Morgunblaðið - 22.01.2003, Side 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Tómas Jónssonfæddist 27. júní
1916. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
13. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Jón Em-
ils Tómasson, f. á
Hróarsstöðum í
Hálsahreppi 1.
ágúst 1870, d. 4.
apríl 1922, og Sig-
urlína Sigurgeirs-
dóttir, f. á Önguls-
stöðum 9. apríl
1879, d. 13. janúar
1968. Saman eignuðust þau sjö
börn. Þau eru: Fjóla Katrín, f.
2.10. 1904, d. 12.6. 1960; Karl Jó-
hann, f. 8.10. 1906, d. 17.10. 1976;
Páll, f. 12.11. 1908, d. 14.7. 1985;
Sigurgeir, f. 8.9. 1910, d. 25.9.
1995; Helga Ármann, f. 8.5. 1914,
d. 1.5. 1933; Tómas, sem hér er
kvaddur; og Þorvaldur Kristján,
f. 11.10. 1918. Hálfbróður áttu
þau systkin, Jón Forberg, f.
12.12. 1909, d. 12.2. 1990. Hann
var sonur Jóns Emils og Þórunn-
ar Helgadóttur, f. 1888.
Hinn 27. nóvember 1937 kvænt-
ist Tómas Huldu Emilsdóttur, f.
12.10. 1919, d. 17.12. 1966. Hún
var dóttir Emils Jakobssonar, f.
21.1. 1898, d. 15.7. 1978, starfs-
manns hjá Rafveitu Akureyrar og
Sigurrósar Þorleifsdóttur, f. 6.5.
einn son, Dag; Arnar, sambýlis-
kona hans er Díana Olsen, þau
eiga eina dóttur, Alexöndru Líf.
4) Guðbjörg, f. 22.6. 1945, maki
Axel Guðmundsson, þau eiga þrjú
börn: Magnús, sambýliskona hans
er Halla Gunnarsdóttir. Magnús á
þrjú börn, Örnu Guðbjörgu, Svav-
ar og Axel Brynjar. Börn Höllu
eru Óðinn, Gunnar Örvar og
Matthildur Alice. Arna, maki
hennar er Þórður Daníelsson, þau
eiga tvö börn, Huldu Björgu og
Daníel; Guðmund Tómas, sam-
býliskona hans er Jónína Sigurð-
ardóttir, þau eiga einn son, Sig-
urð Axel. 5) Svala, f. 13.2. 1948,
maki Rafn Herbertsson, þau eiga
tvær dætur: Huldu, sambýlismað-
ur hennar er Gunnar Elvar Gunn-
arsson þau eiga tvö börn, Atla
Rafn og Dagnýju Svölu; og Kol-
brúnu Ingu, sambýlismaður henn-
ar er Jón Elvar Hjörleifsson. 6)
Helga, f. 13.7.1955, maki Gústaf
Friðrik Eggertsson. Þeirra börn
eru Hulda Hrönn Bergþórsdóttir
og Jón Hilmar Gústafsson. Gústaf
á fyrir tvo syni, Guðbjörn og
Bjarka, sambýliskona Guðbjarnar
er Gunnhildur Ósk Guðmunsdótt-
ir, þau eiga einn son, Hlyn.
Tómas starfaði sem bílstjóri hjá
Bifröst til margra ára en réð sig
til starfa sem brunavörður hjá
Slökkviliði Akureyrar árið 1953.
Þar var hann meðal þeirra fyrstu
sem störfuðu á vöktum. Tómas
gegndi starfi brunavarðar til árs-
ins 1983 en þá varð hann að hætta
sökum veikinda.
Útför Tómasar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
1888, verkakonu.
Hulda var alin upp
hjá hjónunum Sigur-
jóni Þorkelssyni og
Guðbjörgu Jónsdótt-
ur. Saman eignuðust
Tómas og Hulda sex
börn. Þau eru: 1) Jón
Guðbjörn, f. 11.4.
1937, maki Þórey
Bergsdóttir. Þau eiga
fjögur börn: Tómas,
maki hans er Helga
Margrét Sigurðar-
dóttir, þau eiga þrjú
börn, Jón Birgi, Há-
kon Þór og Margréti;
Ragnhildi, maki hennar er Björn
Snær Guðbrandsson, þau eiga tvö
börn, Berglind Lilju og Arnar
Þór; Bergur, sambýliskona hans
er Hrafnhildur Guðjónsdóttir þau
eiga eina dóttur, Jönu Þóreyju;
Kristín Bergþóra, sambýlismaður
hennar er Tryggvi Haraldsson,
þau eiga einn son, Bjarka Reyr.
Fyrir á Tryggvi tvo syni, Arnar
Inga og Rúnar Inga. 2) Skjöldur,
f. 19.10. 1938, sambýliskona hans
er Björk Nóadóttir. Skjöldur á
tvær dætur frá fyrra hjónabandi
með Drífu Gunnarsdóttur, þær
eru: Hulda Tómasína og Harpa,
hún á eina dóttur, Drífu Sól.
3) Hreinn, f. 25.6. 1941, maki
Þórveig Bryndís Káradóttir, þau
eiga tvo syni: Kára, maki hans er
Kristín Sigurðardóttir þau eiga
„Leitaðu að sál dauðans í líkama
lífsins, því að líf og dauði eru eitt eins
og fljótið og særinn.
Í djúpi vona þinna og langana felst
hin þögla þekking á hinu yfirskilvit-
lega, eins og fræin sem dreymir und-
ir snjónum, dreymir hjarta þitt vor-
ið.
Trúðu á draum þinn, því hann er
hlið eilífðarinnar. Því hvað er það að
deyja annað en að standa nakinn í
blænum og hverfa inn í sólskinið. Og
hvað er það að hætta að draga and-
ann annað en að frelsa hann frá frið-
lausum öldum lífsins, svo að hann
geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns?
Aðeins sá sem drekkur af vatni
þagnarinnar mun þekkja hinn vold-
uga.
Og þegar þú hefur náð ævitind-
inum þá fyrst munt þú hefja fjall-
gönguna, og þegar jörðin krefst lík-
ama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“
(K. Gibran.)
Síðasta aðfangadagskvöld var
skrítið.
Frá því ég man eftir mér höfðum
við öll fjölskyldan farið til afa á að-
fangadagskvöld. Í huga flestra ef
ekki allra barnabarnanna var það
hápunktur jólanna að fara til hans.
Eins ef eitthvert okkar komst ekki
norður vegna náms og starfa, þá
vantaði mikið upp á að jólin væru
eins og þau áttu að vera. Núna fyrir
jólin var afi orðinn veikur, mikið
veikur.
Og nú er hann búinn að kveðja
okkur, minningin um hann tengist
hestum og kindum. Alltaf hafði hann
nóg fyrir stafni við að sinna dýrunum
sínum.
Og fyrir okkur barnabörnin var
það ævintýri líkast að fara í hest-
húsin til hans og var hann óþreyt-
andi að sýna okkur hvernig átti að
bera sig að.
Að leiðarlokum viljum við þakka
afa samfylgdina og biðja honum
blessunar á nýjum stað.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphimininn fegri en auðgað sér,
móti öllum oss faðminn breiðir.
(E. Ben.)
Hulda Tómasína Skjaldar-
dóttir, Harpa Skjaldardóttir,
Drífa Sól Sveinsdóttir.
Með þessum orðum langar okkur
að minnast okkar kæra afa Tomma.
Það er margt skemmtilegt sem rifj-
ast upp, því öll áttum við okkar
stundir með honum.
Alltaf tók hann vel á móti okkur
með sínum glettnu augum og lumaði
oft á góðgæti. Það var alltaf gaman
að koma til afa og fá leyfi til að kíkja í
nammiskúffuna. Einnig er okkur
minnisstætt hve mikla hlýju og kær-
leika hann sýndi langafabörnunum.
Það kom ákveðinn glampi í augun er
þau birtust.
Afi var ekki margmáll en gat kom-
ið með hnyttnar athugasemdir.
Hann fylgdist vel með og hafði
áhuga á því sem við vorum að gera.
Hann leyfði okkur gjarnan að taka
þátt í sínum daglegu störfum, eins og
að fara í fjárhúsin og taka þátt í hey-
skapnum. Það eru ógleymanlegar
stundirnar þegar við hossuðumst
aftur í brúna Scoutinum hans afa á
leiðinni í réttir eða fengum að sitja á
heyvagninum þegar hann fór með
heyið í hlöðu. Okkur tókst ekki alltaf
vel upp við bústörfin, t.d. þegar við
misstum frá okkur kindurnar á leið-
inni frá réttunum suður í Kinn en afi
tók því með jafnaðargeði.
Okkur er líka afar minnisstætt
þegar afi varð áttræður og við héld-
um honum garðveislu inni í Hafnar-
stræti. Þar var brugðið á leik, grillað
og mikið sungið. Jóhann Már var
fenginn til að syngja fyrir afa, hon-
um til mikillar gleði því hann var
mjög söngelskur.
Á aðfangadagskvöldum hefur ver-
ið venja að öll fjölskyldan hittist
heima hjá afa til að dansa í kringum
jólatréð. Þetta hefur verið hefð í rúm
35 ár. Þá sat afi í stólnum sínum og
fylgdist vel með. Án efa eru þetta
okkar kærustu minningar, afi og jól-
in.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar. Hvíl þú í friði.
Barnabörnin.
Ávallt kemur það á óvart þegar
menn hverfa af sjónarsviðinu og
dauðinn ber að dyrum. Samt er hann
hið eina sem við eigum víst þegar við
komum í þennan heim.
Fyrstu viðbrögð við fregnum að
vinur eða kunningi hafi kvatt þenn-
an heim eru ólýsanleg. Í gegnum
hugann líða á augabragði atburðir
liðinna ára. Gleymdir atburðir
verða allt í einu ljósir og allar
hugsanir tengjast þeim er genginn
er.
Gott var að hafa Tómas sér við hlið
þegar barist var við eldinn, versta
óvin slökkviliðsmannsins. Hann stóð
sem klettur, þrautseigja hans og
dugnaður áttu sér fáar hliðstæður.
Tómasi kynntist ég árið 1950 þegar
ég var skipaður í slökkvilið Akureyr-
ar, sem þá var eingöngu útkallslið.
Strax á fyrstu æfingu varð mér star-
sýnt á fjóra menn sem mér var sagt
að væru bræður og kallaðir Tomm-
arar. Bræður þessir, Kalli, Palli,
Geiri og Tommi, voru feikilega mikl-
ir dugnaðarmenn. Nú eru þeir allir
farnir yfir móðuna miklu, Tommi
síðastur en honum kynntist ég best í
gegnum vinnu okkar á slökkvistöð-
inni.
Hinn 15. janúar 1953 voru ráðnir
fimm menn til þess að ganga vaktir á
Slökkvistöð Akureyrar og skyldu
þeir vera bæjarbúum til taks ef elds-
voða bæri að höndum. Tómas var
einn þessara manna sem völdust til
starfans en hann hafði áður lengi
starfað í slökkviliði bæjarins. Bæj-
arbúum var annt um að þarna væru
traustir menn, vinnusamir og ósér-
hlífnir. Seint gleymist mér þær
stundir þegar barist var við eldinn,
t.d. Gamla hótelið, vegagerðar-
braggann, hlöðubruna í sveitinni og
ekki hvað síst þegar eldurinn eyddi
verksmiðjum SÍS árið 1969 í vonsku-
veðri og frosthörku.
Með Tómasi Jónssyni er genginn
traustur maður, það er höggvið
skarð í raðir okkar fyrrverandi
slökkviliðsmanna.
Eftir lifir minningin ein, þakklát
minning fyrir allar samverustund-
irnar.
Stærst er þó skarðið hjá fjöl-
skyldu hans, sem nú horfir á eftir
föður, tengdaföður og afa. Votta ég
þeim öllum mína innilegustu samúð
og bið þeim Guðs blessunar.
Ó, heyr mig, Guð, mitt ákall er
ef eldur verður laus.
Að megi bæn mín þóknast þér
og þjónsstarf er ég kaus.
Ó, mætti ég lífi blessaðs barns
til bjargar finna ráð.
Og einnig sérhvers eldri manns
frá eldsins voða bráð.
Og ger mér kleift að komast skjótt
að kveikineistans stað.
Svo geti ég bálsins bugað þrótt
og bætt og stöðvað þá.
Að vernda þannig bróðurbú
frá bráðri hættu og neyð
skal ætíð vera skylda mín
á skammri ævileið.
(Daníel Kristj.)
Gunnlaugur Búi Sveinsson.
TÓMAS
JÓNSSON
✝ Guðni Sigvalda-son fæddist í
Reykjavík 2. sept-
ember 1946. Hann
lést í Svíþjóð 8. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Ásdís Erla Gunnars-
dóttir Kaaber, f.
1926 og Sigvaldi Búi
Bessason, f. 1921.
Systkini Guðna eru:
a) Jón Magngeirsson
pípulagningameist-
ari, f. 1943, maki
Margrét Snorra-
dóttir, b) Pétur Sig-
valdason rafvirki, f. 1948, d.
1974, c) Gunnar Sigvaldason
matreiðslumeistari, f. 1949,
maki Aðalheiður Sigurðardóttir,
d) Ástríður Sigvaldadóttir fram-
kvæmdastjóri, f. 1951, maki
Kristinn Páll Ingvason, e) Þór-
arinn Sigvaldason sjómaður, f.
1953, maki Jóhanna Jóhannes-
dóttir, og f) Kristinn Sigvalda-
son læknir, f. 1957, maki Guðrún
Jóhannesdóttir.
Guðni kvæntist
Ingibjörgu Gísla-
dóttur og á með
henni tvö börn,
Gísla, f. 26. janúar
1968, maki Soffía
Pálmadóttir, þau
eiga þrjú börn, og
Erlu, f. 18. janúar
1969, hún á þrjú
börn. Guðni og
Ingibjörg slitu sam-
vistum.
Guðni kvæntist
Helgu Jónsdóttur,
þau eiga tvær dæt-
ur, Sigurrósu
Heiðu, f. 8. desember 1974, hún
á tvö börn og Elsu, f. 14. sept-
ember 1978.
Guðni og Elsa dóttir hans
bjuggu síðustu 25 árin í Svíþjóð.
Þar vann hann við bílasprautun
og réttingar. Áður vann hann
við bústörf á ýmsum stöðum á
landinu og við vélvirkjun.
Útför Guðna verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
Rauð jól og yndislegt vorveður,
landið okkar skartaði sínu feg-
ursta, rétt byrjað að sjást til sólar,
nokkrum hænufetum lengri en
stysti dagur í desember og þá
barst okkur sú sorgarfregn að
bróðir minn, sá næstelsti af sex
bræðrum, hefði veikst illa og væri
ekki hugað líf. Í hönd fór erfið bið
sem lauk 8. janúar er hann lést í
Svíþjóð, þar sem hann bjó síðustu
25 árin.
Þegar ég minnist Guðna finnst
mér hann alltaf hafa verið í for-
ustu, hann átti einstaklega gott
skap, var alltaf glaður og aldrei
heyrði ég hann hallmæla neinum
manni. Hann læddist aldrei, held-
ur steig fast til jarðar. Hann var
stór og myndarlegur, nærgætinn
og gat endalaust fundið einhvern
sem átti miklu erfiðara líf en hann.
Ég minnist margs, æskuáranna
við endalaus uppátæki í stórum
systkinahópi, aldrei lognmolla í
Teigagerði 13, alltaf fullt af fólki,
alltaf allir velkomnir. Guðni þorði
allt, alltaf fyrstur að taka áskor-
unum, klifraði í hæstu bygging-
arnar og rafmagns- og símastaur-
ana sem í þá daga voru úr tré.
Löngu gleymdir leikir, með öllum
krakkaskaranum á óræktaðri lóð-
inni hjá okkur, landaparís, hark,
þar sem notaðir voru koparfimm-
aurar, fallin spýtan, brennibolti,
leikir og uppátæki frískra krakka.
Hann byrjaði ungur að vinna og
eignaðist trygga vini sem þótti
mjög vænt um hann og tóku hon-
um eins hann var. Jón Gunnarsson
leikari tók sín fyrstu skref í átt að
leiklistargyðjunni þegar þeir
Guðni, smápattar, settu upp
brúðuleikhús, bjuggu til brúðurnar
með hjálp mömmu, tóku bak úr
kommóðu og þá var sviðið tilbúið.
Ekki var ráðist í smáverk heldur
Gullna hliðið og fleiri verk. Selt
var inn á 50 aura en við systkinin
vorum í klíkunni og fengum frítt.
Jón lék öll hlutverkin nema púk-
ann sem Guðni fékk að leika auk
þess að sjá um tæknihliðina. Öddi
var einhvers staðar í bakgrunni.
Sveitin beið er voraði, og tóm-
legt var þegar strákarnir fóru að
heiman.
Þegar áramótin nálguðust var
byrjað að safna í brennu á Vík-
ingsvellinum gamla og var stríð á
milli hverfa, því slegist var um
hverja spýtu, en oftar en ekki voru
hrekkjusvínin á ferðinni og reyndu
að skemma með að kveikja í.
Guðni auðvitað í forustu, varð
brennukóngur mjög snemma, sem
var honum mikið hjartansmál.
Kappsmálið var að hafa stærstu
brennuna, svo þetta var alvöru
stríð. Í nesti hafði hann kaffi, með
miklum sykri, á flösku í ullarsokk,
kringlu og vínarbrauðsenda, svo
sváfu þeir hraustustu á toppi
brennunnar.
Kvikmyndaklúbburinn í Háa-
gerðisskóla, þar sem alltaf var svo
mikil biðröð, jafnvel hringinn í
kringum skólann, áður en byrjað
var að selja inn. Guðni sá til þess
að litlu systkinin, ég og Tóti, feng-
um að komast inn, sko forréttindi
að eiga slíkan bróður.
Ferðalögin útum allt land á hálf-
ónýtum bílum með toppgrindum
hlöðnum dekkjum og nauðsynjum,
okkur þótti gott ef við náðum upp
Ártúnsbrekkuna áður en eitthvað
bilaði. Það var í lagi, Guðni var
með. Ógleymanlegar ferðir sem
enn er talað um, með mömmu og
pabba og Einsa Bessa sem alltaf
tóku þátt.
Táningsaldurinn, allt á fullu,
hvergi hikað í gleðinni, töffararnir
vinir hans spólandi í götunni sem
ekki var malbikuð, skvísurnar sem
sífellt tóku breytingum og Guðni
hrókur alls fagnaðar.
Þegar ég eignaðist dóttur og
byrjaði að búa, á undan strákun-
um, hafði engin efni á lúksus, ekk-
ert sjónvarp, bjó hann til sjónvarp
úr gömlum tækjum sem hann hafði
komist yfir frá kanasjónvarpstím-
anum, takkarnir voru af gamalli
Rafha eldavél. Sjónvarpið entist í
mörg ár, þurfti bara að slá stöku
sinnum í það.
Guðna leið best við sveitastörf
en eftir flutninginn til Svíþjóðar
starfaði hann alla tíð við bílamál-
un. Hann elskaði landið sitt og
saknaði alla tíð, heimþráin yfirgaf
hann aldrei. Síðustu árin var heils-
an farin að bila og hann sá ekki
leið til að flytja heim. En heim
ætlaði hann, þótt það yrði til
hinstu hvíldar. Guðni mun hvíla við
hlið Péturs bróður okkar sem lést
í flugslysi 1974.
Ég fann alla tíð að honum þótti
vænt um mig, litlu systir sína, og
okkur hér heima. Í síðasta símtal-
inu heim sagðist hann elska
mömmu sína og pabba sinn, systk-
inin sín og landið sitt, og sakna
okkar sárt. Kannski var þetta fyr-
irboði um hvað í vændum var.
Hans er nú saknað af börnum
sínum og barnabörnum, af Hildu
vinkonu sinni í Arvika í Svíþjóð og
vinunum þar og hér heima.
Það eru erfið spor að fylgja öðr-
um syni sínum og bróður til grafar
en við sækjum styrk í vissuna um
að á móti honum taka ástvinir okk-
ar sem farnir eru á undan og um-
vefja hann ást, hlýju og kærleika.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Blessuð sé minning elskulegs
bróður.
Ásta Sigvaldadóttir.
GUÐNI
SIGVALDASON