Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND DMC hefur keypt ferða- skrifstofurekstur Íslenskra æv- intýraferða og mun sameina rekst- ur fyrirtækjanna. Starfsemin verður í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg þar sem Ísland DMC hefur rekið ferðaskrifstofuna Destination Iceland. Að sögn Knúts Óskarssonar, fram- kvæmdastjóra Destination Iceland, var aðdragandinn að kaupunum mjög stuttur en fyrirtækin verða sameinuð nú þegar. Hann segir starfsmenn hjá sameinuðu fyr- irtæki verða nálægt tuttugu. Að hluta til verði starfsmenn Ís- lenskra ævintýraferða ráðnir til sameinaðs fyrirtækis, en ekki liggi fyrir nákvæmlega hve margir. Mikil samkeppni Knútur segir að síðasta ár hafi verið erfitt og fækkun hafi verið á sumum sviðum. Einingar hafi verið of litlar til að standa einar, en með því að slá fyrirtækjunum saman sé verið að styrkja reksturinn. Velta fyrirtækjanna hafi verið svipuð og gert sé ráð fyrir að velta samein- aðs fyrirtækis verði um eða yfir 800 milljónir króna á þessu ári. Knútur segir að samkeppni á þessum markaði sé mikil og marg- ir séu um hituna, bæði innlendar ferðaskrifstofur og erlendar. Stærst á þessum markaði er innan- landsdeild Ferðaskrifstofu Íslands, dótturfyrirtækis Flugleiða. Meðal annarra fyrirtækja á markaðnum má nefna Terra Nova - Sól, Heims- ferðir, Kynnisferðir, Guðmund Jónasson og Atlantic Travel. Ísland DMC varð til við samein- ingu Ferðaskrifstofunnar Come-2 Iceland, Safaríferða og Ferðaskrif- stofu BSÍ á fyrri hluta árs 2001. Ís- lenskar ævintýraferðir keyptu inn- anlandsdeild Samvinnuferða- Landsýnar úr þrotabúi þess fyr- irtækis árið 2001. Fyrirtækið hef- ur síðan boðið upp á afþreying- arferðir fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, þar á meðal bátasigl- ingar, jeppaferðir og vélsleða- ferðir, auk almennrar ferðaskrif- stofuþjónustu. Mikill meirihluti erlendir ferðamenn Knútur segir að ekki sé verið að kaupa þann hluta Íslenskra æv- intýraferða sem bjóði upp á af- þreyingarferðir, heldur aðeins þann hluta sem snúi að almennri ferðaskrifstofuþjónustu. Afþrey- ingarferðir verði keyptar af öðr- um. Hann segir að mikill meiri- hluti viðskiptavina fyrirtækisins sé erlendir ferðamenn, bæði ein- staklingar og hópar. Þessir ferða- menn komi víða að úr heiminum, frá Norður-Ameríku, Evrópu og Norðurlöndunum. Með í kaupum Ísland DMC á ferðaskrifstofurekstri Íslenskra ævintýraferða fylgir réttur til að nýta nöfnin Íslenskar æv- intýraferðir, Addís, Samvinn- Travel og tilheyrandi vörumerki, auk allra tiltækra viðskipta- sambanda ferðaskrifstofurekstr- arins við innlenda og erlenda að- ila. Eigendur Ísland DMC ehf. eru stærstu sérleyfishafar ferða til og frá Reykjavík, auk Knúts Ósk- arssonar og nokkurra smærri hlut- hafa. Sameining í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ísland DMC og ferðaskrifstofuhluti Íslenskra ævintýraferða verða sameinuð. Ísland DMC kaupir ferðaskrifstofu- rekstur Íslenskra ævintýraferða ANNAR stærsti banki Sviss, Cred- it Suisse, skilaði tæplega 200 millj- arða króna tapi á síðasta ári, sem er mesta tap í 146 ára sögu bank- ans. Árið áður var bankinn rekinn með 93 milljarða króna hagnaði. Hluti tapsins, um 40 milljarðar króna, er gjaldfærsla vegna Credit Suisse First Boston, CSFB, fjár- festingarbanka Credit Suisse í Bandaríkjunum. Í Financial Times kemur fram að skýringin á gjald- færslunni sé lögsókn vegna ýmissa mála sem upp hafi komið hjá CSFB. Þar sé til að mynda um að ræða málefni sem tengjast Enron, spurningar um það hvort greining- ar CSFB hafi verið vilhallar og hvort sala hlutabréfa í frumútboð- um hafi verið eðlileg. Samkvæmt Financial Times er stærsta skýringin á tapinu þó al- mennur taprekstur CSFB og Wint- erthur, svissnesks tryggingar- félags sem Credit Suisse tók yfir árið 1997. Í The Wall Street Journ- al er haft eftir fjármálastjóra bankans að áætlanir geri ráð fyrir að hann verði rekinn með hagnaði í ár. Mesta tap í 146 ára sögu Credit Suisse-bankans ACOTÆKNIVAL hefur veriðfært af athugunarlista Kaup- hallar Íslands. AcoTæknival var fært á athugunarlista 11. desember síðastliðinn vegna viðræðna sem þá áttu sér stað um sölu á verslunarsviði þess. Nú hefur félagið sent frá sér til- kynningu um að engin áform séu lengur uppi um sölu versl- unarsviðsins. Þá hefur nýr fjármálastjóri tekið til starfa hjá AcoTækni- vali. Nýi fjármálastjórinn er Hlynur Jónsson Arndal, sem áður var fjármálastjóri SR- Mjöls. ATV af athugun- arlista ákvörðun um virkjun Kárahnjúka og byggingu álvers við Reyðarfjörð, aukningar í fiskeldi á svæðinu, auk þess sem félagið hyggst veita áfram góða og trausta þjónustu fyrir út- gerðar- og fiskvinnsluaðila á svæð- inu. Félagið hyggst auka þjónustu sína með því að bjóða upp á lag- ersölu á stáli og tengdum rekstr- arvörum,“ segir í frétt frá fyrirtæk- inu. G. Skúlason vélaverkstæði ehf. hefur starfað í Neskaupstað frá árinu 1987 og hefur veitt þjónustu á sviði véla og skipaviðgerða auk stálsmíða verkefna. Framkvæmda- stjóri og aðaleigandi G. Skúlasonar vélaverkstæðis ehf. er Guðmundur Skúlason vélvirki í Neskaupstað. SÍLDARVINNSLAN í Neskaup- stað og Sandblástur og málmhúðun hf. á Akureyri hafa eignast hlut í G. Skúlason vélaverkstæði ehf. í Nes- kaupstað. Eftir hlutafjáraukningu í félaginu á Guðmundur Skúlason í Neskaupstað meirihluta en Síldar- vinnslan hf. og Sandblástur og málmhúðun hf. jafnan hlut hvort fé- lag. Hlutafé aukið vegna álvers og fiskeldis „Markmið hlutafjáraukningarinn- ar er að auka styrk og möguleika G. Skúlason vélaverkstæði ehf. til að vera virkur þátttakandi í þeirri gríð- arlegu uppbyggingu sem fyrirséð er á Austfjörðum í framhaldi af Brugðist við uppbyggingu ESSO VAL er ný þjónusta sem Olíu- félagið býður upp á frá og með morg- undeginum. Felst nýjungin í því að viðskiptavinum Esso-stöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verður gert kleift að greiða fyrir bensín eða olíu við dæluna. Ekki er því lengur nauð- synlegt að fara inn á stöðina sjálfa heldur verður sjálfsali við hverja sjálfsafgreiðsludælu. Þá verður sjálfsafgreiðsludælum fjölgað en auk þess boðið upp á þjónustudælur á öll- um stöðvum eins og hefur verið. Breytingin felst einkum í því að auka þjónustuna við þá sem velja sjálfs- afgreiðslu. „Við verðum vör við að viðskipta- vinir okkar eru í auknum mæli að nýta sér sjálfsafgreiðslu og við vilj- um koma til móts við þá með því að hafa hana í boði á okkar stöðvum og bjóða fólki að borga við dæluna. Þetta er sama þróun og við sjáum víða erlendis, algengt er að fólk nýti sér það að geta greitt við dæluna þegar það er eingöngu að kaupa eldsneyti. Við erum að koma þessari þjónustu upp í fyrsta skipti hér á landi,“ segir Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri neytendasviðs Olíufélagsins ehf. Hraði, þægindi og ódýrt bensín eru ný kjörorð Esso-stöðva á höfuð- borgarsvæðinu. Að sögn Heimis er í raun lagt upp með að fólk geti valið milli hraða og þæginda. „Það er sama á hvaða stöð þú ferð á höfuð- borgarsvæðinu, þú getur gengið að því vísu að fá hagstætt verð á elds- neyti og sömu þjónustu hvar sem er.“ Heimir segir að afsláttur til þeirra sem kjósa að dæla sjálfur verði 4 krónur á lítra af eldsneyti á öllum stöðvum á höfuðborgarsvæð- inu, en hingað til hafi afslátturinn ýmist verið 2 eða 4 krónur. Hann segir að þeir sem jafnframt nýti sér Safnkort Esso fái 1 krónu til viðbót- ar í afslátt, samtals 5 krónum lægra verð. Greitt við dæluna hjá Esso Morgunblaðið/Kristinn Viðskiptavinir Esso á höfuðborgarsvæðinu geta borgað eldsneytið við dæl- una, „pay at the pump“, frá og með morgundeginum. Áfram verður þó hægt að nýta sér þjónustu starfsmanna við áfyllingu. VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 2,52% frá fyrri mán- uði, eftir að hafa nánast staðið í stað í hálft ár. Hækkun vísitölunn- ar síðustu tólf mánuði fer hins veg- ar lækkandi. Jökull M. Pétursson hjá Hag- stofunni segir að hækkunina milli mánuða megi rekja til samnings- bundinna launahækkana um ára- mótin. „Byggingarvísitalan notar samningsbundin laun til að meta vinnuliðinn. Laun hækkuðu um ríf- lega 3% um áramótin, tryggingar- gjald um 0,5% og viðbótar líf- eyrissparnaður jókst töluvert. Samanlagt hækkaði launakostnað- ur um sem nemur um 5%,“ segir hann. Hækkun vísitölunnar síðustu tólf mánuði nemur 2,7%, en í desember var hún 4,6%. Samsvarandi tala hefur lækkað stöðugt síðasta árið, en í janúar árið 2002 var hún 11,4%. Hækkun síðustu þriggja mánaða var ríflega 11%, en fyrir ári var hún tæplega 26%. Byggingarvísitala Hækkun vegna launahækkana um áramót                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.