Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Irena Arctica kemur og fer í dag. Trinket kemur í dag. Örfirisey fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Flata- hrauni 3. Félagsheim- ilið er opið virka daga frá kl. 13-17. Kaffi á könnunni kl. 15-16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10-13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í há- degi. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111, opið frá kl. 10-16. Félag eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtu- daga. Bókband í dag kl. 10-12. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ og nágrenni. Gönguhópur fer frá Hlégarði klukkan 11. Allir velkomnir. Skrif- stofan er opin á þriðju- dögum frá kl. 10-12, heitt á könnunni. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Í dag og á morgun kl. 13-16 myndlistarsýning Árna Sighvatssonar opin, listamaðurinn á staðnum. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Norðurbrún 1. Farið verður að sjá myndina „Stella í framboði“ þriðjudaginn 11. febrú- ar, sýning hefst kl. 14.30 og lagt verður af stað kl. 13.45. Skráning hjá Birnu eða Önnu. Gönguklúbburinn Hana-nú. Morg- unganga kl. 10 laug- ardagsmorgna frá Gjá- bakka, Krummakaffi kl. 9. Karlakórinn Kátir karlar, æfingar á þriðjudögum kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri er Úlrik Ólason. Tekið við pönt- unum í söng í s. 553 2725 Stefán, s. 553 5979 Jón eða s.551 8857 Guðjón. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjudag kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA, Síðumúla 3-5, og í kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjudaga og fimmtu- daga frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. SVDK Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur að- alfund í húsi félagsins 11. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfund- arstörf, Elísabet Magnúsdóttir les upp, happdrætti, kaffi. Kon- ur eru beðnar um að mæta með happa- nafnið á haustbréfinu. Minningarkort Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyri eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM & K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14-16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða kom- ið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar. Minning- arspjöld seld hjá kirkjuverði. Í dag er laugardagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyj- um vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. (Róm. 14, 8.) Krossgáta LÁRÉTT 1 lætur undan, 4 leyfi, 7 hreinsum, 8 kvendýrið, 9 lamdi, 11 framkvæma, 13 svara, 14 glaður, 15 verkfæris, 17 væna, 20 bókstafur, 22 klagar, 23 sárar, 24 gerði rólegan, 25 líffærið. LÓÐRÉTT 1 djúp rödd, 2 ófram- færni maðurinn, 3 radd- ar, 4 borg, 5 dáin, 6 snjóa, 10 messing, 12 keyra, 13 óhljóð, 15 bollok, 16 höggva smátt, 18 trylltar, 19 ákveð, 20 hrelli, 21 heiti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 galsafull, 8 ástar, 9 loðin, 10 ill, 11 annar, 13 afann, 15 flakk, 18 fræða, 21 afl, 22 ragan, 23 Óðinn, 24 gamansaga. Lóðrétt: 2 aftan, 3 sárir, 4 fella, 5 leðja, 6 fána, 7 unun, 12 ask, 14 fár, 15 ferð, 16 angra, 17 kanna, 18 flóns, 19 æfing, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... BÍÓHÚSAMENN hafa fengið svo-lítið fyrir ferðina hjá Víkverja undanfarið vegna lítils myndavals og því ekkert annað en sjálfsögð kurt- eisi að láta þess einnig getið þegar vel er að verki staðið. Fjölskyldudag- ar Sambíóanna eru hér til umræðu en um síðustu helgi bauð keðja sú upp á úrval barna- og fjölskyldu- mynda á 250 kr. Það er sannarlega gleðiefni og búbót fyrir fjölskyldur í landinu þegar bíó tekur sig til og lækkar miðaverð og kemur til móts við neytendur og gerir þeim kleift að skella sér loksins í bíó með alla fjöl- skylduna, nokkuð sem alla jafna er orðið illviðráðanlegt fyrir meðalstóra fjölskyldu, þegar miðinn kostar 800 kr. Annað sem jákvætt er við þessa fjölskyldubíódaga er að þá er boðið upp á alvöru þrjúbíó, en undanfarin ár hefur alltof lítið framboð verið á barna- og fjölskyldumyndum um helgar. Hvernig væri að gera allar helgar að „fjölskyldudögum“ og skapa þannig á ný þá óviðjafnanlegu þrjúbíóstemningu sem hinir eldri hugsa til með bros í hjarta? x x x VÍKVERJI er einn af þeim semnotið hafa þess að kynnast nýrri tónlist í gegnum Netið. Vissulega hefur einu og einu lagi verið hlaðið niður í einkatölvuna svo hægt sé að njóta þess oftar. En alltaf hefur Vík- verji staðnæmst við íslenska tónlist, sér í lagi þá sem þegar hefur verið gefin út á geislaplötum. Einhver tel- ur það vafalaust tvískinnung en það er bara eitthvað óheiðarlegt við það að verða sér úti um höfundarverk sem nágranninn hefur eytt tíma og fjármunum í að semja og hljóðrita. Hugleiðing þessi er sprottin af fréttaflutningi í vikunni, býsna óvar- kárum, um að nú sé auðveldlega hægt að nálgast alla tónlist sem út hefur verið gefin hér á landi síðustu þrjú árin, algjörlega án endurgjalds. Og því til stuðnings var sýnt ná- kvæmlega fram á hvernig ætti að bera sig að við þann verknað, eða skulum við segja þjófnað – sem það er náttúrlega klárlega. Eitt er að slíkt skuli vera hægt en þurfa fjöl- miðlar að beina sjónum manna að því og bókstaflega kenna fólki að stela? x x x VINUR Víkverja – ekki sami ogsíðast – hefur aldeilis lent í hremmingum vegna kaupa á Play Station 2-heimilistölvunni. Vinurinn keypti þetta vinsæla afþreying- artæki á einu af hinum fjölmörgu sértilboðum sem jafnan eru í gangi í stærri verslunum. Kaupin voru gerð vel fyrir áramótin síðustu og enn hef- ur vinurinn ekki getað notað gripinn af neinu viti því tvisvar hefur hann þurft að skila viðkomandi eintaki vegna einhverra galla. Svarið sem hann fékk hjá afgreiðslumanni síðast vakti aldeilis undrun Víkverja. „Þú tekur náttúrlega séns þegar þú kaupir vél á tilboðsverði,“ sagði af- greiðslumaðurinn og skýrði út fyrir vininum að ein ástæðan fyrir hrak- förunum kynni að vera sú að þær Play Station 2-vélar sem boðnar eru á tilboðsverði væru í öðrum og lakari flokki en þær sem seldar eru á fullu verði. Merkilegt, ef rétt er. Hefði reyndar verið gott að fá að vita áður en upphaflegu viðskiptin fóru fram. Teljast svona viðskipti lögleg? Lifi Lilo og Stitch og allar aðrar þrjúbíóhetjur.     Þrátt fyrir að tæpirhundrað dagar séu í kosningar og óvíst um jafnt úrslit þeirra sem stjórnarmyndun að lokn- um kosningum fjölgar sí- fellt í ráðherraefnaliði Samfylkingarinnar. Varla líður sá dagur að ekki sé greint frá viðbót í ráðherraefnaliðið. Fyrst var tilkynnt að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir yrði forsætisráð- herraefni Samfylking- arinnar. Þá hefur Össur Skarphéðinsson formað- ur Samfylkingarinnar sagt að hann muni ekki skorast undan því að taka ráðherrasæti í næstu ríkisstjórn. Þessu nýmæli í ís- lenskum stjórnmálum er fagnað í ritstjórnargrein á vef ungra jafn- aðarmanna, politik.is, og formaðurinn hvattur til að „skipa restina af skuggaráðherrum Sam- fylkingarinnar strax“. Einnig segir í grein- inni: „Skuggaráðherrar fá þannig það hlutverk að fylgjast með ráðu- neytum ríkisstjórn- arinnar og gagnrýna þegar þurfa þykir.“     Innan Samfylking-arinnar hefur einnig verið rætt um að skipa utanþingsráðherra í rík- isstjórn. Össur var fyrir skömmu gestur á Stöð 2 og var spurður um þessi mál. Hann svaraði þá: „Það er eins og þú lesir minn huga. ... Ég hef sagt þetta. En „nota bene“ það var á þeim dögum sem Ingibjörg Sólrún var í borg- arstjórn. Ég var svolítið að hugsa til hennar.“ Þegar formaður Sam- fylkingarinnar var spurður hvort Már Guð- mundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, væri einn þeirra sem hann hefði í huga var svarið: „Ja, þú nefnir hann, ég meina hugs- anlega maður af þeim „kaliber“ í embætti fjár- málaráðherra gæti styrkt slíka ríkisstjórn, hugsanlega einhver mjög sterkur skólamaður í stól menntamálaráð- herra, ég nefni bara sem dæmi, hef aldrei hugsað það áður, Þorstein Gunn- arsson á Akureyri eða Pál Skúlason.“     Þótt ljóst sé af ummæl-um Össurar að ekki er um þaulhugsað útspil að ræða vekja ummælin engu að síður margar spurningar. Ráðherra- kvóti Samfylkingarinnar fer nú brátt að fyllast, miðað við þann fjölda fólks sem nefndur hefur verið, en ennþá hafa sumir helstu leiðtogar Samfylkingarinnar á þingi, t.d. Jóhanna Sig- urðardóttir og Bryndís Hlöðversdóttir, ekki ver- ið orðaðar sem „ráð- herraefni“ eða efniviður í skuggaráðherra. Ætli þær séu ánægðar með það? Og hversu ánægðir ætli hagfræðingar og skólamenn úti í bæ og norður í landi séu með að vera orðaðir við ráð- herraembætti með þess- um hætti? STAKSTEINAR Ráðherraefnum fjölgar Hvar er náungakærleikurinn? ÁGÆTI Velvakandi. Hvar er náungakærleik- urinn? Ég varð fyrir því óhappi að síminn minn bil- aði. Ég bankaði upp hjá ná- granna og sagði farir mínar ekki sléttar, bað um að fá að hringja í bilanir. Ég fékk frekt og ákveðið nei. Ég hélt að við Íslendingar héldum saman og værum hjálplegir – en hvar er náungakærleikurinn? Íbúi í Hamraborg. Furðuleg vinnubrögð GÍSLI hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri mótmæl- um sínum vegna fyrirhug- aðrar byggingar hótels í Aðalstræti ofan á rústum sem þar eru. Segir hann þetta furðuleg vinnubrögð og finnst að ekki sé búið að fullrannsaka staðinn. Hann skorar á alla sagnfræðinga að láta í sér heyra vegna þessa máls og skorar á al- þingismenn að láta stöðva framkvæmdir. Gaman að lifa á landi hér SAMKVÆMT skoðana- könnunum á fylgi stjórn- málaflokkanna í síðustu viku datt mér í hug: Það verður gaman að lifa á landi hér næstu árin. Allir skulu vera jafnir þótt þeir hafi ekkert til þess unnið, fólk hættir að kvarta um fá- tækt, hjálparstofnanir verða lagðar niður, þær verða óþarfar því allir fá nóg. Þeim sem hafa með sparsemi og mikilli vinnu komið sér upp eigin hús- næði hefur raunverulega verið hegnt fyrir það með síhækkandi fasteignagjöld- um undanfarin ár. Vonandi verður nýi borgarstjórinn okkar ekki eins skattaglað- ur og fyrirrennari hans. Ekki munum við þurfa að hafa áhyggjur af fiskveiði- málum okkar í framtíðinni því þau verða sett í hendur herranna í Brussel. Ég held að okkur sé ekki sjálfrátt. Eldri borgari. Þakklæti til VÍS ÉG vil koma á framfæri þakklæti til VÍS og sérstak- lega Þorsteins Þorsteins- sonar hjá tjónadeild fyrir frábæra hjálp og góða þjón- ustu sem var einstök. Hrönn Sigurgeirsdóttir. Tapað/fundið Leðurhanski týndist SVARTUR leðurhanski tapaðist fyrir utan Þverholt 24–26 mánudaginn 3. febr- úar sl. Hanskinn er með koparlitaðri smellu ofan á handarbakinu. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 562 4766. Poki týndist í Kringlunni KONA í hjólastól biður þann sem veit um poka sem hafði að geyma tvær peys- ur og tvo kaffipakka sem voru keyptir í Kaffitári mánudaginn 3. febrúar rétt fyrir kl. 16 í Kringlunni, en pokinn var hengdur á hjóla- stólinn, vinsamlega að skila pokanum í þjónustumið- stöð Kringlunnar eða í Kaffitárið í Kringlunni. Gleraugu týndust GLERAUGU týndust í Bæjarhrauni í rokinu sl. miðvikudag, síðdegis. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 869 1843. Pels tekinn í misgripum HINN 16. janúar sl. um kl. 13.30 var brúnn pels tekinn í misgripum hjá augnlækn- unum á Öldugötu 17 og annar svartur skilinn eftir. Sá sem kannast við að vera með brúnan pels í stað svarts er beðinn að hafa samband í síma 551 8181 hjá augnlæknadeildinni, Öldugötu 17. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Krakkar á leið úr skóla á Réttarholtsvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.