Morgunblaðið - 04.03.2003, Page 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 39
BÚNAÐARÞING verður sett í
dag, 4. mars nk. kl. 10.00 í Súlna-
sal Hótel Sögu. Ari Teitsson, for-
maður Bændasamtaka Íslands,
flytur setningarræðu og Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
ávarpar þingið.
Davíð Gíslason, bóndi á Svaða-
stöðum, Árborg í Manitoba verður
heiðursgestur við setningu búnað-
arþings og flytur ræðu, en hann
dvelst nú hér á landi í boði Guðna
Ágústssonar, landbúnaðarráð-
herra.
Landbúnaðarráðherra afhendir
landbúnaðarverðlaunin 2003 og
Reynir Jónasson flytur tónlist á
píanó og harmoniku fyrir og á milli
dagskrárliða.
Setning búnaðarþings er öllum
opin meðan húsrúm leyfir.
Búnaðarþing
sett í dag
Meðhöfund vantaði
Í grein í Lesbók síðastliðinn laug-
ardag um æskulýðsstarf kirkjunnar
kom ekki fram að Pétur Björgvin
Þorsteinsson var meðhöfundur að
greininni. Beðist er velvirðingar á því.
LEIÐRÉTT
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Sigurði Jónssyni, Selfossi,
sem sæti átti í uppstillingarnefnd
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi, vegna ummæla Kristjáns Páls-
sonar alþingismanns:
„Mögulegt sérframboð Kristjáns
Pálssonar alþingismanns hefur tals-
vert verið í fréttum og hann haldið því
á lofti að uppstillingarnefnd Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafi
beitt hann ofbeldi. Í allri sinni um-
ræðu gleymir Kristján vísvitandi að-
alatriði málsins sem að honum snýr
og skilyrðum sem hann setti upp
sjálfur.
Í undirbúningsvinnu uppstillingar-
nefndarinnar var einn þátturinn að
fela tveimur mönnum að tala við 4
sitjandi þingmenn en þeir höfðu allir
lýst yfir vilja til að leiða listann. Þeir
sem fengu þetta hlutverk voru Ellert
Eiríksson og ég, Sigurður Jónsson.
Þingmenn voru spurðir eftir hvaða
sæti þeir sæktust og þeir svöruðu því
á greinargóðan hátt og ennfremur því
hvaða sæti þeir sættu sig við ef þeir
fengju ekki það sem þeir vildu. Þessi
svör þingmannanna voru flutt inn á
fund uppstillingarnefndarinnar og
tekið var eðlilegt tillit til þeirra.
Svar Kristjáns er að mínu mati að-
alatriði þessa máls og ástæða þess að
hann er ekki á listanum. Kristján
svaraði því til að hann væri tilbúinn
að leiða listann og að hann tæki ekki
sæti neðar en í 2. sæti og þá því aðeins
að Drífa væri í fyrsta sæti. Sagði
hann það eðlilega niðurstöðu út frá
stöðu þeirra sem þingmenn flokksins.
Þegar niðurstaða uppstillingar-
nefndarinnar var sú að Árni Ragnar
væri í fyrsta sæti var ljóst að ekki var
staða til að bjóða Kristjáni sæti á list-
anum miðað við svör hans. Hann mál-
aði sig út í horn með yfirlýsingu sinni
til uppstillingarnefndarinnar, auk
þess sem hann hafði lýst þessu yfir í
samtölum við aðra fulltrúa í nefnd-
inni.
Fyrir alla aðila málsins tel ég nauð-
synlegt að þetta meginatriði komi
fram. Kristjáni Pálssyni óska ég alls
góðs.“
Kristján Pálsson
vildi bara 1. sætið
SKÁKSKÓLI Hróksins og Eddu
mun starfa samhliða Edduskák-
mótinu í Borgarleikhúsinu til 5. mars
og er opinn öllum börnum. Dagskrá
Skákskóla Hróksins og Eddu í
Kringlunni er sem hér segir: Þriðju-
dagur 4. mars kl. 17.15, skákskóli
þriðjudagur 4. mars kl. 18 fjöltefli,
miðvikudagur 5. mars kl. 17.15 skák-
skóli og miðvikudagur 5. mars kl. 18
fjöltefli.
Skákskóli Hróks-
ins og Eddu
MEÐFYLGJANDI myndir
voru nýlega teknar vestur
af Blakksnesi á Vest-
fjörðum er skipverjar á
varðskipinu Tý unnu við
að skipta um öldudufl.
Duflin hafa þann tilgang
að mæla ölduhæð og eru
upplýsingar úr þeim sett-
ar á heimasíðu Sigl-
ingastofnunar þar sem
sjómenn geta séð, áður en
þeir halda í siglingu, hver
ölduhæðin er á þeim haf-
svæðum sem duflin eru á.
Það er mikið öryggisatriði fyrir sjó-
menn að hafa þessar upplýsingar.
Skipta þarf duflunum út á nokk-
urra mánaða fresti þar sem raf-
hlöður þeirra hafa takmarkaðan
endingartíma. Landhelgisgæslan
sér um að skipta um duflin fyrir
Siglingastofnun. Starfsmenn Sigl-
ingastofnunar sjá um að yfirfara
þau og skipta um rafhlöður í þeim.
Komið hefur fyrir að skip sigla á
duflin og þau skemmast eða þau
týnast. Sem dæmi má nefna að
ölduduflið við Garðskaga slitnaði
eitt sinn upp og fannst loks á
Breiðafirði.
Samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu Siglingastofnunar er
hæð öldu mæld frá öldudal að
næsta öldutoppi. Notuð eru tvö
gildi fyrir öldu, kennialda sem er
2,7 m. og meðaltalssveiflutími í sek.
Öldudufl eru við Garðskaga,
Blakksnes, Straumnes, Malarhorn,
Grímseyjarsund, Hornafjörð, Surts-
ey, Grindavík og Kögur.
Varðskipsmenn
skipta um öldudufl
HELGIN var annasöm
hjá lögreglunni í Reykja-
vík og nokkuð var um ölv-
un og ryskingar. Tilkynnt
var um 35 umferðaróhöpp, 60 öku-
menn voru teknir fyrir of hraðan
akstur, 15 voru grunaðir um ölvun við
akstur og sex óku yfir á rauðu ljósi.
Á föstudagsmorgun var ökumaður
tekinn á Víkurvegi á 84 km hraða þar
sem leyfilegur hámarkshraði er 50
km og um hádegisbilið var tilkynnt
um harðan árekstur í austurborginni.
Reyndist ökumaður undir áhrifum
áfengis og var hann færður á lög-
reglustöð.
Um fjögurleytið á föstudag var
ökumaður stöðvaður grunaður m.a.
um ölvun við akstur. Tekið var eftir
ökumanninum því hann hafði ekki
ekið samkvæmt umferðarreglum.
Talaði hann í farsíma við aksturinn
og notaði ekki öryggisbelti. Aðfara-
nótt laugardags var bifreið ekið inn í
bakgarð í vesturbænum, flytja þurfti
ökumann á sjúkrahús, en nokkrar
skemmdir urðu á grindverki, trjá-
gróðri og grasflöt. Bifreiðin var fjar-
lægð með kranabíl.
Tilkynnt var um 17 innbrot um
helgina.
Rétt fyrir miðnætti aðfaranótt
laugardags óskaði næturvörður að-
stoðar vegna manns í annarlegu
ástandi utandyra. Reyndist þarna
vera um mann að ræða nýkominn úr
fíkniefnameðferð, ölvaður og talinn
undir áhrifum fíkniefna. Var maður-
inn handtekinn og færður í fanga-
móttöku.
Um kaffileytið á laugardag var til-
kynnt um innbrot í heimahús í mið-
borginni. Þar hafði verið farið inn af
vinnupöllum á annarri hæð og inn um
glugga sem var opinn. Stolið var
verðmætum fyrir fleiri hundruð þús-
und. Má þar nefna sjónvarp, leikja-
tölvu, DVD spilari, fartölvu og staf-
rænni upptökuvél.
Síðdegis á sunnudag var lögregl-
unni í Kópavogi tilkynnt um þjófnað
á eftirlitsmyndavélum úr tveimur
fjölbýlishúsum. Í báðum tilvikum var
eftirlitsmyndavélunum stolið úr and-
dyrum húsanna og er málið í rann-
sókn.
Fara verður varlega
í skíðalyftum
Á laugardaginn var tilkynnt að
barn væri fast í lyftu í Skálafelli.
Sjúkrabíll, neyðarbíll og lögregla
voru send á staðinn. Barnið hafði fest
húfuna sína með einhverju móti í lyft-
unni. Hún var í stólalyftunni með vin-
konu sinni. Á miðri leið veitti starfs-
maður á svæðinu því athygli að önnur
stúlkan hékk á hettunni á fótstiginu.
Hún hafði verið með rennt niður á
úlpunni þannig að átakið kom undir
handarkrikann en ekki á hálsinn.
Stúlkan mun hafa hangið þarna í
nokkrar mínútur áður en hún var los-
uð. Hún reyndist vera ómeidd en var
flutt með sjúkrabíl á slysadeild til að-
hlynningar.
Daginn eftir var tilkynnt um aðra
stúlku sem slasaðist á skíðasvæðinu
er hún féll af snjóbretti og hand-
leggsbrotnaði á hægri framhandlegg
og var flutt á slysadeild.
Lögregla vill minna skíðamenn á
að fara varlega á skíðasvæðunum:
Festa húfur og setja hárið í tagl til að
forðast að festast í lyftunum. Þá eru
skíðamenn minntir á að þeir séu ekki
einir í brekkunum og að allt brun er
bannað.
Úr dagbók lögreglunnar 28.2. til 3.3.
Hraðakstur algeng-
ur í blíðviðrinu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson
og Ellert B. Schram boða til funda í Húnaþingi,
Skagafirði og á Siglufirði sem hér segir:
pólitísk
aðalatriði
Sauðárkrókur: Vinnustaðafundir. Opinn fundur
á Kaffi Krók kl. 20:00.
Ávörp: Össur Skarphéðinsson, Ellert B. Schram
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Þriðjudagur 4. mars
Miðvikudagur 5. mars
Sauðárkrókur, Hofsós og Siglufjörður:
Vinnustaðafundir.
Siglufjörður: Opinn fundur í Bíókaffi kl. 20:00.
Ávörp: Össur Skarphéðinsson, Ellert B. Schram
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fimmtudagur 6. mars:
Hvammstangi: Vinnustaðafundir og opinn
fundur í Gunnukaffi kl. 12:00.
Blönduós: Vinnustaðafundir og opinn
fundur í félagsheimilinu kl. 20:00.
Ávörp: Ellert B. Schram og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir.
Fundir um