Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 LISTASÖFN þurfa að skapa sér starfsvett- vang í samkeppni við aðra afþreyingu í dag, að sögn Lars Nittve, safnstjóra Moderna- safnsins í Stokkhólmi. Í samtali við Morg- unblaðið segir hann jafnframt mikilvægt að marka starfsemi safna farveg án þess að sjálf umgjörð safnsins sé látin ráða ferðinni. „Safn er ekki bara hús,“ segir Nittve, „inni- haldið er það sem skiptir máli. Starfsemin sem heild er mikilvæg en hún snýst í raun- inni fyrst og fremst um framleiðslu á merk- ingu“. Breytt safnaumhverfi samtímans hefur verið töluvert til umræðu hér á landi á und- anförnum misserum, en langt er síðan breytt safnastefna fór að hafa áhrif erlend- is. Lars Nittve var forstöðumaður Tate Modern í London þegar það var opnað árið 2000, og vakti mikla athygli í myndlistar- heiminum fyrir þá stefnu sem hann markaði í sýningarstjórn hússins, enda skilaði hún safninu um helmingi fleiri gestum en bjart- sýnustu spár höfðu gert ráð fyrir. Sænski safnstjórinn Lars Nittve „Safn er ekki bara hús“  Safn er/Lesbók 16 HRIKALEGIR ölduskaflar brotnuðu á Bakka- fjöru við Kvíá í Öræfum í vikunni. Norðanáttin feykti ölduföldunum og brimgnýrinn buldi óaf- látanlega. Rétt ofan við í sandinum snýr stefnið af botnvörpungnum Clyne Castle að jökli. Skip- ið strandaði á Bakkafjöru í apríl 1919. Mörg skip hefur borið upp á fjörur Suður- lands. Flest eru þau nú horfin í sandinn og sér þeirra engan stað. Ströndin hefur færst fram og flakið af Clyne Castle komið langt frá fjöru- borðinu. Bræðurnir á Kvískerjum hafa bent á að úreltum skipum mætti hugsanlega farga með því að hleypa þeim í brimgarðinn á þessum slóðum. Á nokkrum árum kynnu þau að hverfa í sandinn. Þegar Clyne Castle strandaði var veður ágætt og skipið laskaðist ekki mjög. Jóhann Hansson, járnsmiður á Seyðisfirði, keypti skipið og hugð- ist bjarga því. Nokkur næstu sumur var unnið að því að ná skipinu af strandstað. Ekkert var þó gert sumarið 1922 en svo horfði vel sumarið 1923. Dráttarskip var komið á staðinn. Allt var klárt, bara eftir að kippa síðasta spölinn og þá myndi Clyne Castle aftur kljúfa öldur Atlants- hafsins. Skipverjar voru búnir að kveðja björg- unarmenn og veifa Öræfingum í síðasta sinn, um stund að minnsta kosti að því er þeir héldu. Búið var að koma út akkeri og setja spilvír í það til að hjálpa við dráttinn. Vélar skipsins voru gangsettar og skrúfan fór að snúast. Dráttarskipið fór að toga, en á örlagastundu slitnaði spilvírinn, flæktist í skrúfu togarans og allt var unnið fyrir gýg. Clyne Castle bar aftur upp í fjöru og hefur ver- ið þar síðan. Morgunblaðið/RAX Brimskaflarnir buldu á skipsflakinu BÚNAÐARBANKI Íslands hf. þarf að greiða 4,5 milljónir króna í févíti fyrir að hafa brotið flögg- unarreglur í tengslum við gerð samnings um meðferð hlutabréfa í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. hinn 19. júní 2002. Kauphöll Íslands tók ákvörðun um þetta í gær. Búnaðarbankinn mótmælir því að umræddur samningur hafi verið flöggunarskyldur og gagn- rýnir einnig að Kauphöllin hafi ákveðið að beita bankann févíti án þess að gefa honum kost á að neyta andmælaréttar með eðli- legum hætti. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að Kauphöllin sé ósammála þeim skilningi Búnaðarbankans að samningurinn hafi ekki verið flöggunarskyldur. Þá segir hann að andmælaréttur bankans hafi verið með eðlilegum hætti. Flöggunarskylda Fram kemur í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í gær að með samningnum um Straum hafi Búnaðarbankinn meðal annars gert samkomulag við aðra hlut- hafa í Fjárfestingarfélaginu Straumi um að taka upp var- anlega, sameiginlega stefnu um stjórnun félagsins. Segir í til- kynningunni að slíkt samkomu- lag stofni ásamt öðrum atriðum til flöggunarskyldu samkvæmt lögum. Einnig kemur fram að ákvörðun um beitingu févítis sé tekin á grundvelli samnings Bún- aðarbankans um aðild að Kaup- höllinni og ákvæðis í aðildar- reglum NOREX. Fjallað var um samninginn um Straum í greinaflokki Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Í kjölfar þess óskaði Kauphöllin eftir upp- lýsingum frá Búnaðarbankanum um málið. Plastprent einnig beitt févíti Kauphöll Íslands tilkynnti einnig í gær að ákveðið hefði verið að beita Plastprent hf. fé- víti, að fjárhæð rúmar 1,2 millj- ónir króna, fyrir brot á ákvæði reglna Kauphallarinnar um skráningu. Í tilkynningunni kem- ur fram að Plastprent hafi ekki birt skráningarlýsingu vegna hlutafjárhækkunar þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents, segir að sektin komi þeim mjög á óvart, viðbrögð Kauphallarinnar séu bæði klaufaleg og allt of harkaleg. Kauphöllin beitir Búnaðarbanka févíti  Bankinn þarf/12 KANADÍSKA leiguflugfélagið HMY Airways hefur fengið leyfi samgöngu- yfirvalda hér á landi til að flytja far- þega milli Íslands og Kanada. Þegar þetta spurðist út í gær fékk umboðs- maður flugfélagsins margar fyrir- spurnir og pantanir á flugsætum. HMY Airways hóf í desember að fljúga vikulega milli Vancouver og Calgary í Kanada og Manchester í Englandi með viðkomu á Keflavíkur- flugvelli. Nú hefur leyfi fengist til að flytja farþega milli Íslands og Kanada og verður fyrsta ferðin vestur um haf farin næstkomandi miðvikudag. Flugfarið, báðar leiðir, kostar í upp- hafi um 25 þúsund krónur með flug- vallarskatti og fer í um 30 þúsund í mars og apríl. Sumaráætlun tekur gildi 1. maí og þá er gert ráð fyrir að fljúga allt að fimm sinnum í viku og til fleiri viðkomustaða. Steinþór Jónsson, hótelstjóri og um- boðsmaður HMY Airways, segir að starfsfólk Hótels Keflavíkur hafi feng- ið fjölda fyrirspurna og beinna pant- ana um flugfar til Kanada en starfs- fólkið svarar fyrirspurnum og aðstoðar fólk við að panta sér sæti fyrst um sinn. Beint flug milli Íslands og Kanada  Flugfarið kostar/21 TVEIR heimsþekktir slagverks- leikarar, Evelyn Glennie frá Skot- landi og Daninn Gert Mortensen, frumflytja Crossings, nýj- an slagverks- konsert fyrir tvo slagverks- leikara og sin- fóníuhljómsveit eftir Áskel Más- son, í Vejle í Danmörku næsta laug- ardag. „Jú, þetta er meiriháttar,“ segir Áskell í samtali við Lesbók í dag. „Ég hef unnið mikið fyrir þau bæði í mörg ár hvort í sínu lagi, og samið mörg af mínum mest fluttu verkum fyrir þau. En það er sérlega gaman að það skuli ganga upp að fá þau bæði í flutning á einu verki eftir mig.“ Búist er við gestum á þriðja þús- und. Aðstandendur tónleikanna pöntuðu verkið hjá Áskeli og var strax gert ráð fyrir því að Glennie og Mortensen lékju. Í niðurlagi verksins tvinnar Áskell saman danskt, skoskt og íslenskt þjóðlag í tilefni af samvinnunni. Það verður pólsk sinfóníuhljómsveit, Zielona Góra, undir stjórn Czeslaw Grab- owski sem leikur með einleik- urunum. „Þetta er meiri- háttar“ Áskell Másson tónskáld.  Meiriháttar/Lesbók 13 VEÐURSTOFAN spáir kólnandi veðri um allt land um helgina. Spáð er norðaustanátt í dag, allt að 13 metrum á sekúndu. Víða er gert ráð fyrir björtu veðri en dálitlum éljum með ströndinni. Á morgun er spáð allt að níu stiga frosti þar sem kaldast verður norð- anlands. Norðaustanáttin er í kortum Veðurstof- unnar alveg fram á miðvikudag, með snjó- komu eða éljum norðan- og austanlands en léttskýjuðu með köflum sunnan- og vest- antil á landinu. Talsvert frost verður á mánudag og þriðjudag, samkvæmt spá Veð- urstofunnar frá því í gær. Á miðvikudag og fimmtudag er spáð austlægri átt með snjókomu og éljum, eink- um vestantil, og heldur hlýnandi veðri. Kólnandi veður en víða bjart ÁRNI Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, segir að hann hafi talið sig hafa fylgt reglum í þessu máli. Hann hafi byggt það á lögfræðiáliti. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um þetta mál og vísar til yfirlýsingar bankans til Kauphallarinnar, þar sem nið- urstöðunni er mótmælt. Í tilkynningu frá Búnaðarbank- anum segir að bankinn byggi af- stöðu sína, að honum hefði ekki borið að tilkynna samkomulagið, á því að Straumur, sem hluta- bréfasjóður, sé fyrirtæki um sam- eiginlega fjárfestingu. Þá segir að í Evróputilskipun, sem lög og reglur um flöggun byggist á, komi fram að flöggunarreglur gildi ekki um slík fyrirtæki. Straumur hafi verið og sé flokkað og skráð í Kauphöllinni sem hlutabréfasjóður. Morgunblaðið/Jim Smart Telur sig hafa fylgt reglum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.