Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. STJÓRNIR SÍF og SH hafa ákveðið að hætta viðræðum um sameiningu félag- anna. Ástæðan er ágreiningur um mat á virði félaganna. Þau sendu í gær frá sér sameiginlega til- kynningu um við- ræðuslitin. Þar segir svo: „Á undanförn- um vikum hafa samninganefndir á vegum stjórna SH hf. og SÍF hf. fjallað um hugsanlegan samruna félaganna. Þær viðræður hafa leitt í ljós að of mikið ber á milli hvað varðar mat á virði þeirra til að samkomulag náist. Samninganefndirn- ar hafa nú skilað umboði sínu og er það sameiginlegt álit stjórna beggja félaganna að fullreynt sé og hefur því viðræðum ver- ið hætt. Friðrik Pálsson, formaður stjórnar SÍF, segir samninganefndirnar hafa reynt að finna út hvort sameiginleg sýn næðist á framtíð fyrirtækjanna, en eins og fram hafi komið í fréttatilkynningu hafi borið of mikið á milli. Hann segir að málin hafi ver- ið rædd og unnin á faglegan hátt og við- ræður gengið vel, en niðurstaðan hafi orðið sú að úr sameiningu gæti ekki orðið. Hverjum þykir sinn fugl fagur Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH, segir að því miður hafi menn ekki náð saman enda hafi mikið borið á milli í verð- mati hvors aðila fyrir sig á félögunum. Hverjum finnist sinn fugl fagur og það sé einfaldlega eðlilegt en það hafi verið leitt að þetta skyldi ekki ganga. Viðræðurnar hafi verið hreinskiptnar og aðilar gangi ósárir frá borði og snúi sér áfram að rekstri fyrirtækja sinna. Hefði orðið af sameiningu fyrirtækj- anna tveggja hefði þar orðið til stærsta fyrirtæki landsins með um 120 milljarða króna veltu og starfsemi í fjölmörgum löndum. Sameining SÍF og SH úr sögunni Ágreiningur um verðmat réð úrslitum HELGI Albert Reynhardsson, Sara Arndís Thorarensen og Bergur Máni Skúlason á leik- skólanum Sæborg voru í gær full eftirvæntingar að skreyta tunnuna sem slá á köttinn úr í dag, öskudag. Soffía Þorsteins- dóttir leikskólastjóri segir að börnin hafi farið að hugsa um búningana í ár um leið og öskudagur var að kveldi kom- inn í fyrra. Soffía sagði Sæ- borg leggja áherslu á að börn- in séu skapandi og því séu skemmtileg furðuföt allsráð- andi á öskudaginn. Öskudagur á Sæborg fer þannig fram að byrjað er á að sækja börn inn á allar deildir með skrúðgöngu sem skrúð- göngudrottningin leiðir. Síðan er haldið furðufataball þar sem skemmtiatriði eru á boðstólum. Þá er kötturinn víðfrægi sleg- inn úr tunnunni og freistað þess að ná í sælgætið góða sem í henni er, en öskudagur er eini dagurinn á ári sem börnin á Sæborg fá sælgæti. Svo er aldrei að vita nema börnin næli gamaldags ösku- poka hvert á annað eða mömmu og pabba. Á öskudegi eru fjörutíu dag- ar til páska og tengist dag- urinn því kristni en askan er tákn iðrunar, segir á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. Sprengidagur kallast svo vegna þess að á þeim tímum þegar fólk tók alvarlega fyr- irmælin um föstu var hann síð- asti dagurinn sem neyta mátti kjöts, allt til páska. Heitið bolludagur er ungt heiti og tekur mið af síðari tíma venju. Ýmsir siðir í sambandi við þessa daga, eins og að stunda ærsl og læti á öskudaginn og kjötkveðjuhátíðir víða í útlönd- um, eru hins vegar í litlum tengslum við föstuna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Börnin bíða eftir öskudegi Skemmtileg furðuföt í öllum regnbogans litum verða allsráðandi í dag ALLT að fjórum bjóðendum verður úthlutað tíðni til rekstrar þriðju kynslóðar farsímaneta að undan- gengnu almennu útboði, samkvæmt frumvarpi til laga um þriðju kynslóð farsíma sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Gildistími tíðniúthlutunar verður 15 ár og er gjald skv. frum- varpinu 190 milljónir króna fyrir hverja tíðniúthlutun, eins og segir í frumvarpinu. Í athugasemdum frumvarpsins segir að gjaldið sé þó mun lægra en þekkist víða annars staðar. Í frumvarpinu er lögð til sú lág- markskrafa að útbreiðsla farsíma- kerfisins nái til 60% íbúa á höfuð- borgarsvæðinu, Vesturlandi, Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum. Er þessi krafa lögð fram, að því er fram kemur í athugasemdum með frum- varpinu, til að ná því markmiði að byggja upp öflugt fjarskiptakerfi um allt land. „Miðað við framangreindar kröfur um útbreiðslu má áætla að heildarkostnaður við uppbyggingu þriðju kynslóðar farsímakerfis verði á bilinu 10 til 15 milljarðar króna,“ segir í athugasemdum frumvarps- ins. Þar segir einnig að ákveðið hafi verið að fara í útboð m.a. vegna mik- illar reynslu af þeirri aðferð hér á landi. Ennfremur er rökstudd sú ákvörðun að fara opna útboðsleið. Í athugasemdunum segir m.a.: „Við útboð stendur valið á milli almenns útboðs og lokaðs útboðs með forvali. Til að útboð skili tilætluðum árangri þarf að tryggja að samkeppni ríki meðal bjóðenda og að þeir hafi hvatningu til að skila inn sínu besta tilboði. Óvissa ríkir um fjölda áhuga- samra bjóðenda og vera kann að þeir séu færri en fjöldi farsímaleyf- anna og gæti slíkt haft veruleg áhrif á gæði tilboða þar sem engin þörf væri á að yfirbjóða aðra bjóðendur. Þar af leiðandi er opið útboð æski- legra en lokað útboð til að tryggja að bjóðendur viti ekki hver af öðrum og skapa þá samkeppni sem nauðsyn- leg er til að tryggja hámarksárang- ur útboðsins.“ Þá segir að í útboðs- lýsingu verði settar fram nákvæmar kröfur um hæfi bjóðenda. Ennfrem- ur muni koma skýrt fram í útboðs- gögnum hvaða forsendur liggi til grundvallar við mat á tilboðum. Opin uppboðsleið valin fyrir þriðju kynslóð farsíma Gjald verður 190 millj- ónir fyrir hverja tíðni Kostnaður við uppbyggingu kerf- isins áætlaður 10–15 milljarðar ferðir. Í 7. umferð bar það helst til tíðinda að Jóhann Hjartarson vann Bartlomiej Macieja og er í 4. til 9. sæti með fimm og hálfan vinning, en Shirov hafði betur gegn Sut- ovsky. Stefán Kristjánsson er næstefsti Íslendingurinn í 10. til 15. sæti með fimm vinninga. Ljóst er að mikil barátta er um efstu sætin en keppnin hefst kl. 17 í dag. ALEXEI Shirov, Emil Sutovsky og Michail Gurevich eru efstir í Eddu- mótinu í atskák með sex vinninga hver eftir sjö umferðir og síðan koma sex skákmenn með fimm og hálfan vinning hver, en tvær síð- ustu umferðirnar verða tefldar í Borgarleikhúsinu síðdegis. Miklar sviptingar voru í skákinni í gær en þá voru tefldar fjórar um- Morgunblaðið/Ómar Skákdrottningarnar Guðlaug Þorsteinsdóttir og Regina Pokorova frá Slóvakíu eru á meðal keppenda á Eddumótinu í Borgarleikhúsinu. Þrír skákmenn í efsta sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.