Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖFLUG sprengja sem falin var í bakpoka sprakk í gær við flugstöð á sunnanverðum Filippseyjum. Að minnsta kosti 19 manns fórust í sprengingunni og 147 særðust, eftir því sem yfirvöld greindu frá. Tals- menn Filippseyjastjórnar lýstu því yfir að tilræðið væri „brjálæðislegt hryðjuverk“. Þar sem margir hinna særðu voru þungt haldnir var jafnvel búizt við því að dauðsföllum fjölgaði. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á tilræðinu í gær. Sprengingin varð við Davao-flugvöll á Mindanao-eyju. Filippseyski herinn hefur sakað að- skilnaðarsinna í „Íslömsku frelsis- hreyfingunni Moro“ (skammstafað MILF) um að bera ábyrgð á röð til- ræða, þar á meðal bílsprengju við annan flugvöll fyrir skömmu. Tals- maður MILF vísaði hins vegar ábyrgð á Davao-sprengingunni á bug. Meðal hinna látnu voru einn drengur, ein stúlka, sjö konur og tíu karlar, þar af einn bandarískur kristniboði, eftir því sem talsmenn yfirvalda greindu frá. Forseti Filippseyja, Gloria Mac- apagal Arroyo, sagði að „nokkrir menn“ hefðu verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Hún sagðist hafa gefið her og lög- reglu fyrirmæli um að „leita sprengjumennina og samverka- menn þeirra uppi með öllum ráð- um“. Arroyo hefur farið fram á það við bandaríska herinn að hann sendi menn til að þjálfa filippseyska her- menn í hryðjuverkavörnum síðar á þessu ári. Susan Madrid, talsmaður al- mannavarna í Davao, sagði að sprengingin hefði orðið kl. 5:20 að staðartíma (kl. 10:20 að ísl. tíma) er fjöldi fólks beið við flugstöðvar- bygginguna eftir að næsta flugvél kæmi upp að henni. Um klukku- stund síðar varð önnur sprenging um 30 km norðar, sem særði þrjá. Lögregla greindi frá því, að sprengjunni á Davao-flugvelli hefði verið komið fyrir á miðju biðsvæði farþega og hvellurinn hefði heyrzt í fimm kílómetra fjarlægð. Edgar Aglipay, vararíkislög- Nær tuttugu manns farast í sprengjutilræði Íslömskum aðskilnaðarsinnum á S-Filippseyjum gefið að sök að bera ábyrgð á mannskæðri sprengingu AP Lögreglumenn á vettvangi við farþegabiðskýli á Davao-flugvelli á Mindanao-eyju, þar sem öflug sprengja sprakk í gærmorgun. Uppreisn aðskilnaðarsinnaðra múslima á Suður-Filippseyjum hef- ur staðið yfir í þrjá áratugi. Þrátt fyrir að vopnahléssamningur hafi verið gerður árið 1997 hafa átök blossað upp af og til síðan. Í síðasta mánuði réðst herinn til inngöngu í búðir MILF á miðri Mindanao-eyju og í kjölfarið gerðu skæruliðar árásir sem tugir manna hafa fallið í síðustu vikur. reglustjóri Filippseyja, sem stadd- ur var í Davao er sprengingin varð, sagði í útvarpsviðtali að sprengjan hefði verið falin í bakpoka. Eid Kabalu, talsmaður MILF, fordæmdi tilræðið og bauð samstarf um rannsókn á því. Daniel Lucero, talsmaður hersins, sagði að MILF væri líka grunað um að standa á bak við síðari sprenginguna, sem varð í bænum Tagum. Manila. AP. A-evrópskar konur fullar væntinga til ESB-aðildar Varsjá. AFP. FJÓRTÁN mánuðum áður en stækkun Evrópusambandsins til austurs kemst til framkvæmda eru austur-evrópskar konur farnar að líta til vesturs í þeirri von að aðild að ESB muni færa þeim meiri réttindi. „Ég tel það mjög mikilvægt fyrir okkur að ganga í ESB og við lítum á það sem ávinning,“ segir Basia God- lewska, talsmaður Upplýsingamið- stöðvar pólskra kvenna, OSKA, í Varsjá, í samtali við AFP-fréttastof- una. Konur, sem á valdatíma kommún- ista nutu að mörgu leyti jafnréttis og gegndu virku félagslegu hlutverki, hafa að ýmsu leyti þurft að axla mestu byrðarnar af kerfisumskipt- unum sem hófust með falli Berlínar- múrsins árið 1989. „Fyrir umskiptin gátu konur feng- ið fóstureyðingu að vild. Nærri allir höfðu atvinnu,“ segir Godlewska. „En þetta var samt ekki gott kerfi. Því það var ekki frjálst.“ „Eftir 1989 fóru hlutirnir að breyt- ast svo hratt að allt gamla karlaveld- iskerfið spratt aftur upp,“ segir hún. Í einka- og markaðsvæðingarferlinu sem umskiptunum fylgdi misstu sér- staklega margar konur vinnuna. Sumar þeirra leiddust í örvæntingu út í að taka þátt í hinni blómstrandi verzlun með konur til starfa í kyn- lífsiðnaði ríku landanna í vestri. Í sumum löndum eins og hinu kaþ- ólska Póllandi voru ennfremur sett ströng lög til takmörkunar fóstur- eyðingum. Flýtir fyrir bættri jafnréttislöggjöf Kvenréttindasamtök í tilvonandi nýju aðildarríkjunum í Mið- og Aust- ur-Evrópu segja að einn helzti kost- urinn við ESB-aðildina verði að stjórnvöld í þessum löndum verði skuldbundin til að yfirtaka gildandi löggjöf ESB um réttindi kvenna. Konur í þessum löndum myndu jafn- framt njóta góðs af ESB-áætlunum sem miðast að baráttu gegn ofbeldi gegn konum, en það sé málefni sem að óbreyttu sé gjarnan sópað undir teppið, og um heilbrigðismál kvenna. Sem dæmi um lög sem tilvonandi aðildarríkin hafa þurft að taka upp, sem hluta af aðildarundirbúningn- um, er breytt vinnulöggjöf þar sem kveðið er á um jöfnuð kynjanna í launum fyrir sambærilega vinnu, og um viðurlög við misrétti og kynferð- islegri áreitni. Af þeim tíu ríkjum sem ganga í ESB 1. maí 2004 kvað Litháen vera hið eina sem, enn sem komið er, hefur sett jafnréttislög sambærileg við vestur-evrópsk. Uppnám í stjórnmálum Eistlands Tallin. AFP. UPPNÁM er í eistneskum stjórn- málum eftir að nýr stjórnmálaflokk- ur, Res Publica, fékk jafn mörg þing- sæti og Miðflokkurinn, stærsti núverandi stjórnarflokkurinn, í kosningum er fram fóru í landinu á sunnudaginn. Miðflokkurinn fékk þó lítið eitt fleiri atkvæði. Báðir flokkarnir gera nú tilkall til umboðs til stjórnarmyndunar og sagði forseti landsins, Arnold Rüütel, að báðir kæmu til greina. Hann kvaðst ekki telja að það myndi breyta miklu fyrir framtíð Eistlands hvor flokkurinn fengi umboðið. Alls fengu sex flokkar sæti á þjóð- þinginu, Riigikogu, og er meirihluti þeirra hægra megin við miðju. Víð- tæk andstaða er í þessum flokkum, mestur þó í Res Publica, við því að Edgar Savisaar, leiðtogi hins vinstri- sinnaða Miðflokks og núverandi borgarstjóri í Tallinn, komist í for- sætisráðherrastólinn. Rüütel sagðist ekki myndu hefja viðræður við leiðtoga flokkanna fyrr en í dag, en þá rennur út frestur til að kæra úrslit kosninganna. ♦ ♦ ♦ ÞRÍR menn týndu lífi er þyrla í einkaeigu hrapaði í gær ofan í sundlaug við Sahid Jaya-hótelið í Jakarta í Indónesíu. Ætlaði flugmaðurinn að lenda á þaki húss- ins en eitthvað fór úrskeiðis. Er raunar haft eftir vitn- um, að þyrlan hafi verið búin að snerta afmarkaðan völl á þakinu þegar sterkur vindsveipur feykti henni til hliðar. Sem betur fer var enginn í sundlauginni er slys- ið átti sér stað. AP Hrapaði ofan í sundlaug Þorskeldiðfram úr veið- um eftir 5 ár NORSKIR fiskeldismenn spá því, að eftir fimm ár verði uppskeran í þorsk- eldinu jafnmikil og í öllum þorskveið- um Norðmanna nú. Það er þó háð því, að fjárfest verði í kvíum og öðrum fiskeldisbúnaði. Norskir þorskeldismenn segjast munu geta framleitt 100 milljónir þorskseiða árlega en nái þau öll að vaxa upp, samsvarar það fimmföldum aflanum á góðri vertíð við Lófót. Kom þetta fram í Aftenposten. Fyrirtækið Troms Marin Yngel er nú að reisa heimsins stærstu þorsk- klakstöð fyrir utan Tromsø og þar á að ala upp nýjan stofn af „tömdum“ þorski. Verður vexti hans og gæðum stjórnað og einnig hvenær hann verð- ur kynþroska. Verður framleiðsluget- an 10 milljónir seiða en stefnt er að því, að hún verði 100 milljónir í öllu landinu eftir fimm ár. Komist þau á legg svarar það til 200.000 tonna upp úr sjó en það er nokkru meira en norski þorskkvótinn nú. SPENNAN á Kóreuskaga magnað- ist í gær eftir að fjórar norður-kór- eskar orrustuþotur hindruðu flug bandarískrar njósnavélar í alþjóð- legri lofthelgi. Bandaríkjastjórn kvaðst ætla að mótmæla atvikinu formlega og Norður-Kóreustjórn mótmælti árlegum heræfingum sem Bandaríkjamenn og Suður-Kóreu- menn hófu í gær. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið sagði að fjórar norður-kóreskar MiG-orrustuþotur hefðu hindrað flug bandarískrar njósnavélar af gerðinni RC-135 um 240 km undan strönd Norður-Kóreu á sunnudag. Ein orrustuþotnanna hefði verið um fimmtán metra frá njósnavélinni og elt hana í 22 mínútur. Að sögn varnarmálaráðuneytisins festi ein þotan ratsjármið á njósna- vélina. Bandarískir embættismenn lýstu þessu sem „ögrun“ og sögðu að stjórn George W. Bush forseta væri að ráðfæra sig við stjórnvöld í S-Kóreu og fleiri ríkjum um hvernig koma ætti formlegum mótmælum á framfæri við ráðamenn N-Kóreu. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkur atburður á sér stað frá því í apríl 1969 þegar n-kóresk herþota skaut niður bandaríska njósnavél. Sú árás kostaði alla áhöfnina, 31 mann, lífið. Segja árás í undirbúningi Um 5.000 bandarískir hermenn taka þátt í heræfingum sem hófust í Suður-Kóreu í gær og hafa verið haldnar frá 1961. Æfingunum lýkur 2. apríl. Málgögn stjórnar Norður-Kóreu sögðu að markmiðið með heræfing- unum væri að undirbúa árás á land- ið og vöruðu við því að hún myndi leiða til kjarnorkustríðs á Kóreu- skaga. Stjórnin í Pyongyang sagði á sunnudag að Bandaríkjamenn væru að undirbúa árás á norður-kóreskan kjarnakljúf, sem ræstur var nýlega, og sagði það geta valdið „hryllilegu kjarnorkustórslysi“. Bandaríkjamenn óttast að Norð- ur-Kóreumenn geti notað kjarna- kljúfinn til að búa til nokkrar kjarn- orkusprengjur á næstu mánuðum. Saka N-Kóreu um ögrun Norður-kóreskar herþotur hindruðu flug bandarískrar njósnavélar Seoul. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.