Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir fágun og þér líður best þegar þú nýtir list- ræna hæfileika þína til fulls. Á árinu sem framundan er munt þú uppskera vel eins og þú hefur sáð. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú átt merkilegar samræður við vini í dag. Það sem kem- ur þér mest á óvart er að þú stjórnar samræðunum. Naut (20. apríl - 20. maí) Viðræður við yfirmenn þína leiða nýja hluti í ljós og möguleika sem þú hafðir ekki einu sinni gert þér grein fyrir áður. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Innsæi þitt er sérlega næmt í dag. Það er nánast eins og þú getir lesið hugsanir ann- arra. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú vilt ekki bera ábyrgð á gerðum og eignum annarra í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ekki draga óyfirvegaðar ályktanir þegar þú ræðir við maka eða nána vini í dag. Þótt það sé gott að kasta á milli sín hugmyndum gæti verið betra að hugsa málin áður en þau eru rædd. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Þú vilt ekki láta fólk segja þér fyrir verkum í dag. Þú hefur ýmsar hugmyndir um hvernig hægt er að bæta verklag. Vonandi hlusta aðr- ir á þig. Vog (23. sept. - 22. okt.) Sköpunargáfa þín er sérlega öflug í dag. Fylgdu hug- boðum þínum þótt þau virð- ist glannaleg. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Nýjar lausnir á gömlum vandamálum gætu komið fram í dag. Þér eða öðrum í fjölskyldunni gæti dottið þær í hug en hvort heldur er ættir þú að leita leiða til að bæta ástandið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt allt til vinna til að brjótast út úr viðjum van- ans. Þú átt erfitt með að festa hugann við eina hug- mynd. Þú skalt láta eftir þér að láta hugann reika. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð óvenjulegar fjáröfl- unarhugmyndir í dag. Þá gætu tækifæri til fjáröflunar gefist. Vertu vakandi fyrir slíku. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu eftir þér að gera til- raunir með nýjar hugmyndir í dag. Þú heillast af nýjum og óvenjulegum hlutum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þar sem þú átt erfitt með að slappa af í dag skalt þú ekki reyna það. Reyndu á líkam- ann, farðu a.m.k. í göngu. Reyndu að fá útrás fyrir orkuna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Vorvísa Vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa af brún, syngur í runni og senn kemur lóa, svanur á tjarnir og þröstur á tún. Nú tekur hýrna um hólma og sker, hreiðrar sig blikinn og æðurin fer. Hæðirnar brosa og hlíðarnar dala, hóar þar smali og rekur á ból, lömbin sér una um blómgaða bala, börnin sér leika að skeljum á hól. Jón Thoroddsen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. mars, er sextugur Grjetar Andrésson, smiður og list- málari, Fögrusölum 1, Kópavogi. Hann er að heim- an á afmælisdaginn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Bústaðakirkju 31. desember 2002 af sr. Pálma Matthíassyni þau Bryndís Guðmundsdóttir og Sig- urjón Kristjánsson, heimili þeirra er í Blöndubakka 20. VIÐ sáum þéttan áttlit í spili gærdagsins. Nú bæt- um við um betur – nánar tiltekið tveimur betur, því suður er með þéttan tílit! Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁD52 ♥ ÁDG63 ♦ -- ♣K1053 Vestur Austur ♠ G86 ♠ 10943 ♥ 8754 ♥ K1092 ♦ 87 ♦ 6 ♣Á872 ♣DG92 Suður ♠ K7 ♥ -- ♦ ÁKDG1095432 ♣6 Þetta virðist of ótrúlegt til að geta verið satt, en svona er lífið við brids- borðið. Guðmundur Gunn- arsson frá Akureyri sendi þættinum spilið, sem kom upp á heimili Guðmundar í síðasta mánuði. Guð- mundur og félagar hans hafa þann háttinn á að hittast eina kvöldstund á hálfs mánaðar fresti yfir veturinn og byrja á því að gefa spil í bakka. Að sögn Guðmundar er nokkuð mismunandi hversu mikið er stokkað og sú gæti ver- ið skýringin á þessari villtu gjöf. En hvað um það. Eftir opnun norðurs á einu hjarta stökk Guðmundur beint í fjögur lauf og spurði um ása upp á gamla mátann. Hann fékk upp tvo og lét þá duga að segja hálfslemmu í tígli. Sem kom sér vel, því vest- ur átti út með laufásinn. En hverjar skyldu vera líkurnar á því að fá upp á höndina tíu spil í einum lit? Gróflega reiknað eru líkindin einn á móti rösk- lega 60 þúsund og líkur á því að hann sé þéttur eru þá enn minni. Það er því deginum ljósara að spil suðurs eru óvenjuleg. En er ekki alltaf einhver sem vinnur í lottóinu? Líkur á því að ein lottóröð sé rétt eru einn á móti rúmlega 500 þúsund. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 a6 5. Rf3 b5 6. b3 Bg4 7. Be2 e6 8. O-O Rbd7 9. h3 Bh5 10. Bb2 Bd6 11. Re5 Bxe2 12. Rxe2 Dc7 13. cxd5 cxd5 14. Hc1 Db8 15. Rxd7 Rxd7 16. e4 O-O 17. e5 Be7 18. Rg3 Db6 19. Dg4 Hac8 20. Rh5 g6 21. Rf4 Hxc1 22. Hxc1 Hd8 23. h4 Rf8 24. h5 Da5 25. Bc3 Dxa2 26. h6 Dxb3 27. Bd2 Db2 28. Be3 a5 29. Hc7 Hd7 30. Rxe6 fxe6 31. Hxd7 Rxd7 32. Dxe6+ Kf8 33. Dxd7 Db1+ 34. Kh2 Df5 35. Dxb5 Dh5+ 36. Kg1 Dd1+ 37. Df1 Dxf1+ 38. Kxf1 g5 39. Ke2 Kf7 40. g4 Kg6 41. f4 gxf4 42. Bxf4 a4 43. Kd3 Kf7 44. Kc2 Ke6 45. Kb2 Kf7 46. Ka2 Ke6 47. Bc1 Kf7 48. g5 Kg6 49. e6 Bd8 50. Ka3 Kf5 Staðan kom upp á Stórmóti Hróks- ins sem lauk fyrir skömmu. Ivan Sokolov (2688) hafði hvítt gegn Stefáni Kristjáns- syni (2432). 51. Bf4! Kxe6 51...Kxf4 gekk ekki upp vegna 52. g6 hxg6 53. h7 Bf6 54. Kxa4 Kf5 55. e7 og hvítur vinnur. 52. g6 Bf6 53. Be5 hxg6 54. h7 og svartur gafst upp. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Alexei Shirov 7 vinninga af 9 mögulegum. 2.-3. Viktor Kortsnoj og Bartlo- miej Macieja 6 v. 4.-5. Ivan Sokolov og Luke McShane 5½ v. 6. Michael Adams 5 v. 7. Etienne Bacrot 3½ v. 8. Hannes Hlífar Stefáns- son 3 v. 9. Helgi Áss Grét- arsson 2½ v. 10. Stefán Kristjánsson 1 v. 7.-9. um- ferð í Edduskákmótinu, minningarmóti Guðmund- ar Jaka, fara fram í Borg- arleikhúsinu í dag milli 17.00 og21.00. Áhorfend- um er hjartanlega velkom- ið að fylgjast með mörgum af sterkustu skákmönnum heims. Fyrsta umferð Þorbjörns-Fiskaness mótsins er í dag í Saltfisk- setrinu í Grindavík. Áhorf- endur eru velkomnir! Skák Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.      Þessir dugnaðar piltar héldu á dögunum hlutaveltu á Hellu og söfnuðu 2.513 krónum sem þeir færðu hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi og tóku fram að þeir væru ætlaðir iðjustofunni til ráðstöfunar. Þeir heita Aron Nökkvi Ólafs- son og Þórir Árnason. Á myndina vantar Kristján Magn- ússon sem einnig stóð fyrir hlutaveltunni. Ég veit vel að þú þarft að passa upp á viktina, ástin mín ... en smábiti á ekki að skipta neinu! Ljósmynd/Anna Ólafsdóttir Kynnstu einni fegurstu borg Evrópu í beinu flugi Heimsferða til Buda- pest þann 27. mars. Budapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu og þeir sem hafa kynnst henni hafa heillast af hinu einstaka mannlífi, fagurri byggingarlist, ótrúlegu úrvali veitinga – skemmtistaða og menningarviðburða sem þar er að finna. Frábær hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir um borg- ina með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Helgarferð til Budapest 27. mars frá kr. 39.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 Flug og hótel og skattar í 4 nætur. Verð á mann m.v. 2 í herbergi á Tulip hótelinu, 27. mars. Beint flug í mars, apríl og maí FRÉTTIR ÍSLANDSMÓT kaffibarþjóna verður haldið í Kringlunni dagana 6. – 8. mars. Fimmtudaginn 6. mars og á föstudeginum 7. mars keppa kaffibarþjónarnir í undan- úrslitum. 6 kaffibarþjónar fara síð- an í úrslit sem verða laugardaginn 8.mars. Íslandsmótið er byggt upp eins og heimsmeistaramótið og dæmt er eftir sömu reglum. Einn erlendur og þrír íslenskir dómarar munu dæma í keppninni. Á gólfinu verð- ur komið fyrir þremur espressó- vélum og þremur kvörnum, og þar hjá situr dómnefndin, segir í fréttatilkynningu. Dómarar verða: Willy Hansen, „Head Barista“ og alþjóðlegur dómari frá Noregi, Guðríður Har- aldsdóttir, kaffigagnrýnandi, Ragn- ar Wessman, alþjóðlegur mat- reiðsludómari og kennari, Ólafur Unnarsson mjólkurfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, og Ragnheiður Gísladóttir, Íslandsmeistari kaffi- barþjóna 2002, 7. sæti á heims- meistaramóti kaffibarþjóna 2002. Íslandsmót kaffibar- þjóna í Kringlunni UM síðustu helgi var opnaður vef- urinn www.appelsinugult.is. Þar geta fyrirtæki og einstaklingar birt ókeypis smáauglýsingar og fyrirtækjaskráningar. Í fréttatil- kynningu segir að öllum sem selja vöru og þjónustu hér á landi gefist kostur á að kynna sig ókeypis á vefnum. Skráning er hafin á síð- unni. Vefurinn appelsinu- gult.is opnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.