Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær konu sem vinnur hjá Landsbankanum af kröfu bankans vegna hlutabréfakaupa í deCODE í janúar 2000 sem Landsbréf hf. keyptu að hennar ósk en konan taldi sig ekki hafa stofnað til þeirra við- skipta. Í dómnum er haft eftir kon- unni að starfsmannastjóri Lands- bankans tjáði henni að hún ætti enga framavon innan bankans meðan hún stæði í málaferlum við hann og mætti búast við uppsögn ef dómur félli henni í vil. Konan bar að hún hefði hringt í Landsbréf þann 4. janúar 2000 og óskað eftir því að kaupa 115 hluti í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, fyrir rúmlega 400.000 krónur. Bað hún um að and- virði bréfanna yrði skuldfært af bankabók sinni í Landsbankanum. Það hafi ekki verið gert og kvörtun þess efnis ekki sinnt. Þann 24. jan- úar óskaði konan aftur eftir því við Landsbréf að fyrirtækið keypti hlutabréf í deCODE og sem fyrr óskaði hún eftir því að hlutabréfin yrðu skuldfærð á reikning hennar í bankanum. Þetta gekk eftir og var reikningur hennar skuldfærður sam- dægurs. Landsbankinn leit svo á að um tvenn viðskipti hafi verið að ræða, en konan sagðist hafa litið svo á, að um tilraun til viðskipta hafi ver- ið að ræða af hennar hálfu, þar sem bankabók hennar hafi ekki verið skuldfærð. Hún hafi síðan fyrst verið krafin um greiðslu á hlutabréfunum, sem hún reyndi að kaupa 4. janúar, níu mánuðum síðar. Engin framavon innan bankans Konan hefur unnið hjá Lands- bankanum í 15 ár sem gjaldkeri en er nú í námsleyfi. Hjá henni kom fram að málið hafi haft mikil áhrif á stöðu hennar hjá bankanum. Hún hafi sótt um annað starf hjá fyrir- tækinu um mitt síðasta ár en ekki verið tekin í viðtal, þrátt fyrir fimm- tán ára starfsaldur. Hún hafi fengið þau svör hjá starfsmannastjóra að hún ætti í málaferlum við Lands- bankann og á meðan svo væri ætti hún þar enga framavon og myndi verða sagt upp starfi ef dómur félli henni í hag. Af hálfu Landsbankans var því m.a. haldið fram að konan hafi verið skráð kaupandi hlutabréfanna. Hún hafi auk þess kvittað fyrir móttöku þeirra. Konan viðurkenndi að hafa kvittað fyrir móttöku á einhverri sendingu frá deCODE í árslok 2000 en hafi talið að þau tengdust síðari hlutabréfakaupum hennar. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að það liggi fyrir að konan keypti síðar í sama mánuði hlutabréf í deCODE fyrir milligöngu Landsbréfa á hærra sölugengi en gilti um fyrri hlutabréf- in. Á þeim tíma hefði hún því ekki haft nokkra ástæðu til að þræta fyrir að hafa gert fyrra tilboðið. Forsendur brostnar Þótti dómnum augljóst að konan gerði sér enga grein fyrir að fyrri beiðni hennar hefði skilað árangri og hvorki Landsbankinn né Landsbréf hefðu tilkynnt konunni um það með sannanlegum hætti. Þá bendi gögn málsins til þess að konunni hafi fyrst verið ljós afstaða Landsbankans að þessu leyti í september 2000. Þá hafi forsendur hennar fyrir kaupunum verið brostnar enda hafði gengi á hlutabréfum í deCODE hrunið. Dómurinn taldi því rétt að láta Landsbankann bera hallann af því að hafa ekki gengið strax eftir greiðslu kaupverðsins með sannanlegum hætti, eða tilkynnt konunni að kaup- unum væri rift. Var konan því sýkn- uð og bankinn dæmdur til að greiða henni 106.000 kr. í málskostnað. Lögmaður konunnar var Kristján Stefánsson hrl. en Árni Þór Þor- björnsson hdl. flutti málið f.h. bank- ans. Skúli J. Pálmason héraðsdómari kvað upp dóminn. Starfsmaður Landsbankans sýknaður af kröfu bankans Sagt að hún ætti von á uppsögn ef dómur félli henni í vil ÞAÐ fór tæpast fram hjá þeim sem leið áttu um Tryggvagötu í gær að verið er að dytta að Hafn- arhúsinu þar sem Listasafn Reykjavíkur er til húsa. Húsið hefur nú fengið allsherjar há- þrýstiþvott og hefur svo að segja skipt um lit, er orðið grátt en var áður hvítt. Að sögn Eiríks Þorlákssonar, forstöðumanns Listasafns Reykja- víkur, hefur verið unnið að því í vetur að taka húsið í gegn að ut- an og er áætlað að verkinu ljúki í maí á þessu ári. Þá fer fram út- boð vegna málningarvinnu. Að sögn Eiríks eru hugmyndir uppi um að mála húsið grátt. Morgunblaðið/Golli Hafnarhúsið skiptir um lit REIDAR Thyholdt var einn þeirra sem leiðbeindi á sérstöku nám- skeiði sem er liður í handleiðslu verkefnastjóra við framkvæmd Olweusarverkefnisins gegn einelti hér á Íslandi en hann hefur ásamt Þorláki Helgasyni, verkefn- isstjóra, haldið utan um Olweusar- verkefnið hér á landi. Spurður um niðurstöður könn- unarinnar á einelti í íslenskum grunnskólum segir Þorlákur að menn sjái af henni að hægt sé að ná miklu meiri árangri. „Það eru t.d. færri sem leggja í einelti en verða fyrir því þannig að fórnarlömb þeirra eru greinilega fleiri en eitt og við verðum að sjá til þess að þessum nemendum fækki. Við sjáum líka að það er hægt að vinna betur í skólunum og skólastofunni sjálfri. Og það er hægt að taka til- lit til þessara niðurstaðna við skipulagningu skólans allt inn í sjálfa skólastofuna. Við ætlum ekki að rýna í prósentur til eða frá – hver prósenta er of mikið – heldur ætlum við að vinna með skólabrag- inn sjálfan, að skapa þær aðstæður að einelti sé ekki þolað. Þetta er í fyrsta skipti sem verið er að virkja alla starfsmenn í nær þriðjungi grunnskóla í landinu til þess að vinna einum huga að því að bæta skólann með því að skapa þau skil- yrði að nemendum líði vel og metn- aður og virðing ríki í skólunum.“ Þorlákur segir að nú séu menn tilbúnir til þess að vinna með það tæki sem niðurstöður könnunar- innar er. Könnunin verði síðan framkvæmd aftur í nóvember í haust, eða á sama tíma í fyrra til þess að kanna hverning miðað hafi í Olweus-verkefninu. „En við erum auðvitað með efni sem er þaul- reynt og verkefni sem löng reynsla er af. Kerfi Olweusar er lang- þekktasta kerfi sinnar tegundar og hefur skilað miklum árangri. Það er auðvitað hvalreki fyrir skólana að fara í símenntunarverkefni sem við fáum svo að segja upp í hend- urnar en um leið auðvitað mjög erfitt. Við erum að leggja mikið á skólana og sveitarfélögin eru sömuleiðis að leggja mikið undir því það er verið að ráða fólk sem hverfur ekki.“ Þorlákur segir að nokkuð mikið kerfi þurfi til þess að halda utan um verkefnið. „Við erum með móð- urskóla og í hverjum móðurskóla erum við með verkefnisstjóra. Síð- an eru oddvitar sem sjá til þess að verkefnið gangi innan skólanna og það eru síðan samstarfsskólar þar sem á að gera sömu hlutina. Verk- efnið stendur yfir í átján mánuði og við keyrum það út skólaárið 2003–2004. Við framkvæmum aft- ur sömu könnun í haust til þess að sjá hvaða áhrif verkefnið hefur haft. Allir starfsmenn skólanna mynda hópa, allt að fimmtán manna, og hittast hálfsmán- aðarlega til þess að fara yfir fram- gang mála. Þannig að þetta er unn- ið ákaflega kerfisbundið alveg niður í grasrótina, eða kannski öllu heldur frá grasrótinni. Við reynum að skapa skólabrag þar sem allir eru samtaka í að vinna að skapa skóla þar sem tekið er tillit til allra og þar sem eru skýrar reglur og menn tali einum rómi.“ Hefur skilað mjög góðum árangri í Noregi Reidar er sálfræðingur að mennt og hefur unnið náið með prófessor Dan Olweus á undanförnum árum. Hann segir að Norðmenn hafi nokkuð langa reynslu af því að fást við einelti og umræðan um einelti hafi farið fyrr af stað þar en hér á Íslandi. Snemma á áttunda ára- tugnum hafi menn markvisst farið að grípa til aðgerða í grunnskólum til þess að kljást við einelti og þá hafi menn stuðst við kenningar Olweusar sem á þeim tíma hafi fyrst og fremst verið fræðikenn- ingar. „Kerfið hefur verið þróað og lagað til en rétt fyrir 1990 var það komið í núverandi form. Það hefur sýnt sig að kerfið virkar vel í neðri bekkjum grunnskólans og dregið hefur úr einelti um 30–50% en árangur af unglingastiginu hef- ur ekki verið eins mikill enda eru gagnfræðaskólarnir ekki eins vel í stakk búnir til þess að takast á við þetta; kennararnir í þeim eru mun uppteknari af þeim fögum sem þeir kenna en af félagslegri stöðu einstakra nemenda. Það veldur einnig vandræðum að bekkjakerfið riðlast þegar ofar er komið í grunnskólann, þ.e. hver bekkur hefur marga kennara en í neðri bekkjunum er einn kennari með hvern bekk að mestum hluta.“ Afstaðan gagnvart einelti í skólunum á að vera alveg skýr Reidar segir að kerfi Olweusar feli í raun í sér siðferðilega af- stöðu, þ.e. einelti af öllu tagi eigi ekki að líða og það sé á ábyrgð hinna fullorðnu að koma í veg fyrir einelti. „Við reynum einmitt að upplýsa kennara og raunar alla starfsmenn skólanna um einelti og hvernig eigi að bregðast við því. Við leggjum áherslu á að starfs- menn skólanna geti gert grein- armun á einelti og skynsamlegum deilum eða skoðanaskiptum á milli nemenda enda þurfi að fást við ein- elti með nokkuð öðrum hætti.“ Reidar segir að sitt hlutverk í ís- lenska verkefninu sé að uppfræða og þjálfa verkefnisstjórana. „Hlut- verk verkefnisstjóranna er mjög mikilvægt enda leiðbeina þeir og fylgjast með að menn séu á réttri leið á meðan verið er að innleiða og festa kerfið í sessi fyrsta eina og hálfa árið.“ Viljum skólabrag þar sem ekki er rúm fyrir neitt einelti Morgunblaðið/Árni Sæberg Reidar Thyholdt og Þorlákur Helgason vinna að Olweusar-verkefninu. JAPANSKIR aðilar hafa und- anfarna daga dvalið hér á landi til að kanna aðstæður til rekstrar verksmiðju til fram- leiðslu á rafmagnsþéttum. Sendiráð Íslands í Japan hefur átt samskipti við þessa aðila þar í landi og sá um undirbún- ing heimsóknarinnar í sam- vinnu við Fjárfestingarstofu – orkusvið. Hafa þessir aðilar skoðað aðstæður á Reykjanesi, í Hafnarfirði og á Akureyri. Þeir skoða jafnframt mögu- leika á staðsetningu verk- smiðjunnar í öðrum löndum Evrópu. Málið á frumstigi Iðnaðarráðuneytið segir að málið sé á algjöru frumstigi og felist eingöngu í öflun gagna og kannana á staðháttum. Engin ákvörðun liggi fyrir um að skoða Ísland frekar sem fjárfestingarkost. Ekki liggur heldur fyrir hvort Reykjanes, Hafnarfjörður eða Akureyri yrði þá fyrir valinu. Þéttar af því tagi sem fram- leiddir yrðu í þessari verk- smiðju eru notaðir í rafeinda- iðnaði um allan heim og markaðurinn því stór. Iðnað- urinn er hluti af hátækniiðnaði með mikla framtíðarmöguleika í fullvinnslu á þéttum til út- flutnings. Fulltrúar japanskra fyrir- tækja á sama markaði hafa áð- ur kannað aðstæður hér á landi til framleiðslu rafmagns- þétta, síðast í janúar á síðasta ári. Bygging rafmagns- þéttaverk- smiðju til skoðunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.