Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 49 CRANIO-NÁM 2003-2004 A stig 22.-27. febrúar Námsefni á íslensku, íslenskir leiðbeinendur. Upplýsingar og skráning í síma 564 1803 og 699 8064. Gunnar Gunnarsson sálfræðingur/cranio-meðhöndlari. C.C.S.T College of Cranio-Sacral Therapy. www.cranio.cc ENDURHÆFINGARSTÖÐ hjarta- og lungnasjúklinga í Reykjavík barst gjöf í árslok 2002. Odd- fellowstúkan Þorkell Máni af- henti hjartagæslutæki af Quinton- gerð. Verður það notað við end- urhæfingu sjúklinga sem hafa nýlega fengið hjartaáfall, farið í hjartaaðgerðir, kransæðavíkkanir eða þurft af öðrum ástæðum að þjálfa undir stöðugu eftirliti. Á HL-stöðinni þjálfa að jafnaði 330 hjarta- og lungnasjúklingar undir leiðsögn og eftirliti sjúkra- þjálfara og lækna, segir í frétta- tilkynningu. Sólrún H. Ósk- arsdóttir og Kristín Hólmgeirs- dóttir taka við tækinu fyrir hönd HL-stöðvarinnar. HL-stöðin fær hjarta- gæslutæki Námskeið fyrir tíu til tólf ára börn verður haldið í byrjun febrúar í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b. Námskeiðið er ætlað fyrir börn sem hafa lítið sjálfstraust, eða hafa lent í einelti, eru feimin eða eru óörugg með sjálfa sig. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að hjálpa börnunum að tjá sig, styrkja sjálfs- virðinguna og skilja eigin líðan, til- finningar og að kenna börnunum lausnarmiðaðar aðferðir, þ.e. að sjá leiðir út úr hverjum vanda fyrir sig. Á NÆSTUNNI Dalaþing hið síðara verður haldið í dag, laugardaginn 18. janúar kl. 11– 16. Fjórir málaflokkar verða til um- fjöllunar, landbúnaður, umhverfis- og skipulagsmál, menntamál og stjórnsýsla. Í hádegishléi verður málsverður í boði Dalabyggðar. Með- an á þinginu stendur verður dagskrá fyrir börn svo foreldrar geti tekið þátt í þingstörfum. Íbúar nágranna- sveitarfélaga eru velkomnir svo og aðrir þeir sem láta sig málefni Dal- anna varða, segir í fréttatilkynningu. Í DAG Á NÝJU ári bjóða Námsflokkar Hafnarfjarðar upp á fjölbreytt efn- isval, allt frá rótgrónum tungu- málanámskeiðum til sértækra námskeiða í handverks- og list- greinum. Boðið er upp á ýmsar nýjungar, m.a. tvö námskeið í vínsmökkun. Annars vegar er um að ræða stutt eins kvölds námskeið þar sem kynntar eru mismunandi tegundir af vínum og hvernig þau henta ólíkum tegundum af gómsætum réttum. Hins vegar er um að ræða lengra og viðameira námskeið þar sem einnig er tekið á þáttum eins og vínsmökkun og samsetningu við mat og vínsöfnun ásamt fræðslu um þrúgur frá hinum ýmsu heims- hornum svo dæmi séu tekin. Þá bjóða Námsflokkarnir nú í fyrsta skipti upp á námskeið fyrir skotveiðimenn. Af fleiri nýjungum hjá Náms- flokkunum má nefna gagnlegt námskeið sem gengur undir heit- inu „Betri fjárhagur“ og tekur á því hvernig má með góðum ár- angri hagræða í heimilisrekstrin- um. Þá verður í boði ræðunám- skeið þar sem nemendur eru þjálfaðir jafnt í formlegum ræðu- höldum sem og í að halda tækifær- isræður og einnig námskeið þar sem konum á öllum aldri er gefin leiðsögn í að sauma sinn eigin árshátíðarkjól. Í samstarfi við Sjálfsvarnarskóla Íslands bjóða Námsflokkarnir upp á námskeið sem tekur á vörnum gegn ofbeldi og í samstarfi við Ís- hesta reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna. Þá er boðið upp á gít- arnámskeið, tölvukennslu fyrir börn ásamt hinum vinsælu nám- skeiðum Lestu betur og Lestu nú með Guðna Kolbeinssyni. Námsflokkar Hafnarfjarðar hafa flutt skrifstofur sínar í Dverg, Brekkugötu 2, og komið sér upp þar kennsluaðstöðu sem nýtt er á dagtíma. Þegar er hafin fjar- kennsla á háskólastigi í samstarfi við Háskólann á Akureyri, kennsla í norsku og sænsku fyrir grunn- skólanemendur og endurmenntun tengd starfsnámi. Námskeið hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar FULLTRÚARÁÐ Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar mótmælir þeirri fyrirætlun Reykjavíkurborgar að loka leikskólum borgarinnar í einn mánuð í suma og telur að þetta muni hafa mikil óþægindi í för með sér fyrir foreldra. „Stór hluti vinnustaða þarf að raða starfsfólki sínu niður á sumarleyfis- tímabilið til að skerða sem minnst starfsemina. Þetta gæti valdið vanda því foreldrar vilja vera í fríi á sama tíma og börnin. Þetta kemur einnig til með að bitna á þeim sem ekki eru með börn í leikskóla þar sem þeir verða e.t.v. að víkja frá sínum fyr- irhugaða sumarleyfistíma. Þannig snertir þessi ákvörðun mjög marga og kemur til með að setja áætlanir einstaklinga og fyrirtækja úr skorð- um. Þetta teljum við vera mikla aft- urför á þjónustu Leikskóla Reykja- víkur og skorum því á borgaryfirvöld að hverfa frá þessari ákvörðun sinni og hafa leikskólana opna í sumar.“ Mótmæli við sumarlokun leikskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.