skaða til meintra mistaka Íbúðalánasjóðs. Stjórn sjóðsins hefur samþykkt að fara í einu og öllu eftir tillögum úr- skurðarnefndarinnar. Íbúða- lánasjóð- ur greiðir bætur AF þeim 13.000 athugasemdum sem bárust Fasteignamati rík- isins vegna endurmats á fast- eigna- og brunabótamati hafa 8.600 verið afgreiddar. Lang- flestar athugasemdirnar vörð- uðu brunabótamat. Brunabóta- mat 18% eigna hækkaði um meira en 5% við enduraf- greiðslu en brunabótamat 80% eigna breytist um minna en 5%. Brunabótamat 55% eigna breytist lítið sem ekkert, 25% eigna breytist innan við 5% og brunabótamat 2% eigna lækkar um meira en 5%. Skráning eigna býsna rétt „Þetta sýnir að skráning eigna hjá okkur er býsna rétt þó að mat hafi breyst í um 20% tilvikum,“ sagði Haukur Ingi- bergsson forstjóri Fasteigna- mats ríkisins. Haukur sagði að of snemmt væri að segja til um hvort end- urmat yrði nú reglulegt á eign- um. „Hins vegar ber fasteigna- eigendum að biðja um nýtt brunabótamat ef þeir hafa ástæðu til að ætla að það breyt- ist verulega, til dæmis vegna endurbóta eða annarra ástæðna, en við ætlum að klára að afgreiða þetta áður en við leiðum hugann að næsta end- urmati,“ sagði Haukur. Undanskildar þessum tölum eru eignir sem breyttust í stærð og á byggingarstigi. Brunabóta- mat hækk- ar í um fimmtungi tilvika SEINNIPARTINN í gær, eftir fund- inn með Koizumi, forsætisráðherra Japans, var haldið í glæsilega versl- un hins kunna fatahönnuðar Junko Koshino. Hún er góður vinur sendi- herrahjónanna, Ingimundar Sigfús- sonar og Valgerðar Valsdóttur. Eftir að hafa skoðað verslunina og íbúð hönnuðarins, sem er afar sérstök, var óvænt boðið upp á tískusýningu við undirleik kamm- erhljómsveitar sem lék verk eftir Bach og Pachelbel. Fyrirsætur sýndu nýjasta hátískufatnað Kosh- ino. Að því loknu lék hljómsveitin íslenska þjóðsönginn og endaði síð- an á „Hann á afmæli í dag“ og tóku viðstaddir vel undir, til heiðurs for- sætisráðherra sem fagnaði 55 ára afmæli sínu í gær. Davíð sagði að þetta hefði komið sér afskaplega mikið á óvart og yrði ógleymanlegt. Morgunblaðið/Einar Falur Ingimundur Sigfússon sendiherra, Ástríður Thorarensen og Davíð Odds- son fylgjast með óvæntri tískusýningu sem var sett á svið í verslun Junko Koshino, hins kunna japanska fatahönnuðar. Óvænt afmælisboð fyrir Davíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.