Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 890 umsóknir bárust um fjarnám við Verk- menntaskólann á Akureyri, en umsóknarfrestur rann út nú í vikunni. Þetta er aðsóknarmet, að sögn Ingimars Árnasonar, kennslustjóra fjarnáms, en frá því fjarkennsla hófs við skólann vorið 1994 hafa aldrei borist jafnmargar umsóknir og nú. Ingimar sagði að síðasta haust hefðu borist um 760 umsóknir en um hundrað nemendum færra haf- ið nám. Ingimar tók við starfi kennslustjóra fjarnáms nú á liðnu hausti, þegar Haukur Ágústsson lét af störf- um, en segja má að hann sé brautryðjandi fjar- kennslu hér á landi; fór af stað með nokkra áfanga í ensku vorið ’94 en nú á 9. starfsári fjarkennslunnar við VMA eru í boði um tæplega 200 áfangar. Margir nemendur 25–30 ára Algent er að sögn Ingimars að nemendur séu á aldrinum 25–30 ára, gjarnan fólk sem lokið hefur rúmlega helmingi þess náms sem krafist er til stúd- entsprófs, þetta 80 til 100 einingum, en hefur horfið frá námi um tíma. „Þetta fólk vill klára sitt nám og skilar sér inn í fjarnámið í töluverðu mæli og lýkur stúdentsprófi með þeim hætti.“ Nemendur koma víða að af landinu og einnig eru þeir dreifðir um heiminn. Þannig nefndi Ingimar að nemandi væri í Brasilíu, töluvert er um fólk í Evr- ópu, m.a. Danmörku og Spáni og eins í Bandaríkj- unum. Af um 800 prófum sem tekin voru að lokinni haustönn voru 200 tekin í VMA, þannig að töluvert er um að bæjarbúar og nærsveitungar stundi fjar- nám við skólann. Sá sem næst er býr handan göt- unnar sem skólinn stendur við. Um 80 kennarar sjá um fjarkennsluna, m.a. kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri, þá eru nokkrir kennarar búsettir á höfuðborgarsvæð- inu, einn kennari er búsettur í Danmörku og annar í Skotlandi svo dæmi séu tekin. „Nemendur og kenn- arar í fjarnámi geta verið nánast hvar sem er í heiminum,“ sagði Ingimar. Nemendur taka próf í sinni heimabyggð og sagði Ingimar að hvarvetna nytu menn velvilja, en einkum væri áberandi hversu vel væri á málum tekið á hinum smærri stöðum á landsbyggðinni, „þar vilja menn allt gera til að greiða götu síns fólks“. Ingimar sagði að spænska væri mikið í tísku um þessar mundir en nú á vorönn hefðu 34 nemendur sótt um byrjunaráfanga í tungumálinu. Spænska í tísku og aukning í raungreinum „Spænska er tískufag um þessar mundir og það hefur gerst svona hægt og bítandi.“ Einnig sagði hann að ásókn í raungreinaáfanga hefði aukist að undanförnu. Þar væru menn m.a. töluvert um að nemendur brautskráðir af mála- og félagsfræði- brautum væru að bæta við sig raungreinum til að standa betur að vígi í því námi sem þeir hefðu kosið sér að loknu stúdentsprófi. Tæplega tugur nem- enda sem stundar nám í 10. bekk grunnskóla er skráður í einstaka byrjunaráfanga í framhaldsskól- um, m.a. þeir sem lokið hefðu samræmdu prófi í ein- staka grein í 9. bekk. Þannig er aldursbil nemenda allt frá 15–16 ára og upp í um sextugt að sögn Ingi- mars. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í fjarnámi að þeir nemendur sem eru í fullu námi, þ.e. 9 einingum eða fleirum fá kennslugjaldið endurgreitt skili þeir sér til prófs í þeim og þykir til mikilla bóta fyrir marga nemendur. Fjarnámið við Verkmenntaskólann á Akureyri hefst næstkomandi mánudag. Aðsóknarmet í fjarkennslu við Verkmenntaskólann á Akureyri Tæplega 900 umsóknir bárust FÉLAGIÐ Ós keypti nýlega veit- ingahúsið Pollinn við Strandgötu á Akureyri og er Aðalsteinn Sigurðs- son rekstrarstjóri staðarins. Ós rek- ur einnig skemmtistaðinn Oddvitann sem er örlítið neðar í sömu götu. Boðið er upp á lifandi tónlist á báðum veitingastöðum, en þeir eru opnir á föstudags- og laugardags- kvöldum. Þegar líður á vorið verður skoðað hvort grundvöllur er fyrir rýmri afgreiðslutíma á Pollinum. Reksturinn hefur að sögn eigenda gengið vel, en Oddvitinn var opn- aður í september árið 1995. Ým- islegt er fram undan hvað rekstur Pollsins varðar að sögn Aðalsteins, m.a. veislur ýmiss konar, árshátíðir og þorrablót. Þá eru eigendur í sam- starfi við veitingamenn á Akureyri en fyrirtæki, starfsmannahópar og aðrir geta haldið veislur á báðum stöðunum. „Við byrjuðum um síðustu helgi og hún gekk mjög vel,“ sagði Að- alsteinn, en hann sagði að rekst- urinn yrði með svipuðu sniði og ver- ið hefur. Hann sagði Akureyringa og nær- sveitamenn þeirra duglega að fara út að skemmta sér og nauðsynlegt væri að bjóða breiðum aldurshópum upp á stað við þeirra hæfi, en gestir staðanna eru allt frá tvítugu og upp í sjötugt. Þá er alltaf eitthvað um ferðafólk í bænum sem grípur tæki- færið og kemur við á veitinga- og skemmtistöðum bæjarins. Nú megi búast við að skíðafólk þyrpist til bæj- arins og yfir sumartímann sé æv- inlega mikið um ferðafólk. „Þannig að það er bjart fram undan,“ sagði Aðalsteinn. Oddvitinn tekur á bilinu 6–700 gesti og Pollurinn 2–300 manns. Ós tekur við rekstri Pollsins Bjartsýni ríkjandi hjá nýjum eig- endum SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli verður opið um helgina, í dag, laugardag og á morgun, sunnudag, frá kl. 11–16. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær stóð ekki til opna skíða- svæðið fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. „Það kom okkur mjög á óvart hversu mikið hafði snjóað í fjallinu, þegar við mættum til vinnu í morgun (gærmorgun),“ sagði Guð- mundur Karl Jónsson for- stöðumaður Skíðastaða í sam- tali við Morgunblaðið. „Þetta getur verið ágætis byrjun fyrir þá allra hörðustu, svona rétt til að ná ryðinu af skíðaköntunum en hins vegar er óvíst með framhaldið eftir helgina.“ Það verður nýja stólalyftan, Fjarkinn, sem verður ræst í fyrramálið, svo framarlega sem veður leyfir. Hlíðarfjall Skíða- svæðið opið um helgina VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð opnaði kosningaskrifstofu að Hafnarstræti 94, Hamborg, þar sem Sporthúsið var eitt sinn til húsa, á fimmtudagskvöld. Þetta er fyrsta kosningaskrifstofa flokksins í Norð- austurkjördæmi. Af þessu tilefni var opnuð ljósmyndasýningin „Landið sem hverfur“ eftir þá Jóhann Ísberg og Friðþjóf Helgason, en þeir hafa tekið fjölda ljósmynda af því land- svæði sem fer undir vatn vegna fyr- irhugaðrar virkjunar við Kárahnjúka. Sýningin stendur í þrjár vikur og verður opin virka daga kl. 16–18 og um helgar kl. 11 til 14. Fyrirhugað er að halda fundi á kosningaskrifstof- unni á laugardögum og verður sá fyrsti í dag, kl. 11. Sigurbjörg Árna- dóttir ráðgjafi og leiðsögumaður hef- ur framsögu á fundinum og kynnir græna ferðaþjónustu. VG opnar kosn- ingaskrifstofu Morgunblaðið/Kristján Huginn Þorsteinsson, kosningastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, blæs mönnum baráttuanda í brjóst við opnun kosningaskrifstofunnar. Fræðslufundur skólaþróunarsviðs kennaradeildar HA verður haldinn á þriðjudag, 21. janúar, kl. 16.15. Að þessu sinni verður fjallað um: Samvirkt nám (Cooperative learning). Dóroþea Reimarsdóttir, Ásta Ein- arsdóttir og Ágústa Kristjáns- dóttir, kennarar á Dalvík og Ólafs- firði hafa framsögu á fundinum. Samvirkt nám hefur það að mark- miði að allir nemendur séu virkir námsmenn, meðvitaðir um eigið nám og að hópurinn taki ábyrgð á að allir nái árangri. Í fyrirlestrinum verða kynntir grunnþættir samvirks náms, nokkrar námsleiðir og mats- aðferðir. Fræðslufundurinn verður haldinn í stofu 25 í Þingvallastræti 23 og eru skólastjórar beðnir um að vekja athygli kennara á fræðslu- fundinum. Á NÆSTUNNI BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Vantar þig gervi fyrir grímuballið? Hárkollur • Trúðanef • Gervinef • Tannlakk Gerviskegg • Gerviaugnhár • Lithársprey Leikhúsfarði • Gervitennur • Gervieyru Gerviskallar • Gerviblóð • Gervihor Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974 Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.