Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 10

Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERJANDI Árna Johnsens, fyrr- verandi alþingismanns, telur skjól- stæðing sinn eiga sér miklar máls- bætur fyrir Hæstarétti, þar sem mál ríkissaksóknara gegn honum var flutt í gær. Krafðist verjandinn, Björgvin Þorsteinsson hrl., sýknu í sex ákæruatriðum af 18, sem Árni var sakfelldur af í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. júlí sl. og staðfest- ingar á sýknu af 9 ákæruatriðum. Í héraðsdómi hlaut hann 15 mánaða fangelsisdóm og var dómnum áfrýj- að af ákærða og ennfremur af rík- issaksóknara, sem krefst refsiþyng- ingar yfir ákærða og sakfellingar af þeim ákæruatriðum sem hann var sýknaður af. Fjórir meðákærðir voru sýknaðir í héraðsdómi, krefst ákæruvaldið sakfellingar yfir þeim í Hæstarétti. Þau sex ákæruatriði sem verj- andinn krefst að Hæstiréttur snúi úr sekt í sýknu varða fjárdrátt og umboðssvik samtals að fjárhæð um 1,2 milljónir kr. Árni neitaði sök af fjórum umræddra atriða en játaði að sögn tvö fyrir misskilning í hér- aðsdómi. Verjandinn taldi að ákæruvaldið hefði ekki sannað að Árni hafi haft ásetning til að auðg- ast með brotunum og þá hefði ekk- ert tjón hlotist af þeim. Þá hefðu hagsmunir þeirra er brotin beind- ust að ekki verið yfirgripsmiklir. Taldi verjandinn brot Árna jafn- framt ranglega heimfærð til refsi- ákvæðis 247. gr. alm. hegningar- laga, en ættu í raun að vera heimfærð til 249. gr. laganna. Ekki væri hægt að finna Árna sekan um brot gegn 247. greininni þar sem hann hefði ekki haft vörslu neinna fjármuna með höndum. Taldi verj- andinn þetta mikilvægt atriði þar sem brot gegn 247. gr. varða þyngri refsingum. Verjandinn taldi Árna ennfremur eiga sér málsbætur í því að hann hefði aldrei unnið til refsingar áður og hefði sýnt óaðfinnanlega hegðun eftir að brot hans komust upp. Undantekningin, að skýra fjölmiðl- um rangt frá í upphafi, hefði þó verið eðlileg hegðun í þeim aðstæð- um sem Árni var í á þeim tíma. Hefur leitað árangurslaust að atvinnu í eitt og hálft ár Verjandinn varði drjúgum tíma í að skýra dómurum frá þeim áhrif- um sem málið í heild sinni hefði haft á Árna. Hefði hann orðið fyrir alvarlegum stöðumissi og neyðst til að segja af sér þingmennsku. Hefði hann verið atvinnulaus í hálft annað ár og leitað árangurslaust að vinnu hjá ýmsum fyrirtækjum. Virtist sem enginn þyrði að ráða hann í vinnu af ótta við að það ylli fyr- irtækinu skaða. Verjandinn sagði þá að það ætti að virða Árna það til refsilækkunar að hann hefði þegar tekið út refsingu með fjölmiðlaum- fjöllun um málið. Lýsti hann henni sem aðför að Árna og efaðist um að nokkur hefði þurft að þola annað eins, en búið væri að birta 578 blaðagreinar um málið og að auki 181 frétt í ljósvakamiðlum á árinu 2001. Mál hans hefði verið á hvers manns vörum og haft alvarlegar af- leiðingar fyrir hann. Hefði hann fengið hótanir í síma og hann hvatt- ur til að fyrirfara sér. Minnti verj- andinn í þessu sambandi á örlög norska heilbrigðisráðherrans fyrr- verandi Tore Tønne sem fyrirfór sér síðla desember sl. vegna hneykslismáls. Fjölskylda Árna hefði ennfremur orðið fyrir ónæði vegna máls hans og hefði hann þjáðst af streitu og leitað til sér- fræðinga af þeim sökum. Nú væri hann á lyfjum vegna hjartveiki og hefði ekki náð bata. Til stuðnings kröfu um refsi- lækkun tilgreindi verjandinn einnig aldur Árna, sem er að verða 59 ára. Verjandinn vísaði þá til dóma- safns Hæstaréttar í málum þar sem ákærðu hefðu hlotið vægari refs- ingu en Árni hlaut í héraðsdómi, án þess þó að gera nándar nærri jafn- mikið og hann til að bæta fyrir brot sín. Þá hefði orðið óþarflega mikill dráttur á rannsókn málsins hjá rík- islögreglustjóra, sem hefði að auki ekki rannsakað þau atriði sem yrðu Árna til hagsbóta. Brot ákærða vissulega gróf Bogi Nilsson, ríkissaksóknari taldi brot Árna hins vegar vissu- lega gróf og taldi hann skilorðs- bindingu refsingarinnar ekki koma til álita. Hann krafðist þess m.a. að Hæstiréttur sneri sýknu í sekt af ákæruatriði þar sem Árni var sak- aður um að hafa dregið sér þétti- dúk og lím sem hann tók út hjá Gróðurvörum ehf. Væri framburður Árna um að hann hafi ætlað að nota dúkinn til að þétta þakið á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins ótrú- verðugur. Ríkissaksóknari sagði að það hafi ekki verið fyrr en eftir að fjallað var um málið í fjölmiðlum að Árni hafi haft samband við þjóð- leikhússtjóra og tjáð honum að hann hygðist þétta þakið á Smíða- leikhúsinu. Sagði ríkissaksóknari dúkinn hafa verið fluttan með leynd aftur til Reykjavíkur. Þá krafðist hann ennfremur sak- fellingar af ákæruatriði sem varðar meintan fjárdrátt Árna með því að hann nýtti í eigin þágu andvirði tékka af reikningi Vestnorræna ráðsins að upphæð 782 þúsund kr. Rakti ríkissaksóknari feril málsins og sagði smiðinn hafa gefið út reikning sem hann hafi þó ekki rit- að upphæð á. Síðan hafi þeir Árni farið í Landsbankann og Árni sótt ávísun. Hann hafi skipt ávísuninni og greitt smiðnum 40 þúsund kr. vegna skuldar fyrir ýmsar lagfær- ingar á heimili Árna. Árni hafi hins vegar borið því við í yfirheyrslum að hann hafi tekið féð út sem fyr- irframgreiðslu fyrir smíði 32 kist- ilhnalla. Smiðurinn hafi síðan veikst og ekki geta unnið verkið. Þá hafi fjármununum verið skilað aftur inn á reikning Vestnorræna ráðsins mánuði seinna. Ríkissaksóknari sagði reikninginn hafa verið til- hæfulausan og framganga Árna af- ar grunsamleg. Verjandi hans and- mælti því og sagði andvirði tékkans í samræmi við verð á 32 kistilhnöll- um. Um hafi verið að ræða fyr- irframgreiðslu og fráleitt að halda því fram að Árni hafi verið að draga að sér fé. Búist er við niðurstöðu Hæsta- réttar í málinu innan nokkurra vikna. Segir Árna Johnsen þegar hafa tekið út refsingu vegna málsins Verjandi telur Árna eiga sér miklar málsbætur Morgunblaðið/Sverrir Björgvin Þorsteinsson hrl., verjandi Árna, sagði skjólstæðing sinn þegar hafa tekið út mikla refsingu vegna máls- ins. Árni hefði orðið fyrir alvarlegum stöðumissi, hann þjáðist af streitu og hefði fengið hótanir í síma. VIÐ lok málflutningsins í Hæstarétti í gærmorgun flutti Árni Johnsen eft- irfarandi ávarp: „Virðulegi Hæstiréttur, hæstvirt- ur ríkissaksóknari, ágætu verjendur. Ég ætla aðeins að segja örfá orð. Ég vil byrja á því að biðja íslensku þjóðina afsökunar á þeim gjörðum mínum sem leitt hafa mig hingað. Það geta engin orð því lýst hvað það tekur mig sárt að þurfa að standa í sporum sakbornings frammi fyrir Hæstarétti Íslands út af misgjörðum mínum. Misgjörðum sem ég framdi að algjörlega vanhugsuðu máli og af hreinum óþarfa. Það er einnig nístandi sárt að sitja undir ávirðingum um misgjörðir sem ég á ekki að sitja undir, sannleik- anum samkvæmt. Nóg er nú það sem ég á skilið. Misgjörðir mínar hafa kallað yfir mig og mína nánustu, og fjölda fólks, ótrúlega erfiðleika og ég iðrast þeirra. Iðrun mín er frá dýpstu hjartans rótum auðmýktar og lít- illætis. Í eitt og hálft ár hef ég verið eins og rótlaust þangið, m.a. misst starf mitt sem alþingismaður, en það starf og þau verkefni og mannlegu sam- skipti sem því fylgdu, voru líf mitt og yndi. Ég fór mínar leiðir og náði oft góðum árangri í störfum mínum að ég tel, sérstaklega ef taka þurfti til hendinni og leysa erfið viðfangsefni. Þessa alls sakna ég. Ég vona að mál mitt verði öðrum víti til varnaðar. Virðulegi Hæstiréttur. Það er von mín að mál þetta fái sanngjarna niðurstöðu. Þökk fyrir.“ Ávarp Árna við lok mál- flutnings HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Héraðsdóms Reykja- víkur frá 13. janúar sl. um að hafna kröfu Ástþórs Magnússonar, for- svarsmanns Friðar 2000, að fá að leiða þrjú nafngreind vitni fyrir dóm í máli sem ákæruvaldið höfðaði gegn honum í nóvember sl. Málið var höfð- að vegna tölvupóstsendinga Ástþórs til stjórnvalda, flugfélaga og fjöl- miðla um að hryðjuverkaárás á ís- lenska flugvél gæti verið yfirvofandi. Telur Hæstiréttur að héraðsdóm- ara hafi borið að kveða upp úrskurð í stað þess að taka ákvörðun, sam- kvæmt 61. grein laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Umrædd vitni eru Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneyt- isins, og Ólafur Þ. Stephensen, að- stoðarritstjóri Morgunblaðsins. Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Ástþóri í byrjun desember sl. fyrir ætluð brot gegn 120. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þar segir að það varði sektum eða fangelsi allt að þremur árum ef mað- ur veiti vísvitandi rangar upplýsing- ar eða lætur uppi vísvitandi rangar tilkynningar sem séu fallnar til að vekja ótta um líf, heilbrigði eða vel- ferð manna, um atriði sem varði loft- ferðaöryggi eða öryggi í flughöfn. Þegar málið var tekið fyrir 13. jan- úar í héraðsdómi krafðist Ástþór að fá að leiða vitnin fyrir dóm til að bera um atvik, sem hann taldi tengjast málinu. Því mótmælti ríkissaksókn- ari og féllst héraðsdómari á þau mót- mæli með ákvörðun, sem kærð var til Hæstaréttar. Málið dæmdu hæsta- réttardómararnir Markús Sigur- björnsson, Árni Kolbeinsson og Ingi- björg Benediktsdóttir. Hæstiréttur fellir ákvörð- un héraðsdóms úr gildi AÐ MATI umhverfisráðuneytisins gefa þær tölur sem Lloyd Austin, framkvæmdastjóri Konunglega, breska fuglaverndarfélagsins (RSPB) í Skotlandi, hefur nefnt um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á heiða- gæsir sem fljúga til Skotlands ekki rétta mynd af áhrifunum. Framkvæmdastjóri RSPB hefur haldið því fram að Kárahnjúkavirkj- un muni hafa áhrif á „eina af hverj- um 7 heiðagæsum sem koma til Skotlands“. „Þessi fullyrðing stenst ekki,“ seg- ir í yfirlýsingu frá umhverfisráðu- neytinu. „Heildarstofn heiðagæsar að mati Náttúrufræðistofnunar Ís- lands er um 225.000 gæsir að hausti. Þessi tala er byggð á talningum í Skotlandi. Yfir 90% varpstofns er á Íslandi, en flestar geldgæsir fara um Ísland til Grænlands og eru þar yfir sumarið. Varpstofn heiðagæsar er að mati Náttúrufræðistofnunar 40.000 pör samkvæmt nýjustu gögn- um vísindamanna stofnunarinnar. Um 2.200 heiðagæsapör verpa á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar, þ.e. á Snæfellsöræfum, að mati Nátt- úrufræðistofnunar. Af þessu leiðir að Kárahnjúka- virkjun muni hugsanlega hafa áhrif á eina gæs af hverjum 100 sé litið til heildarstofns, en á eina gæs af hverj- um 18 sé horft til varpstofnsins sér- staklega. Líklegt má telja að framkvæmda- stjóri Konunglega breska fugla- verndarfélagsins bæði vanmeti stærð varpstofns heiðagæsa og eins geri mun meira úr áhrifasvæði virkj- unarinnar en það er í raun, þ.e. horfi til alls vatnasviðs Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal.“ Athugasemd frá um- hverfisráðuneytinu Ekki rétt- ar tölur hjá Lloyd Austin BJÖRK Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi R-listans, spurði á borgar- stjórnarfundi í fyrradag við umræð- ur um ábyrgð vegna Kárahnjúkavirkjunar hvort vilji stjórnvalda væri að hagkerfi Íslands yrði enn frekar háð álverði sem fer aðeins upp þegar Vesturlöndin fara í stríð. „Að þjónusta undir rassinn á amerískum auðhring sem ætlar að framleiða ál – ekki bara í potta og pönnur – heldur líka til vopnafram- leiðslu,“ sagði Björk á fundinum um væntanlega álframleiðslu Alcoa í Fjarðaáli. Björk var einn flutningsmanna til- lögu um að hafna beiðni Landsvirkj- unar um að ábyrgjast lán vegna virkjunarinnar. Tillögunni, sem Árni Þór Sigurðsson og Ólafur F. Magn- ússon fluttu auk hennar, var hafnað með níu atkvæðum gegn fimm. Einn sat hjá. Björk greiddi atkvæði gegn ábyrgðunum, en þau leiðu mistök urðu að nafn hennar féll út í frétt þar sem greint var frá afstöðu borgar- fulltrúa. „Við eigum ekki að virkja fallvötnin, standa í gamaldags vatna- flutningum. Við eigum að virkja um land allt, búa til margar minni vatns- og jarðvarmavirkjanir. Við eigum að virkja mannfólkið.“ Segir ál Alcoa verða notað í vopn ♦ ♦ ♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt tvo menn, 19 og 20 ára, í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Hafnar- firði í nóvember sl. Sá eldri var enn- fremur sviptur ökurétti fyrir ölvun- arakstur í þorpi norður í landi um síðustu verslunarmannahelgi. Mennirnir slógu og spörkuðu ítrekað í höfuð hálfþrítugs manns í íbúðarhúsi í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að hann hlaut mar og yf- irborðsáverka í andliti og á hálsi, mar og yfirborðsáverka umhverfis augu, sár umhverfis augu og mar á olnboga og framhandlegg. Gunnar Aðalsteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.