Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 21
Svona munu höfuðstöðvar Kaffitárs líta út, skv. teikningu ASK-arkitekta. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við nýjar höfuðstöðvar Kaffitárs ehf. við Stapabraut 7 í Njarðvík. Árni Sigfússon bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna síðdegis í gær. Í nýjum höfuðstöðvum Kaffitárs verður sett upp sérhæfð kaffi- miðstöð og með því hyggst fyr- irtækið auka enn á sérstöðu sína á íslenskum kaffimarkaði. Tekið verður á móti gestum, jafnt veit- ingamönnum, verðandi fram- reiðslumönnum og almenningi, sem vill fræðast um gott kaffi. Fram kemur í fréttatilkynnningu að ætlunin sé að bjóða ferðamönn- um að kynnast starfseminni og tengja heimsókn í Kaffitár við aðra þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Húsið verður um 1.250 fermetr- ar að stærð, að mestu á einni hæð. Lóðin nær að Reykjanesbrautinni, skammt austan glugga- og hurða- smiðju Byko. ASK-arkitektar hönnuðu húsið og Keflavíkurverktakar annast smíði þess. Byrjað að byggja sér- hæfða kaffimiðstöð Njarðvík SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 21 HMY Airways, kanadíska flugfélag- ið sem nýlega hóf millilendingar á Keflavíkurflugvelli í flugi milli Kan- ada og Englands, hefur fengið leyfi til að flytja farþega milli Íslands og Kanada. Næsta ferð vestur um haf er næstkomandi miðvikudag. Far- gjaldið er 25 þúsund, báðar leiðir með fullri þjónustu, en hækkar upp í 30 þúsund í mars. HMY Airways er kanadískt leigu- flugfélag sem hefur höfuðstöðvar í Vancouver. Það hóf flug frá Van- couver og Calgary til Manchester í Englandi um miðjan desember og millilendir á Keflavíkurflugvelli. Þá kom fram hjá aðstoðarforstjóra flug- félagsins og Steinþóri Jónssyni hót- elstjóra, umboðsmanni félagsins hér á landi, að mikill áhugi væri fyrir því að fá leyfi til að flytja farþega milli Íslands og Kanada. Slíkt leyfi þurfi að fá hjá samgönguyfirvöldum á Ís- landi vegna þess að ekki er í gildi loftferðasamningur á milli landanna. Það leyfi er nú fengið, bæði hjá Flug- málastjórn Íslands og samgöngu- ráðuneytinu. „Það kom mér á óvart hvað leyfið fékkst fljótt. Tekið var á málinu af fagmennsku með það fyrir augum að koma því í kring. Það er greinilegt að breytingar hafa orðið í afstöðu yf- irvalda til þess að fá hingað aukin viðskipti og mun hjálpa okkur við frekari landvinninga á þessu sviði,“ sagði Steinþór í samtali við Morg- unblaðið. Flugfélagið hefur ekki leyfi til að flytja farþega milli Íslands og Eng- lands. Steinþór hefur áhuga á að geta boðið upp á flug þar á milli en segir að það sé flóknara og erfiðara mál sem þurfi lengri tíma til að und- irbúa. Flogið einu sinni í viku í vetur HMY Airways flýgur einu sinni í viku milli Kanada og Englands og fyrirhugað er að fjölga ferðum í sum- ar í allt að fimm í viku og fljúga til fleiri áfangastaða. Sumaráætlun tek- ur gildi 1. maí og verður hún auglýst fljótlega. Vélarnar fara héðan á mið- vikudögum, kl. 15.45, til Kanada og til baka á mánudögum, klukkan 21.05, miðað við Calgary. Næsta ferð vestur um haf er því næstkomandi miðvikudag. Sam- kvæmt upplýsingum Steinþórs mun fargjaldið, báðar leiðir, kostar um 25 þúsund krónur út febrúarmánuð og um 30 þúsund í mars og apríl. Verðin eru háð gengi kanadíska dollarans. Öll sæti eru á sama verði og án tak- markana. Þá bendir hann á að flug- vallarskattur sé innifalinn í þessu verði og boðið sé upp á heitar mál- tíðar og aðra hefðbundna þjónustu um borð. Ljóst er að verðið mun hækka 1. maí og áætlar Steinþór að fargjaldið verði á bilinu 38–45 þús- und á háannatímanum. Vegna þess hversu brátt þetta mál ber að hefur ekki verið komið upp sölukerfi hér á landi. Steinþór bendir þeim sem hafa áhuga á þessu flugi að skoða upplýsingar á heimasíðu Hót- els Keflavíkur, www.kef.is, og hafa síðan samband við Hótel Keflavík en starfsfólk þess muni eftir megni að- stoða fólk við að kaupa sér farmiða hjá flugfélaginu. Hann segir að fyrst í stað muni pantanir og sala farmiða fara í gegnum ferðaskrifstofu sem starfar í tengslum við HMY Airways í Kanada en hann vonast til að geta útvegað söluaðila fljótlega til að ann- ast farmiðasölu hér á landi. Steinþór fer til Kanada í næstu viku til að ganga frá þessum málum. Hann hefur einnig áhuga á að kynna þessa flugleið vel í báðum löndum enda telur hann að í því felist miklir möguleikar, ekki síst fyrir ferða- þjónustu á Íslandi. Þá vekur hann at- hygli á því að HMY Airways bjóði upp á framhaldsflug til nokkurra borga í Bandaríkjunum og Mexíkó og með öðrum flugfélögum til ann- arra staða í Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu. Leyfi samgönguyfirvalda felur í sér að kanadíska flugfélagið má einnig flytja vörur milli Íslands og Kanada. Steinþór segir að félagið hafi ekki ákveðið hvort það nýtir sér þann möguleika. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þota HMY Airways í fyrstu ferð sinni hingað til lands. HMY Airways fær leyfi til að flytja farþega og vörur milli Íslands og Kanada Fargjaldið kostar 25 til 30 þúsund krónur til vors Keflavíkurflugvöllur BÆJARSTJÓRI Reykjanesbæjar hefur boðað verktaka á fund næst- komandi mánudag þar sem kynntar verða helstu framkvæmdir ársins. Fundurinn verður á veitingastaðn- um Ránni í Hafnargötu 18 og hefst klukkan 17. Að sögn Viðars Más Aðalsteins- sonar, forstöðumanns umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, verða miklar framkvæmdir á vegum bæj- arins á þessu ári, sérstaklega vegna efnisflutninga af lóð fyrirhugaðrar stálröraverksmiðju í Helguvík og notkun efnisins í sjóvarnir og hafn- argerð. Telur hann að í heildina verði boðnar út framkvæmdir sem nálgast geti einn milljarð króna. Segir Viðar að á fundinum muni Árni Sigfússon bæjarstjóri fara yfir málin og sitja fyrir svörum ásamt forstöðumanni umhverfis- og tækni- sviðs og hafnarstjóra. Þá verði farið yfir stöðuna í skipulagsmálum Reykjanesbæjar. Fundað með verktökum Reykjanesbær ÁÆTLAÐ er að viðgerð á hinu sögu- fræga Gesthúsi í sjómannagarðinum í Grindavík geti kostað um 3,8 millj- ónir kr. að mati byggingafulltrúans. Gesthús er ekki í notkun. Skemmdir urðu á því þegar hita- vatnsleiðsla sprakk. Bæjaryfirvöld hafa ekki tekið ákvörðun um við- gerðir, hvernig að þeim yrði staðið, eða notkun hússins í framtíðinni. Viðgerð kostar 3,8 milljónir Grindavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.