Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 21 AKUREYRARBÆR hefur á liðnum árum greitt milljónir króna til nokk- urra kvenna, vegna brota á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Sum málanna hafa komið til kasta kærunefndar jafnréttismála en einnig hafa Héraðsdómur Norður- lands eystra og Hæstiréttur komið við sögu. Þegar niðurstöður þessara mála eru skoðaðar kemur kemur í ljós að þau eru frekar vandræðaleg fyrir Akureyrarbæ, ekki síst þar sem bæj- aryfirvöld hafa lagt áherslu á jafn- réttismál og þar hefur jafnréttis- fulltrúi starfað lengi. Valgerður H. Bjarnadóttir, bæjar- fulltrúi á Akureyri og framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu, sagði að ríkis- valdið hefði fengið mun fleiri kærur á sig en Akureyrarbær. Einnig hefðu Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og fleiri fengið á sig kærur, þannig að þetta væri ekk- ert nýtt. „Það hefur verið óvenjulega mikið um kærur á Akureyri og Norð- urlandi vestra. Ég hef á því eina skýr- ingu en þær eru sjálfsagt fleiri en það er að á báðum stöðum hefur verið starfandi jafnréttisfulltrúi og þar af leiðandi hefur meðvitund og hvatning verið meiri um jafnréttismál en geng- ur og gerist. Svo þegar ein manneskja úr ákveðnu umhverfi eða fleiri hafa kært, er svo auðvelt að feta í fótsporin og þá er þetta orðið lenska,“ sagði Valgerður. Hólmfríður Sveinsdóttir vann mál gegn Akureyrarbæ árið 1996 en hún sótti um stöðu starfsmanns fram- kvæmdanefndar fyrir reynslusveitar- félagið Akureyri árið 1995. Hólmfríð- ur og Þórgnýr Dýrfjörð sóttu um stöðuna og þóttu þau jafnhæf en Þór- gnýr var ráðinn. Hólmfríður kærði ráðninguna til kærunefndar jafnrétt- ismála, sem úrskurðaði að bæjar- stjórn hefði með ráðningu karlmanns í stöðuna, brotið gegn ákvæðum jafn- réttislaga. Í kjölfarið sömdu bæjaryf- irvöld við Hólmfríði um bætur. Sig- fríður Þorsteinsdóttir var forseti bæjarstjórnar á þessum tíma og hún sagði þá í samtali við Morgunblaðið. „ Að mínu mati er að sumu leyti ágætt að við fengum þessa niðurstöðu, við höldum okkur þá kannski betur við jafnréttisáætlun okkar í framtíðinni.“ Ragnhildur Vigfúsdóttir, fyrrver- andi jafnréttis- og fræðslufulltrúi Ak- ureyrarbæjar, lagði fyrir kærunefnd jafnréttismála kæru á hendur bænum árið 1998 á þeim forsendum að laun hennar væru lægri en annar stjórn- andi hjá bænum fékk. Kærunefnd úr- skurðaði Ragnhildi í vil og í kjölfarið fór hún fram á bætur. Hið sama gerði forveri hennar í starfi Valgerður H. Bjarnadóttir, sem og tveir deildar- stjórar leikskóladeildar og deildart- sjóri ráðgjafadeildar. Ragnhildur fékk bætur frá Akureyrarbæ, samtals 2,4 milljónir króna, eftir að hafa unnið mál gegn bænum fyrir dómstólum. Vorið 2001 samþykkti bæjarráð Akureyrar samkomulag við Valgerði H. Bjarnadóttur, sem gegndi stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa á árun- um 1991–1995. Í samkomulaginu féllst bærinn á að greiða Valgerði tvær milljónir króna í bætur, án þess þó að í því fælist viðurkenning á meintum lögbrotum bæjarins. Greiðslan fól í sér fullnaðaruppgjör á kröfu Valgerðar. Á sama fundi samþykkti bæjarráð að una dómi Héraðsdóms Norður- lands eystra í máli sem Ingibjörg Ey- fells, fyrrverandi deildarstjóri leik- skóladeildar, höfðaði á hendur bænum en dómur héraðsdóms féll í lok febrúar 2001. Bærinn var dæmd- ur til að greiða Ingibjörgu um 1,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna mismunar á launakjörum sem og hálfa milljón króna í málskostnað, m.a. vegna reksturs málsins fyrir kærunefnd jafnréttismála. Ingibjörg kærði Akureyrarbæ til kærunefndar jafnréttismála í nóvember 1999 vegna launamisréttis sem hún taldi sig beitta og dæmdi kærunefnd henni í vil. Guðrún Sigurðardóttir, deildar- stjóri ráðgjafadeildar Akureyrarbæj- ar, stefndi bænum vegna launamis- munar og á síðasta ári voru henni dæmdar tæpar 4,8 milljónir króna í bætur með dráttarvöxtum í héraðs- dómi. Akureyrarbær áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar en málið hefur ekki verið tekið fyrir þar. Hins vegar samdi bærinn um bætur upp á hálfa milljón króna við Sigríði Sítu Pétursdóttur, fyrrverandi deildar- stjóra leikskóladeildar, árið 2001. Soffía Gísladóttir, félagsmálastjóri á Húsavík, kærði Akureyrarbæ til kærunefndar jafnréttismála á síðasta ári og hefur nefndin nú dæmt henni í vil. Soffía var einn umsækjenda um stöðu deildarstjóra íþrótta- og tóm- stundadeildar en karlmaður var ráð- inn í stöðuna. Ekki tekið nógu varlega á þessum málum Elín Antonsdóttir, jafnréttisfulltrúi bæjarins, sagðist ekki geta verið glöð með þá niðurstöðu sem nú liggur fyrir í máli Soffíu og að hún væri alls ekki jákvæð fyrir bæjarfélagið. „Þetta sýnir og sannar að það er ekki tekið nógu varlega á þessum málum og ekki horft nóg til þess að við höfum lög, sem eru sérstaklega til þess að jafna rétt og stöðu kvenna og karla. Þessi síðasti dómur í máli Soffíu sann- ar að það verður að fylgja lögunum. Bærinn hefur líka sýna jafnrétt- isáætlun sem kveður á um ýmislegt, m.a. varðandi ráðningar í stöður, þar sem jafnréttissjónarmið skuli metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Þannig að þýðir ekkert að berja hausnum við steininn,“ sagði Elín. Þá má geta þess að á síðasta ári kærði Hrafnhildur Hafberg Leik- félag Akureyrar til kærunefndar jafn- réttismála en hún var einn umsækj- enda um stöðu leikhússtjóra og eina konan af tólf umsækjendum. Niður- staða kærunefndar var á þá leið að LA hefði brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu kvenna og karla við ráðningu í stöðu leikhússtjóra. Hrafn- hildur hefur farið fram á bætur frá LA, sem m.a. jafngilda 6 mánaða launum leikhússtjóra. Málinu hefur verið vísað til héraðsdóms en hefur ekki verið tekið fyrir. Brot á jafnréttislögum hjá Akureyrarbæ Milljónir króna greiddar í bætur Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu fimmtudaginn 6. mars 2003 og hefst kl. 20.30. Dagskrá fundarins er sam- kvæmt lögum félagsins. Stjórn knattspyrnudeildar hvetur sem flesta til þess að mæta og fylgj- ast með störfum félagsins. Á MORGUN SKINNAIÐNAÐUR Akureyri ehf. skilaði um 8 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári, sem náði yfir síðustu fimm mánuði síðasta árs. Velta fyrirtækisins á umræddu tímabili var rúmar 200 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær. Ormarr Örlygsson framkvæmdastjóri sagði að afkom- an væri mjög viðunandi og í sam- ræmi við væntingar. Skinnaiðnaður framleiðir skinn í flíkur og er Ítalía stærsti markaður- inn. Ormarr sagði að heldur hefði dregið úr áhuga á markaðnum en hann er engu að síður bjartsýnn á framhaldið. Hráefnisstaðan er ekki góð og ekki er möguleiki á að fá meira hráefni fyrr en í haust. Stað- an er þó ekki svo slæm að til fram- leiðsustöðvunar komi, „við sníðum okkur stakk eftir vexti“. Ormarr sagði að eins og staðan væri í dag félli nóg til af gærum innanlands en hins vegar hefði verið mikið um út- flutning á hráefninu. „Við erum bundnir af því hráefni sem fellur til innanlands, þar sem miklar hömlur eru settar á innflutning. Við fylgj- umst því spenntir með því sem ger- ist með haustinu.“ Nýtt hlutafélag var stofnað um rekstur Skinnaiðnaðar í haust, eftir gjaldþrot fyrirtækisins, en að því standa Akureyrarbær, Landsbank- inn, Kaldbakur og hlutafélag í eigu starfsmanna fyrirtækisins. Við gjaldþrot Skinnaiðnaðar haustið 2001 leysti Landsbankinn til sín eignir þrotabúsins og í kjölfarið tók félag á vegum bankans við rekstr- inum, þar til nýja félagið tók rekst- urinn yfir. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns, þar af nokkrir í hlutastörfum. Skinnaiðnaður Akureyri ehf. Hagnaður í fyrra um 8 milljónir króna HJÁLPARSVEITIN Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit á 20 ára afmæli í dag, 5. mars, og af því tilefni buðu félagsmenn sveitarinnar til afmæl- isveislu í Bangsabúð við Steinhóla sl. laugardag. Fjöldi fólks sótti sveitina heim og bárust henni margar góðar gjafir og kveðjur á þessum tímamótum. Bjarni Krist- jánsson, sveitarstjóri Eyjafjarð- arsveitar, opnaði formlega nýja heimasíðu sveitarinnar í afmæl- isveislunni, dalbjorg.is, auk þess sem hann tilkynnti að sveitarstjórn hefði ákveðið að færa sveitinni 28 tommu sjónvarpstæki að gjöf. Bjarni lét ekki þar við sitja, heldur tilkynnti um inngöngu sína í hjálp- arsveitina. Þá færði stjórn Lions- klúbbsins Vitaðsgjafa hjálparsveit- inni stóra og öfluga tölvu að gjöf. Afmælisgestum stóð til boða að skoða bíla, tæki og húsnæði sveit- arinnar og þiggja kaffiveitingar, sem Kvenfélagið Hjálpin og Bak- aríið við brúna lögðu til. Hjálparsveitin Dalbjörg var stofnuð hinn 5. mars 1983, fé- lagsmenn eru tæplega 70, þar af eru um 40 þeirra virkir. Hjálparsveitin Dalbjörg 20 ára Morgunblaðið/Kristján Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, opnaði nýja heimasíðu Dalbjargar og naut við það aðstoðar Elmars Sigurgeirssonar formanns. Sveitarstjórinn gekk til liðs við sveitina NÝTT setur Orkustofnunar á Ak- ureyri var opnað formlega í húsa- kynnum Norðurorku á Rangárvöll- um fyrir helgina. Orkustofnun hefur haft starfsemi á Akureyri frá árinu 1999 en þá var sett á laggirnar útibú frá rannsóknasviði stofnunarinnar í samvinnu við Há- skólann á Akureyri. Hlutverk þess útibús er að sinna rannsóknum á sviði orkumála og raunvísinda og bæta þjónustu Orkustofnunar við orkufyrirtæki á Norðurlandi. Tveir sérfræðingar rannsókna- sviðsins hafa starfað við útibú stofnunarinnar og hafa þeir jafn- framt haft kennslu- og stjórnunar- skyldu við Háskólann á Akureyri. Nú er Orkustofnun að auka starfsemi sína á Akureyri í kjölfar nýrra verkefna á sviði orkumála landsbyggðarinnar, segir í frétta- tilkynningu frá stofnuninni. Ráð- inn hefur verið starfsmaður á stjórnsýslusviði til að sinna þess- um verkefnum. Meðal hinna nýju verkefna er umsjón með niður- greiðslu húshitunarkostnaðar, verkefnastjórnun með leit að jarð- hita á köldum svæðum, samskipti við þá sem hafa hug á eða reka einkarafstöðvar auk verkefna sem tengjast nýjum hitaveitum eða stækkun eldri veitna. Þá var við þetta tækifæri skrifað undir samstarfssamning milli Vatnamælinga Orkustofnunar og Háskólans á Akureyri um að efla rannsóknir á sviði auðlinda- og orkumála með áherslu á vatna- og umhverfisrannsóknir, styðja kennslu í þessum og skyldum fræðum við Háskólann, auk þess að bæta um leið þjónustu við stofnanir, fyrirtæki og einstak- linga á þessum sviðum. Akureyrarsetur Orkustofnunar opnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.