Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 43 ✝ Eiríkur Marteins-son fæddist hinn 19. júlí 1948 á Húsa- vík. Hann varð bráð- kvaddur um borð í Sigurði VE 15 hinn 9. janúar síðastliðinn. Móðir hans var Hermína Eiríksdóttir húsmóðir, f. 13. októ- ber 1913, frá Miðfirði á Langanesströnd, d. 24. júlí 1993. Faðir hans er Marteinn Steingrímsson verk- stjóri, f. 2. ágúst 1913 á Húsavík. Systur Ei- ríks eru Halldóra Kristín, f. 30. júní 1940, eiginmaður hennar er Hreiðar Steingrímsson, f. 17.12. 1942. Sólveig Birna, f. 2.11. 1942, eiginmaður hennar er Geir Garð- arsson, f. 3.6. 1942. Tvíburasystir Eiríks er Steingerður, eiginmað- ur hennar er Hlífar Karlsson, f. 15.5. 1946. Hinn 31.12. 1968 kvæntist Ei- ríkur Sigrúnu K. Harðardóttur, f. 7.6. 1951, og eignuðust þau þrjú börn, Guðrúnu, f. 5.7. 1967, sambýlis- maður er Jón Ólafur Sigfússon, f. 24.9. 1964. Þau eiga tvö börn, Eirík Fannar og Þórunni Birnu. Hörður, f. 17.5. 1970, sambýliskona Jóna Fríða Kristjánsdótt- ir. Þau eiga eina dóttur saman, Kristu Eik, en fyrir á Hörð- ur dótturina Guð- rúnu Lísu, móðir hennar er Sonja B. Hauksdóttir. Heim- ir, f. 13.1. 1973, d. 15.5.1994. Leiðir þeirra Eiríks og Sigrún- ar skildu árið 1987. Hinn 22.9. 2001 kvæntist Eiríkur eftirlifandi eiginkonu sinni, Björk Breiðfjörð Helgadóttur, f. 19.2. 1959. Eiríkur var sjómaður allan sinn starfsaldur bæði á stórum skipum og einnig átti hann trilluútgerð. Útför Eiríks verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Látinn er kær vinur minn langt um aldur fram. Í sjóði minninganna birtast margar góðar og fallegar myndir um ljúfan dreng. Við kynnt- umst þegar ég flutti af Hringbraut- inni á Reykjaheiðarveginn. Á milli okkar var Búðaráin hin mikla móða okkar sem ólumst upp á Húsavík. Áin, vatnasvæðið og skrúðgarður- inn mynda í dag ævintýraland og ber fagmennsku vitni. Varla leið sá dagur um bjarta sumartíð að við fé- lagarnir færum ekki á vit árinnar til að veiða. Þá gengum við gjarnan upp að Botnsvatni sem er í sínum fjallasal ákaflega fallegt umhverfi. Á veturna renndum við okkur á skíðum og sprengdum hengjur á ár- bakkanum. Fáa menn þekki ég sem hafa í bókstaflegri merkingu oftar heimsótt árbotninn en Eika. Í þá gömlu góðu daga bjó fjölskyldan í Túnsbergi. Marteinn faðir hans var lengi verkstjóri í frystihúsinu og margir sem nú eru á miðjum aldri muna efalaust eftir ljúfri handleiðslu hans þegar þeir voru unglingar. Líkt og tíðkaðist víða á Húsavík hér áður fyrr voru margir með fjárbú og í þeim hópi var Marteinn. Ekki tókst Eika vini mínum þrátt fyrir tals- verða fyrirhöfn að kenna mér að þekkja rollurnar. Ég dreg það þó ekki í efa að Eiki hefði orðið góður bóndi. En það þurfti engum að koma á óvart að hann skyldi gera sjómennsku að ævistarfi. Hann var í rauninni náttúrubarn sem hafði metnað og allt til að bera sem prýð- ir góðan sjómann. Eiríkur var tvígiftur, með fyrri konu sinni, Sigrúnu Harðardóttur, átti hann þrjú mannvænleg börn en tvö þeirra lifa foreldra sína, Guðrún og Hörður. Heimir, sem var yngst- ur, lést ungur af slysförum og var öllum mikill harmdauði. Seinni kona Eiríks er Björk Breiðfjörð Helga- dóttir og var mjög kært með þeim hjónum. Þau keyptu sér sérhæð á Ásgarðsveginum og fallegur garð- urinn náði að ánni. Þar sat hann oft og horfði í strauminn og ekki var laust við að brosi brygði fyrir þá lonturnar lúrðu undir lækjarbækk- anum. Eiríkur átti og gerði út smábáta á Húsavík og reri til fiskjar á Skjálf- anda oft með sonum og tengdasyni. Samviskusemi hans og dugnaði var við brugðið. Þegar kallið kom var Eiki um borð í aflaskipinu Sigurði RE en á því skipi var hann frá því að hann var kornungur maður. Við leiðarlok vil ég þakka honum samfylgdina. Eiginkonu, fjölskyldu og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þórhallur Björnsson. Samfélag sem telur 15 manns er ekki stórt. Því meiri eru áhrifin þeg- ar einn fellur frá. Eiríkur Marteins- son er látinn langt á undan þeim tímamörkum sem maðurinn hefur ósjálfrátt sett upp. Við gerum ætíð ráð fyrir að ná vissum aldri og tíma- mörkum, en þegar dauðinn knýr dyra verðum við sár út í almættið því við skiljum ekki tilganginn. Eiríkur var glaðlyndur og góður félagi, hann var snar og lipur og af- bragðs sjómaður. Hann byrjaði á Sigurði 1975 svo að starfsárin voru orðin æði mörg, og samveran með skipverjum sennilega lengri en samveran með fjölskyldunni sum árin. Hann tók þátt í veiðum við Ný- fundnaland, í Barentshafi og við Máritaníu. Allt voru þetta söguleg- ar veiðiferðir. Hann lét ekki sjó- mennskuna á Sigurði nægja því hann átti lítinn bát sem hann reri á þegar langt varð á milli úthalda á Sigurði. Við munum minnast hans sem glaðlegs og góðs skipsfélaga, einnig sem vinar og frænda. Við viljum senda eiginkonu, börn- um, barnabörnum, tengdabörnum, föður og öðrum aðstandendum inni- legustu samúðarkveðjur okkar og við biðjum góðan Guð að styrkja þau í þeirra söknuði og sorg. Áhöfn Sigurðar VE 15. Föstudaginn 9. janúar varð bráð- kvaddur um borð í Sigurði VE 15 Eiríkur Marteinsson skipverji hér um borð meðan hann var við störf sín eins og svo oft áður, eða um 28 ára skeið hér um borð í Sigurði VE 15. Með Eiríki er genginn einn af al- vöru sjómönnum síðustu aldar. Ei- ríkur hafði stundað sjómennsku frá unga aldri og alltaf verið eftirsóttur sjómaður, einnig gerði Eiríkur út trillubát í mörg ár og stundaði það stíft á milli úthalda á Sigurði VE 15 og gerði það bara gott. Eiríkur var góður félagi, ávallt gamansamur og bjartsýnn og kastaði gjarnan fram mörgum gullkornum um borð. Með Eiríki er genginn góður drengur. Ég votta eiginkonu börnum og öðr- um ættingjum samúð mína og þakka Eiríki samfylgdina á liðnum árum. Óskar Már Ólafsson. Í örfáum orðum viljum við minn- ast Eiríks Marteinssonar sem varð bráðkvaddur við skyldustörf á hafi úti. Eiríkur hafði verið háseti á nótaskipinu Sigurði VE 15 í 28 ár eða frá árinu 1974 þegar Sigurði VE var breytt í nótaskip. Hann var einn af þessum rólegu hetjum hafsins sem ávallt skilaði sínu hlutverki með stakri prýði. Allan þennan tíma hefur Kristbjörn Árnason, vinur Ei- ríks frá Húsavík, verið skipstjóri á Sigurði VE. Það fór ekki mikið fyrir honum Eiríki en alltaf var hann tilbúinn að sinna þeim störfum sem honum voru falin. Úthald nótaskips eins og Sigurðar VE hefur verið mjög mis- langt á ári hverju og til að mynda var Sigurður VE aðeins gerður út í 15 daga eitt árið þegar loðnuveiði- bann var í gildi. En þegar kallið kom mætti Eiríkur til skips eins og alltaf, tilbúinn til glíma við loðnuna eða síldina eftir því sem við átti. Sigurður VE hefur verið eitt fengsælasta fiskiskip landsins og til að vel gangi þarf góða og samhenta áhöfn. Þar var Eiríkur einn af hin- um traustu hlekkjum í keðjunni og þegar Ísfélagið hélt upp á 100 ára afmæli sitt í desember 2001 var honum færð viðurkenning fyrir 25 ára starf í þágu þess. Ísfélag Vestmannaeyja hf. vill þakka Eiríki fyrir langt og farsælt starf í þágu félagsins og mikill er einnig missir Kristbjarnar og áhafnarinnar á Sigurði VE sem sjá á eftir traustum félaga og vini og verður skarð hans vandfyllt. Ísfélag Vestmannaeyja hf. sendir eftirlifandi eiginkonu Eiríks og fjöl- skyldu hans sínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Ísfélag Vestmannaeyja hf. EIRÍKUR MARTEINSSON í mig því ég lendi stundum í því að „kunna“ altraddir í sálmum sem ég hef ekki sungið áður. Þú hafðir mikið yndi af því að spila eftir eyranu á org- elið og man ég sérstaklega eftir því þegar þú spilaðir sálminn „Í fornöld á jörðu var frækorni sáð“. Sá sálmur mun alltaf minna mig á þig. Þú hvattir mig mikið til tónlistarnáms og sagðir mér að grípa þau tækifæri sem mér stæðu til boða – tækifæri sem þú hafðir aldrei, þrátt fyrir mikinn vilja. Eitt reyndir þú að kenna mér með góðri viðleitni og það var að prjóna. En ég, þessi litli óþekktarormur, hafði ekki nógu mikla eirð í mér til að fullnema listina enda með tíu þumal- putta og frekar klaufsk. Þú hafðir allt- af eitthvað á milli handanna, í minn- ingunni situr þú á rúminu prjónandi ullarsokka og vettlinga og þótt þú þyrftir að fara fram í eldhús, tókstu prjónana með þér, hnykilinn undir handlegginn og prjónaðir á leiðinni. Alltaf þekkti ég göngulagið þitt og glamrið í prjónunum þegar þú gekkst eftir ganginum í nýja húsinu í Þór- isholti. Þú varst alltaf einstaklega handarhlý og oft græddi ég vel á því þegar ég kom inn með kaldar tær. En ef þú varst með prjónana, gat komið fyrir að þú kitlaðir mig undir iljarnar með prjónunum, sposk á svip. Þú áttir það oft til að glettast við fólk enda voru nokkrir litlir púkar oft í þér, þótt skaðlausir væru. Ef við systkinin komum að matarborðinu og lítið var eftir þá fengum við að heyra það frá þér að sein kýr fær skitið gras. Hefur þetta orðtak lengi verið í há- vegum haft í okkar fjölskyldu. Þú varst yfirleitt glaðlynd að eðlisfari, þótt þú hefðir þína breyskleika og erf- iðu stundir eins og aðrir og hafðir þurft að kyngja mörgu um ævina sem þér var þvert um geð. Líf þitt hafði ekki alltaf verið dans á rósum. Þið afi bjugguð við þröngan kost og fyrstu 12 búskaparár þín þurftir þú að elda við erfiðar aðstæður á hlóðum í útihúsi þar sem ekki var pláss fyrir ykkur í eldhúsinu í Þórisholti. Það hefur ef- laust ekki verið neinn leikur í þá daga að hafa í sig og á, hvað þá að koma inn á stórt sveitaheimili þar sem fyrir var fjöldi manns. Þú þurftir að glíma við ýmis veikindi á þínum yngri árum og þurftir oft að leita læknishjálpar, jafn- vel til Reykjavíkur. En á móti varstu hin hressasta á efri árum, enda kannski tekið út þinn skammt. Hins vegar trúi ég því að þar hafi ýmsir hinum megin haft hönd í bagga, enda sagðir þú að Einar heitinn læknamið- ill á Einarsstöðum hefði komið til þín og sagst hafa ætlað að hugsa um þig. Það kæmi mér ekki á óvart. Og þar sem þú varst svo hress bæði líkam- lega sem andlega, vissir þú alltaf hvað þú vildir og hafðir mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum sem ég var ekki alltaf sammála. Mér er það oft minnisstætt hvað þú komst oft með önnur sjónarmið á hluti sem mér þóttu sjálfsagðir en þú varst af þeirri kynslóð sem hefur upp- lifað stórtækar breytingar á íslensku samfélagi. Ég man vel hvað þú hrós- aðir þvottavélunum mikið og fannst gaman að setja í þvottavél – hvílíkur lúxus að þurfa ekki að handþvo þvott- inn og skola af honum í bæjarlækn- um. Þegar ég hugsa um þetta skamm- ast ég mín yfir því þegar ég dæsi yfir því að setja í þvottavél! En skemmti- lega þver og þrjósk varstu að því leyti að ekki léstu segja þér hvað sem er og stóðst alltaf föst á þínu, sama hversu einkennilegt það var, oftar en ekki til þess að stríða viðkomandi. Að um- gangast fólk, flakka og taka þátt í ým- iss konar samkomum voru þínar ær og kýr og flestar skemmtanir sóttir þú á meðan þú gast. Sérstaklega fannst þér gaman að fara á spilakvöld og á þorrablót. Síðast fórstu á þorra- blót í Eyrarlandi þegar þú varst á 100. aldursári og geri aðrir betur! Já, amma, það er margs að minnast þeg- ar þú ert annars vegar, enda áttu að baki langa, stranga en margbrotna ævi í samfélagi sem tekið hefur hver stórstökkin á fætur öðru. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að alast upp með þig inni á heimili þar sem á tíma- bili bjuggu fjórir ættliðir. Ég átti hjá þér athvarf á erfiðum stundum og þú varst mér sem önnur móðir. Frá þér fékk ég ómetanlegan arf – sýn inn í horfið sveitasamfélag og áhuga á bók- menntum, sögu, þjóðlegum fróðleik og tónlist. Þú kenndir mér að meta hið ritaða orð og af þér lærði ég gott, ómengað, íslenskt sveitamál sem hef- ur komið sér vel fyrir mig á mörgum sviðum. Tónlistina fékk ég frá þér og mun syngja sérstaklega fyrir þig í dag, á undan útför þinni. Ég á þér því margt að þakka og hlakka til að hitta þig og alla hina þegar minn dagur verður að kveldi kominn. Þín ömmustelpa, Sigrún Lilja.  Fleiri minningargreinar um Þor- gerði Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. frá, hann þreif byssuna og arkaði nið- ur að sjó! Mér fannst það galdri líkast og algerlega óskiljanlegt, þegar hann stundu síðar, kom röltandi heim með tófuna. Hann vissi að hún væri á leið niður að sjó í ætisleit. Út frá þessu spunnust miklar umræður og vanga- veltur um eðli og atferli lágfótu. Oft var það að þegar mér brast minni ef rifja þurfti upp gamalt vísu- brot, kvæði eða annan fróðleik, að hringt var í öldunginn frænda minn og þar brugðust ekki svörin. Þórður var mikið náttúrubarn. Það var eitthvað í svip hans og fasi sem gerði það að verkum að oft fannst mér eins og hann væri hluti af Snæ- fellsnesinu og náttúrunni sjálfri. Og nú, að leiðarlokum, fær hann að sam- einast sveitinni sinni sem hann unni svo heitt. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú Dodda frænda með virðingu og þökk. Það er ferskleiki og birta yfir minn- ingu Þórðar Halldórssonar frá Dag- verðará. Það var gott að eiga hann að. Aðalheiður Hallgrímsdóttir. Rauður jeppi skríður virðulega fyrir eldhúsgluggana á Staðastað. Þeir sem inni fyrir eru líta upp og brosa. Þórður er kominn. Þetta er orðinn árviss viðburður. Nú er sum- arið komið. Þórður á Dagverðará er kominn norðan frá Akureyri til að kenna prestinum að veiða. Ég vissi aldrei hvort sökin var kennarans eða nem- andans, en seint varð hann fullnuma og alltaf þurfti kennarinn að koma aftur – og dvaldi stundum lengi. Eitt- hvað þurfti hann víst líka að kenna mínum „hraustu sonum“ eins og hann kallaði strákana mína, og sumt svo heimullegt að eyru móðurinnar máttu helst ekki heyra. Samt fullvissaði hann mig um að hann færi aldrei með neitt nema fallegt fyrir þá. Þórður var eins og heima hjá sér á Staðastað, alinn upp á næsta bæ og kunni sögur af hverjum hól og þúfu og auðvitað af fólkinu í sveitinni fyrr og síðar, bæði af vígðum mönnum og óvígðum, ríkum og fátækum, lærðum og ólærðum. Sjálfur var hann mennt- aður í háskólum lífsins og hafði lokið þaðan prófgráðum með láði – og gat sannað það! Hann þreyttist seint á að segja sögur og aldrei neitaði ég að leggja trúnað á sögurnar hans Þórð- ar, enda hefði honum ekki líkað það. Það var notalegt að hafa hann á heim- ilinu, hann var hlýlegur og greiðvik- inn og sögurnar hans voru ekki ill- kvittnar heldur bara skemmtilegar. Og auðvitað allar sannar. Mesta hrós sem hann hafði uppi um nokkurn mann var þetta: „Hann rengir aldrei sögu!“ Og ekki ætla ég að rengja sögurnar hans Þórðar, en verð bara að reyna að muna þær því oftar verða þær ekki sagðar. Sumar hafa raunar verið færðar í letur og birst á prenti, eitt- hvað leynist kannski á segulböndum í skúffu hjá mér og „mínum hraustu sonum“ ef vel er gáð. – Ég er viss um að hann hefur farið af þessum heimi sáttur og óttalaus, því eins og hann sagði sjálfur þá hræðist sá maður ekkert sem hefur lifað það af að vera bundinn við mastur. Ég minnist Þórðar frá Dagverðará með gleði, hann tengist mörgum góð- um minningum að vestan sem ég mun varðveita alla tíð. Kristín R. Thorlacius.  Fleiri minningargreinar um Þórð Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, ÓLÍNU AUSTFJÖRÐ, Bakkahlíð 39, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Bakkahlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Erla Austförð, Jóhanna Austfjörð, ömmubörnin öll og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlismanns míns, föður, tengdaföður, fósturföður, afa og langafa, JÓNS BENEDIKTSSONAR, Höfnum á Skaga. Sigurlaug Magnúsdóttir, Birna Jónsdóttir, Eiríkur Jónmundsson, Guðrún Blöndal, Lára Bjarnadóttir, Sigvaldi Thordarson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.