Morgunblaðið - 22.01.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.01.2003, Qupperneq 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 19 ÞORSKELDISDAGURINN Á AKUREYRI kynning á stefnumótun í þorskeldi 13:00 Ávarp sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen 13:15 Stefnumótun í rannsókna- og þróunarvinnu í þorskeldi Valdimar Ingi Gunnarsson 13:45 Þorskeldi á krossgötum Guðbrandur Sigurðsson 14.05 Fyrirspurnir til frummælenda 14:30 Staða þorskeldis í Noregi Jørgen Borthen 15:00 Kaffi 15:20 Almennar umræður 16:20 Ráðstefnuslit Fundarstjóri: Kristján G. Jóakimsson SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN Opin ráðstefna í matsal Útgerðarfélags Akureyringa hf. föstudaginn, 24. janúar 2003 kl. 13:00. Þorskeldi á Íslandi: Stefnumörkun og upplýsingabanki A T H Y G L I BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum síðdegis í gær erindi frá Landsvirkjun um að veita eigendaábyrgð vegna fjármögnunar Kárahnjúkavirkjunar. Ábyrgðin var veitt með 10 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks, Samfylkingar og Lista fólks- ins, en fulltrúi Vinstri grænna var á móti því að ábyrgðin yrði veitt. Nokkrar umræður urðu um málið á fundi bæjarstjórnar. Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs, sagði þannig að ekkert hefði komið fram sem sannfærði sig um annað en að fyrir því væru haldbær rök að veita ábyrgðina. „Ég met þetta svo að um arðbært verkefni sé að ræða og skynsamlegt að bærinn ábyrgist lán vegna þess, enda litlar líkur á að ábyrgðaraðilar þurfi að standa við ábyrgðir sínar,“ sagði Jakob. Fagna atvinnuupp- byggingu á Austurlandi Oktavía Jóhannesdóttir, Samfylk- ingu, kvaðst ekki hika við að leggja málinu lið, enda undirbúningur þess eins og bestur getur orðið. Í bókun Samfylkingarinnar á Akureyri kem- ur fram að flokkurinn sé sammála því að veita Landsvirkjun eigenda- ábyrgð á lánum sem tekin verða vegna fjármögnunar á Kárahnjúka- virkjun, enda séu allar líkur á að framkvæmdin sé arðbær. Jafnframt fagnar Samfylkingin á Akureyri at- vinnuuppbyggingu á Austurlandi og telur fyrirhugaðar framkvæmdir lyftistöng fyrir atvinnu- og mannlíf á svæðinu. Í máli Odds Helga Halldórssonar, L-lista, kom fram að hann teldi framkvæmdir við virkjun við Kára- hnjúka góðan kost og landsmenn myndu á næstu árum njóta ávaxta þeirra. Hann sagðist þó ekki vilja gera lítið úr málflutningi umhverf- isverndarsinna, en sér þætti stund- um sem mótstaða við framkvæmdir ykjust í réttu hlutfalli við fjarlægð frá Reykjavík. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði umræðu um málið oft með hreinum ólíkindum og ætti það bæði við um hörðustu fylgjendur sem og þá sem andvígir væru fram- kvæmdunum. Sagðist hann alltaf hafa verið fylgjandi þessu verkefni. Vissulega fylgdi því viðkvæm áhrif á náttúru landsins, en undirstaða búsetu á Íslandi væri að nýta nátt- úruna, svo hefði það verið og yrði um ókomna tíð. Umræðan virtist stundum komin langt fram úr þeirri staðreynd. Áður hefði verið ráðist í framkvæmdir sem áhrif höfðu á náttúruna, framkvæmdum sem skil- að hefðu þjóðinni fram á veginn. Stórfelld óafturkræf náttúruspjöll Valgerður H. Bjarnadóttir, Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði, er andvíg virkjun við Kára- hnjúka og greiddi atkvæði á móti því að ábyrgðin yrði veitt. Afstöðu sína sagði hún m.a. byggjast á því að um stórfelld óafturkræf náttúru- spjöll væri að ræða, náttúrunni væri fórnað og aldrei yrði til baka snúið. Verið væri að eyðileggja un- aðsreit sem unnt hefði verið að hafa af umtalsverðar tekjur af ferða- mönnum á næstu árum. Þá nefndi hún einnig efnahagsleg áhrif fram- kvæmdanna, en gera mætti ráð fyr- ir mikilli þenslu í kjölfar þeirra. Eins benti hún á að dæmi væru fyr- ir því að álfyrirtæki sem staðið hefðu í miklum framkvæmdum hefðu orðið gjaldþrota og skilið eftir sig rústir einar á eftir. Menn gerðu ekki ráð fyrir þeim möguleika hér. Taldi Valgerður skynsamlegra að styðja við bakið á atvinnuuppbygg- ingu af öðru tagi. Bæjarstjórnin veitti Landsvirkjun eigendaábyrgð Litlar líkur á að standa þurfi við ábyrgðina Morgunblaðið/Kristján Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi gerir grein fyrir afstöðu sinni varðandi eigendaábyrgð vegna fjármögnunar Kárahnjúkavirkjunar. Fyrir framan hana situr Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs. FJÖGUR tilboð bárust í fasteignir í Ytri- og Syðri-Skjaldarvík í Hörg- árbyggð, sem stjórn Fasteigna Ak- ureyrarbæjar auglýsti til sölu ný- lega. Um er að ræða rúmlega 180 fermetra íbúðarhús á einni hæð, rúmlega 240 fermetra íbúðarhús á tveimur hæðum, tveggja hæð hús á tveimur hæðum með kjallara, þar sem dvalarheimili aldraðra var til húsa, alls tæpir 1.900 femetrar og einnig skemma, vélaskemma, geymsla, fjós, kálfahús og hlaða. Húsunum er afmörkuð leigulóð og til greina kemur að leigja vænt- anlegum kaupendum úthaga og tún. Hæsta tilboð í allar eignirnar átti Landsþjónustan ehf. og hljóðaði það upp á 45 milljónir króna, Atorp ehf. bauð 35,1 milljón króna í eignirnar, Hjörtur Fjeldsted og Auður Skúla- dóttir buðu 25 milljónir króna og Alexander Pálsson bauð 20 milljónir króna. Þá bárust átta tilboð í hluta eignanna. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæj- ar fór yfir tilboðin á síðasta fundi sínum og þar var samþykkt að fela Guðríði Friðriksdóttur fram- kvæmdastjóra að ræða við þá þrjá aðila sem áttu hæstu tilboðin í allar eignirnar. Þá samþykkti stjórn Fasteigna að auglýsa núverandi húsnæði Tón- listarskólans á Akureyri við Hafn- arstræti 81a og 81b til sölu. Eins og fram hefur komið hefur hluti Linduhússins svokallaða við Hvannavelli verið leigt undir Tón- listarskólann og mun skólinn verða fluttur um set næsta sumar. Húseignir Akureyrarbæjar í Skjaldarvík til sölu Fjögur tilboð bár- ust í allar eignirnar SAMKVÆMT yfirliti sem lagt var fram á síðasta fundi félags- málaráðs Akureyrarbæjar, nam greidd fjárhagsaðstoð á síðasta ári alls um 44,6 millj- ónum króna, sem er tæplega 20% hækkun á milli ára. Eft- irspurn eftir fjárhagsaðstoð í bænum hefur stöðugt verið að aukast. Í desember sl. voru veittir 110 styrkir að upphæð tæplega 4,9 milljónir króna. Þá voru veitt þrjú lán í des- ember að upphæð rúmlega 337 þúsund krónur. Synjað var 36 umsóknum. Í nóvember sl. voru samþykktir 59 styrkir að upp- hæð rúmlega 2,6 milljónir króna en 11 umsóknum var synjað. Greidd fjárhagsaðstoð fyrstu 11 mánuði síðasta árs nam 38,5 milljónum króna, sem er tæplega 28% hækkun milli ára. Aukin eftirspurn eftir fjár- hagsaðstoð Verslunarráð Íslands efnir til há- degisverðarfundar á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 23. janúar nk. Á fundinum verða skattamál at- vinnulífsins til umræðu. Geir H. Haarde fjármálaráðherra mun þar ræða um hver staðan sé í þeim efn- um og hverjar séu horfur í skatta- málum atvinnulífsins. Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn á Fosshóteli KEA og hefst kl. 12 með léttum máls- verði. Skráning fer fram hjá Verslunarráði. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.