Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 24
HEILSA 24 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 8 2 3 5 /s ia .i s Angelica www.sagamedica.com Angelica jurtaveig fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Jurtaveigar eru eitt elsta inntökuform náttúruvara. Í þeim varðveitast virku efnin úr jurtinni en sum þeirra geta tapast þegar þau eru þurrkuð til að auðvelda notkun í töflum eða belgjum. LISTIR STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika með sænska trompetleikar- anum og hljómsveitarstjóranum Lasse Lindgren í Ráðhúsi Reykjavík- ur kl. 16 í dag, laugardag. Lasse Lindgren er einn kunnasti trompetleikari Svíþjóðar. Hann starf- aði um tíma sem 1. trompetleikari við Stórsveit danska ríkisútvarpsins en starfar nú með mörgum af helstu stórsveitum Svíþjóðar auk þess að reka eigin stórsveit og smærri hljóm- sveitir. Hann mun leika á trompet á tónleikunum í dag og stjórna Stór- sveitinni að auki. Á efnisskrá tón- leikanna er fjölbreytt tónlist, bæði eftir Lasse Lindgren sjálfan og aðra. Aðgangur er ókeypis. Lasse Lindgren leikur með Stórsveitinni HALALEIKHÓPURINN frumsýnir leikritið Á fjölum félagsins – kennslustund í leikhúsfræðum í dag, laugardag, kl. 17 í Halanum, Hátúni 12. Leikritið er eftir Unni Maríu Söl- mundardóttur og er samið í tilefni af 10 ára afmæli Halaleikhópsins. Leikritið gerist á fyrirlestri um leikhúsfræði þar sem stofnun áhuga- leikhúss er til umræðu. Sýnt er með dæmum hvernig á að gera hlutina þegar áhugaleikfélög eru stofnuð og hvernig ekki á að gera hlutina. Fyr- irlesari, frú Þorgerður Kvaran (Dögg Kristjánsdóttir), sýnir með myndum, sem leiknar eru af fimm leikurum, ýmis dæmi um uppá- komur hjá litlu áhugaleikfélagi. Stofnfund þess, undirbúning fyrsta leikverks og annan aðalfund þess ásamt fleiru. Helstu leikarar eru, auk Daggar, Árni Salómonsson, Jón Þór Ólafs- son, Ásdís Úlfarsdóttir og Hanna Margrét Kristleifsdóttir. Leikstjóri er Edda V. Guðmunds- dóttir. Morgunblaðið/Kristinn Leikarar Halaleikhópsins í leikritinu Á fjölum félagsins. Halaleikhópurinn frumsýnir nýtt verk KAMMERKÓR Austurlands heldur tónleika í Egilsstaðakirkju í dag, laugardag, kl. 16. Stærsta verkið á efnisskránni er Chichester-sálmar eftir Leonard Bernstein. Verkið er við texta úr nokkrum af sálmum Dav- íðs úr Biblíunni. Þeir eru fluttir á hebresku við undirleik hörpu, orgels og slagverks. Hörpuleikari er Elísa- bet Waage, orgelleikari Kári Þormar og slagverksleikari Charles Ross. Auk þess flytur kórinn nokkur trúarleg ljóð, bæði á íslensku og er- lendum tungumálum, m.a. Song of Simeon eftir Gretchaninoff, To the Mothers in Brazil eftir Lars Jansson, Lacrimosa eftir Urbaitis, Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur, Grad- ual eftir Anton Bruckner, Ubi Caritas eftir Duruflé og ýmis fleiri. Kammerkór Austurlands var stofnaður á vordögum 1997 af Keith Reed sem hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi. Meðlimir kórsins eru sextán og koma frá hinum ýmsu bæjum Austurlands. Flestir meðlimir kórsins eru langt komnir söngnem- endur eða tónlistarkennarar. Kammerkór Austurlands á æfingu. Sálmar á hebresku ♦ ♦ ♦ Sæll Björn. Er til geðrænt vandamál þar sem einstaklingurinn verður bæði mjög þunglyndur og svo getur hann líka orðið mjög glaður eins og hann sé á einhverju örvandi efni, sefur ekkert, skiptir sér af öllu og eyðir peningum? SVAR Þetta vandamál semþú lýsir líkist mest þeirri röskun sem nefnd hefur verið tvískautaröskun (Bipolar Disorder). Tvískautaröskun einkennist af því að einstaklingurinn upplifir bæði tímabil oflætis (mania) og þunglyndis. Oflæti lýsir sér yfirleitt þannig að þróttur einstaklingsins eykst svo um munar, hann/hún þarf minni og minni svefn, verður uppfullur af hugmyndum og verður ólmur í að framkvæma sem flestar. Hugurinn fer á mikið flug og erfitt er fyrir okkur hin að fylgja eftir einstaklingi þegar hann er í/með of- læti. Allt tal verður auk þess svo hratt og mikið að enginn annar kemst að. Hvatvísi og mikil virkni er greinileg, einstaklingurinn fær „mikilmennsku- hugmyndir“ um sjálfan sig, telur sig geta framkvæmt nánast allt og ekk- ert er honum/henni ofaukið eða óyf- irstíganlegt. Sjálfstraustið eykst, sem oft endar með því að einstaklingnum finnst hann vera hafinn yfir flesta aðra. Mikilvægt er að átta sig á að þrátt fyrir að við viljum mörg sofa minna og fá meira sjálfstraust þróast þessi einkenni hjá einstaklingi í/með oflæti út í stjórnleysi. Einstakling- urinn fer frá því að hrífa fólk með sér yfir í að geta ekki stjórnað hegðun sinni og samskiptin fara oft að ein- kennast af yfirgangi, pirringi og mikl- um kröfum. Einstaklingurinn hrindir mörgum misgóðum hugmyndum í framkvæmd og kemur sér oft í miklar skuldir þess vegna. Einstaklingurinn missir dómgreind til þess að stoppa sig af og leitar í hegðun sem veitir ánægju, án þess að velta fyrir sé nei- kvæðum afleiðingum. Þetta tímabil leggst líka oft þungt á fjölskyldur og er skilnaðartíðni frekar há hjá fólki sem þjáist af tvískautaröskun. Á tímabili þunglyndis verða ein- kennin andstæða þess sem lýst er hér að ofan. Einstaklingurinn upplifir mikið vonleysi, það hægist á allri hugsun, stöðugar áhyggjur, léleg sjálfsmynd, samviskubit, þreyta og aukin svefnþörf. Það dregur úr allri virkni, og félagslyndið verður lítið sem ekkert, auk þess sem matarlyst og áhugi á kynlífi minnkar. Einkenn- in og sveiflur í skapi eru mismunandi á milli fólks með þessa röskun og hef- ur greiningu hennar verið skipt í und- irflokka. Mest áberandi er tvískauta- röskun I, sem einkennist af oflætiseinkennum, ásamt þunglynd- istímabili sem samsvarar greining- arviðmiðum alvarlegs þunglyndis. Hér getur verið um að ræða allt frá einu tímabili oflætis yfir ævina yfir í mjög mörg, algengast þó um 7–15 til- felli. Annar undirflokkur tvískauta- röskunar er hverflyndi, þar sem skapsveiflurnar ná samfellt yfir minnst tveggja ára tímabil, bæði með oflæti og þunglyndi, án þess að ná greiningarviðmiðum oflætis eða al- varlegs þunglyndis. Auk þess er um að ræða tvískautaröskun II, sem ein- kennist af mun vægari oflætis- tímabilum (hypomania) og oft meira um þunglyndi. Margir halda því fram að hér sé um töluvert annað vanda- mál að ræða, áherslur í sálfræðilegri meðferð eru aðrar en hjá ein- staklingum með tvískautaröskun I. Einstaklingar með tvískautaröskun II ná líka mun frekar að halda fé- lagslegri virkni sem og atvinnu, og þurfa mun sjaldnar að leggjast inn á sjúkrahús. Það meðferðarform sem mest er notað við tvískautaröskun er lyfja- meðferð og þá sérstaklega lyfið lith- ium. Mikilvægt er þó að hafa í huga að hlúa vel að allri fjölskyldunni, bæði með fræðslu, stuðningi og meðferð. Mikilvægt er einnig að leggja meiri áherslu á sálfræðilega meðferð jafn- hliða lyfjameðferð, ekki síður fyrir þá sem greinast með tvískautaröskun II. Gangi þér vel. Tvískautaröskun Upplifir bæði tímabil oflætis og þunglyndis. Lesendur Morgunblaðs- ins geta kom- ið spurn- ingum varðandi sál- fræði-, fé- lagsleg og vinnutengd mál- efni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. Björn Harðarson Björn Harðarson er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. E ins og öllum er kunn- ugt eru sjálfsvíg þjóðfélagslegt vandamál á Íslandi eins og annars stað- ar í heiminum. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið þá umfjöllun sem til þarf til að brjóta það til mergjar og reyna að skilja hvers vegna einstaklingur í blóma lífs- ins tekur slíka ákvörðun. Þessi mál hafa þó meira verið að koma fram í dagsljósið enda mikið um- hugsunarefni fyrir samfélagið. Í ágúst árið 2000 komu félagar í Kiwanishreyfingunni saman til síns árlega Umdæmisþings, Ís- land – Færeyjar, og var þingið haldið í Reykjanesbæ. Við setn- ingu þingsins hélt séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Reykjanesbæ, ræðu sem var til- einkuð umræðu um sjálfsvíg. Skömmu fyrir þingið höfðu fjórir ein- staklingar í bænum svipt sig lífi og höfðu þessir atburðir mikil áhrif á alla í bæjarfélaginu. Því fannst séra Ólafi tími til komin að opna þessa um- ræðu. Kiwanismenn og -konur urðu felmtri slegin yfir þeim staðreyndum sem þarna voru fluttar. Að loknu þingi fór Kiwanisfólk að ræða þetta sín á milli og úr varð að klúbbar í Ægissvæði, þ.e. Kópavogi, Hafnarfirði, Reykja- nesbæ, Varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli og Vogum, alls 10 klúbbar, ákváðu að athuga hvað þeir gætu gert til að koma að þessu máli og láta gott af sér leiða. Í góðu samstarfi við séra Ólaf var hafinn undirbúningur og úr varð, að tillögu séra Ólafs, að við gæfum út leiðbeiningar í bók- armerkisformi sem auðvelt væri að dreifa víða. Texti leiðbeininganna var unninn í samvinnu séraÓlafs og forvarnarfulltrúa Landlæknisembættisins, Salbjargar Bjarnadóttur, ásamt sérfræðingum sem mynda teymi á vegum Landlæknisembættisins í þessum málaflokki. Á Lífsvísi er reynt að koma til skila þremur meginatriðum: hvernig á að þekkja einkennin, hvernig þú getur hjálpað og hvar þú getur leitað aðstoð- ar.Allt þetta miðar að því að við séum okkur meira meðvitandi og getum betur tekið þátt í forvörnum gegn sjálfsvígum. Það er von okkar Kiwanismanna og -kvenna að þetta framtak okkar verði til góðs í því forvarnarstarfi að koma í veg fyrir að einstaklingar leið- ist út í svo afdrifaríkar ákvarðanir að tak sitt eigið líf. Við viljum þakka öllum þeim sem að þessu verkefni komu og gerðu þetta mögulegt. F.h. Kiwanisklúbbanna í Ægissvæði, Guðbjartur Kristján Greipsson verkefnisstjóri. Frá Landlæknisembættinu. Heilsan í brennidepli Lífsvísir Leiðbeiningar til að sporna gegn sjálfsvígum Ný pilla fækkar blæðingum NÝ tegund getnaðarvarnarpillu tak- markar tíðablæðingar við fjögur skipti á ári í stað þrettán, eins og nú er. Pillan er ekki komin á markað en er nú til skoðunar hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu, FDA. Hingað til hefur verið litið á tíðahringinn sem heil- brigðan og óumflýjanlegan hluta í lífi kvenna. Læknar hafa þó ávísað lyfjum svo sem gegn fyrirtíðarspennu og leg- slímuflakki sem koma í veg fyrr blæð- ingar. Ef nýja pillan, sem kallast Seas- onale, fæst samþykkt mun hún að lík- indum verða á markaði í Bandaríkj- unum undir lok ársins, segir í grein Newsweek á netinu. Seasonale inni- heldur samskonar efni og hefðbundin getnaðarvarnarpilla, en í einum pakka verða 84 virkar pillur og sjö lyfleysur í stað venjulega hlutfallsins 21/7. Konur virðast hlynntar færri tíða- blæðingum, samkvæmt hollenskri rannsókn. Tveir þriðju hlutar kvenna á aldrinum 15-49 ára kusu heldur færri tíðahringi en marga og sam- kvæmt könnun meðal kvenna sem þjást mikið af tíðaverkjum var fylgnin við nýju pilluna mikil. Mat margra lækna er að fækkun tíðablæðinga gæti verið heilsusamleg þar sem þær geta leitt til bandvefs- æxlis og vefslímuflakks. „Hlutverk pillunar er að koma í veg fyrir egglos, blæðingar verða því vegna hormóna- breytinga en ekki raunverulegra tíða. Hvers vegna eiga konur því að fara á blæðingar mánaðarlega?“ spyr dr. Leslie Miller við Háskólann í Wash- ington. „Ávinningurinn er enginn.“ Rannsakendur áætla að nútíma- konur hafi um þrisvar sinnum fleiri blæðingar yfir ævina en formæður þeirra sem hófu tíðablæðingar seinna en nú er, áttu fleiri afkvæmi og höfðu börn sín lengur á brjósti en nú tíðkast. Aukaverkanir vegna nýju pillunnar eru helstar óvæntar blæðingar milli tíða en um 7,5% kvenna hættu töku vegna þessa í stað 1,8% sem taka hefð- bundnar getnaðarvarnarpillur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.