Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 44
MESSUR Á MORGUN 44 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið 19. jan., verður kvöldmessa í Grens- áskirkju og hefst kl. 20. Mánaðarlegar kvöldmessur hafa verið fastur liður í kirkjustarfinu undanfarin ár. Lögð er áhersla á ljúfa stund með einföldu formi þar sem töluðu máli er stillt í hóf en meira lagt upp úr líflegum söng og næði til bænar. Altarisganga er í messunni. Að sjálfri messunni lok- inni er í boði kaffi, djús og kex. Á köldu vetrarkvöldi getur varla neitt verið uppbyggilegra en hlýleg stund í húsi Drottins. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið 19. janúar, verður kvöldvaka í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði og hefst að venju kl. 20. Það eru Örn Arnarson og hljóm- sveit kirkjunnar sem leiða tónlist og ljúfa söngva ásamt kór kirkj- unnar. Umfjöllunarefni kvöldvök- unnar er að þessu sinni ljósið sem skín í myrkrinu. Nú þegar hátíð ljóssins, jólahátíðin, er að baki er mikilvægt að huga að því hvort ljós jólanna búi með okkur áfram. Allir sálmarnir og söngvarnir sem fluttir verða fjalla um ljósið sem og þeir ritningartextar sem lesnir verða. Hugleidd verða orð Nelsons Mandela um ljósið: Þegar við leyf- um ljósi okkar að skína þá gefum við öðru fólki svigrúm til að gera það sama. Fjölmennum til góðrar stundar á sunnudagskvöldið. Krakkakór og töframaður í Grafarvogskirkju TÖFRAMAÐURINN Jón Víðis mun koma í heimsókn í sunnudagaskól- ann í Grafarvogskirkju kl. 11 á morgun og í Engjaskóla kl. 13. Mun hann sýna hinar ótrúlegustu sjón- hverfingar. Krakkakór Graf- arvogskirkju mun einnig syngja undir stjórn Odddnýjar J. Þor- steinsdóttur. Öll börn sem koma í sunnudagaskólann fá nýja og glæsi- lega sunnudagaskólamöppu. Almenn guðsþjónusta mun verða á morgun kl. 11 í Grafarvogskirkju, þar sem sr. Vigfús Þór Árnason mun þjóna. Verið með á nýju ári. Grafarvogskirkja. Að tengja trúna og hversdagslífið – námskeið HVAÐA þýðingu hefur signingin fyrir daglegt líf? Hvernig virkar þessi miskunn? Er einhver leið að nálgast aftur játningu ferming- ardagsins? Hvers vegna göngum við til altaris? Hvaða máli skiptir samfélagið í kirkjunni? Hvernig getum við nýtt kristna trú í daglega lífinu? Hvernig vinnum við gegn illskunni? Hvað get ég lagt að mörkum? Þessum og fleiri spurningum verður leitast við að svara á nám- skeiðinu „Lifandi steinar“, sem haldið verður í Hallgrímskirkju í Reykjavík sex miðvikudagskvöld kl. 20–22 frá 22. janúar til 26. febr- úar ásamt með einum laugardegi, 15. febrúar, kl. 10–15. Námskeiðinu er ætlað að hjálpa fólki að nálgast trúarlegan uppruna sinn að nýju og þroskast í tilbeiðslu; vekja til vit- undar um mikilvægi samfélags í trúariðkun og uppljúka táknmáli helgihaldsins og ennfremur að virkja einstaklinginn til að lifa trú sína í daglega lífinu. Þessum mark- miðum er náð með lifandi fræðslu og umræðu, hópvinnu og ein- staklingsverkefnum, auk þátttöku í helgihaldi. Námskeiðið er öllum op- ið. Það er bæði ætlað þeim sem þekkja messuna vel og einnig þeim sem eru leitandi að trúarlegri festu og endurnýjun. Jónanna Björnsdóttir og sr. María Ágústsdóttir munu leiðbeina á námskeiðinu, sem er þátttak- endum að kostnaðarlausu. Innritun fer fram alla daga fram að upphafi námskeiðs í Hallgrímskirkju í síma 510 1000 og rafrænt á maria@hall- grimskirkja.is. Virðing í verki – sam- kirkjuleg bænavika Í NÆSTU viku er samkirkjuleg bænavika kristinna manna um all- an heim. Efni bænavikunnar kemur að þessu sinni frá Argentínu. Þar er hvatt til umhugsunar og fyrirbæna vegna flutnings fólks á milli landa og kristnir söfnuðir minntir á að standa saman í að sýna innflytj- endum umhyggju og virðingu í verki. Hér á Íslandi hefst bænavikan með guðsþjónustu í Seltjarnar- neskirkju sunnudaginn 19. janúar kl. 11, þar sem Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Hvíta- sunnukirkjunnar, predikar. Sr. María Ágústsdóttir leiðir guðsþjón- ustuna, en fulltrúar Aðventkirkj- unnar, Hjálpræðishersins, Kaþ- ólsku kirkjunnar, Íslensku Kristskirkjunnar, Óháða safnaðar- ins og Fríkirkjunnar Vegarins, bera fram bænir og ritningar. Org- anisti er Viera Manásek og kór Sel- tjarnarneskirkju leiðir sönginn. Miðvikudagskvöldið 22. jan. verður bænastund í Kristskirkju, Landakoti, kl. 20.30, í Herkast- alanum kl. 20 kvöldið eftir og á föstudagskvöldinu í Aðventkirkj- unni við Ingólfstorg kl. 20. Bæna- vikunni lýkur svo með sameig- inlegri samkomu á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði laugardagskvöldið 25. janúar kl. 20. Samstarfsnefnd krist- inna trúfélaga á Íslandi hvetur bænafólk fjær og nær til að fjöl- menna á samkomurnar og biðja fyrir einingu kristninnar, sem birt- ist í kærleiksverki. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólf- sporaleiðinni, verður í Dómkirkj- unni, sunnudaginn, 19. janúar kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýk- ina. Anna Sigríður Helgadóttir, Hjörleifur Valsson, Birgir og Hörð- ur Bragasynir, sjá um fjölbreytta tónlist. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugleiðingu. Sr. Karl V. Matthíasson leiðir samkomuna og sr. Hjálmar Jónsson leiðir. Einhver prestanna er svo í Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar á þriðjudögum kl. 20 með umræðu um sporin tólf út frá ritningunni. Þær eru einkum ætlaðar fólki sem hefur náð nokkrum bata en langar að stykja vitundarsamband sitt við Guð. Sjá heimasíðu Dómkirkjunnar www.domkirkjan.is Kvennakirkjan í Seltjarnarneskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 19. janúar kl. 20.30. Umfjöllunarefnið er: Ár yndisleik- ans. Bryndís Valbjarnardóttir guð- fræðingur prédikar. Kór Kvenna- kirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. Messur Kvennakirkjunnar eru ólíkar öðrum messum að því að leyti að ekki er stuðst við hefð- bundið messuform. Þátttaka leik- manna og léttur söngur eru ein- kennandi og bænastund er fastur liður þar sem lesnar eru upp bænir frá kirkjugestum. Messur Kvennakirkjunnar eru öllum opnar. Hefur þú áhuga á að vera í bjöllukór? BJÖLLUKÓR Fríkirkjunnar í Reykjavík getur bætt í hópinn nokkrum nýjum meðlimum. Síðastliðið haust hóf Bjöllukór Fríkirkjunnar starf sitt. Nú er verið að skipuleggja starfið framundan og því auglýsum við eftir fleiri þátt- takendum í starfið. Bjöllukórinn er skemmtilegur félagsskapur fyrir krakka á aldrinum 9–13 ára. Með vorinu er fyrirhugað að fara í stutt ferðalag ásamt tónleikahaldi. Þeir sem sækja um að vera með þurfa að geta lesið nótur og fylgt þeim eftir, vera búnir að æfa á hljóðfæri í minnst eitt ár (fyrir utan forskóla), vera á aldrinum 9–13 ára, hafa vilja til að mæta vel, því starfið byggist á samstarfi allra meðlima og ef einstaklingurinn mætir illa tefur hann fyrir fram- förum allra meðlima kórsins. Æfingar eru í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Reykjavík alla sunnudaga klukkan 13. Allar nánari upplýsingar gefur Helena Marta Stefánsdóttir, stjórn- andi Bjöllukórsins, í síma: 867 6409. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Söfnunarátak fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í Hafnarfjarðarkirkju NÚ er safnaðarstarf Hafnarfjarð- arkirkju komið í fullan gang á ný eftir jólin. Það sama á við um sunnudagaskólann og ferming- arstarfið. Á liðnu hausti hefur reglulega verið safnað til styrktar Hjálparstarfi Þjóðkirkjunnar í sunnudagaskólanum. Á morgun, sunnudaginn 19. janúar, verður lokaátak í þeirri söfnun. Eru sunnudagaskólabörn og fjölskyldur þeirra hvött til að fjölmenna í kirkj- una kl.11. Hið sama gildir um ferm- ingarbörnin og þeirra fjölskyldur. Í guðsþjónustu dagsins og sunnu- dagaskólanum verður fjallað um hjálparstarfið, þá neyð sem víða blasir við bæði hérlendis og erlend- is og ráð til úrbóta. Þegar sunnudagaskóla og guðs- þjónustu lýkur gefst kirkjugestum tækifæri til að leggja sitt að mörk- um í söfnunina. Söfnunarféð verður síðan afhent formlega við fjöl- skyldumessu í byrjun næsta mán- aðar, ásamt framlagi sókn- arnefndar. Prestur á morgun verður sr. Þór- hallur Heimisson og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Antoniu Hev- esi. Sálmarnir verða allir frá lönd- um utan Evrópu í tilefni dagsins. Fjölmennum í Hafnarfjarð- arkirkju á morgun og leggjum góðu málefni lið. Alfa-námskeið í Frí- kirkjunni í Reykjavík BOÐIÐ verður upp á alfa-námskeið í safnaðarheimili Fríkirkjunnar næstu vikurnar. Námskeiðið, sem er fræðslu- námskeið um grundvöll kristinnar trúar, hefur verið haldið víða um hinn kristna heim og innan ólíkra kirkjudeilda og hefur mikill fjöldi fólks sótt þau með góðum árangri. Námskeiðið mun standa yfir í 10 vikur. Komið verður saman á mið- vikudagskvöldum frá kl. 19 til kl. 22. Hver samvera hefst með léttum kvöldverði. Síðan er umræðuefnið útskýrt og rætt í umræðuhópum. Í tengslum við námskeiðið verður farið í eina helgarferð út fyrir borgina. Námskeiðið mun hefjast með kynningarfundi miðvikudags- kvöldið 22. janúar næstkomandi. Innritun fer fram á skrifstofu safnaðarins á virkum dögum frá kl. 10 til 14 og í símum: 899 4131, 896 8938. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja Kvöldmessa í Grensáskirkju ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Áskirkju syng- ur. Organisti Kári Þormar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Hljómsveit ungmenna undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar. Bræðrabandið og Anna Sigríður Helga- dóttir sjá um tónlistina. www.domkirkj- an.is GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Kvöldmessa kl. 20. Einfalt form, létt tónlist. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Gísli A. Kolbeins. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11. Umsjón barnastarfs Magn- ea Sverrisdóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Sr. Sigurður Páls- son. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Guðrún Helga Harðardóttir. Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Prestur Haukur Ingi Jónasson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Auður Inga Einarsdóttir predikar og þjónar ásamt sóknarpresti, sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Organisti Jón Stef- ánsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnars- sonar, organista. Hildur Eir Bolladóttir og hennar vösku samstarfsmenn leiða sunnudagaskólann. Sr. Bjarni Karlsson þjónar fyrir altari. Þóra Ragnheiður Björnsdóttir, guðfræðingur, prédikar. Sigurbjörn Þorkelsson er meðhjálpari og messukaffi Sigríðar Finnbogadóttur bíð- ur svo allra í safnaðarheimilinu á eftir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jóns- son. Sunnudagaskólinn og 8 og 9 ára starf á sama tíma. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 við upphaf samkirkjulegrar bæna- viku kristinna manna. Vörður Trausta- son, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunn- ar, prédikar. sr. María Ágústsdóttir þjónar fyrir altari. Fulltrúar kristinna trúarhópa fara með ritningarorð og bæn- ir. Organisti Viera Manasek og kirkjukór Seltjarnarneskirkju leiðir söng. Sam- starfsnefnd kristinna trúfélaga hvetur kristið fólk, hvaða söfnuði sem það til- heyrir, til að koma og biðja fyrir samhug kristinna manna í flóknum heimi. Fylgist með samkomum vikunnar, sem lýkur með sameiginlegri samkomu á Jófríð- arstöðum í Hafnarfirði laugardagskvöld- ið 25. janúar kl. 20. Sunnudagaskólinn kl. 11. Hvetjum börnin til að koma og eiga ánægjulega stund. Umsjón Arna Grétarsdóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Tónlist undir stjórn Carls Möller og Önnu Siggu. Stund fyrir börnin í umsjón Hreiðars Arnar og Ásu Bjarkar. Í lok guðsþjónustu verður fugl- unum við Tjörnina gefið brauð. Allir hjart- anlega velkomnir ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir alt- ari. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Kirsztinu Kalló Szklenár organista. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kaffi, djús og kex að stund- inni lokinni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa á sama tíma. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Org- anisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A. hópur. Sunnudagaskóli í kapellu kl. 11. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. (sjá nánar www.digranes- kirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Svavar Stefánsson. Djákni: Lilja G. Hallgrímsdóttir. Organ- isti: Lenka Mátéová. Kór Fella- og Hóla- kirkju syngur. Fermingarbörn í Fellasókn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boð- uð til guðsþjónustunnar og verður stutt- ur fundur með þeim í safnaðarheimilinu á eftir. Sunnudagaskóli á sama tíma og guðsþjónustan í safnaðarheimilinu. Um- sjón: Elfa Sif Jónsdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Sigríður Rún, Sig- urvin og Signý. Töframaðurinn Jón Víðis sýnir sjónhvefingar. Krakkakór Grafar- vogskirkju syngur. Stjórnandi Oddný Þor- steinsdóttir. Undirleikari: Guðlaugur Vikt- orsson. Sunnudagaskóli kl. 13 í Engja- skóla. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Sigríður Rún, Sigurvin og Signý. Töfra- maðurinn Jón Víðis sýnir sjónhverfingar. Krakkakór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi Oddný Þorsteinsdóttir. Undir- leikari: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sig- fús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barna- guðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Hafdís Hanna Ægisdóttir syngur einsöng og kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Messa kl. 11 í Lindaskóla. Sunnudagaskóli fer fram í kennslustofum á meðan á messu stend- ur. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur, sögur, líflegt sam- félag. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pét- ur Bollason prédikar. Organisti Pavel Manásek. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina. Þrið. 21. janúar kl. 18 – verður samvera eldri borgara í Seljakirkju. Þórunn Valdimars- dóttir sagnfræðingur flytur erindi um Matthías Jochumsson. Samveran hefst á helgistund og endar á léttum máls- verði um kl. 20. Þátttaka tilkynnist í síma 567-0110. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta kl.11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram kennir. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Upphafsorð hefur Pétur Ásgeirs- son. Friðrik Schram predikar. Kynning á Alfanámskeiði verður þriðjudaginn 21. janúar kl. 20. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Samkoma kl. 16.30, Högni Valsson predikar, lofgjörð, fyrirbænir, krakkakirkja, ungbarnastarf og samfélag. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið að Alfanámskeið og námskeiðið að sættast við fortíðina hefjast í þess- um mánuði og skráning er hafin. FÍLADELFÍA: Laugardagur 18. jan. Bænastund kl. 20. Sunnudagur 19. jan. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Ás- mundur Magnússon. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Allir hjartanlega vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. As- laug Langgård stjórnar. Brigader Ingi- björg Jónsdóttir talar. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Majór Elsabet Daníelsdóttir talar. Kl. 17.30 barnakór. Öll börn hjartanlega velkomin. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Björg R. Pálsdóttir tal- ar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna- starf fyrir 1–5 ára börn og 6–12 ára. Eft- ir samkomu er boðið upp á kaffi og meðlæti selt á vægu verði. Þá er gott tækifæri til að hitta fólk og spjalla sam- an. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Mið- vikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiks- molar og vitnisburðir. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Fagnaðarsamkoma fyrir Leif Sig- urðsson kristniboða. Ragnar Gunnars- son verður með kristniboðsþátt. Leifur Sigurðsson talar. Barnastarfið heldur áfram í Undralandi. Matsala verður eftir samkomuna. Vaka kl. 20. „Ef ég væri ríkur … “ Kjartan Jónsson talar. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Allir innilega vel- komnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Laugardaga: Barna- messa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Mið- vikudaginn 22. janúar kl. 20.30: Bæna- stund í tilefni alþjóðlegrar bænaviku fyrir sameiningu kristinna manna. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi Guðspjall dagsins: Brúðkaupið í Kana. (Jóh. 2.) KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.