Morgunblaðið - 16.02.2003, Side 21

Morgunblaðið - 16.02.2003, Side 21
(sem þá var Bush eldri) verður aldrei liðið að gera innrás í Írak. Almenn- ingur í landi hans mun aldrei líða það.“ Svo vísaði hann í alla mótmæla- hópana víða um heim, sem þeir höfðu undanfarandi vikur verið að sýna í sjónvarpinu hjá sér. Þjóðinni var ekki sýnt neitt annað í ríkiseinokaða sjón- varpinu. Nú virtust þeir semsagt búnir að sannfæra sjálfa sig líka um að ekki þyrfti að óttast innrás, það yrði ekki liðið í ríkjum þar sem al- menningur getur mótmælt. Og eng- inn þorir að láta í ljós efasemdir við skoðun forsetans. Hann hafði það líka fyrir sér að haustið 1991 höfðu stjórnmálamenn frá Evrópulöndum hver um annan ætlað að slá sér upp á að fá hann til að sjá að sér. Í nóvember um haustið mátti í sjónvarpinu þar og í nálægum Austurlöndum sjá hvern þekkta stjórnmálamanninn af öðrum á flug- vellinum í Bagdad að prísa Saddam hástöfum, yfirleitt fyrrverandi áhrifa- menn eða í stjórnarandstöðu. Þar mátti sjá þessa mætu menn með myndavélarnar framan í sér gera það sem til var ætlast af gestunum, að mæra þjóðhöfðingjann Saddam Hussein, Willy Brandt fyrrv. kansl- ara Þýskalands 6. nóvember, Anker Jörgensen fyrrv. forsætisráðherra Danmerkur 7. nóvember, Edward Heath fyrrv. forsætisráðherra Breta, Josua Nhasane fyrrv. forsætisráð- herra Japans. Sá eini sem ekki lét hafa sig í slíkt við brottförina var fyrrv. forseti Austurríkis, Kurt Wald- heim. Fram á styrjaldarbrún? Eftir friðarsamninga 1991 varð strax bið á að Hussein ætlaði að upp- fylla nokkra af skilmálunum. Svo er raunar enn. Umheimurinn hefur af því áhyggjur. Oft hefur síðan skorist í odda við SÞ, svo sem er Saddam rak eftirlitsmennina úr landi 1998, en féllst á síðustu stundu á sáttatillögu framkvæmdastjórans Kofis Annans. Hann var áður reyndur yfirmaður friðargæslusveitanna og lét nú ekki undan Saddam. Og hvað nú? Er Saddam enn við sama heygarðshornið, að fara ekki fram af styrjaldarbrúninni? Benda fréttir um ofurlitla undanlátssemi til sama munsturs, þótt skrefin séu stutt? Auðvitað grípur maður í hvaða veiku von sem er. En hvers vegna er þetta svona mikilvægt? Meðan ekki er vitað hvað varð af öllum þessum farsóttarvaldandi lífefnavopnum og efnavopnum í eldflaugar getur um- heimurinn varla verið í rónni, eða hvað? Mundi slíkt aldrei verða notað? Ekki efuðust Kúrdarnir í flótta- mannabúðunum við landamæri Sýr- lands sem ég hitti þar í lok Flóa- stríðsins 1991 um það, enda hefði Hussein dreift efnavopnum á þeirra fólk. Rifjast þá líka upp hve hneyksl- uð ég hafði orðið á Ísraelsmönnum þegar þeir upp úr þurru sprengdu upp kjarnorkuverksmiðjuna í Írak nokkru fyrr, er þeir óttuðust að Huss- ein væri um það bil að ná því marki að auðga úran í kjarnorkuvopn. En fáum árum síðar í Haifa í Ísrael sá maður hvar þeir höfðu skotið langdrægri eldflaug á verslunarmiðstöð. Áttu þá að óvörum slíkar langdrægar eld- flaugar. Maður þakkaði guði fyrir að þeim hefði þó ekki gefist tóm til að eiga kjarorku í þá eldflaugaodda. Hvað veit maður? Getur ekki ann- að en einblínt á merkin um að Sadd- am sé farinn að sjá að hann komist ekki hjá því að uppfylla friðarskil- málana og semja við alþjóðasam- félagið. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 21 8-15% ver›lækkun í dag k l. 13-1 6Opi› Ver›dæmi SpariPlús Krít Portúgal Mallorca Benidorm 53.980 kr. 47.267 kr. 43.140 kr. 44.340 kr. * á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í tvær vikur, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallar- skattar. * * * * Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann. Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann. Umboðsmenn um allt land: Selfoss Sími 482 1666 Vestmannaeyjar Sími 481 1450 Keflavík Sími 420 6000 Borgarnes Sími 437 1040 Ísafjörður Sími 456 5111 Akureyri Sími 460 0600 Egilsstaðir Sími 471 2000 ask@visindi.is Áskriftarsími 881-2060 Tölvan afhjúparmorðingjann í réttarsalnum SÆSKRÍMSLIÐ Í LOCH NESS Fyrsta einkaleyfið á eilífðarvél Erfðagalli leiðir af sér ofbeldismenn Sannleikurinn að baki þjóðsögninni Apamaður frá Sahara skekur ættartré okkar BK 23.01 - 12.02.03 NR. 2/2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 890 KR. 9 02 771028 690009 NÝ KENNINGTÍUNDI HVERMAÐUR ER TVÍBURI NR. 14/2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 890 KR. 9 14 771028 690009 Vélræn líffæri verða betri en okkar eigin líf- færi Ótrúlegur fornleifafundur: EVRAN ER MAR- TRÖÐ PENINGA- FALSARA Síðasta flug Amelíu Earharts INNSÝN SVONA RATA FARFUGLAR NR. 13/2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 890 KR. 9 13 771028 690009 Maðurinn bak við þjóðsögnina ARTHÚR KONUNGUR Vísindamenn mæla tilfinn- ingar heimsins EGYPTAR HAFA FENGIÐ NÝJA NÍL Nú á að bólusetja börn gegn reykingum Sífellt fleiri fá greininguna:Einhverfur Fjórir dagar í paradís Kjötkveðjuhátíðin hrekur fátæktina á flótta: NR. 1/2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 890 KR. 9 01 771028 690009 Lifandi vísindi komið í verslanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.