Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 9 Hörfatnaður Kjólar, jakkar, pils, blússur og vesti Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Ný sending Úlpur og frakkar Tilboð 4.900 Laugavegi 34, sími 551 4301             VINAFÉLAG Íslensku óperunnar afhenti Óperunni í gær 1,2 millj- óna króna styrk til að halda eina aukasýningu á óperunni Macbeth, en sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi allt frá frumsýningu og löngu uppselt á allar átta sýn- ingar hennar. Eins og fram hefur komið er kostnaður umfram tekjur á hverri sýningu á Mac- beth um 1,2 milljónir króna. Gamla bíó rúmar aðeins 470 áhorfendur, og aðgangseyririnn hrekkur ekki fyrir sýningarkostn- aði. Hefði Óperan getað sýnt Mac- beth í 800 manna sal hefði hvert sýningarkvöld staðið undir sér og unnt hefði verið að halda sýn- ingum áfram. Tómas Heiðar, formaður Vina- félagsins, sagði við afhendinguna í gær að með framtakinu vildi Vinafélagið einnig vekja athygli á húsnæðisvanda Óperunnar. Hann sagði einsýnt að þegar horft væri til framtíðar væri Gamla bíó ófullnægjandi starfsvettvangur fyrir Íslensku óperuna. Kæmu þar annars vegar til fyrrgreind efna- hagsleg rök, en hins vegar sú staðreynd, að svið Gamla bíós væri svo lítið að ógjörningur væri að setja þar upp stóran hluta óp- erubókmenntanna. „Augu manna beinast því mjög að Tónlistarhús- inu sem á að reisa í miðbænum. Við teljum að það geti orðið mjög viðunandi niðurstaða að minni salur Tónlistarhússins verði út- færður þannig að hann rúmi um 800 manns, og að þar verði hægt að efna til óperuflutnings og upp- færslu annarra sviðsverka. Okkur finnst einsýnt að framtíðarvett- vangur Íslensku óperunnar eigi að vera í Tónlistarhúsinu. Það yrði mikið menningarslys ef Tón- listarhúsið yrði reist án þess að Óperan fengi þar inni.“ Bjarni Daníelsson óperustjóri þakkaði Vinafélaginu stuðninginn og það að vekja athygli á húsnæð- ismálum Óperunnar og tók í ávarpi sínu undir orð Tómasar um nauðsyn þess að Íslenska óperan fengi inni í Tónlistarhús- inu. Hann benti á að samstarf við Sinfóníuhljómsveitina væri þegar fyrir hendi og báðum nauðsyn- legt, þar sem sama fólk spilaði í hljómsveitinni og í Óperunni. „Óperan og Sinfóníuhljómsveitin þurfa þegar að hafa samvinnu um dagskrá sína vegna þessa, og sambýli við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands er því mjög æskilegt. Ég tel brýnni þörf á því að í Tónlistar- húsinu verði óperusalur en kammermúsíksalur, þar sem þeirri þörf hefur þegar verið sinnt með þeim smærri tónlistar- húsum sem byggð hafa verið á síðustu árum.“ Fram kom á fundinum að kom- ið hefur til tals að sýna Macbeth erlendis. Óperuhúsið í Riga í Lettlandi hefur sýnt uppfærslunni mikinn áhuga og um síðustu helgi var staddur hér á landi blaðamað- ur frá Opera Now, sem hefur hug á að kynna sýninguna fyrir há- tíðahöldurum á Bretlandseyjum með það fyrir augum að hún færi þangað. „Á föstudaginn kemur hingað umboðsmaður gagngert til að kanna möguleikann á að selja sýninguna öðrum óperuhúsum,“ sagði Bjarni Daníelsson. Spurður um þá afstöðu menntamálaráðu- neytisins að Óperan eigi ekki að eiga skjól í Tónlistarhúsinu kvaðst hann telja að opinber um- ræða um málið myndi færa Óp- eruna nær því marki að fá inni í Tónlistarhúsinu. „Ég tel að fólkið í landinu vilji að Íslenska óperan verði í Tónlistarhúsinu. Samtök tónlistarmanna hafa einnig mælt með því, og ég trúi ekki öðru en að stjórnmálamenn landsins hlusti á raddir bæði almennings og tón- listarfólks í þessum efnum.“ Morgunblaðið/Jim Smart Tómas Heiðar, formaður Vinafélags Íslensku óperunnar, afhendir Bjarna Daníelssyni óperustjóra fjárstyrkinn. Menningarslys ef Óperan yrði ekki í Tónlistarhúsinu ÞJÓÐARATKVÆÐI um kvóta- kerfið er eitt helsta baráttumál Frjálslyndaflokksins fyrir Alþing- iskosningarnar í vor. Á flokksþingi sem fram fer á Hótel Sögu um helgina verður m.a. rætt um sjáv- arútveg, atvinnumál, velferðarmál og skatta- og vaxtamál að sögn Sverris Hermannssonar, formanns flokksins. Þingið hefst á föstudag. Sverrirsegir nauðsynlegt að Ís- lendingar einbeiti sér í auknum mæli að viðskiptum í stað þess að einblína á vatnsorku og sjávar- útveg og tekur fram að til þess að svo megi verða sé ekki nauð- synlegt að ganga í efnahagsbanda- lag. „Við verðum að létta og rjúfa þessa vísitöluvitleysu,“ sagði Sverrir. „Við þykjumst vera sjö- unda ríkasta þjóðin í heimi. Það kemst ekkert annað að hjá okkur en fiskur í sjónum og orka í fall- vötnum.“ Hann bendir á að Danir hafi hvorki fiskinn né orkuna en velmegun sé þó mikil hjá þeirri þjóð. „Við þurfum að komast út úr þessari sjálfheldu og fara að gera þetta land að viðskiptalandi á báð- ar síður og við þurfum ekki að ganga í efnahagsbandalag til þess,“ sagði Sverrir og bætti við að kosning um kvótakerfið væri eitt helsta baráttumál flokksins. Flokksþingið hefst á föstudag kl. 18 með setningarávarpi for- manns. Framkvæmdastjóri flokks- ins, Margrét Sverrisdóttir, segir áformað að opna nýja heimasíðu flokksins þann dag. Á laugardag verður unnið að málefnum og kosið í stjórn flokks- ins. Bæði verður formannskjör og kosið í miðstjórn flokksins. Í lokin verður stjórnmálaályktun þingsins samþykkt. Á sunnudeginum funda frambjóðendur flokksins sem skipa efstu sæti listanna. Margrét segir ekki von á breytingu á stefnumálum og segir málefna- skrána í raun þá sömu og sam- þykkt var árið 1999. Búist er við að um 200 manns sæki flokksþingið á föstudag. Flokksþing Frjálslynda flokksins um helgina GUÐJÓN A. Krist- jánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gefur kost á sér til for- mennsku í flokknum á landsþingi Frjálslynda flokksins um helgina, en Sverrir Her- mannsson, formaður flokksins, hefur ákveð- ið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Guðjón staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær en hann tilkynnti mið- stjórn flokksins fyrir nokkru að hann myndi bjóða sig fram til formanns. Undirbúningur al- þingiskosninganna verður meginviðfangs- efni landsþings Frjáls- lynda flokksins. „Við munum leggja fram okkar áherslur í gróf- um dráttum. Þótt við séum ekki beinlínis bú- in að vinna málin í kosningabúning mun- um við auðvitað lýsa stefnumálum okkarog áherslum og ræða við okkar dyggasta stuðn- ingsfólk og frambjóð- endur á listum,“ segir Guðjón, sem skipar efsta sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðjón A. Kristjánsson Býður sig fram til formanns TRAUST almennings á lögregl- unni hefur aukist frá síðasta ári úr 71% í 73%, samkvæmt því sem kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins Háskóli Íslands nýtur meira trausts en lögreglan eða 85%. Frá árinu 1997 hefur traust almennings á lögreglunni aukist um 9%. Spurt var um traust til Alþing- is, Háskóla Íslands, lögreglunn- ar, þjóðkirkjunnar, heilbrigðis- kerfisins, dómskerfisins, umboðsmanns Alþingis og rík- issáttasemjara. Þær þrjár stofn- anir sem hafa aukið traust meðal almennings frá mars 2002 eru Alþingi og umboðsmaður Alþing- is um 8 prósentustig og heil- brigðiskerfið um 7 prósentustig. Traust almennings til lögregl- unnar, Háskóla Íslands, þjóð- kirkjunnar, ríkissáttasemjara og dómskerfisins breyttist lítið frá síðasta ári. Samkvæmt frétt frá Gallup bera karlar almennt meira traust til Alþingis, umboðsmanns Al- þingis, dóms- og heilbrigðiskerf- isins og ríkissáttasemjara en konur. Konur bera á hinn bóginn meira traust til þjóðkirkjunnar en karlar. Traust fólks á lögreglunni eykst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.