Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is Útsölumarkaður í Garðskálanum Sigtúni. Blómavörur á tombóluverði. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 99 09 01 /2 00 3 50% Grænar plöntur afsláttur 30% Silkiblóm afsláttur 20% Blómstrandi plöntur afsláttur útsalaPottaplöntu BÆNDAKONUR færðu ráðherrum og formanni Bændasamtakanna góðar gjafir í gær sem allar voru afurðir íslensks landbúnaðar. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra fékk kvíguna Framtíð að gjöf, en þar sem hann á ekkert fjós- ið að eigin sögn gaf hann Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri kvíg- una og sagðist vonast til að þar færi mjólkurkýr góð. Ekki er ástæða til að ætla annað því Framtíð litla er vel ættuð. Ráðherrarnir fengu gjafirnar í tilefni af undirritun samstarfs- samnings um verkefnið Gullið heima en að því stendur grasrót- arhreyfingin Lifandi landbúnaður sem skipuð er bændakonum víðs vegar að af landinu. Samninginn undirrituðu Páll Pétursson, ráð- herra jafnréttis- og félagsmála, Valgerður Sverrisdóttir byggða- málaráðherra, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Ari Teits- son, formaður Bændasamtakanna, og Anna Margrét Stefánsdóttir verkefnisstjóri. Markmið verkefn- isins Gullið heima er að stuðla að öflugri, litríkari og meira lifandi landbúnaði í persónulegri tengslum við neytendur ásamt sterkari bændastétt og traustari byggð í landinu. Vilja persónulegri tengsl Anna verkefnisstjóri sagði að með verkefninu vildu konurnar kynna sér betur hvað neytendur vilja og kynnast þeim persónulega, t.d. fara sjálfar í skóla og stórmark- aði og kynna vörur sínar. „Þær vilja hrinda af stað öðruvísi umræðu um landbúnað og líf á landsbyggðinni, átaki sem ekki gengur út á að selja ákveðinn varning heldur skapa breiða þekkingu, skilning og tengsl milli framleiðenda og neytenda,“ sagði Anna. „Þær vilja gera konur í landbúnaði sýnilegri, virkja það afl og þekkingu sem í þeim býr, ýta undir að þær blómstri í sínu starfi og efla þeirra félagslega hlutverk innan stéttarinnar.“ Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra sagðist sannfærður um að grasrótarhreyfingin muni hafa mikil áhrif. „Konur eru kraft- mestu menn sveitanna, þær hafa haldið uppi menningu Íslands í þús- und ár. Þær hafa verið foringjar heimilanna og orðið að stjórna okk- ur körlunum. En okkur sem þekkj- um afl kvenna þykir kannski miður hversu hlédrægar þær eru, að þær skuli ekki í meiri og ríkari mæli starfa innan félagshreyfingar bænda og taka að sér störf í tengslum við markaðsmál landbún- aðarins. Þær kunna það allt og geta. Það er mikið forystuafl sem býr í íslenskum sveitakonum.“ Gjafirnar afhentu fulltrúar Lif- andi landbúnaðar í því skyni að benda á fjölbreytileika landbún- aðarafurðanna og ekki síður til að minna á þá ótal möguleika sem fyr- ir hendi eru. Sögðu konurnar að það væri ósk þeirra að þær gætu nálgast neytendur á persónulegri hátt með því að geta selt afurðir síns bús, á sínu búi, eins og tíðkast víða erlendis. Meðal gjafa var gæra, ostar, egg og beikon og svo forláta lopahúfur sem sómdu sér einkar vel á höfðum ráðherranna. Grasrótarhreyfing bændakvenna færði landbúnaðarráðherra kálf að gjöf Morgunblaðið/Sverrir Ráðherrarnir og formaður Bændasamtakanna fengu að gjöf prjónaðar lopahúfur. Vilja litríkari landbúnað Ráðherrarnir fengu allir góðar gjafir. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra stendur við hlið kvígu sem hann fékk að gjöf frá bændakonum. ATVINNULEYSI í desember- mánuði mældist 3%, en þetta er mesta atvinnuleysi í einum mánuði síðan í maí 1998. Fjórðungur at- vinnulausra er fólk á aldrinum 16– 24 ára og fimmtungur hefur verið atvinnulaus í meira en 6 mánuði. Atvinnuleysið er mest á Suður- nesjum, höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, en síðasta mánuð jókst atvinnuleysi hlutfallslega mest á landsbyggðinni. Sé tekið mið af skráðum at- vinnulausum dögum í desember voru 4.483 að meðaltali á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum, en í þeirri tölu er tekið tillit til þeirra sem vantar vinnu en eru í hlutastarfi. Hins vegar var 5.071 atvinnulaus í lok mánaðarins, en sú tala end- urspeglar alla þá sem vantar vinnu, óháð hvort þeir eru í hluta- starfi eður ei. Í gær, 17. janúar, voru 5.644 atvinnulausir þannig að 573 hafa bæst við á atvinnuleys- isskrá á aðeins 17 dögum. Spáð 3,5–3,9% atvinnuleysi í janúar Að jafnaði versnar atvinnuleysi í janúar og telur Vinnumálastofnun að atvinnuleysi í þessum mánuði verði 3,5–3,9%. Atvinnuleysi í desember jókst í öllum landshlutum miðað við árið á undan nema Norðurlandi vestra. Atvinnuleysi kvenna jókst um um 6% en karla um 13,7%. Mest er at- vinnuleysið á Suðurnesjum eða 4,2% og höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, 3,1%. Um síðustu mánaðamót voru 133 laus störf skráð hjá Vinnumála- stofnun, en í september sl. voru 270 laus störf að jafnaði skráð hjá stofnuninni. Um áramót voru 1.308 skráðir atvinnulausir á aldrinum 16–24 ára, en það er 25,2% þeirra sem voru á skrá. Fyrir einu ári voru 719 atvinnulausir í þessum aldurs- hópi. 9,4% atvinnulausra voru eldri en 60 ára, en þetta hlutfall var 16% fyrir einu ári. 20,1% þeirra sem voru á at- vinnuleysisskrá um áramót höfðu verið án vinnu í sex mánuði eða lengur. Þetta hlutfall var 13,1% fyrir einu ári. Meira er um lang- tímaatvinnuleysi meðal kvenna en karla. Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar var 3.631 atvinnulaus að meðaltali á síðasta ári eða 2,5%. Árið 2001 var meðalatvinnuleysi á landinu 1,4%. Frá upphafi til loka árs fjölgaði atvinnulausum á höf- uðborgarsvæðinu um 1.303, en um 231 á landsbyggðinni. Af ein- stökum sveitarfélögum var mest fjölgun í Reykjavík og stóru sveit- arfélögunum á höfuðborgarsvæð- inu. Atvinnuleysi á Akureyri breyttist nánast ekki neitt. Af ein- stökum sveitarfélögum versnaði atvinnuástandið mest í Vest- mannaeyjum (atvinnulausum fjölg- aði um 49), Árborg (39), Borg- arbyggð (34), Akranesi (28), Fjarðarbyggð (22), Þorlákshöfn (20) og Ísafirði (19). Atvinnu- ástandið batnaði hins vegar um- talsvert á Siglufirði og Ólafsfirði á síðasta ári. Mesta atvinnuleysi í nærri fimm ár Atvinnulausum hefur fjölgað um 573 á 17 dögum                                                           SAMNINGARÁÐSTEFNA Kennarasambands Íslands (KÍ) vegna undirbúnings fyrir næstu kjarasamninga var hald- in í gær. Núverandi kjarasamn- ingar sambandsins renna út eftir rúmt ár en vegna mikilla breytinga á síðustu samningum ákvað KÍ að fara snemma að huga að þeim næstu. KÍ vill með þessu móti varna því að samningar renni út áður en næstu verða tilbúnir. „Ekki er um að ræða að áherslur í kröfugerð séu að birtast núna, heldur vorum við fyrst og fremst að skoða launaþróun,“ sagði Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður KÍ. Aðildarfélögin fjögur í hópi grunnskóla, framhaldsskóla, tónlistarskóla og leikskóla kynntu sína samninga hvert fyrir öðru. „Það voru ákveðin tímamót í samningagerð síðast. Grunnlaun bötnuðu verulega en það þarf að gera mun betur til að dagvinnulaun teljist við- unandi. Menn voru almennt á þeirri skoðun að varðandi sam- eiginleg mál og réttindamál væri rétt að leita fljótlega eftir samstarfi við samtök opinberra samtaka til að fara yfir hvaða sameiginlega réttinda- og hags- munamál við munum leggja áherslu á sjálf,“ sagði Elna. Á ráðstefnunni kynntu einn- ig þrjú önnur stéttarfélög samninga sína og sagði Elna gott að fá sjónarmið annarra stéttarfélaga við undirbúning nýrra samninga. Kennarar undirbúa næstu samninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.