Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR um ári skrifað ég grein um gengismál og hlutabréfakaup. Hljótt hefur verið um þessi mál og ekki hef- ur farið ýkja mikið fyrir fjármálaráð- gjöfunum góðu, sem tróðu ákaflega upp í öllum fjölmiðlum áður en fallið mikla hófst. Um þessi áramót var hægt að kynna sér þróun mál m.a. á vefsíðu BBC og fleiri fjölmiðla er- lendis. Þar kom fram að frá því í mars árið 2000 hafa hlutabréf á Nasdaq fallið um 76%, en um 43% árið 2002, Dow Jones um 28%, DAX um 44% og CAC um 33%, svo eitthvað sér nefnt. Gífurlegir fjármunir hafa tapast hjá þeim, sem fjárfestu ótæpilega á mörkuðum erlendis. Þetta hefur komið fram í skráningu íslensku krónunnar. Um áramótin 2001 var dollarinn skráður 103,45, en ári síðar á 80,96, um fimmtugs munur. Ef litið er á hæsta gengi 2001, sem var yfir 110,00 og á gengið núna, sem er um 80,00 er enn meiri munur. Í engu ríki í veröldinni hefur slíkt undur gerst fyrr eða síðar. Hagfræðingar lands- ins og fjármálaráðgjafarnir góðu þegja. Margir lífeyrissjóðir eru með vonda afkomu og hlutabréfasjóðirnir fjármálafyrirtækjanna í mínus. Þarf nokkuð að ræða, hvað veldur? Al- menningur borgar brúsann möglun- arlaust og því óþarfi að tala um málið. Það er annars eins og mig minni, að það væri talað um árangurstengd laun hjá þessum aðilum. Það á ekki við þegar illa gengur, eða hvað? Ann- ars væri fróðlegt að vita hvað lífeyr- issjóðirnir hefðu tekið til bragðs, ef yfirtakan á Íslandsbanka hefði heppnast, eins og Agnes Bragadóttir rekur í snilldarlegum greinum sínum í Morgunblaðinu. Þeir hefðu getað tapað, enn meira, en á hlutabréfa- kaupunum erlendis. Almenningur á Íslandi verður að geta treyst því, að fjárglæframenn komi ekki höndum yfir sparnað og lífeyri þess. Hvaða banka eða fjármálastofnun getur fólk treyst í framtíðinni? Ég að minnsta kosti er farinn að íhuga, hvort ekki er hægt að komast í viðskipti við ærleg- an banka erlendis, þar sem stöðug- leiki er tryggður. Það er áhyggjuefni, við brotthvarf ríkisbankanna, hvort íslenska krónan verður ekki leik- soppur sterkra fjármálaafla. Það er áminning til okkar, að ekki var hægt að hemja gengið með tvo ríkisbanka og Seðlabankann að auki. Undrin á Íslandi Eftir Hreggvið Jónsson „Fjárglæfra- menn komi ekki hönd- um yfir sparnað og lífeyri.“ Höfundur er fv. þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. SAMSTARFSMIÐSTÖÐIN Campbell Collaboration er alþjóð- leg stofnun sem hefur það mark- mið að framkvæma og kynna kerf- isbundið mat á rannsóknum er varða gæði og gagnsemi fé- lagsþjónustu, aðgerða og þjónustu- tilboða. Sviðin sem rannsóknir þessar ná til eru félagsráðgjöf, refsikerfi og uppeldismál. Við mið- stöðina starfar vísindafólk, fagfólk á vettvangi og fjármögnunaraðilar. Tilgangur starfseminnar er að opna fagfólki og stefnumörkunar- aðilum aðgang að samanteknum niðurstöðum alþjóðarannsókna um árangur og gæði aðferða og þjón- ustutilboða. Framkvæmt er skipu- legt gæðamat á sívaxandi fjölda al- þjóðlegra grunnrannsókna, þróað er yfirlit yfir rannsóknarniðurstöð- ur og þeim miðlað til notenda þjónustunnar. Hornsteinar starf- seminnar eru þrír: Að vísindafólk og faghópar hafi gagnkvæman ávinning af samræðu sín í milli, að mögulegt sé að mæla áhrif fé- lagslegra aðgerða og að læra megi af reynslu annarra landa þrátt fyr- ir menningarmun og ólík velferð- arkerfi. Norræn gæðamatsmiðstöð Á síðasta ári var stofnuð norræn miðstöð, The Nordic Campbell Center (NCC), sem er hluti af hinu alþjóðlega samstarfi. Aðsetur hennar er við Dansk Socialforskn- ingsinstitut og nýtur hún öflugs fjárstuðnings danska ríkisins auk styrks frá norrænu ráðherranefnd- inni. Í stjórn sitja fulltrúar Norð- urlandanna og er hún skipuð fulltrúum bæði faglegrar þjónustu og rannsóknageirans. Fulltrúi Ís- lands er dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ. Fyrirmynd að Campbell samstarf- inu er Cochrane Collaboration, al- þjóðasamstarfskerfi á sviði rann- sókna í heilbrigðisþjónustu. Þessar tvær stofnanir hafa með sér náið samstarf en það er í anda nútíma- áherslu á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu. Norræn ráðstefna Nýlega var haldin ráðstefna þar sem fyrirlesarar frá Norðurlönd- unum og Bandaríkjunum fjölluðu um markmið og tilgang með starf- semi NCC og kynntar voru aðferð- ir við mat á rannsóknum, þ.e. kerf- isbundna úttekt á safni rannsókna sem uppfylla ákveðnar gæðakröf- ur. Málið snýst ekki um hvort úr- ræði skili árangri heldur hvernig lesa eigi á gagnrýninn hátt úr ara- grúa rannsókna sem sýna mismun- andi niðurstöður. Slíkt mat tryggir að stefnumörkun, áhersluval og aðferðir byggist á traustustu nið- urstöðunum. Vinnuhópar á ráð- stefnunni fjölluðu um hugmyndir og tillögur að hentugum viðfangs- efnum og skiluðu tillögum um eft- irfarandi svið: Vinnumarkaðsað- gerðir sem beinast að ungu fólki; vistun barna og ungmenna utan heimilis; dagvistun fyrir börn; fé- lagsráðgjöf og meðferð fyrir ein- staklinga sem misnota áfengi og vímuefni og aðlögun minnihluta- hópa að samfélaginu. Þrír Íslendingar sátu ráðstefn- una, Gísli Árni Eggertsson, Guð- rún Reykdal og Sigrún Júlíusdótt- ir. Á ráðstefnunni flutti Guðrún Reykdal pallborðserindi um leiðir við að miðla niðurstöðum rann- sókna til stjórnenda, starfsmanna og notenda félagsþjónustunnar. Skýrt kom fram sú vísindalega sýn að tengja rannsókn- ir hagnýtri félagsþjón- ustu og að skapa farveg fyrir opna umræðu á vettvangi þar sem fag- fólk þróar þekkingu sína og færni. Þannig þurfi að vera tengsl milli vís- indasamfélagsins og að- ila sem bera ábyrgð á stefnumótun og ákvarð- anatöku og niðurstöður rannsókna fái hagnýtt gildi fyrir faghópa á viðkomandi sviði. Þetta skiptir miklu í rannsóknum á starfsemi þar sem þarf oft að bregðast við örum breytingum í samfélaginu og sníða þjónustu að þeim. Hér er bæði horft til grunnrannsókna og mats á starfsemi. Nýir faghópar eru að myndast í hinum félagslega geira og breyttar þarfir í sam- félaginu kalla á nýja þjónustu. Einnig má nefna aukna áherslu á samþættingu þjónustu og fjölfag- legt samstarf. Norrænt samstarf er hér í lykilstöðu þar sem sam- félagsgerð og menning þessara landa á margt sameiginlegt og víða unnið öflugt rannsóknasam- starf. Mikilvægi aðildar íslensks rann- sóknasamfélags að þessu samstarfi er ótvírætt en mikil gróska er í fé- lagsvísindum á Íslandi um þessar mundir og áhugi fyrir auknu sam- starfi hinna ýmsu rannsóknasviða og faghópa. Miðlun gagna og kynning á rannsóknum, upp- bygging gagnagrunna og upp- lýsingabrunna og gott aðgengi að samræðu eru þar mikilvægir þættir. Dæmi um þetta eru m.a. Samtök um rannsóknir í félags- ráðgjöf, ÍS-FORSA, sem voru stofnuð á síðasta ári. Þau eru syst- ursamtök Forsa („Forskning i socialt arbete“) á Norðurlöndum. Nánari upplýsingar um Campbell samstarfið eru á slóðinni www.nc2.net. Rannsóknir á gæðum félagsþjón- ustu og -ráðgjafar Eftir Gísla Árna Eggerts- son, Guðrúnu Reykdal og Sigrúnu Júlíusdóttur „Mikil gróska er í fé- lagsvísindum á Íslandi um þessar mundir.“ Gísli Árni er aðstoðarfram- kvæmdastjóri ÍTR, Guðrún er fé- lagsráðgjafi og Sigrún er prófessor í félagsráðgjöf við HÍ. Gísli Árni Eggertsson Sigrún Júlíusdóttir Guðrún Reykdal Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 V inur minn sagði við mig í gær að hann myndi líklega fljót- lega missa heilsuna, andlega og líkamlega, ef hann ætti fjórar eiginkonur – hvað þá fjórar íslenskar eig- inkonur. „Það er ekki hægt að hafa stjórn á fjórum íslenskum kon- um,“ sagði hann. Og ég hlýt að taka undir með honum. Tilefni umræðu okkar er sú staðreynd að karlar hafa til þess heimild víða í arabaheiminum að eiga allt að fjórar eiginkonur. Og víða nýta þeir sér þá heimild. Í ol- íuríkinu Kat- ar, sunnarlega á Arabíuskag- anum, þar sem ég hef dvalið síðustu tvær vikurnar, er það t.d. ekki óalgeng sjón að sjá karla, klædda skósíðum hvítum serkjum, ganga um með þrjár til fjórar eiginkonur í eftirdragi. Kon- urnar eru þá jafnan vel huldar svörtum klæðum, frá hvirfli til ilja og oft með blæju fyrir andlitið. (Og varla hægt að ímynda sér að nokk- ur maður – hvað þá eiginmaðurinn – geti þekkt þær í sundur í slíkum klæðum.) Sjálfur furstinn í Katar, ungur maður – innan við fimmtugt – hefur skapað ákveðið fordæmi í hjónabandsmálum; hann á þrjár eiginkonur og 22 börn. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig þessi hjónabönd ganga; hvernig körlunum í arabaheim- inum gengur að halda heilsunni eða hvernig konurnar hafa yfirleitt áhuga á því að vera kona númer tvö, þrjú eða fjögur. Ég reyndi hins vegar að grennslast fyrir um þessar „hjónabandsvenjur“ meðan á dvöl minni á Arabíuskaganum stóð. Svörin sem ég fékk voru fyrst og fremst þau að íslömsk trúar- brögð heimila fjórar eiginkonur. Það fari þó m.a. eftir því hve ríkin eru „frjáls“ hvort karlar nýti sér þessar heimildir eða ekki. Í ríki á borð við Kúveit, þar sem konur njóta mun meira „frelsis“ en konur í Katar, sé þetta hjónabandsform t.d. fremur sjaldgæft. Konur þar láti einfaldlega ekki bjóða sér það að vera ein af mörgum. Ein vel menntuð katarísk kven- réttindakona sem ég ræddi við sagði mér að staðan í jafnrétt- ismálum kynjanna í Katar væri að mörgu leyti um tuttugu árum á eftir þeim árangri sem náðst hefði í Kúveit. Baráttan væri þó mun lengra komin í Katar en t.d. í Sádi- Arabíu, sem er mjög aftarlega á merinni hvað þessi mál varðar. Fjölkvæni væri því samkvæmt þessu algengara í síðarnefnda landinu en víða annars staðar á þessu svæði. Konan, sem ég ræddi við, stað- festi að nokkuð væri um það að karlar ættu þrjár eða fjórar eig- inkonur í Katar en tók fram að hún myndi alls ekki sætta sig við að eiginmaður sinn næði sér í aðra hvað þá aðrar eiginkonur. Það er því ljóst að margar konur á Arabíuskaganum myndu ekki una fjölkvæninu. Svo virðist þó sem margar þeirra sætti sig við slíkt fyrirkomulag. Líklega vegna trúarbragðanna og sennilega líka vegna þess að þeim hefur verið innrætt það frá barnæsku. Ég geri einnig ráð fyrir að þær konur, sem undirgangast slík hjónabönd, séu ekki eins „erfiðar“ og íslenskar konur. Ég sé a.m.k. íslenskar konur í anda samþykkja það að fara með eiginmanninum í verslunarleiðangur og láta hann einan sjá um að velja fötin, skóna og töskurnar handa sér. Ég nefni þetta dæmi vegna þess að ég varð vitni að einu slíku í Katar. Ég var semsé, (alveg óvart), stödd í einni skóbúð í miðbænum. Inn kom karl með fjórar svartklæddar konur. Konurnar eltu karlinn inn og stóðu síðan saman í hnapp í miðri versl- uninni á meðan hann gekk um og kíkti á úrvalið. Þær töluðu saman í lágum hljóðum (og virtust satt best að segja nokkuð nánar) þegar karlinn tók einn skó úr hillunni og sagði við afgreiðslukonuna: „Ég ætla að fá svona par númer 39.“ Síðan var eins og komið hefði hik á hann og hann kallaði til kvennanna: „Var það 39 eða var það 40?“ Eftir að hafa fengið rétt númer hélt hann áfram að velja skó og töskur. Lét pakka því inn í fjórar öskjur. Borgaði og gekk út. Í humátt á eftir gengu konurnar. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort konurnar hafi verið ánægðar með leiðangurinn og þá pakka sem að þeim var rétt. Hver veit? En talandi um verslunarleið- angra þá var mér sagt frá því í Katar, af karlkyns heimild, að karlar „létu það ekki eftir sér“ að eignast þrjár eða fjórar eiginkonur nema þeir væru mjög vel efnaðir. Gæfu þeir nefnilega einni konunni gjöf yrðu þeir að gefa hinum sams- konar gjöf. Það dygði t.d. ekki að gefa einungis einni konunni bíl, þær yrðu allar að fá bíl. Efnahagur ætti þó varla að standa innfæddum körlum í Katar fyrir þrifum, því Katar er eitt af ríkustu ríkjum heims, miðað við höfðatölu, eftir að þar fannst olía fyrir allmörgum árum. En kannski er ég komin að ákveðnum kjarna þarna. Í Katar virðast karlar hafa auðveldari að- gang að fjármagni en konur; þeir hafa haft, þangað til fyrir nokkrum árum, auðveldari aðgang að há- skólamenntun. Og þeir hafa líka haft – og hafa enn – betri aðgang að vel launuðum störfum en konur. Svipaða sögu mætti líklega segja af öðrum ríkjum Arabíuskagans. Með slíkt forskot hafa karlar á þessu svæði þar með auðveldari aðgang að völdum; þar með völd- um til að nýta sér þá heimild að eiga fjórar konur. Í ljósi þessa mætti kannski segja að ein af leið- um konunnar til að nálgast völd og auðæfi sé sú að sætta sig við að vera ein af fjórum. Ég get a.m.k. ekki séð aðra skýringu á því hvers vegna þær ættu að una því að vera í svo fjölmennu hjónabandi. En kannski eru þetta bara fordómar í mér? Eða meðfætt óstýrilæti sem einkennir gjarnan íslenskar kon- ur? Hver vill vera núm- er fjögur? „Ég sé a.m.k. íslenskar konur í anda samþykkja það að fara með eiginmann- inum í verslunarleiðangur og láta hann einan sjá um að velja föt handa þeim.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.