Morgunblaðið - 16.02.2003, Page 28

Morgunblaðið - 16.02.2003, Page 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLÍKAR ÞARFIR FYRIRTÆKISINS Microsoft Business Solutions–Axapta „Starfsemi HEKLU er afar fjölbreytt og hvort sem um er að ræða þjónustu og sölu á fólksbílum, jeppum, vöru- og fólksflutningabílum, heimilistækjum, þungavinnuvélum, lækningatækjum eða virkjanabúnaði, leikur upplýsinga- tæknin lykilhlutverk. Með Axapta mætum við mörgum ólíkum þörfum innan og utan fyrirtækisins í einu upplýsingakerfi. Með nýjustu tækni nýtum við tækifæri til aukinnar hagræðingar í rekstri og á sama tíma stóraukum við þjónustugetu. Svo hefur það ekki skaðað að þjónustuaðili okkar hefur á að skipa ráðgjöfum sem fyllilega standast væntingar okkar, bæði hvað varðar þekkingu á rekstri og tæknilegum málefnum.“ Sigurþór Jónsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar HEKLU uppfyllir HINN einstaki Halaleikhópur er tíu ára um þessar mundir, sem er nokkuð hár aldur fyrir áhugaleik- hóp í Reykjavík. Starfsemin virðist standa með blóma, Halinn leggur metnað, líf og sál, í hvert einasta verkefni og lætur ekki líkamlegar hindranir sumra félaganna aftra sér að ráðast í þau verkefni sem hugur stendur til, en fyrir þá sem ekki vita er Halaleikhópurinn leik- félag fatlaðra og ófatlaðra og hefur kjörorðin „Leiklist fyrir alla“. Á af- rekalistanum má sjá verk á borð við Túskildingsóperuna og Gullna hliðið, sem er sú sýning sem er mér eftirminnilegust hjá Halaleik- hópnum, ekki síst fyrir ógleym- anlega frammistöðu Ómars Wald- erhaug í hlutverki kerlingar. Þá hefur Halinn í þrígang frumflutt verk sem skrifuð hafa verið fyrir hópinn og bætist nú Unnur María Sólmundardóttir í hóp Þorsteins Guðmundssonar og Eddu V. Guð- mundsdóttur sem Halahöfundur með frumraun sinni á sviði leikrit- unar. Viðfangsefni Á fjölum félagsins er einkar nærtækt á afmæli leik- félags. Það fjallar um hin aðskilj- anlegu vandamál sem mæta fólki sem hefur fengið þá undarlegu flugu í höfuðið að stofna áhuga- leikhóp. Rammi sýningarinnar er fyrirlestur sem Frú Þorgerður Kvaran leikhússpekúlant flytur um efnið, en máli sínu til stuðnings og áréttingar sýnir hún atriði úr stofnun slíks félags og viðburði á fyrsta starfsári þess. Þá bresta bæði hún og „leikhópurinn“ í söng með reglulegu millibili og leggja út af reynslu sinni í bundnu máli. Unnur María er lunkinn höfund- ur og getur greinilega komið efni sínu í leikrænt form. Persónurnar í leikhópnum voru vel mótaðar og fengu örugga meðferð hjá nokkr- um helstu sprautum félagsins, þeim Árna Salomonssyni, Jóni Þór Ólafssyni, Jóni Stefánssyni, Hönnu Margréti Kristleifsdóttur og Ásdísi Úlfarsdóttur. Höfundi hættir dálít- ið til að festast í aukaatriðum og eyða í þau löngu máli. Dæmi um þetta er mikil áhersla sem hún leggur á smásmyglisleg atriði varð- andi fundarsköp og félagslög. Þetta var fyndið í upphafsatriðinu þar sem stofnun félags virðist nán- ast vonlaus vegna formgalla, en fær á endanum of mikið vægi á kostnað annarra þátta starfsins. Samdráttur tveggja félagsmanna var skemmtilega kortlagður og dekstur leikstjóra við dyntótta leikara sömuleiðis. Fyrirlestur Frú Þorgerðar þótti mér hins vegar ekki góð hugmynd og bæta litlu við hið eiginlega leikverk. Frábær frammistaða Kolbrúnar D. Kristinsdóttur í hlutverki henn- ar var samt nokkuð sem ég hefði síður viljað missa af. Söngtextar eru margir lipurlega gerðir en urðu nokkuð lotulangir og erindin mörg án þess að verið væri að segja eitthvað nýtt. Margar snjall- ar hugmyndir krydda verkið og skemmtilega er leikið á áhorfend- ur. Sviðsetning Eddu V. Guð- mundsdóttur er ágæt í erfiðu rými Halans, húsnæði leikhópsins. Það eru hinar leiknu svipmyndir af því hindrunarhlaupi sem stofnun leikhóps og uppsetning leikrits get- ur verið sem er sterkasti hluti leik- ritsins og gerir ásamt frammistöðu leikaranna sýninguna að ágætri skemmtun. Unni Maríu hvet ég til að halda áfram við lyklaborðið. Halaleikhópnum óska ég til ham- ingju með afmælið og langra líf- daga. Frá myrkri til ljóss Verkið Frá myrkri til ljóss er samkvæmt leikskrá höfundarverk tveggja stúlkna úr hópnum, þeirra Rakelar Brynjólfsdóttur og Þóru Jennýar Benónýsdóttur. Hvort þær hafa verið í forystu hópsins frá upphafi veit ég ekki, né hvort fyrri verk eru einnig frá þeim kom- in. Einnig er ómögulegt að vita hvort hópurinn hafi notið leiðsagn- ar kunnáttufólks um leiklist nú eða fyrr. Ef ekki, verður að taka ofan fyrir þeim stallsystrum og hópnum í heild fyrir djörfung, að ekki sé sagt fífldirfsku. Sagan er ekki ýkja flókin. Þegar hinn frelsaði Breki deyr reynir hann með öllum ráðum að gera Sóleyju kærustu sína hólpna. Hún er hins vegar ekki meira en svo móttækileg fyrir Orðinu, og það sem meira er, laðast að skuggaleg- um náunga, Heiðari, sem reynist vera á vegum hins illa. Baráttan er tvísýn, en best að láta lesendum eftir að geta sér til um hvort aflið hefur sigur að lokum. Þó fyrr- nefndar stúlkur séu nefndir höf- undar verksins ber textinn það með sér að vera að miklu leyti spunninn. Þá er sýningin krydduð með sönglögum úr ýmsum áttum. Það sem fyrst og síðast er hríf- andi við sýningu Platitude er hin augljósa knýjandi þörf til að koma boðskap á framfæri. Hér er svo sannarlega á ferðinni ungt fólk sem hefur eitthvað að segja. Það vinnur síðan á móti áhrifamætt- inum hvað mikið skortir á reynslu og kunnáttu, sem vonlegt er. Kemur þetta bæði fram í fram- vindu sögunnar sem hefði mátt vera skýrari og sviðsetningunni, sem ekki var sérlega markviss. Að- stæður og búnaður í sal KFUM voru líka með frumstæðasta móti, og tæknistjórn óþarflega óná- kvæm. Í ljósi þessa er varla sanngjarnt að leggja dóm á frammistöðu ein- stakra leikara, en tveggja verður þó að geta. Þorkell Gunnar Sig- urbjörnsson var spaugilegur Aron, einhverskonar starfsmannastjóri englaskarans á himnum og Tinna Rós Steinsdóttir var yndisleg sem ein af þessum ljóskum sem vita ekki hvað þær hugsa fyrr en þær heyra hvað þær segja. Það búa hæfileikar í leikfélaginu Platitude, að ógleymdum eldmóðn- um. En til að virkja möguleika leikhússins þarf reynslu og kunn- áttu. Hana öðlast menn smám sam- an, og þessi sýning er áfangi á þeirri leið ef hópnum endist áhug- inn. LEIKLIST Halaleikhópurinn Höfundur: Unnur María Sólmundardóttir, leikstjóri Edda V. Guðmundsdóttir. Lýs- ing: Vilhjálmur Hjálmarsson. Búningar Bára Jónsdóttir. Halinn 8. febrúar 2003. Á FJÖLUM FÉLAGSINS Barist um sálir Þorgeir Tryggvason Leikfélagið Platitude Höfundar og leikstjórar: Rakel Brynjólfs- dóttir og Þóra Jenný Benónýsdóttir. Sal KFUM og K við Holtaveg sunnudaginn 26. janúar 2003. FRÁ MYRKRI TIL LJÓSS MENNINGARSAMTÖK Norðlendinga (Menor) og tíma- ritið Heima er best efna til samkeppni í gerð smásagna á þessum vetri. Skila þarf inn handritum undir dulnefni en nafn höfund- ar, heimilisfang og sími fylgi með í lokuðu umslagi: Heima er best, Athygli ehf., Suðurlands- braut 14, 108 Reykjavík. Skila- frestur er til 15. maí. Þriggja manna dómnefnd til- nefnd af Menor og tímaritinu Heima er best mun velja þrjár bestu sögurnar til verðlauna og veitt verða vegleg bókaverð- laun. Smásagna- samkeppni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.