Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigmundur BirgirPálsson fæddist á Sauðárkróki 28. nóv- ember 1932. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðár- króki 29. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Marvin Páll Þorgrímsson, f. 25. mars 1893, d. 5. maí 1965, og Pálína Bergsdóttir, f. 17. apríl 1902, d. 3. júlí 1985. Systkini Sig- mundar eru: Ingi- björg Brynhildur, f. 13. júlí 1928, d. 11. febrúar 1994, Sigtryggur Bergþór, f. 13. maí 1931, d. 7. janúar 1964, Jóhanna Sigríður, f. 19. janúar 1935, búsett í Keflavík, og Þorgrímur Bragi, f. 3. janúar 1937, búsettur í Keflavík. Hinn 12. ágúst 1963 kvæntist Sigmundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðlaugu Gísladóttur, f. 28. október 1937 á Ólafsfirði. Foreldr- ar hennar voru Gísli Ingimundar- son, f. 2. desember 1909, d. 23. september 1993, og Sigríður Guð- rún Sæmundsdóttir, f. 2. desember 1902, d. 12. febrúar 1948. Dætur Sigmundar og Guðlaugar eru: 1) 4) Inga Jóna, f. 3. nóvember 1970, búsett á Sauðárkróki, maður hennar er Jónatan Sævarsson, f. 24. janúar 1968. Börn þeirra eru Sævar, f. 8. apríl 1997, og Ásrún, f. 18. september 1998. Sigmundur ólst upp á Sauð- árkróki. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Sauð- árkróks. Hann fór síðan að læra húsgagnasmíði hjá Bygginga- félaginu Hlyn 1955 og á meðan tók hann þriggja mánaða nám í Iðnskólanum. Sveinsprófi lauk hann 11. ágúst 1959. Sigmundur vann áfram á Hlyn og varð seinna einn af eigendunum, hann hætti þar 1985. Hinn 1. maí það sama ár hóf hann störf á Sjúkra- húsi Skagfirðinga sem húsvörður og vann þar til ágústloka 2002. Sigmundur var mikill félags- málamaður og starfaði með hin- um ýmsu félagasamtökum á Króknum. Hann var m.a. skáta- foringi í Skátafélaginu Andvarar, formaður Ungmennafélagsins Tindastóls, félagi í Iðnaðar- mannafélagi Sauðárkróks, for- maður Lionsklúbbs Sauðárkróks og mjög virkur félagsmaður þar. Hann var einn af stofnendum Fé- lags eldi borgara á Sauðárkróki og starfaði þar af krafti til dauða- dags. Sigmundur bjó alla tíð á Sauðárkróki. Útför Sigmundar Birgis verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigríður Guðrún, f. 1. september 1959, bú- sett í Reykjavík, sam- býlismaður hennar er Baldvin Þór Jóhann- esson, f. 15. apríl 1960. Börn þeirra eru Daníel Örn, f. 7. jan- úar 1992, og Marta Sif, f. 15. júní 1998. Fyrir á Baldvin Þór soninn Elías Ásgeir, f. 14. júlí 1982, og á hann soninn Guðbjart Þór, f. 3. mars 2002. 2) Pálína, f. 24. sept- ember 1961, búsett á Akranesi, maður hennar er Al- freð Þór Alfreðsson, f. 23. októ- ber 1962. Dætur þeirra eru Linda Ósk og Sandra Ósk, f. 14. maí 1999. Fyrir á Pálína soninn Gísla Pál, f. 31. desember 1982. Faðir hans er Ingimundur Ingvarsson. 3) Margrét, f. 19. apríl 1963, bú- sett á Sauðárkróki, maður hennar er Skúli Vilhjálmur Jónsson, f. 10. desember 1960. Synir þeirra eru Sigmundur Birgir, f. 19. maí 1982, unnusta hans er Elín María Kjartansdóttir, f. 28. júlí 1984, Jón Kristinn, f. 14. október 1986, og Guðlaugur, f. 25. ágúst 1989. Elsku Simmi minn. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pétursson.) Ég þakka Guði fyrir að þú fékkst að kveðja þennan heim eins og þú lifðir, með gleði í hjarta. Hafðu kæra þökk fyrir allar okkar stundir. Þín eiginkona Guðlaug (Lauga). Elsku pabbi. Eins og þér fannst alltaf þá er erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. En fyrir það sem þú hefir gefið okkur og allar okk- ar góðu minningar verðum við ævin- lega þakklátar. Þegar við vorum litlar stelpur fannst okkur alltaf svo gaman að fara með þér á Hlyn, þar var svo góð við- arlykt og við fengum að sópa gólfin. Stundum fórstu með okkur niður í fjöru og þú kenndir okkur að fleyta kerlingar, þú varst snillingur í því. Tíminn í kartöflugarðinum í Sauðár- gili er okkur ógleymanlegur. Fyrir litlar stelpur var þetta mikið ferðalag. Þú varst stoltur af okkur öllum, konunum þínum. Þegar við svo flutt- um suður áttir þú erfitt með að skilja hvers vegna við vildum fara frá Króknum. Þú vildir helst hafa alla fjölskylduna nálægt þér. Þegar við töluðum saman í síma þá fengum við alltaf að heyra hvað allt væri gott á Króknum, veðrið var alltaf best þar! Eftir að þið mamma byggðuð sum- arbústaðinn Sjónarhól í Hjaltadaln- um, færðist besta veðrið þangað. Heimili ykkar mömmu á Smára- grund stóð okkur alltaf opið, þar var oftast glatt á hjalla og málin rædd. Þú varst ekki maður sem kvartaðir og var það því mikið reiðarslag fyrir okkur þegar hjartað í þér gaf sig, en það er okkur huggun hvað við erum lánsamar að hafa átt þig fyrir föður og við vitum að þú munt fylgjast vel með okkur öllum. Minning þín lifir. Elsku mamma, megi Guð styðja þig og styrkja í sorginni. Þínar dætur, Sigríður (Sigga) og Pálína. Elsku pabbi. Þú fórst alltof fljótt frá okkur. Mér er orða vant yfir því hvað þetta gerðist hratt. Mér verður hugsað til baka og þá koma svo marg- ar minningar. Ég man það svo vel þegar Guðlaugur minn fæddist. Þá komst þú til mín áður en þú fórst heim í mat og ég var búin að fá matinn til mín en hafði enga lyst, þá spurðir þú mig hvort ég ætlaði virkilega ekki að borða þetta. Þegar ég sagði nei þá gast þú ekki stillt þig um að fá þér bita því þú sagðir mér að þetta færi annars bara í ruslið en það vildir þú ekki. Alltaf gat ég leitað til ykkar mömmu ef eitthvað bjátaði á hjá mér og fjölskyldu minni. Þegar þú varst að vinna á Hlyn voru það mínar bestu stundir að koma til þín og fá að sópa kringum vélarnar. Á meðan þú varst húsvörður á sjúkra- húsinu og ég var að fara með strákana mína til læknis fórum við alltaf niður í kjallara til þín og þú rúntaðir með þá í lyftunni. Þú varst alltaf svo hress og glaður og grínaðist mikið og það gerðir þú al- veg fram í andlátið. Það er svo sorg- legt að þú skyldir fara núna þar sem þú varst nýhættur að vinna og þið mamma ætluðuð að gera svo margt, bæði heima í húsinu ykkar og í sum- arbústaðnum. Elsku pabbi, við eigum eftir að sakna þín svo mikið, þetta er stórt skarð í fjölskylduna og mamma orðin ein en við pössum hana fyrir þig. Guð blessi þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir Margrét (Magga). Elsku pabbi minn. Þú fórst alltof fljótt og snöggt. Ég spyr alltaf sömu spurningarinn- ar: Af hverju? Ég hugga mig við það að það hefur vantað einhvern hressan og skemmtilegan mann upp til Guðs. Margar góðar minningar koma upp í hugann, eins og þegar ég var lítil þá fórum við alltaf í sund á sunnu- dagsmorgnum meðan mamma eldaði steikina, um helgar á sumrin var farið út í sveit með nesti, teppi og auðvitað fótbolta og skemmt sér mikið. Marg- ar góðar stundir áttum við öll saman í sumarbústaðnum. Þar leið ykkur mömmu svo vel. Áður en ég fór að læra á bíl fórum við oft saman niður á flugvöll og þú lést mig keyra rauða Volvoinn. Stundirnar voru ófáar sem við áttum við eldhúsborðið. Þar var margt spjallað. Þar sátum við daginn áður en þú fórst frá okkur og ekki grunaði mig að þetta væri síðasta skiptið. Þú varst alltaf svo hress og kátur, þú sást alltaf jákvæðar hliðar á öllu. Þú varst nýhættur að vinna og þeg- ar þú varðst sjötugur sl. haust gáfum við þér hefilbekk og fræsara og þú varst svo glaður og ánægður. Þú sóttir alltaf krakkana mína á leikskólann og þið mamma pössuðuð þau þar til ég var búin að vinna. Sæv- ar spurði strax hver ætti nú að sækja þau og Ásrún hefur áhyggjur af því hver muni segja þeim sögur. Þegar við fórum heim stóðuð þið mamma alltaf í dyrunum og vinkuðuð. Ég veit að þú verður þar áfram með henni. Það er sárt að missa þig, pabbi minn, þú varst svo góður vinur. Elsku pabbi, ég sakna þín mikið, við styðjum öll mömmu og hvert ann- að. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín pabbastelpa, Inga Jóna. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymi, meðan lífs ég er. (Valdimar H. Hallstað.) Elsku Simmi. Minningin lifir er ég hugsa til þín. Allt frá þeim tíma er ég kynntist þér fyrst, árið 1991, er mér efst í huga sá kærleikur og hlýja sem þú sýndir mér alla tíð og er það mér ómetanlegt. Einnig sú hvatning sem þú veittir mér þegar ég þurfti á að halda og hefur gefið mér meira en orð fá lýst. Elsku Simmi, megi þér líða sem best þar sem þú ert staddur núna og kærar þakkir fyrir allar góðar stund- ir. Elsku Lauga mín, megi góður Guð vera með þér á þessum erfiðu tímum. Þinn tengdasonur Baldvin Þór. Elsku Simmi. Að morgni 29. janúar var maður minntur harkalega á hvað lífið getur verið hverfult, þegar hringt var í mig og mér sögð þau válegu tíð- indi að ástkær tengdafaðir minn væri látinn. Maður trúir því varla ennþá að þú hafir verið kallaður burt svo snemma því að þú Simmi minn varst alltaf svo hraustur og glaðvær, en að því er ekki spurt þegar kallið kemur. Ég varð þeirrar blessunar aðnjót- andi að fá að kynnast þér, og betri og yndislegri manni verður varla lýst með orðum því aðeins þeir sem þekktu þig vita hversu yndislegur þú varst í alla staði. Þú varst mér alltaf sem annar faðir. Það var sama hvað bjátaði á ég gat alltaf leitað til þín og þú bjargaðir málunum. Ég minnist þess hvað þér þótti gaman við silungsveiðar og þegar við fórum samann í Laxá út á Skaga þá var sama þótt við veiddum ekkert því að vera með þér við veiðar var upp- lifun sem aldrei gleymist. Svo gleymi ég aldrei þeirri stund þegar við hjónin eignuðumst okkar fyrsta barn sem var líka þitt fyrsta afabarn, þá mátti ekki á milli sjá hvor væri stoltari ég eða þú, því þú ljómaðir allur af gleði yfir þessum litla dreng sem er skírður í höfuðið á þér. Ég minnist einnig gleðinnar og spaugseminnar sem ríkti alltaf í kringum þig og lýsti upp líf mitt í veikindum mínum. Nú þegar þú hefur verið kallaður burt eru það minningarnar um þig sem munu ylja mér um hjartarætur um ókomna framtíð. Far í friði, kæri vinur. Elsku Lauga, Sigga, Pálína, Magga og Inga Jóna, megi Guð almáttugur styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þinn tengdasonur Skúli. Elsku Simmi. Þú sem varst mér svo miklu meira en bara tengdafaðir, fráfall þitt er mér óskiljanlegt. Sumt er okkur ekki ætlað að skilja. Þegar ég hugsa til baka koma margar minn- ingar upp í hugann. Allar stundirnar sem fjölskyldan átti saman en þannig vildir þú helst hafa það, helst allan hópinn í kringum þig, þannig leið þér best. Of langt mál væri að telja allt upp, en þessar minningar geymi ég vel í huga mínum og mun gera um aldur og ævi. Minningar um mann sem vildi allt fyrir alla gera. Áfram- haldið verður í þínum anda, nú standa allir saman sem aldrei fyrr. Nú kveð ég þig, Simmi minn, og ég veit að þú verður alltaf með okkur. Þinn tengdasonur, Jónatan (Jonni). Elsku afi, þegar pabbi vakti mig að morgni 29. janúar og sagði að þú vær- ir dáinn trúði ég því ekki. Við fórum til ömmu og vorum öll þar saman. Margt kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til baka. Stundirnar sem ég átti með þér og ömmu í sumarbú- staðnum. Þú varst vanur að segja okkur sögur þegar við strákarnir gistum á Smáragrund eða í bústaðn- um hjá ykkur. Bless, elsku afi. Þinn Jón Kristinn. Elsku besti afi. Þegar pabbi vakti mig aðfaranótt miðvikudagsins 29. janúar og sagði við mig: „Afi þinn á Smáragrund var að deyja,“ þá trúði ég honum ekki en eftir smástund fór- um við niður á Smáragrund til afa og ömmu. Núna var enginn afi en ég fann fyrir honum og fann lyktina hans, þessa afalykt sem maður gleymir seint. Núna þegar ég skrifa þessi orð þá er margt í huga mínum, eins og hver á núna að segja sögur fyrir svefninn þegar börn gista á Smáragrund. Ég man mjög vel eftir sögunum sem þú sagðir mér og bræðrum mínum, þú fékkst aldrei leiða á þeim og ég gleymi aldrei þessum stundum hjá þér og ömmu. Eins og þegar við bjuggum hjá ykkur þá keyrðir þú okkur alltaf í skólann og síðan varstu mjög áhugasamur um fótboltann hjá mér enda varstu sjálfur í fótbolta þeg- ar þú varst yngri. Síðan stundirnar með þér og ömmu í sumarbústaðnum, við hjálpuðum þér að byggja hann og hann er nær búinn og við munum klára það í minningu þína. Það var alltaf svo gaman í sum- arbústaðnum. Við bjuggum til mörk til að fara í fótbolta og þú varst svo oft að horfa á okkur og hafðir gaman af því og þetta mun aldrei gleymast. En það er eitt sem ég er mjög feg- inn að þú fékkst að gera áður en Guð ákvað að taka þig frá okkur. Það var að þú fékkst að kynnast minni fyrstu ást, henni Elínu Maríu, og ég veit að þér líkaði mjög vel við hana, ég sá það á þér þegar þú talaðir við hana og hún tók þessum fréttum mjög illa eins og allir en hún mun aldrei gleyma þér, því skal ég lofa. Ég mun aldrei gleyma þínum síð- ustu jólum hérna á Víðigrund 26. Þú þurftir alltaf þínar grænu baunir með matnum, annars gastu ekki byrjað að borða. En núna mun alltaf verða autt sæti við endann á borðinu, við vegginn, þegar öll fjölskyldan hittist um hátíðir og í matarboðum á Smáragrund. Þetta eru minnisstæðustu minn- ingarnar af mörgum um þig í huga mínum og þær munu varðveitast en þú munt alltaf skilja eftir tóm í huga mínum. Ég mun alltaf hugsa um þig í framtíðinni og ég skal gera mitt besta til að hjálpa ömmu og öllum öðrum í gegnum þetta sorgartímabil. Þú skilur eftir þig stórt skarð í fjöl- skyldunni og við munum aldrei gleyma þér, elsku besti afi minn. Þitt barnabarn Sigmundur Birgir (Simmi). Elsku afi, ég átti erfitt með að trúa að þú værir farinn frá mér. Ég fór að hugsa um hver mundi setja kartöflur niður í vor með okkur ömmu og taka þær svo upp. Þú varst líka vanur að hringja til mín og spyrja hvort ég gæti ekki slegið lóðina á Smáragrund og líka þegar þurfti að slá grasið hjá bústaðnum. Afi minn, ég mun halda því áfram fyrir ömmu. Bless, elsku afi. Þinn Guðlaugur. Elsku afi, algóður Guð hlýtur að hafa þurft mikið á þér að halda fyrst hann kallar þig til sín svo snöggt. Þegar síminn hringdi heima og mamma grét í símann vissum við að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir en að elsku amma væri að láta okkur vita um andlát þitt, það gat bara ekki verið. Þú varst alltaf í góðu skapi, tilbúinn að vera með okkur barnabörnunum þínum, okkur öllum. Þú sagðir svo skemmtilegar sögur, kenndir okkur að spila og varst svo þolinmóður. Það var svo gaman að hitta ykkur ömmu, hvort sem það var heima hjá okkur í Reykjavík eða á Króknum. Það verður skrýtið að koma norður núna og sjá þig ekki við hlið ömmu, standandi í dyrunum að taka á móti okkur. En við vitum að þú verður þar samt, þú verður alltaf hjá ömmu og amma veit það líka. Við erum svo sorgmædd núna en samt svo glöð yfir því að hafa átt þig fyrir afa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, Guð veri með þér. Þín afabörn Daníel Örn og Marta Sif. Elsku afi. Við söknum þín mikið. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Við spiluðum oft lúdó, veiðimann, ól- sen ólsen og margt fleira. Margar ferðir fórum við með ykkur ömmu í sumarbústaðinn og þar var nú gaman að vera með ykkur. Það var alltaf gaman að gista hjá ykkur og heyra sögurnar þínar, afi. Gaman var að hjálpa ykkur í kartöflugarðinum og það var gaman þegar þú sóttir okkur á leikskólann. Þið amma áttuð alltaf til ís handa okkur. Elsku afi, við vitum að þú ert alltaf hjá okkur. Við skulum passa ömmu fyrir þig. SIGMUNDUR BIRGIR PÁLSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.