Morgunblaðið - 16.02.2003, Side 30

Morgunblaðið - 16.02.2003, Side 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐEINS tvö frumflutt verk af sex voru í boði á miðvikudagskvöld- ið var. Jafnframt voru þetta einu af tólf tónleikum Myrkra músíkdaga þar sem klappað var fyrir hátölur- um. Því mætti e.t.v. spyrja hvort áhugi á greininni sé kominn í lægð um þessar mundir – þótt varla trúi maður því að hérlendum tónskáld- um sé skekinn allur neisti úr leiðslum. Dieter Kaufmann reið á vaðið með „Camilla“ – andante lirico (10’), ljóðrænu stykki fyrir tónband og æ stækkandi gerðir af blokkflautum, frá piccolinissimo til kontrabassa. Verkið var áferðarfallegt og endaði á dreymandi kontrabassablokk- flautukyrrð. Að hlusta á La Jolla Good Friday (17’) eftir Þorkel Sigurbjörnsson var í þessu samhengi eins og að sjá níræðan Ford T tölta eftir San Remo brautinni í Formúlu 1. Slík hefur þróunin verið í raftónlistinni frá því er verkið kom undir föstu- daginn langa 1975 vestur í Kaliforn- íu. Miðað við möguleika dagsins í dag a.m.k. helmingi örari, að manni finnst, en þróun sjálfrennireiðarinn- ar. „Sándin“ þætti líklega fæstum nerðum nútímans neitt til að falla í stafi yfir; að stofni skraufþurr sín- usgjörvahljóð, álíka lostafull í sjálfu sér og holdflettar beinagrindur í skröltandi Huxleyskum pas de deux. Áferðin jókst stig af stigi og einkenndist mest af rishneigum „linsum“ í frekar naumhyggri fram- vindu. Samt var markvisst jafnvægi yfir verkinu, sem þrátt fyrir hruman aldur stóð uppi sem bæði athygli- verðasta og hlustvænasta verk kvöldsins. Líðan II (12:30’) eftir Ríkharð H. Friðriksson var að sögn höfundar endurgerð útgáfa af Líðan frá MM í fyrra. Tölvuunnið konkretverk, byggt á upptökum af ræskingar- hljóðum úr barka tónskáldsins sjálfs, sem hvað hljóðvinnsluna varðar hefði eflaust vakið botnlausa öfund raftónlistarfrumkvöðuls eins og Pierre Schaeffer á milli hláturs- kasta. Þó fannst undirrituðum enn ekki, frekar en í fyrra skiptið, efni- viðurinn standa alveg undir tíma- lengdinni, enda þótt eitt og annað virtist hafa þétzt svolítið frá því sem var. Hvað bjó að baki nafngiftinni „4x4“ (10’) eftir Hilmar Þórðarson fékkst ekki gefið upp. Líklega var þetta frumflutta verk tilefni undir- skriftar tónleikaskrár, „fjölvíðir tónleikar“, því hér bættist við kvik- mynd úr íslenzkri náttúru sem varp- að var upp á tjald meðan á flutningi stóð. Og ekki nóg með það – skv. skýringu tónskáldsins mátti skilja að lifandi meðflytjandi verksins, Ca- milla Söderberg er „lék“ á hljóð- lausa stafræna tölvublístru, myndi með leik sínum hafa áhrif á útlit kvikmyndarinnar í rauntíma! Ekki var það að vísu útskýrt svo undirr. skildi að fullu. En hvað sem því líður varð útkoman í mörgu áhugaverð, þótt bæri í aðra rönd yfirbragð ný- bakaðrar tilraunastarfsemi. Nocturne (18’) nefndist annar „fornaldargripur“, samið 1977 og eins og fram kom af kynningu inn- blásið af miðvetrarnótt á vestfirzk- um fjallvegi. Það má líka til sanns vegar færa að ljóðlínan „Veit dufts- ins son nokkra dýrlegri sýn“ kom upp í hugann áður en lauk. Annars einkenndist verkið mest af stuttum strófum, afmörkuðum af enn styttri þögnum. Af tilviljun hafði undirrit- aður séð skriflegan undirbúning verksins fyrir nokkrum árum og get því staðfest fullyrðingu tónskáldsins um að það væri þaulhugsað frá byrj- un til enda. Þrátt fyrir þessa óvenjunákvæma raddskrá, a.m.k. í rafverkum seinni ára, var sérkenni- lega „asketískur“ meinlætissvipur yfir verkinu, er virtist kalla á nærri búddíska íhugun. Hið gagnstæða var uppi svo um munaði í Manhattan 2002 (10’) eftir Kjartan Ólafsson, samsettu úr margvíslegum umhverfishljóðum í ys og þys heimsborgarinnar. Það var unnið í Stúdíói 5 í New York University. Enda þótt margt væri kunnáttusamlega gert, fór varla verkinu vel að vera síðast á dagskrá þegar hlust og hugi voru tekin að lýjast. Bætti ei heldur úr skák að eirðarlaus tölvukonkrettjáning Kjartans var óþarflega hátt stillt úr hátölurum. Alltjent urðu hugsanleg- ir kostir verksins fljótlega að þoka í huga undirritaðs fyrir óæðri hvötum þreytu og aðsteðjandi hausverks. Framúrstefna forn og ný TÓNLIST Salurinn Myrkir músíkdagar. Dieter Kaufmann: Camilla. Þorkell Sigurbjörnsson: La Jolla Good Friday. Ríkarður H. Friðriksson: Líð- an II. Hilmar Þórðarson: 4x4 (frumfl.). Hjálmar H. Ragnarsson: Nocturne. Kjart- an Ólafsson: Manhattan 2000 (frumfl.). Camilla Söderberg blokkflautur. Miðviku- daginn 12. febrúar kl. 20. RAFTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson færin fá að njóta sín í samleik. Ármann og Miklós hafa unnið saman að ýmiss konar verkefnum ÁRMANN Helgason klarínettuleik- ari og Miklós Dalmay píanóleikari halda tónleika í Salnum nk. þriðju- dagskvöld kl. 20. Meginviðfangsefni tónleikanna er þýsk rómantík; Fantasiestücke eftir Robert Schumann og Sónata í Es-dúr eftir Johannes Brahms, og frönsku verkin Sónata eftir Francis Poulenc og Premiére Rhapsodie eftir Claude Debussy. Auk þess eru Smástykki eftir Igor Stravinskí og Ungverskir dansar eftir Leo Wein- er á efnisskránni. Þessi tónverk eru með dáðustu verkum klarínettu-tónbók- menntanna þar sem bæði hljóð- frá árinu 1995 og koma nú saman á tónleikum í Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Morgunblaðið/Sverrir Ármann Helgason og Miklós Dalmay. Klarínetta og píanó í samleik Listasafn Reykjavíkur - Kjar- valsstaðir Sigurður Bragason baríton og Ólaf- ur Elíasson pí- anóleikari halda tónleika í Lista- safni Reykjavík- ur – Kjarvals- stöðum kl. 20 og flytja íslensk og erlend lög. Efn- isskrá þessa flytja þeir í Washington 25. febrúar í The Kennedy Center. Sigurður og Ólafur hafa starfað saman í nokkur ár. Þeir hafa haldið fjölda tónleika m.a. í einleikssal Carnegie Hall í New York og í Wigmore Hall í London. Listasafn Íslands Ragna Ró- bertsdóttir leiðir gesti um sýningu sína Á mörkum málverksins kl. 15–16, í tjarnarsal Listasafnsins. Leiðsögnin er í dagskránni Samtal við listaverk. Harpa Þórsdóttir listfræðingur leiðir síðan gesti safnsins um sýn- ingar þeirra Mike Bidlo og Claude Rutault. Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhús Kynning á margmiðl- unarverkinu Loud & Clear, sem er hluti af sýningarröðinni Myndbönd og gjörningar sem nú stendur yfir í safninu verður kl. 15. Á sýning- unni er gerð tilraun til að kanna muninn á sjónrænni menningu myndlistar og auglýsinga með því að tefla saman myndlist, auglýs- ingu og tónlist. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Fyrri hluti kvikmyndar Sergeis Eisen- stein um Ívan grimma verður sýnd kl. 15. Eisenstein byrjaði að vinna að þessu verki um stórfurstann, sem krýndur var keisari alls Rúss- lands 1547, snemma árs 1941 og kvik- myndin var frumsýnd í árs- lok 1944. Hlaut myndin þá þegar mikið lof og viðurkenningu. Sam- starfsmenn S. Eisensteins voru margir þeir sömu og unnið höfðu með honum að fyrri verkum hans, m.a. myndatökumennirnir Edvard Tisse og Andrei Moskvin, tón- skáldið Sergei Prokofjev og aðal- leikarinn Nikolaj Tsjerkasov. Myndin er sýnd með enskum texta. Aðgangur er ókeypis. Norsk barnakvikmynd frá 1999, Kóngurinn sem vildi fleira en krúnu, verður sýnd í Norræna húsinu kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Myndin er dæmisaga um kóng sem villist frá höllinni sinni. Hirðin leit- ar hans í sex daga en þá halda hershöfðinginn, kammerherrann, hirðfíflið og einvígisvotturinn því raunamæddir fram að kóngurinn muni vera látinn, og halda síðan af stað út í heim í leit að nýjum kóngi. Stúlknakórinn Graduale Nobili heldur tónleika í Reykholtskirkju kl. 16 en kórinn hefur verið í æf- ingabúðum í Munaðarnesi sl. daga. Kórinn mun einnig syngja í messu í kirkjunni kl. 14. Á efnisskránni eru innlend og erlend verk, kirkjuleg og ver- aldleg, m.a. eftir Arvo Pärt, Gust- av Holst, Javier Busto, Giuseppe Verdi, Hjálmar H. Ragnarsson, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur o.fl. Hluti efnis- skrárinnar verður á léttari nót- unum, lög úr söngleikjum og sígild dægurlög. Kórinn undirbýr þátttöku í al- þjóðlegu kórakeppninni í Tampere í Finlandi í júní nk. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Jón Stefánsson. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sigurður Bragason Ólafur Elíasson Jón Stefánsson UNGUR orgelleikari, Eyþór Jónsson sem numið hefur hjá Hans- Ola Ericsson í Piteå, bar uppi hitann og (aðallega) þungann á orgeltón- leikum Myrkra músíkdaga í Hall- grímskirkju á fimmtudagskvöldið var. Úr síðasta og stærsta verki Oli- viers Messiaens, Livre du Saint Sacrement, frá 1984, lék Eyþór í upphafi I. þátt, Adoro te (Ég dái þig), en lauk tónleikunum með IX. þætti, Les ténèbres (Myrkrin), vold- ugri og þétt skrifaðri hómófóník. Eftir Adoro te voru hinar þrjár prelúdíur Jóns Leifs Op. 16 frá 1931, Sjá ljósi dagur liðinn er, Mín lífstíð er á fleygiferð og Alt eins og blómstrið eina; stutt verk en þá þeg- ar mjög sérkennandi fyrir höfund- inn. Hin ljóðrænt skreytta miðprel- údía var sérlega falleg. Meistara sínum Hans-Ola Ericsson lék Eyþór þvínæst Melody to a Lost Friend XIII (1985) að viðbættum þotugný og síðan öðru suði og ískri úr hátöl- urum. Framandlegt verk og á köfl- um hrikalegt á við Miklagljúfur, en því miður, eins og megnið af dag- skrárefninu, óhóflega mikið byggt á klasahljómferli sem áður en lauk var farið að verka anzi þreytandi. Ionizations (1957) eftir Magnús Blöndal Jóhannsson er samnefnt frægu verki eftir framherjann Edg- ard Varèse sem Magnús kynntist persónulega í New York, en frum- samið fyrir orgel. Vökur og bjart- sýnt leitandi smíð, og hlustunarlega hreinasta hátíð hjá nágrönnum þess á dagskrá, Ericsson-verkinu og Introduktion und Passacaglia (1963) eftir landa Ericssons Torsten Nils- son, samið í 12 tóna stíl á námsárum tónskáldsins hjá Anton Heiller í Vín- arborg. Það bauð, burtséð frá stuttu en fimu pedalsólói og litlum flúrkafla í diskant, upp á fátt annað en lang- dregin þykkildi, sem hnykkt var á með óvenjuháværum hamagangi í niðurlagi. Adagio Magnúsar, sem tónskáldið umritaði úr samnefndu verki fyrir strengjasveit og celestu frá 1980, var innilegt verk og ljúft áheyrnar, ekki sízt miðað við mestu pyndingu kvöldsins sem næst fór á eftir. Sú nefndist Forging (1985/2002), kennd við Steve Ingham og byggðist að mestu á tveim skiptihljómum. Hér saknaði maður þess fyrst virkilega að hafa ekki eyrnatappa tiltæka, því auk orgels á fullum blæstri bættust við skerandi skruðnings(ó)hljóð fengin úr tölvuafbökuðum orgelupp- tökum. Hafi tilgangurinn verið að meiða hlustandann á sál og líkama, þá var glettilega stutt í það; allavega man undirritaður varla eftir jafn- óþægilegri reynslu af tónleikum í langan tíma. Eftir þetta gat ekki verið annað en unun að Það drýpur (1992) eftir Báru Grímsdóttur. Jafnvel þótt verkið takmarkaði sig við álíka afströkt að- föng og ferundartónbil og tónskratta (stækkaðar ferundir), var hóflega framsækinn sjarmi yfir þessu 6 mín- útna stykki. Og ótrúlegt ef satt er, sem líkur bentu til skv. kynningu organistans, að hér sé eina íslenzka orgelverkið á skrá eftir konu. Eyþór Jónsson lék dropaverkið eins og flest á undan af fagmannlegu öryggi. Gaman hefði þó verið að fá að heyra skýrari mælistikur á færni hans en áðurgetin klasaflykki, stundum upp- nefnd „olnbogatónlist“, sem voru óþarflega fyrirferðarmikil á þessu prógrammi og helzt við hæfi masók- ista. Olnboga- tónlist TÓNLIST Hallgrímskirkja Myrkir músíkdagar. Verk eftir Messiaen, Jón Leifs, Hans-Ola Ericsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Torsten Nilsson, Steve Ingham og Báru Grímsdóttur. Ey- þór Jónsson orgel. Fimmtudaginn 13. febrúar. ORGELTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson „Eyþór Jónsson lék dropaverkið eins og flest á undan af fagmannlegu ör- yggi,“ segir meðal annars í umsögninni um tónleikana í Hallgrímskirkju. MYNDLISTARSKÓLINN í Reykjavík og Hitt húsið standa sameiginlega fyrir námskeiði í grafík og undirbúningi sýningar og hefst það 18. febrúar. Nám- skeiðið er ætlað ungmennum á aldrinum 16–25 ára og er 30 kennslustundir. Birna Matthías- dóttir mun kenna einfaldar graf- ískar aðferðir þar sem tilrauna- mennska og leikgleði verða í fyrirrúmi. Í lok námskeiðsins verður haldin sýning á afrakstr- inum í Galleríi Tukt, Hinu hús- inu, og mun Ása Hauksdóttir kenna hvað það felur í sér að halda sýningu, s.s. undirbúning. Skráning er í Myndlistaskól- anum í Reykjavík. Grafík- námskeið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.