Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
22 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG hef lengi horft á þetta svæði hér í
miðbænum á Selfossi og ekki líkað
skipulagið á honum. Þarna eru hús
sem eru börn síns tíma, sérstaklega
með Eyraveginum,“ segir Einar
Elíasson, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Sets hf. á Selfossi, sem hefur
látið vinna upp skipulag á lóð sem
hann keypti í nágrenni við Tryggva-
torg. Á lóðinni eru m.a. tvö átta hæða
hús.
Ingimundur Sveinson arkitekt er
höfundur að hugmyndinni en Einar
lagði fyrstu skipulagshugmyndirnar
fyrir bæjaryfirvöld í Árborg í nóvem-
ber 2001 og hefur síðan þá verið með
þær í þróun. Hugmynd Einars og
Ingimundar er nú svo til fullsköpuð
og hefur farið í lögboðna auglýsingu.
„Þá komu fram nokkrar athuga-
semdir en ég á ekki von á öðru en
þetta verði afgreitt á jákvæðan hátt,“
segir Einar. „Ég er gamall bygginga-
maður og hef áhuga á þessu. Svo er
ætlunin að selja einhverjum sterkum
aðila þetta svæði,“ segir Einar.
„Ég keypti þessa lóð og í samvinnu
við aðra lóðareigendur gegnt Ölfus-
árbrú hef ég látið skipuleggja nýja
byggð þar sem þungamiðjan er tvö
átta hæða hús. Mörgum hér í Flóan-
um finnst þetta vera mikil háhýsi og
nánast skýjakljúfar en það helgast af
flatlendinu. Í hvoru húsi eru 30 íbúðir
og tvær þriggja hæða blokkir eru
skipulagðar sunnan við háhýsin með-
fram götunni Hafnartúni. Síðan eru
sýndir möguleikar á uppbyggingu við
Eyraveg, frá Tryggvatorgi niður að
Kirkjuvegi.“
Í bogahúsi við torgið sér Einar fyr-
ir sér þriggja hæða hús með framhlið
úr gleri gegnt brúnni. Á fyrstu hæð-
inni í því húsi verði fjármálastofnanir,
þjónustuskrifstofur lögmanna og
fleiri á annarri hæð og mögulega
heilsuræktarstöð á efstu hæð. „Síðan
koma tveir stólpar, 8 hæða hús, sem
gefa bænum stöðutákn og sýna styrk
samfélagsins, að hér sé ekki í kot vís-
að. Í þessum húsum hugsa ég íbúðir
og verslun og þjónustu á fyrstu hæð-
inni. Svo eru fjölbýlishús fyrir aftan í
góðri tengingu við útivistarsvæði mið-
bæjarins,“ segir Einar Elíasson, hug-
myndasmiður að nýjum miðbæjar-
kjarna á Selfossi.
Hann bendir ennfremur á þá nýj-
ung varðandi þennan kjarna að undir
húsunum verður bílakjallari sem tek-
ið getur helming bílaeignar íbúanna á
svæðinu. Einar hefur reyndar frekari
hugmyndir um þróun nærsvæðisins
við Miðjuna og bendir á að þar megi
koma fyrir ýmissi þjónustu sem fer
vel í miðbænum og leggur áherslu á
að skapa þurfi líflegan og öflugan
miðbæjarkjarna.
Skipulag Miðjunnar á Selfossi suður af Tryggvatorgi þar sem átta hæða
turnar og glerbygging munu einkenna svæðið.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Einar Elíasson, hugmyndasmiður Miðjunnar á Selfossi. Fyrir aftan hann sér í gamalt verslunarhús.
Nýtt skipulag að verða tilbúið fyrir Miðjuna á Selfossi
Ný byggð þar sem tvö átta
hæða hús eru þungamiðjan
Selfoss
VERKALÝÐS- og sjómannafélagið
Boðinn í Þorlákshöfn og Hvera-
gerði hefur gert samning við fé-
lagasamtök á svæðinu til ársins
2008. Samningurinn tryggir félög-
unum rúma milljón á ári allt til árs-
ins 2008. Þau félög sem munu njóta
styrkjanna eru: Umf. Þór í Þorláks-
höfn, Íþróttafélagið Hamar í Hvera-
gerði, Knattspyrnufélagið Ægir í
Þorlákshöfn, Félag eldri borgara í
Hveragerði og Þorlákshöfn og
Skátafélagið Strókur í Hveragerði.
Þórður Ólafsson, formaður
Verkalýðs og sjómannafélagsins
Boðans sagði að Boðinn hefði styrkt
þessi félög undanfarin ár en með
þessum samningi væri tilgangurinn
að koma málum í fastar skorður
þannig að allir vissu að hverju þeir
gengju. Þórður sagði að reynsla sín
af íþrótta og æskulýðsstarfi væri
mjög góð og hann teldi þetta vera
bestu forvörn sem völ væri á. Boð-
inn hefur undanfarin ár boðið eldri
borgurum á svæðinu upp á ferðalag
á hverju ári en með þessum samn-
ingi er eldri borgurum gert kleift
að stjórna og ákveða sitt ferðalag
eða nota styrkinn til annarra fé-
lagsstarfa.
Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson
Þórður Ólafsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans í Hveragerði og Þorlákshöfn, undirritar
samning sem tryggir sex félagasamtökum á svæðinu rúma milljón á ári næstu sjö árin.
Styrkir félagasamtök um sjö millj-
ónir króna fram til ársins 2008
Þorlákshöfn
Á FUNDI bæjarráðs Sveitarfé-
lagsins Ölfuss hinn 16. janúar sl. var
eftirfarandi samþykkt gerð varðandi
Suðurstrandarveg.
„Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss
lýsir furðu sinni á framkominni til-
lögu til samgönguáætlunar fyrir árin
2003–2014 sem lögð hefur verið fyrir
Alþingi, þar sem gert er ráð fyrir að
framkvæmdum við Suðurstrandar-
veg verði frestað til þriðja tímabils
áætlunarinnar. Samkvæmt áætlun-
inni verða framkvæmdir við Suður-
strandarveg því ekki hafnar fyrr en
á tímabilinu 2011– 2014.
Undirbúningur að lagningu Suð-
urstrandarvegar hefur staðið lengi
yfir og hefur samgöngunefnd Al-
þingis samþykkt fjármagn til fram-
kvæmda á árinu 2003. Þingmenn
Suðurlandskjördæmis hafa allir sem
einn lagt ríka áherslu á að fram-
kvæmdir verði hafnar á árinu 2003.
Þá hafa þingmenn kjördæmisins
einnig ítrekað lýst þeirri skoðun
sinni að forsenda fyrir því að núver-
andi kjördæmaskipan var samþykkt
fyrir Reykjanes og Suðurland hafi
verið tilkoma Suðurstrandarvegar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss
skorar því á samgönguráðherra og
þingmenn kjördæmisins að standa
við þau fyrirheit sem gefin hafa verið
um lagningu Suðurstrandarvegar.
Með frestun framkvæmda er verið
að gera lítið úr þeim tengslum og
trúnaði sem ríkt hefur milli íbúa
sveitarfélagsins og þingmanna kjör-
dæmisins.“
Vilja fé í
Suður-
strandarveg
Ölfus
LANDIÐ
VIÐSKIPTAVINUR Tækja- og
tölvubúðarinnar í Ólafsvík datt í
lukkupottinn hinn 31. des. sl. Frá
október og út desember fóru þeir
viðskiptavinir sem versluðu fyrir
ákveðna upphæð sjálfkrafa í pott
þar sem sá heppni hlaut fótbolta-
ferð til Englands með Úrvali-
Útsýn.
Vinningurinn var dreginn út á
laugardag og sá heppni var Pétur
Georgsson, frá Ólafsvík, en hann er
dyggur stuðningsmaður Liverpool
og ætlar hann að nota tækifærið til
að sjá sitt lið spila. „Ekki amalegt
að fá svona verðlaun og sjá eins og
einn leik með Liverpool,“ sagði
Pétur er hann tók við þeim úr
hendi Þrastar Kristóferssonar, eig-
anda Tækja- og tölvubúðarinnar.
Vann
ferð til
Liverpool
Ólafsvík
Morgunblaðið/Alfons
Pétur Georgsson tekur við verð-
laununum hjá Þresti Kristóferssyni.
FRÆÐSLUNET Suðurlands
býður á vorönn upp á nám-
skeið af ólíku tagi sem höfða
til fjölmargra áhugasviða. Á
vorönninni stunda um 50
manns háskólanám á Selfossi
og Hvolsvelli á vegum
Fræðslunets Suðurlands.
Flestir nemendur eru innrit-
aðir í Háskólann á Akureyri
og njóta kennslu í fjarkennslu-
veri FnS á þessum stöðum.
Fræðslunet Suðurlands hefur
þegar skapað sér sess í
mennta- og menningarlífi á
Suðurlandi og bíða margir
með nokkurri eftirvæntingu
eftir námskeiðum þess á
hverri önn.
Um er að ræða námskeið
ætlað heilbrigðisstéttum um
fjöláverka og meðferð slasaðra
en um er að ræða námskeið í
fjarkennslu á landsvísu, einnig
er málþing um sjúkdómavæð-
ingu samfélagsins sem verður
haldið í Fjölbrautaskóla Suð-
urlands 26. apríl nk.
Átthagafræði Hrunamanna,
frá landnámi til vorra daga, er
10 kvölda fyrirlestraröð þar
sem ýmsir fyrirlesarar koma
og fjalla um þróun lands, at-
vinnulífs, sögu og mannlífs í
Hrunamannahreppi frá land-
námi. Um er að ræða heild-
stætt yfirlit sem gefur fólki
möguleika á að fræðast um
samfélagið og þróun þess í
aldanna rás.
Fjölmörg önnur námskeið
er að finna í námsvísinum, allt
frá sælkerakvöldum með Sölva
til þjófa og morðingja í Árnes-
þingi á 17. og 18. öld með Þor-
steini Tryggva Mássyni.
Fjölmarg-
ir stunda
háskóla-
nám
Selfoss