Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  STOKE City er á höttunum eftir Luke Chadwick, leikmanni Man- chester United. Breska blaðið In- dependent greinir frá því að Stoke vilji fá Chadwick að láni út leiktíð- ina en hann hefur fá tækifæri fengið með liði Manchester United á leik- tíðinni.  STOKE og Leeds hafa náð sam- komulagi um að framlengja láns- tíma Frazers Richardsons hjá Stoke um mánuð. Upphaflega stóð til að Richardson yrði hjá Stoke í einn mánuð en þar sem forráða- menn Stoke voru mjög ánægðir með leikmanninn fóru þeir fram á að fá að halda honum í mánuð til viðbótar.  DOMINIC Matteo, fyrirliði Leeds United, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í skoska landsliðið í knattspyrnu. Matteo hefur átt við þrálát meiðsl að stríða og er nýkom- inn aftur á ferðina eftir aðgerð sem hann gekkst undir í október. Hann segist ekki í formi til að leika með landsliðinu og ætlar að einbeita sér að liði Leeds.  GIANFRANCO Zola hefur gefið sterklega í skyn að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir tímabil- ið. Zola, sem er 37 ára gamall, vill hætta á toppnum en hann hefur átt frábært tímabil með Chelsea á leik- tíðinni og ef fram heldur sem horfir kemur hann sterklega til greina sem leikmaður ársins á Englandi en hann varð þess heiðurs aðnjótandi fyrir sex árum.  ROY Keane, fyrirliði Manchester United, íhugar nú að gefa kost á sér í írska landsliðið að nýju. Hann átti fund með nýráðnum landsliðsþjálf- ara, Brian Kerr, í vikunni en Kerr hefur þrýst á Keane um að klæðast grænu treyjunni á nýjan leik. Keane ákvað eins og frægt er að segja skil- ið við írska landsliðið eftir að sauð upp úr milli hans og fyrrverandi þjálfara, Micks McCarthys, rétt áð- ur en flautað var til leiks á HM síð- astliðið sumar.  „ÞETTA verður sannkallaður draumaúrslitaleikur tveggja bestu liða Skotlands,“ sagði sænski lands- liðsmaðurinn Henrik Larsen eftir að hafa skorað eitt mark í sigurleik Celtic á Dundee Utd. í undanúrslit- um skosku bikarkeppninnar. Celtic mætir Glasgow Rangers á Hampd- en Park 16. mars.  LOTHAR Matthäus, 42 ára, fyrr- verandi fyrirliði Bayern München og þýska landsliðsins, hefur ákveðið að fara í mál við Bayern – segir að liðið skuldi sér 41 millj. ísl. kr. vegna kveðju- og ágóðaleiks fyrir þremur árum – 26. maí 2000. Réttarhöld í málinu hefjast 13. febrúar. Bæjarar eru ekki ánægðir með Matthäus og segir Uli Höness, framkvæmda- stjóri Bayern, að Lothar sé að gera sín mestu mistök í lífinu með því að fara í mál við Bayern og segir að hann eigi enn möguleika á að bjarga sér með því að draga málið til baka. RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, sem leikur í riðli með Íslandi í undankeppni Evr- ópukeppni landsliða, hefur kallað á tvo nýliða fyrir vináttulandsleik gegn Spánverjum á miðvikudaginn kemur. Það eru þeir Benjamin Lauth, sóknarleikmaður hjá 1860 München, og varnarmaðurinn Tobias Rau, sem leikur með Wolfs- burg. Fjórtán leikmenn í tuttugu manna hópi Völlers, sem hann fer með til Mallorka, voru í HM-liði Þjóðverja sem varð að sætta sig við tap fyrir Brasilíumönnum í úrslita- leik HM í Japan í fyrra. Landsliðs- hópurinn er þannig skipaður, en Carsten Jancker, Jens Nowotny, Christian Ziege og Gerald Asam- oah eru ekki með vegna meiðsla: Oliver Kahn (Bayern) og Jens Lehmann (Dortmund) eru mark- verðir. Varnarmenn eru Frank Baumann (Werder Bremen), Arne Friedrich (Hertha Berlín), Christ- oph Metzelder (Dortmund), Carst- en Ramelow (Leverkusen), Tobias Rau (Wolfsburg), Marko Rehmer (Hertha Berlín) og Christian Woerns (Dortmund). Miðjumenn eru Michael Ballack (Bayern), Joerg Boehme (Schalke), Torsten Frings (Dortmund), Jens Jeremies (Bayern), Sebastian Kehl (Dortmund) og Bernd Schneider (Leverkusen). Sóknarmenn eru Fredi Bobic (Hannover), Paul Freier (Bochum), Miroslav Klose (Kaiserslautern), Benjamin Lauth (860 München) og Oliver Neuville (Leverkusen). Völler kallar á tvo nýliða Norðurlandamótið er haldið hér ífyrsta sinn og eru keppendur 44, þar af 16 piltar og er keppt í tveimur aldurs- flokkum. Keppend- ur glímdu við skylduæfingar á fyrri hluta mótsins – á tæpum þremur mínútum gerðu þeir fyrirfram ákveðnar æfingar og fengu stig fyrir tækni og listfengi. Í verður keppt í frjálsum æfingum. Þá setja keppendur sjálfir saman æfingarnar og geta látið ljós sitt skína. „Ég hef aldrei tekið þátt í svona stóru móti og það tók á taugarnar, sem voru þandar í byrjun en það lagaðist þegar maður byrjaði að skauta,“ sagði Audrey Freyja eftir skylduæfingarnar á fimmtudaginn. „Ég er ekki ánægð með árangurinn, en ætla að gera betur á laugardag- inn í frjálsu æfingunum. Ég ætlaði að gera mitt besta á þessu móti. Íþróttin er svo ung á Íslandi að ekki er hægt að vonast eftir verðlauna- sæti, en reynslan er mikilvæg. Við fórum nokkur héðan í æfingabúðir í Finnlandi og lærðum mikið hjá mjög góðum þjálfurum, sem hafa þjálfað heimsmeistara. Við vorum í viku og á skautunum allan daginn,“ bætti hin 15 ára gamla skauta- drottning frá Akureyri við, en hún hefur undanfarin þrjár ár hampað Íslandsmeistaratitli í greininni. Sigurlaug Árnadóttir hefur tekið þátt í mótinu undanfarin tvö ár en ákvað að vera ekki með nú, svo að Audrey Freyja sér ein um að halda merki Íslands á lofti. Morgunblaðið/RAX Audrey Freyja Clark sýnir listir sínar á skautasvellinu í Laugardal. Mikið list- fengi hjá Audrey Freyju AUDREY Freyja Clark þreytti á fimmtudag frumraun sína á Norð- urlandamóti í listhlaupi á skautum, sem stendur nú yfir í Skauta- höllinni í Laugardal, þegar hún keppti í skylduæfingum. Henni gekk ekki sem best en fékk þó góða einkunn fyrir listfengi. Audrey Freyja ætlar sér að gera betur í dag – þegar kemur að frjálsum æfingum. Stefán Stefánsson skrifar SVISSNESKA tenniskonan Martina Hingis, sem und- anfarin ár hefur verið í hópi þeirra bestu í íþróttinni og var til að mynda í toppsæti styrkleika- listans í fjögur ár í röð, hefur neyðst til að leggja tennisspaðann á hilluna, aðeins 22 ára gömul. Þrálát ökklameiðsli eru þess valdandi að Hingis verður að hætta en hún gekkst undir aðgerð í ökklanum fyrir tveimur árum og þurfti að fara aftur undir hnífinn sjö mánuðum síðar. „Keppnisferlinum er lokið og það er enginn möguleiki á að ég snúi til baka. Lífið heldur hins vegar áfram og við taka önnur verkefni hjá mér, til dæmis að mennta mig frekar,“ sagði Hingis þegar hún tilkynnti ákvörðun sína. Hingis var sigursæl á ferli sínum. Hún sigraði í þrígang á opna ástralska meist- aramótinu, vann opna banda- ríska meistaramótið einu sinni og Wimbledon-mótið þrisvar. Hingis legg- ur tennis- spaðann á hilluna Hingis Meistaramót Íslands í frjálsumíþróttum innanhúss fer fram í dag og á morgun. Brotið verður blað í sögu meistaramótsins því mótið fer allt fram á einum og sama stað, Fíf- unni í Kópavogi, en hingað til hefur keppnishaldinu verið dreift á tvo til þrjá staði, Laugardalshöll, Baldurs- haga og Kaplakrika. Flest besta frjálsíþróttafólk lands- ins verður meðal keppenda að því undanskildu að þau Vala Flosadóttir, Silja Úlfarsdóttir og Einar Karl Hjartarson eiga ekki heimangengt en öll eru þau við æfingar erlendis. ,,Ég bind vonir við að okkar helsta afreksfólk, Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir, geri góða hluti á mótinu og Sunna Gestsdóttir er eins líkleg til afreka en hún bætti langstökksmetið í síðustu viku. Að- staðan í Fífunni er mjög góð. Núna verður hægt að vera með fjórar keppnisgreinar í gangi í einu svo ég held að fólk verði ekki svikið af því mæta og fylgjast með okkar besta frjálsíþróttafólki,“ sagði Egill Eiðs- son, framkvæmdastjóri FRÍ, í sam- tali við Morgunblaðið. Aðspurður hvort hann reiknaði með að einhver met féllu sagði Egill; „Já, ég er bjartsýnn á það. Þórey Edda er í mjög góðum gír, Jón Arnar hefur alltaf verið seigur í metabætingum og Sunna er í góðu formi. Þá er unga fólkið okkar á stöðugri uppleið svo ég á von á skemmtilegu móti. Þórey Edda Elísdóttir bætti Ís- landsmetið innanhúss á dögunum þegar hún vippaði sér yfir 4,51 metra en lofar hún því að bæta met sitt í Fífunni um helgina? „Ég lofa engu en ég held að ég geti alveg bætt metið. Ég er fínu formi og löngunin er vissulega til staðar að fara hærra en 4,51 metra. Ég er bú- inn að keppa á tveimur mótum í vet- ur og mér hefur gengið ágætlega,“ sagði Þórey Edda. Þórey stefnir á að taka þátt í mótum erlendis í vetur til undirbúnings fyrir HM innanhúss sem fram fer í Birmingham. Jón Arnar kom heim í vikunni frá Svíþjóð gagngert til að keppa á Meistaramótinu en hann er búsettur í Gautaborg. „Ég er búinn að æfa vel í vetur en hef ekkert keppt svo Meistaramótið er svolítill prófsteinn á hvar ég stend. Það er aldrei að vita nema ein- hver met falli hjá manni. Ég er alla vega í góðu líkamlegu formi. Ég er að æfa með mönnum sem eru betri en ég í einstökum greinum þannig að það hefur verið barningur á æfing- unum og það er spurning hvort það komi mér til góða. Meiðslin heyra sögunni til sem betur fer og vonandi er ég búinn með þann skammt,“ sagði Jón Arnar við Morgunblaðið. Jón keppir í sjöþraut á móti í Tall- in um næstu helgi en á því móti keppa allir helstu keppinautar Jóns í gegnum árin og þeir sömu munu keppa á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Birmingham í mars en Jón Arnar freistar þess um helgina að ná lágmarkinu fyrir HM. Sögulegt mót í Fífunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.