Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN / / KEFLAVÍK / AKUREYRI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 10 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6 / Sýnd kl. 2 og 4. FRUMSÝNING Nú verður ekkert gefið eftir í lokabaráttunni. Hasarhlaðnasta Star Trek myndin til þessa. Lokabaráttan er hafin! F J Ö L S DV Sýnd kl. 5.50. B.i. 12. Ein umdeildasta og djarfasta kvikmynd ársins er komin í bíó. Stranglega bönnuð innan 16 ára Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Monica Bellucci SV MBL Radíó X OHT Rás 2 Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Sýnd kl. 5, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 8.05 og 11. Enskur texti H.K DV Kvikmyndir.is Misstu ekki af vinsælustu mynd síðasta árs í bíó H.L MBL HK DV Kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 14. Sýnd kl. 8 og 10. Aðalhlutv. Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Kjartan Guðjónsson, Sjöfn Evertsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og kristín Ósk Gísladóttir. Framleiðandi : Kristlaug María Siguðrard. / Kikka Leikstjóri : Helgi Sverrisson byggð á samnefndri bók sem kom út fyrir jólin. Bráðskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna Missið ekki af einni skemmtilegustu mynd ársins. Leonardo diCaprio og Tom Hanks hafa aldrei verið betri. i i i i i il i . i i l i i i. Gull Plánetan. Kl. 3. Ísl. tal 400 kr. Forsýning kl. 11. B.i. 16 ára. UPPISTAND FÖS, 21. FEB AUKASÝNING LD, 22. FEB FOR SALA HAF IN! Lilo og Stitch Kl. 2 og 4. Ísl. tal 250 kr. Harry Potter 2. Kl. 2. Enskt. tal 250 kr. FJÖLSKYLDUDAGAR „ÉG er hress og hlakka mikið til að koma til Íslands,“ sagði Brandur Enni þegar blaðamaður Morgun- blaðsins hringdi í hann þar sem æfði í Færeyjum fyrir tónleikana sem haldnir verða á Broadway á morgun og hefjast klukkan 17. Dúett með Jóhönnu Guðrúnu „Ég kom til Íslands síðastliðið sum- ar og söng 17. júní og það var mjög gaman,“ sagði Brandur. – Svo nú áttu marga íslenska vini? „Umm ... ég þekki þá kannski ekki, en ég hef fengið mikið af tölvupósti frá Íslendingum, og margir Íslend- ingar skoða heimasíðuna mína.“ Brandur sagði að þessa dagana kæmi út smáskífa á Íslandi þar sem hann syngi dúettinn „Still Friends“ með Jóhönnu Guðrúnu, en hún kom til Færeyja þar sem þau Brandur héldu tónleika saman. „Jóhanna Guðrún er gestasöngvari hjá mér á sunnudaginn og ég hlakka til að syngja með henni, hún hefur svo fallega rödd,“ sagði Brandur. Hann kemur með stóra hljómsveit og dans- ara og þetta ætti að verða flott sýning. Ný plata á leiðinni „Ég ætla að taka lög af disknum mínum, Waiting in the Moonlight, og einnig nokkur ný lög.“ – Einhver eftir þig? „Já, eitt lag „The Way I Am“. – Ertu að undirbúa nýja plötu? „Já, hún kemur út í Danmörku í mars. Á nýju plötunni hef ég marga bestu hljóðfæraleikara í Færeyjum með mér, sem er frábært. Svo er allt- af að bætast við fólk í hópinn, t.d. til að sjá um kynningarmál.“ – Platan þín er mjög vinsæl á Norð- urlöndum, á að færa út kvíarnar? „Já, við byrjum í Danmörku en færum okkur niður til Þýskalands. Færeyjar leika á móti Þjóðverjum í fótbolta í júní, og þá syng ég þjóðsöng Færeyja, jafnvel þann þýska.“ Brandur sagðist alltaf hafa sungið en að poppævintýrið hafa bara hafist fyrir tveimur árum. – Hvernig er að vera poppstjarna? „Það er fínt, frábært. Ókunnugt fólk heilsar mér úti á götu,“ segir Brandur, og bætir við að það sé þægi- legt að vita hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. „Ég stefni bara á að verða betri og betri.“ – Bestur? „Það væri gaman að vera bestur, en ég efast um að mér takist það, það eru svo margir góðir.“ – Eru foreldrar þínir ekkert hræddir að þú lendir bara í rugli? „Nei, nei, en þau hafa samt varað mig við áfenginu, og segja mér að fara varlega.“ – Heldurðu að þú þurfir að flytja til útlanda í framtíðinni? „Nei. Kannski í eitt ár eða svo, en þótt starf mitt verði á alþjóðavett- vangi get ég alveg búið í Færeyjum.“ – Ferðastu mikið nú þegar? „Já, ég á ekki einu sinni heima í Þórshöfn, heldur í Suðurey,“ sagði Brandur sem hefur ekkert farið í skólann síðustu vikur vegna æfinga í Þórshöfn fyrir Íslandsförina. Er á lausu! – Hefurðu önnur áhugamál? „Já, mér finnst gaman að fara út á land, sigla bátum og svo spila ég á trompet í brassbandi, en hef haft lít- inn tíma til að æfa mig undanfarið.“ – En áttu kærustu? „Nei, ég á ekki kærustu.“ – Þetta mun gleðja íslensk ung- meyjarhjörtu! „Heldurðu það?“ – Já, þær virðast óðar í þig! „Ég hef lesið tölvupóstinn frá þeim, en því miður ekki haft tíma til að svara þeim ennþá. En ég er mjög glaður að fá allan þennan póst,“ sagði Brandur. „Geturðu sett það í blaðið?“ – Já, auðvitað. En er eitthvað sem þú vilt segja við Íslendinga? „Já, að mér finnst gaman að fá að syngja með Jóhönnu Guðrúnu, og mér finnst að sem flestir ættu að koma á tónleikana, ég er alveg viss um að þeir verði vel heppnaðir. Of góðir til að missa af þeim,“ sagði Brandur Enni að lokum og hélt áfram að æfa sig bara fyrir okkur. Færeyska stórstjarnan Brandur Enni á Broadway „Tónleikarnir verða of góðir til að missa af,“ segir Brandur Enni. Allir eiga að koma Heimasíða Brands Enni er full af skilaboðum frá íslenskum aðdáendum, sem eflaust bíða morgundagsins með óþreyju. Hildur Loftsdóttir truflaði goðið á æfingu fyrir tónleikana á morgun. TENGLAR ..................................................... www.brandurenni.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.