Morgunblaðið - 16.02.2003, Page 36
SKOÐUN
36 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SUMARIÐ 2001 tók ég að mér
fyrir milligöngu Kennarasambands
Íslands að aðstoða kennara við
Menntaskólann á Laugarvatni við
gerð starfslokasamnings. Aðdrag-
andi þess var sá, að stjórnendur skól-
ans höfðu um skeið átt í viðræðum við
hann um starfslok, án þess þó að
hann hefði ráðgert að hætta störfum.
Hins vegar vildu stjórnendurnir
losna við hann vegna þess að skóla-
árið á undan hafði hann átt við veik-
indi að stríða, og þó svo að hann hefði
læknisvottorð um að hann væri aftur
orðinn að fullu vinnufær töldu stjórn-
endur skólans betra að „losna við
hann“ en að treysta á vinnufærni
hans næsta skólaár. Áður en ég kom
að þessu verkefni hafði slitnað upp úr
viðræðum aðila, en skólinn hafði síð-
an óskað eftir því að þær yrðu teknar
upp að nýju og stjórnendur hans
töldu sig hafa fundið leið til að koma
til móts við sjónarmið kennarans um
það, hvert skyldi vera efni samnings
um starfslokin.
Samningur var gerður 9. júlí 2001.
Efni hans er einfalt:
1. Aðilar eru sammála um að kenn-
arinn láti af störfum við skólann
strax.
2. Kennarinn skal skila íbúð, sem
starfi hans hefur fylgt, sem fyrst
og eigi síðar en 1. september 2001.
3. Skólinn skal greiða kennaranum
kr. 5.040.000 í einu lagi eigi síðar
en 1. ágúst 2001.
4. Samningurinn er af hálfu aðila
gerður án nokkurs fyrirvara.
Skólameistari sendi samninginn til
ríkisféhirðis daginn eftir með beiðni
um að greiðslan yrði innt af hendi á
réttum tíma. Kennarinn fór strax í
það að verða sér úti um annað hús-
næði og hafði skilað kennaraíbúðinni
áður en kom að gjalddaganum 1.
ágúst 2001. Honum barst hins vegar
engin greiðsla. Þegar vika var liðin af
ágústmánuði án þess að greiðsla
bærist og án þess að nokkur maður
hefði samband við hann út af því ósk-
aði kennarinn eftir því við mig að ég
kannaði hverju þetta sætti. Þá kom í
ljós að samningurinn hafði verið
sendur menntamálaráðuneytinu til
athugunar, en þó þannig að byrjað
var á því að taka kennarann af launa-
skrá. Enginn hafði séð ástæðu til að
gera honum viðvart um þessa með-
höndlun á samningnum.
Málarekstur
fyrir dómi
Athugun leiddi í ljós að mennta-
málaráðuneytið hafði framsent
samninginn til embættis ríkislög-
manns og óskað eftir áliti um skuld-
bindingargildi hans. Ekki var hægt
að fá upplýsingar um það þar, hve-
nær vænta mætti álits frá því emb-
ætti. Var þá mál höfðað fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur og krafa gerð um
greiðslu í samræmi við samninginn.
Eftir þingfestingu þess ritaði þáver-
andi menntamálaráðherra bréf til
fjárlaganefndar Alþingis og óskaði
eftir sérstakri fjárveitingu til handa
Menntaskólanum á Laugarvatni til
að standa undir umræddri greiðslu.
Þetta var gert án nokkurs samráðs
við kennarann, enda var samningur-
inn ekki gerður með neinum fyrir-
vara um að sérstök fjárveiting feng-
ist vegna hans. Fjárlaganefnd mun
hafa hafnað erindinu í desember
2001.
Í dómsmálinu bar ríkið fyrir sig þá
vörn, að stjórnendur ríkisstofnana
hafi ekki heimild til að gera samninga
við starfsmenn um starfslok sem feli í
sér greiðslur umfram það sem gert
er ráð fyrir í ráðningarsamningi
starfsmannsins. Samningurinn við
kennarann hefði falið í sér verulegar
skuldbindingar umfram það, og þess
vegna hefði þurft að fá sérstaka
heimild í fjárlögum eða fjáraukalög-
um til þess að samningurinn gæti
orðið skuldbindandi fyrir ríkissjóð.
Skömmu áður en málflutningur fór
fram í héraðsdómi var lagt fram á Al-
þingi svar forsætisráðherra við fyr-
irspurn Jóhönnu Sigurðardóttur al-
þingismanns um starfslokasamn-
inga. Þar koma fram margvíslegar
upplýsingar um slíka samninga,
fjölda þeirra og efni. Samkvæmt
svarinu höfðu á árunum 1995–2002
verið gerðir starfslokasamningar við
14 starfsmenn ráðuneyta, 140 við
starfsmenn annarra stofnana ríkisins
og 131 við starfsmenn hlutafélaga
sem ríkið átti hluti í. Af þessum
samningum voru 77 sem fólu í sér
greiðslur sem töldust vera umfram
réttindi sem lög eða kjarasamningar
kváðu á um. – Svar ráðherrans var
lagt fram í máli kennarans sem sönn-
unargagn um að slíkir samningar
hefðu áður verið gerðir án þess að
ríkið hefði talið þá brjóta gegn fjár-
stjórnarvaldi Alþingis.
Dómur gekk í Héraðsdómi
Reykjavíkur 26. apríl 2002 og voru
kröfur kennarans teknar til greina.
Ríkið áfrýjaði dóminum til Hæsta-
réttar. Dómur gekk í Hæstarétti 16.
janúar 2003. Dómi héraðsdóms var
þar snúið við og komist að þeirri nið-
urstöðu að lagaheimild skorti fyrir
því að greiðsla verði innt af hendi
samkvæmt samningnum. Var ríkið
því sýknað af kröfu kennarans en
jafnframt er tekið fram í dóminum að
… í þessu máli er ekki tekin af-
staða til þess hvort stefndi kunni að
eiga rétt á greiðslu vegna brotthvarfs
síns úr stöðu kennara við Mennta-
skólann á Laugarvatni.
Rétt er að taka fram, að einn dóm-
ari skilaði ítarlega rökstuddu sérat-
kvæði í málinu og taldi að staðfesta
bæri niðurstöðu héraðsdóms. Meiri-
hlutann skipuðu fjórir dómarar.
Eftirmáli
Niðurstaða Hæstaréttar í þessu
máli er að áliti undirritaðs mjög sér-
stök og rökstudd með afar þröngri
túlkun á lögum nr. 70/1996 um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins
og lögum nr. 80/1996 um framhalds-
skóla. Ég geri mér grein fyrir því að
ég telst sennilega ekki óhlutdrægur í
þessu efni, enda flutti ég mál kenn-
arans fyrir dóminum. Ég get þó ekki
stillt mig um að vekja athygli á
nokkrum staðreyndum sem fram
komu við meðferð málsins fyrir dómi:
Fjárheimildir til Menntaskólans á
Laugarvatni árið 2001 námu rúm-
lega 82,5 milljónum króna. Af því
fé hafði u.þ.b. helmingur verið
nýttur þegar samingurinn var
gerður á miðju ári 2001.
Ríkið gat við flutning málsins ekki
bent á eitt einasta dæmi þess að
aflað hefði verið sérstakrar fjár-
heimildar til að standa undir út-
gjöldum af starfslokasamningum
áður.
Forsætisráðherra lýsti því yfir í
áðurnefndu svari sínu á Alþingi að
í fjármálaráðuneytinu lægju fyrir
hugmyndir að ákveðnu verklagi
varðandi gerð slíkra samninga, þar
sem m.a. kæmi til álita að veiting-
arvaldshöfum (stjórnendum stofn-
ana – innsk. hér) verði gert að leita
eftir leiðbeiningum ráðuneytis áð-
ur en gengið er frá samningum um
starfslok. Af svarinu er ljóst að
ráðherrann lítur svo á að meðan
slíkar reglur eru ekki settar sé rík-
ið bundið af slíkum samningum
sem „veitingarvaldshafar“ gera.
Af hálfu ríkisins var því ekki lýst
yfir við kennarann að ríkið væri
óbundið af samningnum fyrr en
mörgum mánuðum eftir að stefna
hafði verið gefin út í málinu og þá í
greinargerð ríkislögmanns til
dómstólsins.
Ég hef ítrekað verið spurður að
því, hvort dómurinn þýði ekki ein-
faldlega að kennarinn eigi inni laun
hjá Menntaskólanum á Laugarvatni
síðan 1. ágúst 2001 úr því að samn-
ingurinn um starfslok hans þar
reyndist ekki skuldbindandi fyrir rík-
issjóð. Dómurinn svarar þessu ekki
með afdráttarlausum hætti, og þetta
er a.m.k. einn þeirra skýringarkosta
sem til greina koma. Ég á a.m.k. enn
bágt með að trúa því að Hæstiréttur
telji að gagnkvæmur samningur eins
og þessi starfslokasamningur sé
óskuldbindandi fyrir annan aðilann
en ekki hinn.
Starfslokasamningar hafa verið
talsvert ræddir í fjölmiðlum á síðustu
árum. Ráðherrar hafa staðið að slík-
um samningum af miklum höfðings-
skap á stundum, jafnvel svo að ýms-
um hefur þótt nóg um. Ég hirði ekki
um að nefna alþekkt dæmi um slíkt,
svo alkunn sem þau eru. Í tilviki
kennarans á Laugarvatni hafa menn
augljóslega fundið alveg kjörið tæki-
færi til að spyrna við fótum, þegar
samningurinn snerist um 5 milljónir.
Sú fjárhæð hefur þó verið sem skipti-
mynt í ýmsum öðrum samningum af
sama toga.
Þótt Hæstiréttur hafi tekið fram
að kennarinn kunni að eiga rétt á ein-
hverri greiðslu úr ríkissjóði „vegna
brotthvarfs síns úr stöðu kennara við
Menntaskólann á Laugarvatni“ hef-
ur engum manni í ríkiskerfinu dottið
í hug að efna til viðræðna við hann
um slíkt. Það er eftir öðru í fram-
kvæmd þessa óvenjulega máls, en
líklegt er að óskað verði af hans hálfu
eftir slíkum viðræðum áður en langt
um líður.
Það hefur löngum þótt við hæfi að
ala unga fólkið upp eftir þeirri meg-
inreglu að orð skuli standa og að
gerða samninga beri að efna. Ég veit
ekki hvort líta beri svo á að nýir siðir
séu í uppsiglingu í þeim efnum á
nýrri öld og að þeir sem semja við
stjórnendur ríkisstofnana þurfi sí-
fellt að blaða í fjárlögum til að skoða
hvort fjárheimildir séu fyrir samn-
ingum sem verið er að gera við þá.
Það er sjálfsagt rétt að hafa varann á,
sérstaklega ef viðsemjandi ríkis-
stofnunar á að inna sína greiðslu af
hendi á undan ríkinu. Hvernig á að
fara með samninga t.d. við stjórnend-
ur Ríkisspítala þegar þeir eru komnir
milljarð fram úr fjárheimildum – er
ekki einfaldast fyrir ríkið að afneita
einfaldlega greiðsluskyldu sinni, vísa
í fjárlögin og rétta þannig af hallann
á stofnuninni?
ERU GÖMLU GILDIN
ÚR SÖGUNNI?
Eftir Ragnar
Halldór Hall
„Ráðherrar
hafa staðið
að starfs-
lokasamn-
ingum af
miklum höfðingsskap á
stundum.“
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
ÉG er búsettur í Amsterdam í Hol-
landi og er næstum viss um að yrðu
hundrað menn stöðvaðir af handahófi
hér úti á götu, eða hvaða annarri evr-
ópskri stórborg sem er, og spurðir
hvað þeir vissu um Ísland þá myndu
flestir nefna hina frægu heitu hveri.
Og ekkert óeðlilegt við það.
Ég aftur á móti og mín fjölskylda
myndum nefna annað. Strax á ung-
lingsaldri var ég orðinn vel kunnugur
einum afmörkuðum þætti í íslensku
þjóðlífi þótt ég hefði aldrei komið til
landsins. Í minni fjölskyldu teflum við
nefnilega mikið og ég á við hina ríku
skákhefð sem Íslendingar búa yfir.
Fyrsti Íslendingurinn sem ég
kynntist var Friðrik Ólafsson. Ég
hitti hann ekki fyrr en löngu síðar en
hins vegar lá ég yfir skákunum hans í
bók sem skrifuð var um hið firna-
sterka áskorendamót árið 1959 þar
sem átta öflugustu stórmeistarar
heims kepptu um réttinn til að skora
heimsmeistarann á hólm. Þeirra á
meðal var Friðrik. Hann kom líka við
sögu, en að vísu aðeins sem aukaper-
sóna, í bókum sem við í fjölskyldunni
lágum yfir um hinn víðfræga atburð
sem gerðist í Reykjavík árið 1972 –
þegar Bandaríkjamaðurinn umdeildi,
Robert Fischer, hrifsaði heimsmeist-
aratitilinn af Boris Spassky sem
þurfti að reyna að verja gervallan
heiður sovéska heimsveldisins.
Slíkur stórviðburður hlýtur að hafa
haft veruleg áhrif á allt skáklíf í land-
inu og þegar kom fram yfir 1980 var
komin fram á sjónarsviðið á Íslandi
ný kynslóð sterkra skákmeistara sem
við fylgdumst vel með heima í Júgó-
slavíu. Það fór ekki framhjá okkur að
eftir að Jón L. Árnason, Margeir Pét-
ursson, Helgi Ólafsson og Jóhann
Hjartarson náðu allir stórmeistara-
titli átti ekkert land í heimi neitt við-
líka marga stórmeistara miðað við
höfðatölu. Árið 1988 hlýtur að teljast
einn helsti hátindur íslensks skáklífs
því þá komst Jóhann Hjartarson ekki
aðeins í tölu áskorenda að heims-
meistaratitlinum heldur vakti heims-
athygli er hann sigraði hinn mikla
Viktor Kortsnoj í einvígi. Heima í
hinni gömlu Júgóslavíu furðuðum við
okkur á því að á aðeins aldarfjórðungi
skyldu hinir 250.000 Íslendingar ekki
aðeins hafa eignast sex stórmeistara
heldur komið fram með tvo áskorend-
ur að heimsmeistaratitlinum. Ísland
gat því í raun talist til stórvelda í
skákheiminum. Enda voru um þær
mundir haldin á Íslandi geysisterk
skákmót, heimsbikarmót og ég veit
ekki hvað og hvað, og við upprenn-
andi skákmenn í Evrópu litum á
Reykjavík sem eina af höfuðborgum
skáklistarinnar í álfunni.
Þegar ég kom svo loks til Íslands
árið 1994 uppgötvaði ég mér til von-
brigða að ástandið hafði nokkuð
breyst til hins verra. Jóhann Hjart-
arson var farinn að draga saman segl-
in og hinir stórmeistararnir af hans
kynslóð virtust líka á útleið. Það var
nú bara eins og gengur en mest kom
mér á óvart að nokkuð virtist skorta á
hvatningu innanlands til nýrra af-
reksmanna. Skákmót í hæsta gæða-
flokki voru ekki haldin á Íslandi um
þær mundir. Ég taldi samt augljóst í
ljósi hefðarinnar að það eina sem Ís-
lendinga vantaði væri ný hetja í
fremstu röð – þá hlyti skáklíf í landinu
aftur að eflast að mun.
Yngsti stórmeistari landsins var þá
Hannes Hlífar Stefánsson. Ég veit
ekki hvort Íslendingar gera sér grein
fyrir því, en um þær mundir litum við
í Evrópu á hann sem einn efnilegasta
skákmann heims, hvorki meira né
minna. En því miður virtist hann ekki
ná að beisla sína miklu hæfileika.
Smeykur er ég um að skortur á að-
haldi og áhuga innanlands hafi haft
þar eitthvað að segja. Skákmótum
hafði fækkað mjög. Einu alvöru al-
þjóðamótin sem haldin voru á Íslandi
á síðasta áratug voru Reykjavíkur-
mótin á tveggja ára fresti og jafnvel
þau voru ekki nema svipur hjá sjón.
Því gladdi það mig þegar ég þóttist
verða var við breytingu til batnaðar
árið 2000. Þá var haldið í landinu öfl-
ugt atskákmót og meðan á mótinu
stóð fékk ég óvænta upphringingu.
Í símanum var maður sem kynnti
sig á serbókróatísku.
„Sæll, ég heiti Gavran,“ sagði hann
en „gavran“ þýðir „hrafn“.
Þetta var Hrafn Jökulsson og er-
indið var að biðja mig að tefla fjöltefli í
skákfélaginu hans, sem þá var að
berjast til sigurs í 3. deildinni í keppni
íslenskra skákfélaga.
Ég þóttist strax finna að það væri
þróttur í þessu litla félagi. En aldrei í
mínum villimannlegustu draumórum
hefði ég samt látið mér detta í hug að
aðeins tveimur árum síðar myndi ég
tefla á efsta borði fyrir þetta sama fé-
lag þegar það tryggði sér sigurinn í 1.
deild. Og skráði þar með nafn sitt í
sögubækurnar því engin dæmi þekki
ég um skákfélag nokkurs staðar í
heiminum sem hefur farið úr fjórðu
deild í þá fyrstu á jafn mörgum árum
og landað efsta sætinu í hverri deild.
Því síður hvarflaði að mér meðan á
þessu fjöltefli stóð að aðeins þremur
árum síðar yrði ég af kappi að búa
mig undir að tefla á einu allra sterk-
asta móti ársins undir gunnfánum
þessa sama félags – móti þar sem
andstæðingar mínir verða ýmsir af
hættulegustu skákmönnum heims
eins og hinn óútreiknanlegi Shirov,
jöfurinn Adams og goðsögnin Kortsn-
oj. Mótið hefst á þriðjudag á Kjarvals-
stöðum og er ástæða til að hvetja ís-
lenska áhugamenn til að fylgjast vel
með og fjölmenna á mótsstað.
Þar sem ég hef mikinn áhuga bæði
á Íslandi, íslensku skáklífi og fram-
gangi skáklistarinnar í heiminum al-
mennt hef ég fylgst náið með þeirri
upprisu skáklistarinnar á Íslandi sem
Hrókurinn er í forystu fyrir. Hrók-
urinn hefur, veit ég, eignast sterkan
bakhjarl þar sem er Kaupþing hf., og
teflir Hrókurinn undir merkjum
Kaupþings á Íslandsmóti skákfélaga.
Þá hefur Hrókurinn, í samvinnu við
útgáfufyrirtækið Eddu hf., brotið ný
lönd með því að færa skákina aftur til
unga fólksins, krakkanna sem nú sitja
og læra að tefla í óvæntum félagsskap
Mikka Músar og Andrésar Andar.
Hrókurinn hefur líka sett á stofn sinn
eigin skákskóla, í samvinnu við Eddu,
fyrir þau börn sem vilja kynnast
leyndardómum skáklistarinnar.
Edda útgáfa hf. stendur ennfrem-
ur, ásamt Hróknum, að einhverju
veglegasta skákmóti ársins í Borgar-
leikhúsinu í Reykjavík 3. til 5. maí.
Þegar þetta er skrifað bendir flest til
þess að metfjöldi stórmeistara berjist
um 30.000 dollara verðlaunapott, og
mun mótið án nokkurs vafa vekja
mikla athygli í skákheiminum.
Vonandi verður það bara upphafið
að því að aftur verði reglulega haldin
á Íslandi skákmót í fremstu röð.
Hrókurinn hefur fleira á prjónun-
um, er mér kunnugt um. Þótt ein-
kennilegt megi kannski virðast hefur
víst aldrei verið haldið alþjóðlegt
kvennaskákmót á Íslandi en úr því
verður bætt með vorinu.
Allt þetta mun ekki aðeins leiða til
að Íslendingar eignast brátt aftur
skákmeistara í fremstu röð, heldur á
almenningur þess kost á ný að njóta
skáklistar í hæsta gæðaflokki.
Reykjavík er þannig á góðri leið með
að endurheimta sess sinn sem skák-
höfuðborg heimsins.
REYKJAVÍK – SKÁK-
HÖFUÐBORG HEIMSINS
Eftir Ivan
Sokolov
„Reykjavík
er þannig á
góðri leið
með að end-
urheimta
sess sinn sem skákhöf-
uðborg heimsins.“
Höfundur er frá Sarajevo í Bosníu en
býr nú í Hollandi. Hann er stórmeist-
ari í skák með 2.688 Elo-stig og hef-
ur oft teflt á Íslandi síðustu árin.