Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á FUNDI um nýtingu á sýningarsölum í Reykjavíkurborg varði Eiríkur Þorláksson for- stöðumaður Listasafns Reykjavíkur þá stefnu safnsins að sýningarhald væri eingöngu á veg- um safnsins, en salir þess ekki leigðir út. Þessi aðferð hefur verið gagnrýnd og mikið rædd undanfarið í kjölfar opins bréfs Kjartans Guð- jónssonar listmálara til borgarstjórnar. Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- málanefndar Reykjavíkurborgar, setti fundinn og stjórnaði umræðum. Í upphafi fundarins greindi Eiríkur frá þeim breytingum sem orðið hafa á stefnu Listasafn- ins frá upphafi, þegar sýningar voru ýmist á vegum safnsins að Kjarvalsstöðum, eða lista- menn gátu leigt sér sýningaraðstöðu þar. Í máli hans kom fram að á níunda áratug síðustu aldar hafi þróunin smám saman orðið sú, að Lista- safnið tók yfir allt sýningahald á Kjarvalsstöð- um og skrefið var stigið til fulls árið 1992, þegar menningarmálanefnd og síðar borgarráð sam- þykktu að á vegum Listasafns Reykjavíkur yrðu eingöngu sýningar skipulagðar á vegum safnsins, listamönnunum yrði boðið að sýna, sér að kostnaðarlausu. Þetta fyrirkomulag var gagnrýnt þá, og töldu ýmsir að með því yrðu alltaf einhverjir listamenn úti í kuldanum; ef þeir ættu ekki uppi á pallborðið hjá forstöðu- manni safnsins og menningarmálanefnd. Eiríkur Þorláksson sagði að frá 1997 yrðu sýningar til með ýmsu móti: Fyrir utanaðkom- andi ábendingar um áhugaverða myndlist; vegna tilboða sem Listasafninu berast um sýn- ingar, en einnig á þann hátt að starfsfólk Lista- safnsins leggi sjálft á ráðin um ákveðnar sýn- ingar. Frá því að hann tók við forstöðu safnsins hafa þær breytingar ennfremur orðið, að for- stöðumaðurinn ber einn ábyrgð á vali sýninga, en þarf ekki að bera hugmyndir sínar undir menningarmálanefnd. Eiríkur sagði að við val á sýningum væri haft í huga að sýningar Lista- safnins væru fjölbreyttar og gæfu sem gleggsta og breiðasta mynd af því sem íslenskir mynd- listarmenn fengjust við; reynt væri að bjóða hingað markverðum erlendum listamönnum, og boðið væri upp á sýningar með þeim íslensku listamönnum sem væru að gera góða og eft- irtektarverða hluti. Eiríkur sagði ljóst, að það kæmust aldrei allir listamenn að, og þeir ættu heldur ekki allir erindi á sýningar í Listasafn- inu. Hann varði þá stefnu sem verið hefur við lýði síðustu ár að sýningahald væri alfarið á vegum safnsins. Umræður spunnust um framsögu Eiríks og beindust aðallega að tveimur þáttum; því hvort taka ætti aftur upp það fyrirkomulag að leigja vestursal Kjarvalsstaða undir sjálfstætt sýn- ingahald, og hins vegar um sýningastefnu og val forstöðumanns. Einar Hákonarson taldi að málurum hefði verið ýtt til hliðar og efaðist um að Eiríkur hefði á réttu að standa þegar hann segði að 30–45% sýninga Listasafnins væru málverkasýningar. Einar taldi líklegra að vægi málverksins í sýn- ingahaldi væri innan við 20%. Einar stakk upp á því að vestursalurinn færi aftur í útleigu, og að nefnd sem ört væri skipt um fólk í, sæi um að velja sýningar úr umsóknum. Gerla, Gylfi Gísla- son, Bjargey Ólafsdóttir, Áslaug Thorlacius, Pétur Gautur og fleiri töldu fara betur á því að Listasafnið bæri sjálft ábyrgð á sýningum í eig- in húsnæði, enda slíkt í takt við það sem gerist erlendis, þar sem miklar faglegar kröfur eru gerðar til opinberra safna og sýningarstaða. Hins vegar benti Pétur Gautur á að þörf á leigu- sal væri samt brýn, án þess að það þyrfti að koma í hlut Reykvíkinga að borga brúsann. Fleiri tóku undir þetta viðhorf. Batnaði í Kópavogi þegar safnið tók yfir Guðbjörn Kristjánsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi sagði að sýningarhald þar hefði batnað, þegar safnið sjálft yfirtók það og hætti að leigja sali þess einstaklingum. Hún kvaðst telja að myndlistarmenn sjálfir ættu að koma sér upp sal sem hægt yrði að leigja til ein- stakra sýninga. Skiptar skoðanir komu fram á fundi í gær um stefnu Reykjavíkurborgar í myndlistarmálum Ekki eiga allir listamenn erindi á sýningar í listasafni Morgunblaðið/Golli Nokkrir fundargesta á fundi menningarmálanefndar um málefni Listasafns Reykjavíkur og sýningarsala borgarinnar. Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafnsins, situr í fremstu röð. Menningarmálanefnd Reykjavíkur efndi til opins fundar í Ráðhúsinu í gær um opinbera stefnu um Listasafn Reykjavíkur og not af sýning- arsölum borgarinnar. MISJAFNT er hvort innlagnir á verðtryggða sparireikninga í innláns- stofnunum beri vexti eða sérstakar verðbætur frá deginum eftir innlögn eða frá næstu mánaðamótum eftir innlögn. Samkvæmt upplýsingum Lands- banka og Búnaðarbanka bera inn- lagnir á verðtryggða reikninga þeirra vexti frá deginum eftir innlögn, en samkvæmt upplýsingum Íslands- banka og Sparisjóðabankans eru sér- stakar verðbætur á innlögnum innan mánaðar en ekki vextir. Vextir eru aðeins greiddir af lægstu stöðu mán- aðar sem þýðir að ekki eru greiddir vextir af innlögnum í hverjum mánuði fyrr en í næsta mánuði á eftir. Sér- stakar verðbætur Íslandsbanka eru nú 1% á ári og sérstakar verðbætur sparisjóðanna eru 2% á ári. Hæstu vextir á verðtryggðum reikningum í bankakerfinu eru nú rúmlega 6% á líf- eyrisreikningum. Vextir á innlagnir í áratug Sigurjón Þ. Árnason, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnað- arbankans, segir að innlagnir á alla innlánsreikninga Búnaðarbankans nema orlofsreikninga beri vexti frá deginum eftir innlögn og þannig hafi það verið um árabil. Um verðtryggða reikninga gildi að þeir beri vexti og sérstakar verðbætur innan mánaðar frá því daginn eftir innlögn og þannig hafi það verið í áratug að minnsta kosti. Hann tók dæmi að ef lagt væri inn fimmtánda einhvers mánaðar fengi viðkomandi vexti fyrir fimmtán daga og sérstakar verðbætur fyrir fimm- tán daga og síðan vexti og verðbætur það sem eftir væri ársins. Sigurjón sagði að ef ekki væru greiddir vextir innan mánaðar og sama upphæð væri lögð inn í upphafi hvers mánaðar þýddi það í raun og veru að ein innlögn stæði vaxtalaus allt árið. Sérstakar verðbætur séu síð- an ætlaðar til þess að mæta áætlaðri verðlagshækkun ársins. Vextir innan mánaðar hjá Ís- landsbanka frá mánaðamótum Þorgils Óttar Mathiesen, fram- kvæmdastjóri fjárhagssviðs hjá Ís- landsbanka, segir að verðtrygging og meðhöndlun verðbóta innan mánaðar á verðtryggðum innlánsreikningum hjá Íslandsbanka hafi verið í sam- ræmi við reglur Seðlabankans um verðtryggingu sparifjár. Fram til þessa hafi útreikningar á vöxtum á verðtryggðum innlánsreikningum bankans verið miðaðir við mánaða- mót. Tekin hafi verið ákvörðun um að breyta þessu fyrirkomulagi frá og með næstu mánaðamótum og muni vextir þá jafnframt vera reiknaðir innan mánaðar. Aðspurður hvort eitthvað hafi meinað Íslandsbanka að reikna vexti á hreyfingar innan mánaðar til við- bótar við sérstakar verðbætur, segir Þorgils það alveg rétt að síðustu ár hafi verið hægt að reikna vexti á hreyfingar verðtryggðra reikninga innan mánaðar. Hins vegar verði að hafa í huga ávöxtun í heild við sam- anburð á innlánsreikningum. „Ís- landsbanki hefur nú upplýsingar um að einhverjar innlánsstofnanir séu farnar að bjóða upp á útreikning verðtryggðra innlánsvaxta á hreyf- ingu innan mánaðar. Mun bankinn því að sjálfsögðu bjóða viðskiptavin- um sínum slíkt hið sama. Rétt er að taka fram að vextir eru reiknaðir inn- an mánaðar á óverðtryggðum inn- lánsreikningum bankans.“ Aðspurður hvort breytingin verði afturvirk gagnvart viðskiptavinum Íslandsbanka, segir Þorgils að ekki sé ástæða til þess enda sé ekki um að ræða mistök í útreikningi, heldur sé verið að gera breytingu á reiknireglu sem taki gildi, eins og áður sagði um næstu mánaðamót. Sigurjón Gunnarsson, sérfræðing- ur í fjárstýringu hjá Landsbanka Ís- lands, segir að innlánsreikningar Landsbanka Íslands beri dagvexti frá og með deginum eftir innlögn og verðbætur frá næstu mánaðamótum. Sérstakar verðbætur séu í núlli nú, en vextirnir komi í staðinn. Vextirnir séu það háir að þeir vegi þungt og verð- bólgan lág. Nú séu það vextirnir sem skipti mestu máli. Sigurjón sagði aðspurður að þessi háttur hefði verið á vaxtaútreikningi Landsbankans í nokkur ár og það gildi um alla innlánsreikninga Lands- bankans nema orlofsreikninga, sem væru reiknaðir með gamla laginu. Sérstök forritunarbreyting hjá RB fyrir Landsbankann Sigurjón sagði að á sínum tíma hefði verið gerð sérstök forritunar- breyting hjá Reiknistofu bankanna fyrir Landsbankann til þess að hann gæti reiknað vexti innan mánaðar á verðtryggða reikninga. „Mönnum þótti það eðlilegra að það væri ekki verið að mismuna mönnum eftir því hvenær innan mánaðar lagt væri inn,“ sagði Sigurjón. Hann benti á að vextir væru orðnir miklu hærri, en þeir voru þegar verð- tryggðir reikningar voru stofnaðir í upphafi. Vextirnir hefðu verið 1% og 2% og til hefðu verið jafnvel vaxta- lausir verðtryggðir reikningar. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Sparisjóðabankans, sagði að- spurður hvers vegna sparisjóðirnir greiði ekki vexti á innlögn innan mán- aðar, að það hafi verið almenna reglan með verðtryggða reikninga að það séu greiddar sérstakar verðbætur innan mánaðarins en vextir frá næstu mánaðamótum á eftir. Þetta hafi ver- ið almenna reglan og sparisjóðirnir hafi fylgt henni. „Ef það er raunin að einhverjir bankar eru að bjóða upp á einhverja reikninga þar sem aðrir útreikningar tíðkast þá verður að sjálfsögðu litið á það innan sparisjóðanna og brugðist við því,“ sagði Finnur. Aðspurður hvort ekki sé óeðlilegt að ekki séu greiddir vextir af innlán- um frá þeim tíma sem bankinn hafi peningana til ráðstöfunar, sagði Finn- ur að greiddar hefðu verið sérstakar verðbætur. Um síðustu áramót námu innistæð- ur á verðtryggðum reikningum öðr- um en lífeyrissparnaðarreikningum í bankakerfinu rúmum 106 milljöðrum króna og höfðu vaxið um 10 milljarða frá árinu áður samkvæmt upplýsing- um Seðlabanka Íslands. Innistæður á lífeyrissparn- aðarreikningum þrefölduðust Vöxtur á innistæðum á lífeyris- sparnaðarreikningum var hlutfalls- lega mun meiri á árinu, en þær meira en þrefölduðust og uxu um 5,4 millj- arða úr 2,2 milljörðum króna í árs- byrjun í 7,6 milljarða í árslok. Í des- embermánuði einum uxu innistæður á verðtryggðum reikningum um rúma 1,6 milljarða króna. Innistæður á lífeyrissparnaðarreikningum uxu um 804 milljónir kr. og aðrar verð- tryggðar innistæður um 859 milljónir kr. samkvæmt tölum Seðlabankans. Verðlagshækkun milli nóvember og desember nam 0,1% þannig að að litlu leyti er um verðlagshækkun að ræða. Eins og ofangreindar tölur bera með sér hafa lífeyrissparnaðarreikn- ingar átt miklum vinsældum að fagna á undanförnum mánuðum vegna hag- stæðrar ávöxtunar og erfiðra að- stæðna á fjármálamörkuðum erlendis síðustu misserin, þar sem ávöxtun hefur verið slök og neikvæð í mörgum tilvikum. Hefur verið mikil ásókn í þetta sparnaðarform og lífeyrissjóðir og verðbréfafyrirtæki fóru þess vegna að bjóða upp á það auk bank- anna á síðasta ári. Um er að ræða reglubundinn sparnað í hverjum mánuði í flestum tilvikum, sem getur numið allt að 6,4% af launum fullnýti menn heim- ildir skattalaga til sparnaðar og fái mótframlag atvinnurekenda og ábót frá ríkissjóði. Tölur Samtaka atvinnu- lífsins sem byggðar eru á upplýsing- um Kjararannsóknanefndar sýna mikla og almennn þátttöku fólks í við- bótarlífeyrissparnaði eða að um og yf- ir 70% launafólks eru með einhvern viðbótarlífeyrissparnað. Lífeyris- sparnaðarreikningarnir eru í flestum tilvikum verðtryggðir og bera hæstu innlánsvexti bankanna sem núna eru yfir 6% eins og fyrr sagði. Vaxtaútreikningar á verðtryggða reikninga hjá bönkum og sparisjóðum eru ekki alls staðar eins Misjafnt hvort vextir eru reiknaðir innan mánaðar Innistæður á verðtryggðum sparireikningum innlánsstofnana uxu um 15 milljarða króna á síðasta ári, en í samantekt Hjálmars Jóns- sonar kemur fram að hjá sumum innlánsstofnunum bera innlagnir á verðtryggða reikninga ekki vexti fyrr en eftir næstu mánaðamót. hjalmar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.