Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 35 ✝ Anna Vilmund-ardóttir fæddist í Löndum í Staðar- hverfi í Grindavík 30. júlí 1916. Hún lést á elliheimilinu Grund 7. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Önnu voru Guðrún Jónsdóttir, f. 12. júlí 1891, d. 3 ágúst 1958, og Vilmundur Árnason f. 12. mars 1884, d. 23. jan. 1975. Systkini Önnu: Guðvarður, f. 29. mars 1912, d. 31. janúar 1984, Árni, f. 22. janúar 1914, d. 11 október 1983, Magnús f. 17. október 1918, d. 29. apríl 1988, Borghildur f. 12. maí 1921, d. 29. september 1987, Guðni f. 23. mars 1923, d. 23. október 1995., Sigríður f. 2. nóvember 1924, Gísli f. 25. febrúar 1927, d. 12. febrúar 2002, Erlendur f. 26. október 1928, d. 13. janúar 1992, Eyjólfur f. 29. ágúst 1930, d. 26. apríl 1991, Eðvarð, f. 2. október 1932, Kristinn f. 24. mars 1934, d. 24. des 1937, Hjálmar f. 30. jan- úar 1936, d. 10. júní 1977. Anna var í sambúð með Krist- jáni Halldórssyni, f. 20. mars 1963, Sigríður Kristín, f. 21. sept- ember 1966, Kristjana, f. 24. sept- ember 1967, Sigurjón Gunnar, f. 12. júní 1970, Anna Ágústa, f. 18. maí 1972, og Vilmundur Rúnar, f. 3. október 1976. 3) Ólafur Þór, f. 9. janúar 1938. Alinn upp hjá Þórdísi Ólafsdóttur og Geir Guð- mundssyni á Lundum í Stafholts- tungum. Ólafur er kvæntur Erlu Svanhildi Ingólfsdóttur, f. 4. apríl 1938. Börn þeirra: Kristján Geir, f. 2. júlí 1963, Þórdís, f. 11. jan- úar 1966, og Katrín, f. 11. júlí 1972. Anna ólst upp í Staðahverfi í Grindavík. Þar hóf hún búskap með Kristjáni Halldórssyni að Reynistað, tómthúsi sem þau byggðu, í Staðarhverfi 1934. Þeg- ar hún og Kristján slitu samvist- um flutti hún til Reykjavíkur. Hún réðist til vinnu á Keldum í Mosfellsveit. Þar kynntist hún Torfa Siggeirsyni sem hún seinna giftist. Árið 1947 réðust þau til vinnu á Reykjalundi þar voru þau þangað til þau fluttu til Grinda- víkur 1951. Árið 1963 fluttu þau til Keflavíkur þar lést Torfi 1983 en Anna bjó áfram í Keflavík til 1986 að hún flutti til Reykjavík- ur. Þar hóf hún sambúð með Steinólfi Jóhannessyni og héldu saman heimili, þar til þau fóru á dvalar og hjúkrunarheimilið Grund. Útför Önnu verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1906, d. 11. janúar 1944, þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru: 1) Lúther Stein- ar, f. 12. október 1934. Fyrri kona: Helga Ásdís Wal- dorff, f. 23. apríl 1937, d. 30 apríl 1966. Börn þeirra: Anna Dóra, f. 8. apríl 1956, Torfi, f. 8. apríl 1958, og Margrét Lára, f. 24. ágúst 1959. Seinni kona: Elín Ásta Káradóttir, f. 19. nóvember 1942. Börn þeirra: Kári Steinar, f. 14. janúar 1969, Sigurjón, f. 23 mars 1971, og Hildur Helga, f. 30. mars 1975. 2) Halldór Kristján, f. 7. júlí 1936. Alinn upp hjá Sigríði Sig- urðardóttur og Valdemar Einars- syni er síðast voru búsett að Felli í Grindavík. Fyrri kona Halldórs var Munda Pálín Enoksdóttir, f. 18. desember 1939, þau skildu. Börn þeirra: Kristján Valdemar, f. 22. júlí 1957, María, f. 15. sept- ember 1958, d. 19. september 1958, Kári, f. 15. desember 1959. Seinni kona: Guðný Guðjóns- dóttir, f. 2. febrúar 1943. Þeirra börn: Guðjón Júlíus, f. 3. júlí Kær vinkona mín og mágkona Anna Vilmundardóttir frá Löndum í Staðarhverfi verður til moldar borin í dag. Okkar fyrsti fundur var dálítið skondinn. Fyrir tæplega hálfri öld var ég afgreiðslustúlka á Hressing- arskálanum í Reykjavík. Dag einn sat Anna þar án þess að ég vissi af og fylgdist með mér. Einhver hafði hvíslað því að henni að þar væri að vinna stúlka sem Elli bróðir hennar væri að skjóta sér í. Þegar hún yf- irgaf salinn vatt hún sér að mér, leit á mig með þessum kankvísu augum og sagði: „Ég verð að segja honum Ella bróður að fara vel með þig“. Ekki voru fleiri orð sögð í þetta skipti en vinkonur vorum við upp frá þessu. Anna var alin upp í stórum systk- inahópi. Þau voru 13 talsins. Eitt þeirra, drengur dó í frumbernsku. Aðeins tvö þeirra eru enn á lífi. Sig- ríður og Eðvarð. Þar sem Anna var þriðja elst þeirra systkina, tveir bræður voru eldri, kom það fljótlega í hennar hlut að sjá um þau sem yngri voru og hlúa að þeim og sjá um heimilisstörfin og fórst henni það fljótt vel þó ekki væri hún há í loft- inu. Hún var einstaklega barngóð og ávallt reiðubúin þar sem þurfti á hjálpa að halda, hvort sem í hlut áttu menn eða málleysingjar. Árið 1934 hóf Anna sambúð með Kristjáni Halldórssyni og byggðu þau sér hús að Reynisstað í Stað- arhverfi. Þau eignuðust 3 syni. Lúth- er Steinar, Halldór Kristján og Ólaf Þór. Þau Anna og Kristján slitu sam- vistum. Árið 1938 fór Anna með Lúther son sinn að Keldum sem vinnukona hjá Ólafi Jónssyni og Guðrúnu konu hans. Þar var vinnu- maður Torfi Siggeirsson. Þau felldu hugi saman og giftust. Sumarið 1947 fóru þau að Reykja- lundi, Torfi sem vinnumaður og Anna sem starfsmaður í mötuneyti hjá Snæfríði Jónsdóttur forstöðu- konu. Anna var orðin aðstoðarráðs- kona þegar hún lét þar af störfum. Árið 1950 flytja þau Anna og Torfi að Tóftum í Staðarhverfi. Þá var hún komin aftur á heimaslóðir. Þau flytja síðan tveim árum seinna ásamt Lúther Steinari syni hennar austur í Járngerðarstaðahverfi og byggðu ásamt honum hús að Staðarholti og bjuggu þar til ársins 1963. Það ár fluttu þau til Keflavíkur og bjuggu að Kirkjuvegi 13. Á þessum árum vorum við Anna í nágrenni hvor við aðra og er það mér dýrmætur tími er ég nú minnist hennar. Torfi létst á árinu 1983 og Anna fluttist til Reykjavíkur 1987 og bjó þar til dauðadags. Þar átti hún góð ár í sambúð með sómamanninum Stein- ólfi Jóhannessyni, sem lifir hana. Önnu var tíðrætt um sína æsku og æskuvini úr Staðarhverfinu. Hverfið var að mestu farið í eyði kringum 1960 og íbúar þess fluttir burt vítt og breitt um landið. Það var því ákveðið á árunum 1961 og 1962 að gera eitt- hvað í málinu. Anna var ein af þeim sem stofnuðu félag burtfluttra Stað- hverfinga. Stofnun slíra átthaga- félaga var þá í algleymingi. Stað- hverfingafélagið lifði mjög góðu lífi í 20–30 ár. Það er ábyggilegt að marg- ir eiga góðar minningar frá starfi fé- lagsins á þessum tíma. Það voru haldin þorrablót sem voru öllum til sóma. Nú sumarskemmtun var venjulega haldin á Stað en það hús hafði félagið á leigu í nokkur ár. Þá var farið í óvissuferðir, kannske að Þingvöllum en helst varð Staðar- hverfið fyrir valinu. Þar undum við okkur heilu og hálfu dagana, geng- um fjörur, tíndum sprek, fórum í leiki eða sungum. Þær eru ógleymanlegar margar ferðirnar, sem við fórum til þess að afla félaginu fjár. Ekki minnist ég þess að neinn hafi tekið okkur illa, frekar að sagt væri þegar okkur bar að gerði að mikið væri gaman að sjá okkur. Og jafnvel að farið hafi verið að óttast um að við kæmum ekki þetta árið. Án þess að á neinn sé hall- að tel ég að óhætt sé að þakka henni Önnu mest hve góður andi var í þess- um félagsskap og hve vinsæll hann var. Anna var alls staðar vel liðin, jafnt af samstarfsfólki sem yfir- mönnum .Hún var mikill snillingur í matargerð. Það var hrein unun að búa út smáar sem stórar veislur með henni. Hún vitnaði þá gjarnan í áð- urnefnda Snæfríði sér til fulltingis. Til marks um kjark og áræði Önnu skal þess getið að 64 ára gömul keypti hún sér sinn fyrsta bíl og þá bílprófslaus. Ekki var annað að gera en að drífa sig í prófið. Það hafðist. Ekki man ég hver ökukennarinn var en vísast var hann úr Keflavík og náði þeim tökum á nemandanum að aldrei kom neitt fyrir Önnu á bíln- um, þó nú færi vítt og breitt um land- ið t.d. norður á Akureyri til Dísu vin- konu sinnar. Þá er eftir að minnast á allar ferðirnar austur fyrir Fjall. En öll eigum við okkar skapadæg- ur og þitt var 7. janúar 2003 elsku vinkona. Okkur öllum sem sakna þín votta ég innilega samúð. Vertu Guði falin að eilífu, elsku Anna mín. Við sjáumst. Helga Sigurðardóttir. Ég verð að skrifa kveðjuorð um hana ömmu mína. Þegar mamma mín lést var ég 10 ára. Þú gekkst mér í móðurstað. Mér finnst eins og partur af hjarta mínu hafi dáið. Erf- itt var að sjá á eftir þér þegar þú fórst inn á Grund og ég var í langan tíma að sætta mig við það að geta ekki séð um þig eins og ég bjóst við að ég myndi gera, en lífið fer stund- um á annan veg en maður ætlar. Elsku amma mín, verst fannst mér að horfa uppá að þú skyldir missa sjónina og varðst rúmföst fljótlega eftir það. Þakka þér fyrir að opna arma þína og umvefja mig af svo sannri ást. Núna veit ég hvað það er að elska skilyrðislaust, þannig elsk- aðir þú mig og allt sem að mig snerti, börnin mín og hann Hrein þinn. Lífs- gleði þín gjafmildi og hjálpsemi var ómetanleg. Gestrisni var þér í blóði borin. Það var alltaf svo gaman og gott að vera í kringum þig. Þér fannst svo gaman að fara í bíltúr út á land. Engum hefði dottið í hug að þú ættir eftir að fá bílpróf 62 ára gömul. Hún amma var svo kjörkuð að ég dá- ist að henni. Ég verð að minnast hans Torfi afa sem var mér ekki síð- ur góður. Þegar afi lést varð amma mjög langt niðri sem gefur að skilja. En sem betur fer hélt lífið áfram og amma náði lífsgleðinni sinni aftur. Nokkrum árum seinna hitti hún Steinólf sinn. Ég er honum Steina mjög þakklát fyrir það hvað hann var góður við hana ömmu mína og börnin mín finna svo mikið til með honum Steina afa á þessari erfiðu stundu. Alltaf var gott og gaman að heimsækja ömmu og Steina afa á Hraunteignum. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt. Elsku Steinólfur, söknuður okkar er mikill. Megi góður Guð styrkja okkur í sorginni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Anna Dóra. Amma er yndislegasta kona sem til hefur verið. Alltaf hefur hún verið reiðubúin að hjálpa og leggja sitt af mörkum fyrir sína nánustu. Hún hefur alltaf átt hjörtu allra í kringum sig því hún hefur alltaf sýnt þeim hlýju og umhyggju sem þurft hafa á því að halda. Það er afar sorglegt að missa svona duglega og hjartgóða manneskju þrátt fyrir að aldurinn hafi verið farinn að segja til sín. Að sjálfsögðu hefur það verið hennar þrá að fá að svífa á brott til betri heims, og ég samgleðst henni fyrir það eins mikið og ég vorkenni okkur sem þurftum að sjá af henni. Hún sagði mér eitt sinn að það eina sem hún væri hrædd um væri að hún myndi deyja alein, en það gerði hún ekki. Ég vil þakka móður minni fyrir að hafa haldið í hendi hennar alveg fram á síðustu stundu. Þetta var það eina sem hún vildi. Ég man alltaf þegar ég var lítill þegar mamma og pabbi voru ekki heima og amma var að passa mig og stórabróðir minn hvað það var alltaf gaman. Gamla konan keyrði sig al- veg út við það að leika við okkur því þetta var alls enginn kubbaleikur heldur hélt hún á okkur á bakinu og við vorum kúrekar og hún var hest- urinn. Þannig var þetta þar til mamma og pabbi komu heim. Þau skildu aldrei hvers vegna amma var svona lúin og þreytt en núna skilja þau það vel. Þegar amma var orðin of gömul til þess að standa í þessum hasar kenndi hún okkur að spila kana. Okkur þótti frábært að spila með henni sérstaklega þegar maður var orðinn ágætur spilamaður og amma vann ekki alltaf. Amma var aldrei sátt við að tapa og þess vegna lærði maður nokkur brögð til þess að svindla pínulítið, því ömmu fannst betra að vinna með svindli heldur en að tapa. Því miður lærði hún aldrei að tapa því hún var of tapsár en þrátt fyrir það var gaman að spila við hana. Spilamennskunnar mun ég sakna mjög mikið en hennar mun meira. Elsku Steini afi, guð styrki þig í sorginni. Torfi. Elsku amma mín, þú varst alltaf svo hress, skemmtileg, lífsglöð og svona gæti ég haldið endalaust áfram. Það sem ég man lengst aftur eru minningar frá heimili þínu á Kirkjuvegi 13 þar sem þú baðaðir mig, huggaðir mig, lékst við mig og gerðir allt í þínu valdi til að halda litla sólargeislanum þínum glöðum og brosandi. Mömmu fannst það skrítið hvað þú varst alltaf þreytt þegar hún kom að sækja mig en auð- vitað varstu þreytt eftir að hlaupa um allt húsið með mig á hestbaki þar til þú bara gast ekki meira. Svo þeg- ar ég varð eldri þá kenndir þú mér að spila og við spiluðum hverja mín- utu sem til þess gafst og okkur systkinunum fannst það svo fyndið þegar þú skammaðist í afa fyrir að eiga ekkert nema þessa bölvuðu hunda! Þú varst allt í öllu þegar það kom að jólabakstrinum og sömuleið- is þegar við tókum slátur. Þetta voru góð ár sem að gleymast seint og skilja eftir fullt hjarta af dýrmætum minningum sem án efa munu fylgja mér í gegnum lífið og hjálpa mér að verða góð og hjartahlý manneskja. Það veit Guð og allir sem voru svo lánsamir að kynnast þér, að betri og hjartahlýrri manneskju er erfitt að finna. Þess vegna var mjög erfitt að horfa á eftir þér inn á Grund. Ég veit það ekki fyrir víst, en ég held að þú hafir ekki verið ánægð með það held- ur. Þar hrakaði heilsu þinni dag frá degi og við horfðum á þig veslast upp og smámsaman deyja. Þá eins og svo oft áður komu ráð þín að góðum not- um og ég studdi mig við það sem þú hafðir svo oft sagt mér: að maður ætti alltaf að ríghalda í góðu stund- irnar því að það væri það dýrmæt- asta sem maður ætti. Elsku amma mín, þú tókst á móti mér inn í heiminn með svo mikilli ást og hlýju að það mun endast mér ævi- langt. En nú kveð ég þig með það fremst í hjarta hvað ég var lánsamur að fá að hafa þig í mínu lífi. Elsku Steini afi, megi Guð veita þér styrk. Daði. Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert í lífi okkar. Við munum ennþá þegar við komum til þín í heimsókn í pössun, þá fengum við alltaf að horfa á Tomma og Jenna. Þú kenndir okkur flestar bænir sem við kunnum, þú kenndir okkur að spila á spil og þegar við spiluðum þá svindlaði Elsa, hún horfði í gleraugun og sá spilin sem þú varst með í hendinni. Við viljum þakka þér fyrir alla þá ást og um- hyggju sem þú hefur gefið okkur. Amma okkar elskaði okkur með sínu stóra hjarta, amma var alltaf til stað- ar þegar maður þurfti á að halda. Þó að amma sé látin mun hún lifa í hjarta okkar alla ævi. Elsku Steini afi, söknuður okkar er mikill, en megi góður Guð styrkja þig í sorginni. Okkur langar að kveðja elsku ömmu með þremur versum sem eiga svo vel við. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsa Dóra og Hreinn. Kær vinkona mín í langan tíma, Anna Vilmundardóttir, lést 7. janúar sl. Með söknuð í huga skrifa ég þessi fáeinu minningarorð um Önnu. Ég hefði viljað heimsækja hana oftar og vera í návist hennar, en ein- hvern veginn varð minna um sam- band eftir að hún fór á Elliheimilið Grund. Síðustu árin hafa verið henni mjög þung og erfið, sjónin og þrekið horfið. Léttleiki Önnu var hennar einkenni og hefur hann ábyggilega oft fleytt henni í ólgusjó áranna. Það var eins og Anna væri síung og fersk og hún kunni að láta manni líða vel í návist sinni. Oft fannst mér sem þessi léttleiki Önnu væri til að dylja eitthvað sárt, eitthvað sem hún vildi ekki að sæist á yfirborðinu. Hún sagði líka oft eins og skáldið „lífið er lotterí og ég tek þátt í því“. Ávallt er við hittumst rifjuðum við gömlu góðu dagana og gleymdum okkur á slóð minninganna t.d. þegar við stofnuðum spilaklúbb. Við spiluðum bridge einu sinni í viku, svona líkt og aðrar konur sem voru í saumaklúbb. Okkur fannst gáfulegra að koma saman og spila, því það fylgdi með í spilinu t.d. að þegja og hugsa pínulít- ið. Ekki má gleyma eldmóði Önnu þegar hún hafði frumkvæði að stofn- un Staðhverfingafélagsins. Hún var vakin og sofin yfir velgengni þess og lagði ómælda vinnu þar til. Það var meiriháttar viðburður að koma á há- tíðir Staðhverfingafélagsins, og seint gleymi ég þorrablótunum þeirra. Anna var „aðalmótorinn“ í þeim efnum. Nú er þetta félag ekki lengur til, frumherjarnir urðu gaml- ir og lúnir eða týndu tölunni og Anna saknaði þess svo mjög. Ég gæti haldið áfram að rifja upp öll þau hlutverk sem Anna tók þátt í á lífs- leiðinni, þau voru ótalmörg og ávallt gaf hún sig alla til verkanna. Ég kveð þessa mætu konu með söknuði, hún Anna var einstök, trygg og vinsæl. Fjölskyldu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið henni Guðs blessun- ar. Guðveig Sigurðardóttir. ANNA VILMUNDARDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.