Morgunblaðið - 16.02.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 16.02.2003, Síða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 41 Nýr listi www.freemans.is Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. Til sýnis í dag glæsilegt 185 fm raðhús á þessum efirsótta stað. Vandaðar innrétting- ar. 4 svefnherbergi. Hluti rissins er óinnrétt- að rými sem gefur mikla möguleika. Gott skipulag. Hellulagt bílastæði og stéttar með hitalögnum. Sólpallar beggja vegna hússins og skjólgirðingar. Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla og náttúruparadísina Elliðaár- dalinn. Verð 19,9 millj. Áhv. húsbréf 6,4 millj. og Lífsj. VR ca 2,2 millj. Sjón er sögu ríkari. Erla tekur á móti þér og þínum í dag frá kl. 14-16. Opið hús í dag Viðarás 49 - endaraðhús Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 250 fm skrifstofur, 5 hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni, allt nýtt, nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir og fl. Laust strax. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Tryggvagata - 101 Rvík TIL LEIGU Námskeið um fráveitur Sveinn Torfi Þórólfsson Assoc. Professor við Norwegian University of Science and Technology (NTNU) heldur námskeið um skipulag, rekstur og eftirlit með fráveitum hjá Endur- menntun HÍ dagana 24. og 25. febr- úar. Fjallað er um fræðilegar og hagnýtar hliðar þessa máls. Nýjar hugmyndir og lausnir eru kynntar ásamt kröfum um sjálfbæra þróun og nýjar reglur frá EU. Frekari upp- lýsingar er að finna á vef Endur- menntunar www.endurmenntun.is. Forvarnaverkefnið „Hættu áður en þú byrjar“ verður með fræðslu- fundi um fíkniefnamál fyrir foreldra grunnskólanemenda vikuna 17.–23. febrúar, sem hér segir: Mánudaginn 17. febrúar kl. 20–22 í Húsaskóla, foreldrar nemenda í 8. og 9. bekk. Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17–19 í Öldutúnsskóla, foreldrar nemenda í 9. bekk og kl. 20–22 í Hólabrekku- skóla, foreldrar og nemendur í 10. bekk. Miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20–22 í Hólabrekkuskóla, foreldrar nemenda í 8. og 9. bekk. Fimmtudag- inn 20. febrúar kl. 20–22 í Valhúsa- skóla, foreldrar nemenda í 9. bekk. Námskeið um fjármál og ráðgjöf verður haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. og fimmtudaginn 27. febrúar. Nám- skeiðið er ætlað starfsfólki fjármála- og þjónustufyrirtækja og öðrum þeim sem vinna við almenna ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki, s.s. þjónustufulltrúum í bönkum o.fl. Fjallað verður m.a. um vaxtaút- reikninga, kenningar um uppbygg- ingu verðbréfasafns og sparnað, áhættu verðbréfa, verðmat hluta- bréfa og skuldabréfa. Kennari á námskeiðinu er Sigurður Erlings- son, forstöðumaður alþjóðaviðskipta á alþjóða- og fjármálasviði Lands- banka Íslands. Frekari upplýsingar og skráning er á vef Endurmennt- unar www.endurmenntun.is. Mótun fullorðinshlutverks fatl- aðs fólks – Hvernig býr skólinn fatlaða nemendur undir það að verða fullorðnir? Dóra S. Bjarnason, dós- ent við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar KHÍ, miðvikudag 19. febrúar kl. 16.15 í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð og er öllum opinn. Erind- ið fjallar um nokkrar niðurstöður eigindlegrar rannsóknar á reynslu 36 fatlaðra ungmenna, foreldra þeirra, vina og kennara af skóla- göngu ungmennanna. Ráðstefna um hönnun undir yf- irskriftinni „Hönnun máttur mögu- leikar – Gildi hönnunar við framþró- un, og samkeppnishæfni atvinnulífs“ verður haldin í Norræna húsinu fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13. Ráðstefnan er öllum opin og aðgang- ur ókeypis. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra setur ráðstefnuna og fulltrúi borg- arstjórnar Reykjavíkur flytur ávarp við lok ráðstefnunnar. Á ráðstefn- unni verður fjallað um stefnur og strauma á sviði hönnunar á erlend- um sem innlendum vettvangi. Fyr- irlesarar verða m.a.: Pekka Kor- venmaa, prófessor University of Art and Design Helsinki, Peter Butensc- hön, arkitekt. og fyrrverandi for- maður Norsk Form og rektor arki- tektaakademíunnar í Osló, Halldór Gíslason arkitekt, deildarforseti hönnunardeildar Listaháskóla Ís- lands, Hilmar Janusson, framkvstj. tæknisviðs, Guðni Ingimarsson, verkfr., Pálmi Einarsson, iðnh. frá Össur hf., Steinunn Sigurðardóttir, lektor við LHÍ og fatah. og Guð- mundur O. Magnússon, prófessor við hönnunardeild LHI & grafískur hönnuður. Á NÆSTUNNI NORRÆNT málþing um lýðræði og þátttöku unga fólksins í því verður haldið í Gautaborg í Svíþjóð dagana 28.–30. mars nk. Málþingið er á vegum samtakanna Hela Norden ska Leva. Samtökin bjóða fjórum ungmenn- um frá Íslandi auk formanns sam- takanna Landsbyggðin lifi, Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur, að taka þátt í málþinginu. Hvert ungmenni segir þar sína reynslusögu um það hvernig lýð- ræðið hefur komið honum að góðu gagni. Markmið þingsins er að örva og efla byggð, ekki síst með þátttöku unga fólksins. Unga fólkið er þar með hvatt til samvinnu t.d. með raf- rænum hætti bæði innanlands og Norðurlanda á milli. Einnig er ætl- un þingsins að gefa fullorðnum, einkum þeim sem vinna með ungu fólki ný tækifæri til að þroska sig og efla. Þátttaka ungs fólks í lýðræði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.