Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.02.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 51 Nýr og betri Sýnd kl. 4, 6.10, 8.30 og 10.40. B.i 12 ára. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i 14 ára. Sýnd kl.5.30, 8 og 10.30. B. i. 12.  kvikmyndir.com Á bakvið rómantíkina, glæsileikann og ástríðurnar var átakanleg og ögrandi saga einstakrar konu. Ein allra besta myndin sem þú sérð í ár! Salma Hayek er stórkostleg sem listakonan Frida. Sýnd kl. 4, 6, 8 og10. GRÚPPÍURNAR Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Frumsýning Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Hverfisgötu  551 9000 í kvöld, laugardaginn 8. febrúar. Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar og Þorvaldar Björnssonar spilar gömlu og nýju dansana í Ásgarði, Glæsibæ Húsið opnað kl. 22 • Miðaverð kr. 1.200. Dansleikur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 2, 5.30 og 9. B.i. 12.Sýnd kl. 3, 8 og 10.15. B.i. 14. YFIR 87.000 GESTIR Magnað meistaraverk í anda Moulin Rouge. Hlaut þrenn Golden Globe verðlaun á dögunum sem besta myndin ásamt bestu aðalleikurum. Missið ekki af þessari. i í li . l l l l i ll i . i i i i. Frumsýning  Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Kvikmyndir.is Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. Kvikmyndir.com Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar EFTIR að hafa fengið óhikaða fjögurra stjörnu dóma frá barnabörn- unum var ég þess fullviss að handrits- höfundurinn Kristlaug María Sigurð- ardóttir, Kikka, og leikstjórinn Helgi Sverrisson, hefðu hitt nokkurn veg- inn í mark með frumrauninni, Didda og dauði kötturinn. Lítilli, kíminni fjölskyldumynd sem fellur vel í kram- ið hjá yngri meðlimunum. Hún virkar einnig það vel á afann að upp rifjast löngu liðin bernskuár þegar maður var að vona að í hversdagsleikanum miðjum væri að finna ótínda skálka, erlenda flugumenn og óendanlega leyndardóma. Hugurinn fór á flug- ferð inn í dýrðarljóma draumaheims- ins, umhverfið breyttist í sögusvið (undir sterkum áhrifum frá Enid Blyton, Ármanni Kr., o.fl. slíku sóma- fólki) og maður hét Karl Blómkvist, starfsgrein: Leynilögreglumaður. Því miður reyndust nágrannarnir allajafna meinleysisgrey og veröldin hvarf óðar í grámyglu tilverunnar – uns maður rakst á eitthvað skugga- legt rannsóknarefni á nýjan leik. Aðalsögupersóna og burðarás myndarinnar, hún Didda litla (Kristín Ósk Gísladóttir), níu ára, lífleg og hugmyndarík Keflavíkurmær, er öllu lánsamari. Hún verður vör við ósvikn- ar, grunsamlegar mannaferðir í auðu húsi og tekur að fylgjast grannt með því úr herbergisglugganum sínum. Það er eitthvað gruggugt um að vera í Reykjanesbæ; stolið úr sjoppunni hennar Vöndu (Helga Braga Jóns- dóttir), börn að hverfa, framið stórrán í Reykjavík o.s.frv. Enginn hlustar á Diddu, enda er hún eina manneskjan með viti í bæn- um! Leikurinn tekur að æsast, hún uppgötvar leynigöng sem tengja hús- in í gamla bænum, grannarnir verða hinir grunsamlegustu og erfitt að greina vin frá óvini. Pabbi og mamma hlusta ekki á neitt, enda er hann í löggunni og hún blaðakona! Vegna hagsmuna væntanlegra bíó- gesta verður ekki nánar farið í sögu- þráðinn, sem lumar á kunnuglegri noju bernskuáranna. Dularfull hús með óþekktum undirgöngum, ískyggilegar persónur á hverju strái, hættur við hvert fótmál. Framvindan er vissulega hæg á köflum og atburðir og persónur í lausu lofti, en það háði ekki smáfólkinu. Það var heldur ekki að fjargviðrast yfir truflunum í mynd- gæðunum né dálítið vafasömum uppátækjum mömmunnar (Sjöfn Evertsdóttir). Það leið aldrei á löngu uns eitthvað broslegt gerðist á tjald- inu og húmorinn læddist oft notalega að manni. Gert góðlátlegt grín að al- mennu afskipta- og áhugaleysi full- orðinna gagnvart smáfólkinu, sem kristallast í tilgangsleysi lögregluað- gerða sem nefnast steikát í Bítlabæn- um. Didda litla stundar á hinn bóginn sínar rannsóknir með fullkomnum ár- angri! Þrátt fyrir hnökra og byrjenda- brag, sem að talsverðu leyti má kenna takmörkuðu framleiðslufé, tekst Diddu og dauða kettinum í aðalatrið- um það sem af henni er ætlast. Er lip- ur og heilsusamleg barnaskemmtun og afar þurfa ekki að láta sér leiðast heldur. Lífleg tónlist að hætti hússins og góður leikhópur bæta ævintýrið. Einkum þau Helga Braga og Steinn Ármann Magnússon, sem fer á kost- um sem uppgjafarkennari, núverandi rithöfundur og taugahrúga. Ekki má gleyma burgmeister Árna Sigfússyni, sem er hinn mynduglegasti í litlu gestahlutverki. Senuþjófurinn er hins vegar Kristín litla Ósk í titilhlutverk- inu, sæt og sjarmerandi og upprenn- andi stórleikkona því hún stendur sig best þegar myndin hvílir gjörsamlega á herðum hennar. Undirheimar Keflavíkur KVIKMYNDIR Hákólabíó, Sambíóin Reykjavík, Keflavík og Akureyri Leikstjóri: Helgi Sverrisson. Handrit: Kristlaug María Sigurðardóttir / Kikka. Kvikmyndatökustjóri: Helgi Sverrisson. Tónlist: Ludvig Kári Forberg. Hljóð: Sig- urður Guðmundsson. Leikmynd: Jón Mar- inó Sigurðsson. Aðalleikendur: Kristín Ósk Gísladóttir, Kjartan Guðjónsson, Sjöfn Evertsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Einar Orri Einarsson, Davíð Már Gunnarsson, Árni Sigfússon, Linda Sif Þorláksdóttir, Ómar Ólafsson, Sig- urður Svavar Erlingsson og Gunnar Eyj- ólfsson sem Stjáni á Eyrinni. Fram- kvæmdastjórn: Kristján Kristjánsson. 90 mín. ÍsMedia ehf. Ísland 2003. Didda og dauði kötturinn  ½ Sæbjörn Valdimarsson Atriði úr myndinni Didda og dauði kötturinn. FAÐMLÖG Demi Moore og Pat- rick Swayze við leirkeragerð í myndinni Vofunni (Ghost) frá árinu 1990 hefur verið valið róm- antískasta atriði kvikmyndar, í könnun meðal breskra bíógesta. Alls tóku 3.010 manns þátt í könnuninni og var fyrrnefnt at- riði á toppnum hjá 22% þátttak- enda. Vofan bar því sigurorð af sígildum myndum á borð við Casablanca frá árinu 1942. Kveðjuatriði Ingrid Bergman og Humphrey Bogart lenti þó í fimmta sætinu. Atriðið úr Ástarsögu (Love Story) þegar Ali McGraw deyr í örmum Ryan O’Neal lenti í öðru sæti. Tvær senur úr Fjórum brúð- kaupum og jarðarför (Four Weddings and a Funeral) höfn- uðu síðan í þriðja og fjórða sæti. Sæti sjö til tíu skipuðu atriði úr Ástarævintýrinu (Brief Encounter), Á hverfanda hveli (Gone With The Wind), Allt til eilífðarnóns (From Here To Eternity) og Titanic. „Atriðin sem voru í uppáhaldi hjá þátttakendum voru áhugavert sam- bland af grátlegum senum, ástríðu- fullum yfirlýsingum og atriðum er ylja fólki um hjartaræturnar,“ sagði talsmaður kvikmyndahúsakeðj- unnar UCI, sem stóð fyrir könn- uninni. Rómantískustu atriði bíómynda valin Leir á toppnum Rómantískasta atriðið: Demi Moore og Patrick Swayze í andlegum faðmlögum við leirkeragerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.