Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Goðafoss koma og fara í dag. Mána- foss og Otto N. Þor- láksson koma í dag. Sonar og Þorsteinn fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrif- stofa, s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Versl- unarferð kl. 10, kaffi í boði Hagkaupa. Opið hús verður fimmtudag- inn 6. mars, húsið opn- að kl. 19.30, félagsvist og veitingar. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 9– 12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13–16.30 brids/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónusta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 13– 16.30 módelteikning, kl. 9–14 hárgreiðsla. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin op- in, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 13 ösku- dagsfagnaður í Laug- ardalshöll. Rútuferð frá Kirkjuhvoli kl. 12.30. Kl. 13.30 opið hús og spilað í Holts- búð. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Mynd- mennt kl. 10–16, gler- skurður kl. 13, píla kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Forsetinn, kemur í heimsókn kl. 14, uppl. í s. 588 2111. Söngfélag FEB, kór- æfing kl. 17. Línudans fellur niður. Félag eldri borgara, Suðurnesjum, Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Í dag kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur op- inn. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 13 glerlist og félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb, kl. 15.15 Gleði- gjafarnir syngja. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, útskurður og hár- greiðsla, , kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, bókband og bútasaum- ur, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13–16 föndur, kl. 13.30 bók- band, kl. 12.30 versl- unarferð. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 16.30 fundur hjá átakshópnum, kl. 19.30 félagsvist. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Sjögrenshópurinn ætl- ar að hittast á Kaffi Mílanó í Faxafeni í kvöld kl. 20. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík, fundur á morgun kl. 20 í safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13. Tísku- sýning, happdrætti, kaffiveitingar. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Fundur á morgun í safnaðarsal kirkjunnar kl. 20. Gest- ir fundarins verða Karl Kristensen og Karitas Kristjánsdóttir. Í dag er miðvikudagur 5. mars, 64. dagur ársins 2003, öskudagur. Orð dagsins: Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. (Róm. 15, 14, 17.)     Vaka, félag lýðræðis-sinnaðra stúdenta, sigraði félagshyggju- fólkið í Röskvu í kosn- ingum til stúdentaráðs Háskóla Íslands í síðustu viku. Í fyrra sigraði Vaka í fyrsta sinn í tólf ár með aðeins fjögurra atkvæða mun. Sigurinn í ár er mun stærri; munar um 570 atkvæðum. Nýr listi, Háskólalistinn, bauð fram í fyrsta skipti en náði ekki tilskildum fjölda atkvæða til að fá mann kjörinn í stúd- entaráð. Tap Röskvu var það stórt að félagið missti einn mann yfir til Vöku. Vaka heldur því meirihlutanum í Stúd- entaráði og skipar for- mann þess.     Síðan vinstri mennsameinuðu krafta sína í Röskvu, seint á áttunda áratugnum, hef- ur baráttan oftast staðið á milli Röskvu og Vöku. Þó eru dæmi um svo- kölluð óháð framboð. Þessi þriðju framboð hafa oft gert út á það að gömlu fylkingarnar séu of nátengdar stjórn- málastefnum og -flokk- um. Vilja þau einskorða sig við þrönga hagsmuni stúdenta þau ár sem þeir stunda nám í HÍ.     Það er ekkert skrítiðað þeir sem veljast til pólitískra starfa á vettvangi Háskóla Ís- lands hafi almennt skoð- un á landsmálapólitík og fylgi ákveðnum stefnum. Stúdentar eru ein- staklingar í þessu landi og hagsmunir þeirra fara saman við það sem almennt gerist í stjórn- málum hvort sem um er að ræða skattamál, verðlagsmál eða velferð- armál.     Það væri e.t.v. til aðveikja hagsmuna- baráttu stúdenta ef for- svarsmenn þeirra færu að álykta um stríð í Írak eins og áður var gert í Stúdentaráði. Þá var reyndar ályktað um Ví- etnam-stríðið. Raunar gekk pólitísk umræða það langt á tímabili að hagsmunamál stúdenta gleymdust vegna rifr- ildis um utanríkismál. Eitt af kosningalof- orðum Vöku á þeim tíma var: „Pólitíkin út.“     Í gær ritar MelkorkaÓskarsdóttir grein á pólitík.is þar sem hún segir að „ópólitíkin hafi gengið sér til húðar“. Í lok greinar sinnar segir hún: „Mér finnst ástæða til að spyrja hvort ekki sé kominn tími til að ljúka eyðimerkurgöngu bæði Vöku og Röskvu á sandauðnum einkahags- muna námsmanna, hvort þjóðfélagið þarfnist ekki stjórnmálaþátttöku ungs menntafólks. Slíkt væri þörf viðbót í lýðræðis- þjóðfélaginu. Það hlýtur að vera ákjósanleg framtíðarsýn, hvar í flokki sem menn standa.“ Margir ættu að geta tekið undir þetta. STAKSTEINAR Pólitísk umræða í Háskóla Íslands Víkverji skrifar... BRÁÐGER börn er heiti á sam-starfsverkefni Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Landssamtakanna Heim- ilis og skóla. Um er að ræða ýmis námskeið sem bjóðast nokkrum pró- sentum barna, sem skara fram úr á miðstigi og unglingastigi grunn- skóla, og eru verkefnin á sviði ým- issa greina, siðfræði, eðlisfræði, tungumála, stærðfræði og svo fram- vegis. Víkverji er hrifinn af þessu fram- taki og finnst lofsamlegt hversu fjö- breytt val stendur börnunum til boða. Kennslutíminn er tólf kennslustundir undir beinni leið- sögn kennara og vinnu þess á milli eftir efnum og aðstæðum, auk þátt- töku í lokahátíð. Víkverji þekkir stúlku sem hefur tekið þátt í þessu verkefni tvisvar sinnum. Fyrir að mæta sex sinnum, tvær kennslustundir í senn, borga foreldrar hennar 12.000 krónur. Að sögn aðstandenda er kostn- aður fyrir hvern þátttakanda áætl- aður um 21.000 krónur og er fram- lag sveitarfélags því 9.000 krónur. Foreldrar stúlkunnar velta fyrir sér hvernig foreldrar bráðgerra barna fara að sem ekki eru á háum launum og streða við að láta enda ná saman um hver mánaðamót. Það er eflaust töluvert mál fyrir marga að sjá af 12.000 krónum fyrir námskeið sem þetta sem varir ekki lengur en í sex vikur. x x x VÍKVERJI lagði nýlega leið sína íverslunina Yggdrasil við Kára- stíg sem selur einvörðungu mat- vörur sem unnar eru úr lífrænt ræktuðu hráefni eða sem eru lífrænt ræktaðar. Verslunin hefur verið að taka breytingum, hún hefur verið stækkuð og vöruúrvalið aldrei verið meira. Nú getur Víkverji keypt þar pastað, sósurnar, brauðið, ávexti og grænmeti, hrökkbrauð, djús, álegg, sætindi og svo mætti áfram telja. Honum finnst frábært að koma þarna við einstöku sinnum og kaupa vörur eins og ávaxtasafana sem eru einstaklega góðir. Þegar Víkverji er á annað borð kominn á þessar slóðir fer hann líka í franska bakaríið Dél- ices sem er neðarlega á Njálsgöt- unni og kaupir þar ekta franskt bakkelsi. Það er skemmtileg til- breyting að kaupa þar brauð eða með kaffinu við og við. x x x VINUR Víkverja er áhugamaðurum trjárækt. Hann hefur áhyggjur af trjánum sem eru farin að laufgast eins og komið sé langt fram á vor. Reyndur skógræktar- maður huggaði vininn með því að benda honum á að íslensku plönt- urnar eins og birkið væru búnar að koma sér upp vörnum gegn ótíma- bærri vorkomu. Tvísýnna væri þó með innfluttar plöntur eins og t.d. furu og ösp. Vinurinn vonar bara að kuldakast komi ekki á næstunni og höggvi skarð í skóginn hans. Morgunblaðið/Ásdís Þegar Víkverji er búinn að fara í Yggdrasil liggur leiðin í franska bakaríið Délices. NÚ er kominn dómur í máli Árna Johnsen og hann hef- ur verið dæmdur í langa fangelsisvist fyrir að draga sér fáar milljónir, sem að mestu hafa verið endur- greiddar að sagt er. Þegar þetta mál komst upp vakti það mikla athygli og fjöl- miðlar veltu sér mjög upp úr því. Fannst mörgum að það hefði nú mátt bíða þar til dómur var fallinn í mál- inu. Á svipuðum tíma og þetta gerist er fiskveiði- kvóta úthlutað ókeypis til örfárra aðila sem geta selt eða leigt kvótann frá sér að vild. Þar sem kvótinn er eft- irsóttur og í háu verði hafa margir getað hætt allri út- gerð, selt frá sér kvótann og farið með gróðann úr landi eða keypt sér eða byggt stórhýsi á höfuðborg- arsvæðinu. Kvótabraskið hefur leitt til þess að út- gerðin er orðin mjög skuld- sett svo það var talað um það að fá útlendinga til þess að leggja fé í útgerðina. Það er nú hálfömurlegt þegar búið er að koma útlend- ingum úr landhelginni að vera að tala um að koma þeim aftur inn í hana bak- dyramegin. En þó að sameign þjóð- arinnar væri þannig út- hlutað til örfárra aðila og þeir hafi síðan selt kvótann fyrir þúsundir milljóna er eins og mönnum finnist ekkert við það að athuga. Fjölmiðlar minnast tæpast á það og velta sér ekki upp úr því eins og máli Árna Johnsen sem var hart dæmdur. En þeir sem út- hlutuðu kvótanum, sem menn síðan seldu fyrir stórfé og stungu í eigin vasa, voru ekki dæmdir, hvorki af almennings- álitinu, fjölmiðlum né dóm- stólum. Þó er það eins og títuprjónshaus í ámukjafti sem Árni Johnsen dró sér á móti því sem úthlutað er af almenningseign með kvóta- braskinu. Björn Loftsson. Verslanir og öskudagur MIG langar að koma á framfæri ábendingu til verslana vegna barna sem koma og syngja fyrir nammi á öskudaginn. Margar verslanir gefa ein- ungis nammi fyrir hádegi. Vegna þessa verður fjöldi barna sem ekki komast á þeim tíma af þessari hefð. Smáábending: hvernig væri að gefa í ákveðinn tíma fyr- ir hádegi t.d. einn klukku- tíma og taka síðan hlé og byrja síðan aftur eftir há- degi? Mamma. Fáein orð MÉR ofbýður allt þetta tal um okkur sem notum strætisvagnana. Ég er elli- lífeyrisþegi með rúmar 88.000 kr. á mánuði. Ég er slæm í fótum og þarf þess vegna oft að nota vagnana. Ef ekki væru strætisvagn- arnir yrði ég að taka bíl. Startgjaldið hjá leigubíl- unum er 400 kr. Það getur hver maður séð að þessar 88.000 kr. yrðu fljótar að fara og þá ætti ég ekkert eftir til þess að borga fæði og húsnæði. Um föt er ekki að ræða hjá fólki með þess- ar tekjur. Strætisvagnakort fyrir aldraða eftir hækkun kostar 1.800 kr. Mér hefði fundist allt í lagi að það hefði farið í 2.000 kr. Það er ekkert til að fjasa yfir fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni og hafa eitthvert vit á lífinu yf- irleitt. Margrét Sigurðardóttir. Tapað/fundið Snjóbretti tapaðist SNJÓBRETTI tapaðist á leiðinni frá Reykjavík að Lyngdalsheiði. Brettið var aftan á vélsleðakerru. Skil- vís finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hafa samband í síma 565-5385 eða 699- 4603. Dýrahald Hundur fannst í Garðabæ HEIMILISVANUR hund- ur fannst á flækingi í Garðabæ. Þessi hundur er lítill, svartur í framan en grár á búkinn. Kynið minn- ir á terrier en hann er stutt- ur og feitur. Ef einhver kannast við þessa lýsingu er honum velkomið að hringja í Carinu í síma 565- 7695 eða í Ásdísi í síma 565- 6787. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Árni Johnsen og kvótinn Morgunblaðið/Ómar Skákskólinn á Kjarvalsstöðum. LÁRÉTT 1 ónytjungur, 8 tími, 9 úldna, 10 munir, 11 rás, 13 út, 15 þakin ryki, 18 dreng, 21 stormur, 22 Evrópumaður, 23 sívinnandi, 24 vitrir menn. LÓÐRÉTT 2 Ásynja, 3 stór sakka, 4 dimm ský, 5 stallurinn, 6 regin, 7 megind, 12 spils, 14 veiðarfæri, 15 fara greitt, 16 líkama, 17 hrekk, 18 húð, 19 vit- lausa, 20 landabréf. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 frekt, 4 pukur, 7 eitil, 8 úrill, 9 góð, 11 sund, 13 saka, 14 æsast, 15 holl, 17 ótal, 20 ást, 22 kýtir, 23 jakar, 24 renna, 25 neiti. Lóðrétt: 1 fress, 2 ertan, 3 tólg, 4 prúð, 5 keifa, 6 rella, 10 óðals, 12 dæl, 13 stó, 15 hikar, 16 lútan, 18 takki, 19 lerki, 20 árna, 21 tjón. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.