Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla ÍS – Reynir S....................................... 105:82  ÍS tryggði sér áframhaldandi sæti í deildinni en Selfoss/Laugdælir féll í 2. deild. Staðan: KFÍ 16 14 2 1467:1253 28 Reynir S. 15 10 5 1318:1232 20 Þór Þorl. 15 10 5 1144:1093 20 Ármann/Þróttur 16 9 7 1376:1331 18 Höttur 16 7 9 1126:1301 14 Fjölnir 15 6 9 1223:1251 12 Stjarnan 15 6 9 1093:1122 12 ÍS 16 4 12 1201:1284 8 Self/Laugd. 16 4 12 1251:1332 8  KFÍ leikur við Ármann/Þrótt og Reynir S. við Þór Þ. í úrslitaeinvígjum um sæti í úr- valsdeildinni. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Memphis – Boston............................ 110:111 Sacramento – Philadelphia................ 107:99 Chicago – Orlando .............................. 89:104 LA Clippers – New Orleans ............ 108:111 KNATTSPYRNA England 1. deild: Bradford – Leicester ................................0:0 Gillingham – Nottingham Forest ........... 1:4 Grimsby – Sheffield United..................... 1:4 Millwall – Burnley.................................... 1:1 Rotherham – Walsall ............................... 0:0 Watford – Preston.....................................0:1 Wimbledon – Portsmouth ........................2:1 Staða efstu liða: Portsmouth 35 21 10 4 73:34 73 Leicester 35 20 10 5 57:31 70 Nott Forest. 34 16 10 8 60:34 58 Sheff. Utd 33 17 7 9 51:36 58 Reading 34 18 4 12 44:33 58 Wolves 34 15 10 9 60:36 55 Norwich 33 13 10 10 44:33 49 Ipswich 33 13 9 11 53:44 48 Rotherham 35 13 9 13 52:48 48 Gillingham 34 13 9 12 45:46 48 Burnley 33 13 9 11 48:56 48 2. deild: Blackpool – Barnsley ................................1:2 Brentford – Cardiff ...................................0:2 Bristol City – Oldham ..............................2:0 Colchester – Northampton ......................2:0 Crewe – Wycombe ....................................4:2 Huddersfield – QPR .................................0:3 Mansfield – Luton ....................................3:2 Notts County – Port Vale ........................1:0 Plymouth – Peterborough........................6:1 Stockport – Chesterfield ..........................2:1 Wigan – Tranmere ....................................0:0 Þýskaland Bikarkeppnin, undanúrslit: Kaiserslautern – Werder Bremen......... 3:0 Lincoln 8., Miroslav Klose 53., Christian Timm 80. Belgía Bikarkeppnin, undanúrslit: Lommel – La Louviere ............................ 3:2 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Essodeild: Framhús: Fram – Haukar.........................20 Hlíðarendi: Valur – FH..............................20 Víkin: Víkingur – Stjarnan ........................20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN – UMFG.......................20 KNATTSPYRNA Norðurlandsmót, Powerade-mótið: Boginn: Þór – KA .......................................19 Deildabikar karla: Boginn: Þór – KA .......................................19 Reykjavíkurmót kvenna, efri deild: Egilshöll: Þróttur/Haukar – Breiðablik.. 20 Í KVÖLD Tvöfaldur leikur AKUREYRARLIÐIN Þór og KA mætast í kvöld í fyrsta skipti í opinberum leik í meistaraflokki karla í knatt- spyrnu í nýja fjölnota íþrótta- húsinu á Akureyri, Boganum. Leikur liðanna hefur tvöfalt vægi, hann er liður í deilda- bikarkeppni KSÍ þar sem Ak- ureyrarliðin eru saman í riðli, en hann er jafnframt loka- leikur Norðurlandamótsins sem hefur staðið yfir í Bog- anum síðan í janúar. Þar er um hreinan úrslitaleik að ræða, liðin hafa bæði unnið alla fjóra leiki sína en KA er með betri markatölu og nægir jafntefli til að sigra í mótinu. Viðureignin hefst kl. 19. ÚRSLIT SNÆFELL, Breiðablik og Hamar bítast um 8. og síðasta sætið í úr- slitakeppni karla í körfuknattleik í lokaumferðinni annað kvöld. Fyrir hana er Snæfell með 16 stig, Breiðablik 14 og Hamar 14, og öll eiga erfiða leiki, gegn Suð- urnesjaliðunum þremur. Snæfell heimsækir Keflavík, Breiðablik fer til Njarðvíkur en Hamar fær deildarmeistara Grindavíkur í heimsókn.  Snæfell þarf að sigra Keflavík til að gulltryggja 8. sætið en að öðrum kosti treysta á að Hamar tapi. Snæ- fell kemst áfram á jöfnu gegn Breiðabliki vegna innbyrðis úrslita.  Breiðablik þarf að vinna í Njarð- vík og treysta á að Snæfell tapi og Hamar sigri. Breiðablik þolir ekki að vera bara jafnt Snæfelli að stig- um, en nær hins vegar 8. sætinu ef öll þrjú verða jöfn að stigum.  Hamar þarf að sigra Grindavík og treysta á að hin tvö tapi. Þá eru Hamar og Snæfell jöfn og Hamar með betri útkomu innbyrðis.  Liðið sem hreppir 8. sætið mætir deildarmeisturum Grindavíkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þrjú lið bítast um áttunda sætið ÍVAR Ingimarsson verður áfram í láni hjá Brighton, en Dave Jones, knattspyrnustjóri Úlfanna, vill fá hann aftur til Molineux ef meiðsli koma upp – getur kallað á hann með sólarhrings fyrirvara. Ívar hefur leikið þrjá síðustu leiki með Bright- on og hefur Steve Coppell, knatt- spyrnustjóri liðsins, verið ánægður með leik hans og sagði í gær að hann vonaði að ekki kæmu upp meiðsli hjá Úlfunum, þannig að Ívar verði áfram í herbúðum Brighton. Ívar lék aðeins tólf leiki í byrj- unarliði Wolves, sem miðjumaður, en hann hefur leikið sem miðvörður hjá Brighton – í stöðu Robbie Pet- hick, sem er meiddur. Ívar lék sem miðvörður undir stjórn Coppells hjá Brentford. Ívar áfram hjá Brighton SAMKOMULAG virðist á næstu grösum meðal flestra þjóða heims um að sameinast til varnar notkun ólöglegra lyfja í íþrótt- um. Íþróttamálaráðherrar víða að úr heiminum funda þessa dagana í Kaupmannahöfn og hafa all- flestir gefið grænt ljós á að und- irrita á næstu mánuðum tillögu sem Brian Mikkelsen, danski íþróttamálaráðherrann, lagði fram. „Þetta virðist ætla að ganga upp, en það er enn eftir að ræða við nokkrar þjóðir,“ sagði hann eftir fundinn í dag. Forráðamenn íþróttamála hafa verið tregir til að leggja til fé þannig að hægt verði að reka það sem kalla má alþjóðalyfja- lögreglu, WADA, og einnig hafa menn deilt um lagalega hlið stofnunar sem þessarar. Einnig virðist sem WADA og FIFA séu að nálgast hvað varðar tveggja ára keppnisbann sem WADA mælir með en knatt- spyrnuforystan hefur ekki viljað fallast á. Jacques Rogge, forseti Al- þjóðaólympíunefndarinnar, sagðist vonast til að í náinni framtíð fengju aðeins þær þjóðir að keppa á leikunum sem sam- þykkt hefðu þessa tillögu. Íþróttamálaráðherra Rússa sagðist fylgjandi hugmyndinni og lagði áherslu á að koma þessu á sem fyrst þó ekki mætti búast við að reglugerðir yrðu full- komnar í fyrstu. „Það er engin lyfta í þessu sambandi. Menn verða að fara upp stigann, þrep fyrir þrep,“ sagði hann. Atvinnumannadeildir í Banda- ríkjunum hafa ekki verið í sam- starfi um hefðbundið lyfjaeftirlit og hafa Evrópubúar verið nokk- uð ósáttir við það, en þær raddir gerast æ háværari vestan hafs að þessar deildir eigi að sameinast öðrum íþróttagreinum um heim allan í baráttunni gegn ólögleg- um lyfjum. Vilja Alþjóðlega „lyfjalögreglu“ FÓLK  NICO Vaesen, markvörður enska knattspyrnuliðsins Birmingham, slasaðist illa á hné í nágrannaslagn- um við Aston Villa í fyrrakvöld. Talið er víst að hann leiki ekki meira á þessu tímabili.  GEOFF Horsfield, sem kom inn á sem varamaður og skoraði síðara mark Birmingham í 2:0 sigrinum, leysti Vaesen af hólmi á lokamínút- um leiksins þar sem Birmingham hafði þegar notað allar sínar inná- skiptingar.  SNORRI Einarsson, 16 ára skíða- göngumaður, stóð sig vel á norska meistaramótinu um helgina en þar keppnir hann í unglingaflokki. Hann varð í fjórða sæti í 5 kílómetra göngu, aðeins sekúndu frá bronsverðlaun- unum og samkvæmt frétt í Altapost- en kom það honum skemmtilega á óvart. Árangur hans veitir honum rétt til að keppa í lokamóti síðar í vor.  ÍR-INGAR hafa upplýst á heima- síðu sinni að leikklukkan í Austur- bergi hefði átt sök á því að Júlíus Jónasson, þjálfari þeirra og leikmað- ur, fékk sína þriðju brottvísun í leik gegn Aftureldingu í 1. deildinni í handknattleik síðasta föstudag.  JÚLÍUS var tilbúinn til að hlaupa inn á völlinn þegar hann sá á klukk- unni að 1 sekúnda væri þar til brott- vísun hefði verið afplánuð. En hann varaði sig ekki á því að perur í klukk- unni voru ónýtar og í raun voru 7 sekúndur eftir af refsitímanum. Júl- íus hljóp því inná sex sekúndum of snemma og var umsvifalaust vísað af velli. Jóhannes Karl fékk þá gulaspjaldið öðru sinni seint í leiknum og ætti samkvæmt því að fá eins leiks bann. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins skoðar væntanlega atvikið og verði nið- urstaðan sú að hann hefði átt að fá rauða spjaldið samstundis fyrir brotið verður dómurinn væntan- lega þyngdur. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birminghams, sagði að brot Jó- hannesar á varnarmanninum Matthew Upson hefði verið afar gróft. „Þetta var hrikaleg tækling. Ég hef aldrei verið á móti því að menn spili af krafti, það tilheyrir bresku knattspyrnunni, en það þarf að haldast innan vissra marka,“ sagði Bruce, fyrrum harð- jaxl í vörn Manchester United. Þá verður þáttur Christopher Dugarrys, franska landsliðsmanns- ins, skoðaður en svo virtist sem hann hrækti í áttina að Jóhannesi Karli áður en allt fór úr böndunum í síðari hálfleiknum. Phil Shaw, blaðamaður Indep- endent, skrifaði eftirfarandi um ís- lenska landsliðsmanninn. „Guð- jónsson, íslenskur miðjumaður í láni frá Real Betis, sýndi ítrekað að hann er með jafn stuttan kveikjuþráð og hann er sjálfur. Hann fékk sitt annað gula spjald fyrir brot sitt á Upson ... en Mark Halsey, sem dæmdi vel undir erf- iðum kringumstæðum, hefði hæg- lega geta sýnt honum það rauða strax.“ Dion Dublin bað í gær félaga sína í liðinu og stuðningsmenn fé- lagsins afsökunar á framkomu sinni. „Ég brást félögum mínum, knattspyrnustjóranum og öllum þeim sem tengjast félaginu en mest af öllu þó sjálfum mér. Ég átti ekki að bregðast við með þess- um hætti. Ég hef aldrei gert svona lagað áður á mínum langa ferli og ég skil hreinlega ekki af hverju ég brást svona illur við. Þetta mun aldrei gerast hjá mér aftur. Svo mikið er víst,“ sagði Dublin við fréttamenn í gær. Dublin fær ekki minna en þriggja leikja bann auk þess sem Graham Taylor, knattspyrnustjóri liðsins, hyggst refsa leikmanni sín- um væntanlega með þeim hætti að sekta hann um tveggja vikna laun. Reuters Jóhannes Karl og Dublin eiga yfir höfði sér þungt bann Boðið upp á gróf brot á Villa Park JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti átt þriggja leikja bann yfir höfði sér fyrir brottreksturinn gegn Birm- ingham í nágrannaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Dion Dublin varð einnig á í messunni er hann braut á Robbie Sav- age og skallaði hann síðan – og í kjölfarið fékk hann að sjá rauða spjaldið. Mark Halsey sýnir Dion Dublin, Aston Villa, rauða spjaldið og síðan fékk Jóhannes Karl Guðjónsson að sjá spjaldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.