Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ilya Erenburg fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pét- ur Jónsson kom frá Reykjavík í gær. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Skoð- unarferð á Suðurnes fimmtudaginn 23. jan. Skráning og upplýsingar í Hraunseli, sími 555 0142. Félag eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtu- daga. Bókband í dag kl. 10–12. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í hádegi. Göngu- hrólfar og Hananú hóp- urinn í Kópavogi hittast 1. febrúar kl. 10 í Ásgarði Glæsibæ, fjölmennið. Gerðuberg, félagsstarf. Myndlistarsýning Árna Sighvatssonar opin um helgina kl. 13–16, lista- maðurinn á staðnum. Á fimmtudögum: gler- málun, perlusaumur, mánudagar og föstudag- ar: sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Bandalag kvenna í Hafnarfirði. Áætluð er menningarferð 15. mars að Hótel Glymi í Hval- firði. Félagskonur til- kynni sig til formanna viðkomandi aðild- arfélaga. Upplýsingar í síma: 555 1838 eða síma 565 0712. Breiðfirðingafélagið, félagsvist í Breiðfirð- ingabúð á morgun, sunnudag, kl. 14. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Minningarkort Minningarkort Félags eldri borgara Selfossi eru afgreidd á skrifstof- unni, Grænumörk 5, mið- vikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- uninni Íris í Miðgarði. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553-9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíró- seðils. Minningarkort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni, s. 555-0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyf og Heilsu versl- unarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kost- ar kr. 500.- Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552- 4994 eða síma 553-6697, minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Há- teigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520-1300 og í blómabúð- inni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520 1300 og í blóma- búðinni Holtablómið, Langholtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Neskirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104 og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíró- þjónusta). Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC- hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Laugavegi 7 eða í síma 561-0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíró- seðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víð- ar. Þau eru einnig af- greidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörn- um eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkr- unarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambandsins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minning- arkort Grafarvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknarsjóður Dómkirkj- unnar, minningarspjöld seld hjá kirkjuverði. Í dag er laugardagur 18. janúar, 18. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þá kenndi faðir minn mér og sagði við mig: „Hjarta þitt haldi fast orðum mínum, varðveit þú boðorð mín, og muntu lifa!“ (Orðskv. 4, 4.) Í VELVAKANDA nýlega var foreldri að kvarta yfir þjónustu hjá skóla sem bauð upp á söngnámskeið. Ég er með strák (táning) sem er í námi í Söng- og leiklistar- skólanum Sönglist. Byrjaði hann þar á haustnámskeiði með hálfum huga en þetta gekk svo vel að hann sótti um aftur á næstu önn. Hann er búinn að syngja inn á sinn fyrsta geisladisk og var verðlagningin þannig að krakkarnir gátu borgað þetta sjálf. Kennarar í Sönglist eru Ragnheiður Hall, sem kennir tónmennt, og Erla Ruth Harðardóttir, sem kennir leiklist. Allt er þarna vel skipulagt og til fyrirmyndar. Haustönnin hjá þeim endaði á sýningu fyrir aðstandendur í Mögu- leikhúsinu og það vakti at- hygli mína að allir nemend- ur tóku þar þátt og var enginn dauður punktur í sýningunni. Vil ég þakka fyrir topp- þjónustu hjá Sönglist. Hilmar Ingólfsson. Þakkir til Ingibjargar Sólrúnar VIÐ vinkonurnar fundum til með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún neyddist til að segja af sér sem borgarstjóri á dögun- um. Í framhaldi af því höf- um við rætt um það að í komandi alþingiskosning- um væri atkvæðum okkar vel varið með því að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu og þar með Samfylkinguna. Ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar um að samþykkja að borgin gangist í ábyrgðir fyrir lán vegna virkj- anaáforma við Kárahnjúka, vegna þess að hún vill ekki „bregða fæti fyrir þetta verkefni“, hefur hins vegar valdið því að við höfum snarlega skipt um skoðun. Allar hugmyndir um að kjósa Samfylkinguna með Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætisráðherraefni eru þar með úr sögunni. Þakka þér fyrir, Ingi- björg Sólrún! Hildur Arna Gunnarsdóttir og Björk Þorleifsdóttir. Ekki sáttur ÉG er ekki sáttur við um- mælin sem birtust í Velvak- anda 15. janúar sl. í pistl- inum „Ólafur átti titilinn skilið“ þar sem vitnað er í árangur Kristínar Rósar og Ólafs. Þar segir að fatlaðir eigi auðveldara með að verða afreksmenn í íþrótt- um en ófatlaðir. Það er ekki rétt, því fatlaðir þurfa að leggja sig meira fram og æfa sig meira en ófatlaðir. Afreksmaður þarf að ná lág- mörkum og er gríðarlega erfitt að ná þeim. Mæli ég með að „einn sáttur“ kynni sér íþróttir fatlaðra betur. Haukur Gunnarsson, fyrrum afreksmaður í íþróttum fatlaðra. Dýrahald Tík í óskilum TÍK, svört, hvít og brún, er í óskilum á Hundahótelinu Leirum. Eigandi vitji henn- ar sem fyrst. Uppl síma 566 8366 og 698 4967. Rambo er enn týndur RAMBO týndist frá Katt- holti á jóladag. Hans er sárt saknað. Ef einhver veit hvar hann er niðurkominn þá vin- samlega hafið samband við Kattholt í síma 567-2909 eða við eigendur í síma 581- 2181. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Toppþjónusta hjá Sönglist Morgunblaðið/Kristinn Víkverji skrifar... VÍKVERJI átti ákaflega ánægju-leg viðskipti við verslunina Thyme Maternity á dögunum. Hafði hann keypt þar flík sem í ljós kom að var of stór þegar hann fór að ganga í henni þar sem hún teygðist meira en hann hafði gert ráð fyrir. Þó að Vík- verji vissi vel að líklega væri engum um að kenna nema honum sjálfum að hafa ekki keypt minni stærð ákvað hann að fara í verslunina og láta vita af þessum vandræðum sínum. Skipti engum togum að eigandi búðarinnar bauðst umsvifalaust til að skipta flík- inni í aðra minni fyrir hann, þrátt fyrir að búið væri að nota hana lít- illega. Víkverji er ekki vanur slíkri af- bragðsþjónustu í íslenskum verslun- um því oftar en ekki verður hann var við að verslunarfólk er afar tregt til að taka við vörum sem eru gallaðar eða fara illa í þvotti þrátt fyrir að leiðbeiningum sé fylgt, hvað þá þeg- ar um er að ræða hrein og klár mis- tök viðskiptavinarins. Einn vinur Víkverja, sem þekkir til viðskiptahátta í mismunandi lönd- um, hefur stundum sagt að íslenskir verslunareigendur hafi ekki áttað sig á þeim möguleikum, sem felast í því að viðskiptavinur komi og kvarti undan vörunni sem honum er seld. Þá gefist nefnilega ómetanlegt tæki- færi til að gera hann svo ánægðan að hann beri versluninni afar góða sögu meðal vina og vandamanna. Það sé aftur ein besta og ódýrasta auglýs- ing sem hægt sé að hugsa sér. x x x SONUR Víkverja tók sín fyrstuspörk á knattspyrnuvellinum í vikunni. Fimm ára snáðinn virtist reyndar frekar kvíðinn fyrir því að byrja í fótboltanum en var þó svolítið spenntur fyrir því að reyna sig, ekki síst fyrir þær sakir að þar sá hann gullið tækifæri til að skrýðast nýja Mækelen Ólen-bolnum sínum, eins og hann kallast í daglegu tali heim- ilisfólks. Þegar á hólminn kom reyndust flestir strákarnir í flokknum heldur stærri en sá stutti en engu að síður dreif hann sig í leikinn og það vant- aði ekki í hann kappið við að komast í tæri við boltann. Að vísu var kunn- átta hans í leikreglunum ekki sér- lega beysin en hann lét það ekkert hindra sig í að taka þátt í leiknum og skaut t.a.m. einfaldlega á það mark sem var næst honum hverju sinni. Einhverra hluta vegna fór það lítið fyrir brjóstið á félögum hans í liðinu, enda svosem ekkert alltof nákvæmir við þetta sjálfir. Þegar fjölskyldan gekk heim á leið, stolt eftir fyrsta fótboltatímann, spurði ungi maðurinn ákveðinn hve- nær hann fengi svo bikar. Og þegar heim var komið og íþróttafréttirnar voru búnar að taka völdin í betri stof- unni innti pjakkurinn eftir því hvort verið væri að horfa á hann í sjón- varpinu. Hann var þó merkilega sáttur við að bikar og frægðartími á öldum ljósvakans væri líklega ekki á dag- skránni fyrr en í fjarlægri framtíð og þegar hann lagðist á koddann um kvöldið lýsti hann því yfir að það hefði verið rosalega gaman í fótbolt- anum og hann hefði sko ekkert þurft að kvíða fyrir. „Já, var þetta nokkurt mál?“ tók Víkverji undir. „Nei, og ég er rosalega feginn að ég fékk ekkert rautt spjald!“ botnaði unga fótboltahetjan. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 fantaleg, 8 hæð, 9 dugn- aður, 10 riss, 11 regnýra, 13 hinn, 15 heilnæms, 18 karldýrs, 21 stök, 22 þak- hæð, 23 algerlega, 24 sorglegt. LÓÐRÉTT: 2 vægðarlaus, 3 vald- bjóði, 4 furða, 5 slægju- löndin, 6 kássa, 7 orgar, 12 launung, 14 lík, 15 skott, 16 hefja, 17 þolnu, 18 barefli, 19 útgerð, 20 fokka. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 höfug, 4 hismi, 7 leiði, 8 fengs, 9 lás, 11 Tass, 13 þang, 14 kráka, 15 strý, 17 krás, 20 ótó, 22 pukur, 23 totta, 24 rímur, 25 útrás. Lóðrétt: 1 helst, 2 fliss, 3 geil, 4 hofs, 5 sanna, 6 ilsig, 10 ásátt, 12 ský, 13 þak, 15 sýpur, 16 ríkum, 18 ritar, 19 stans, 20 órór, 21 ótrú. K r o s s g á t a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.