Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 46
ÍÞRÓTTIR
46 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla
ÍS – Reynir S....................................... 105:82
ÍS tryggði sér áframhaldandi sæti í
deildinni en Selfoss/Laugdælir féll í 2.
deild.
Staðan:
KFÍ 16 14 2 1467:1253 28
Reynir S. 15 10 5 1318:1232 20
Þór Þorl. 15 10 5 1144:1093 20
Ármann/Þróttur 16 9 7 1376:1331 18
Höttur 16 7 9 1126:1301 14
Fjölnir 15 6 9 1223:1251 12
Stjarnan 15 6 9 1093:1122 12
ÍS 16 4 12 1201:1284 8
Self/Laugd. 16 4 12 1251:1332 8
KFÍ leikur við Ármann/Þrótt og Reynir
S. við Þór Þ. í úrslitaeinvígjum um sæti í úr-
valsdeildinni.
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Memphis – Boston............................ 110:111
Sacramento – Philadelphia................ 107:99
Chicago – Orlando .............................. 89:104
LA Clippers – New Orleans ............ 108:111
KNATTSPYRNA
England
1. deild:
Bradford – Leicester ................................0:0
Gillingham – Nottingham Forest ........... 1:4
Grimsby – Sheffield United..................... 1:4
Millwall – Burnley.................................... 1:1
Rotherham – Walsall ............................... 0:0
Watford – Preston.....................................0:1
Wimbledon – Portsmouth ........................2:1
Staða efstu liða:
Portsmouth 35 21 10 4 73:34 73
Leicester 35 20 10 5 57:31 70
Nott Forest. 34 16 10 8 60:34 58
Sheff. Utd 33 17 7 9 51:36 58
Reading 34 18 4 12 44:33 58
Wolves 34 15 10 9 60:36 55
Norwich 33 13 10 10 44:33 49
Ipswich 33 13 9 11 53:44 48
Rotherham 35 13 9 13 52:48 48
Gillingham 34 13 9 12 45:46 48
Burnley 33 13 9 11 48:56 48
2. deild:
Blackpool – Barnsley ................................1:2
Brentford – Cardiff ...................................0:2
Bristol City – Oldham ..............................2:0
Colchester – Northampton ......................2:0
Crewe – Wycombe ....................................4:2
Huddersfield – QPR .................................0:3
Mansfield – Luton ....................................3:2
Notts County – Port Vale ........................1:0
Plymouth – Peterborough........................6:1
Stockport – Chesterfield ..........................2:1
Wigan – Tranmere ....................................0:0
Þýskaland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Kaiserslautern – Werder Bremen......... 3:0
Lincoln 8., Miroslav Klose 53., Christian
Timm 80.
Belgía
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Lommel – La Louviere ............................ 3:2
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Essodeild:
Framhús: Fram – Haukar.........................20
Hlíðarendi: Valur – FH..............................20
Víkin: Víkingur – Stjarnan ........................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Njarðvík: UMFN – UMFG.......................20
KNATTSPYRNA
Norðurlandsmót, Powerade-mótið:
Boginn: Þór – KA .......................................19
Deildabikar karla:
Boginn: Þór – KA .......................................19
Reykjavíkurmót kvenna, efri deild:
Egilshöll: Þróttur/Haukar – Breiðablik.. 20
Í KVÖLD
Tvöfaldur
leikur
AKUREYRARLIÐIN Þór og
KA mætast í kvöld í fyrsta
skipti í opinberum leik í
meistaraflokki karla í knatt-
spyrnu í nýja fjölnota íþrótta-
húsinu á Akureyri, Boganum.
Leikur liðanna hefur tvöfalt
vægi, hann er liður í deilda-
bikarkeppni KSÍ þar sem Ak-
ureyrarliðin eru saman í riðli,
en hann er jafnframt loka-
leikur Norðurlandamótsins
sem hefur staðið yfir í Bog-
anum síðan í janúar. Þar er
um hreinan úrslitaleik að
ræða, liðin hafa bæði unnið
alla fjóra leiki sína en KA er
með betri markatölu og nægir
jafntefli til að sigra í mótinu.
Viðureignin hefst kl. 19.
ÚRSLIT
SNÆFELL, Breiðablik og Hamar
bítast um 8. og síðasta sætið í úr-
slitakeppni karla í körfuknattleik í
lokaumferðinni annað kvöld. Fyrir
hana er Snæfell með 16 stig,
Breiðablik 14 og Hamar 14, og öll
eiga erfiða leiki, gegn Suð-
urnesjaliðunum þremur.
Snæfell heimsækir Keflavík,
Breiðablik fer til Njarðvíkur en
Hamar fær deildarmeistara
Grindavíkur í heimsókn.
Snæfell þarf að sigra Keflavík til
að gulltryggja 8. sætið en að öðrum
kosti treysta á að Hamar tapi. Snæ-
fell kemst áfram á jöfnu gegn
Breiðabliki vegna innbyrðis úrslita.
Breiðablik þarf að vinna í Njarð-
vík og treysta á að Snæfell tapi og
Hamar sigri. Breiðablik þolir ekki
að vera bara jafnt Snæfelli að stig-
um, en nær hins vegar 8. sætinu ef
öll þrjú verða jöfn að stigum.
Hamar þarf að sigra Grindavík
og treysta á að hin tvö tapi. Þá eru
Hamar og Snæfell jöfn og Hamar
með betri útkomu innbyrðis.
Liðið sem hreppir 8. sætið mætir
deildarmeisturum Grindavíkur í
fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Þrjú lið bítast um
áttunda sætið
ÍVAR Ingimarsson verður áfram í
láni hjá Brighton, en Dave Jones,
knattspyrnustjóri Úlfanna, vill fá
hann aftur til Molineux ef meiðsli
koma upp – getur kallað á hann með
sólarhrings fyrirvara. Ívar hefur
leikið þrjá síðustu leiki með Bright-
on og hefur Steve Coppell, knatt-
spyrnustjóri liðsins, verið ánægður
með leik hans og sagði í gær að
hann vonaði að ekki kæmu upp
meiðsli hjá Úlfunum, þannig að Ívar
verði áfram í herbúðum Brighton.
Ívar lék aðeins tólf leiki í byrj-
unarliði Wolves, sem miðjumaður,
en hann hefur leikið sem miðvörður
hjá Brighton – í stöðu Robbie Pet-
hick, sem er meiddur. Ívar lék sem
miðvörður undir stjórn Coppells hjá
Brentford.
Ívar áfram hjá Brighton
SAMKOMULAG virðist á næstu
grösum meðal flestra þjóða
heims um að sameinast til varnar
notkun ólöglegra lyfja í íþrótt-
um.
Íþróttamálaráðherrar víða að
úr heiminum funda þessa dagana
í Kaupmannahöfn og hafa all-
flestir gefið grænt ljós á að und-
irrita á næstu mánuðum tillögu
sem Brian Mikkelsen, danski
íþróttamálaráðherrann, lagði
fram. „Þetta virðist ætla að
ganga upp, en það er enn eftir að
ræða við nokkrar þjóðir,“ sagði
hann eftir fundinn í dag.
Forráðamenn íþróttamála
hafa verið tregir til að leggja til
fé þannig að hægt verði að reka
það sem kalla má alþjóðalyfja-
lögreglu, WADA, og einnig hafa
menn deilt um lagalega hlið
stofnunar sem þessarar.
Einnig virðist sem WADA og
FIFA séu að nálgast hvað varðar
tveggja ára keppnisbann sem
WADA mælir með en knatt-
spyrnuforystan hefur ekki viljað
fallast á.
Jacques Rogge, forseti Al-
þjóðaólympíunefndarinnar,
sagðist vonast til að í náinni
framtíð fengju aðeins þær þjóðir
að keppa á leikunum sem sam-
þykkt hefðu þessa tillögu.
Íþróttamálaráðherra Rússa
sagðist fylgjandi hugmyndinni
og lagði áherslu á að koma þessu
á sem fyrst þó ekki mætti búast
við að reglugerðir yrðu full-
komnar í fyrstu. „Það er engin
lyfta í þessu sambandi. Menn
verða að fara upp stigann, þrep
fyrir þrep,“ sagði hann.
Atvinnumannadeildir í Banda-
ríkjunum hafa ekki verið í sam-
starfi um hefðbundið lyfjaeftirlit
og hafa Evrópubúar verið nokk-
uð ósáttir við það, en þær raddir
gerast æ háværari vestan hafs að
þessar deildir eigi að sameinast
öðrum íþróttagreinum um heim
allan í baráttunni gegn ólögleg-
um lyfjum.
Vilja Alþjóðlega
„lyfjalögreglu“
FÓLK
NICO Vaesen, markvörður enska
knattspyrnuliðsins Birmingham,
slasaðist illa á hné í nágrannaslagn-
um við Aston Villa í fyrrakvöld. Talið
er víst að hann leiki ekki meira á
þessu tímabili.
GEOFF Horsfield, sem kom inn á
sem varamaður og skoraði síðara
mark Birmingham í 2:0 sigrinum,
leysti Vaesen af hólmi á lokamínút-
um leiksins þar sem Birmingham
hafði þegar notað allar sínar inná-
skiptingar.
SNORRI Einarsson, 16 ára skíða-
göngumaður, stóð sig vel á norska
meistaramótinu um helgina en þar
keppnir hann í unglingaflokki. Hann
varð í fjórða sæti í 5 kílómetra göngu,
aðeins sekúndu frá bronsverðlaun-
unum og samkvæmt frétt í Altapost-
en kom það honum skemmtilega á
óvart. Árangur hans veitir honum
rétt til að keppa í lokamóti síðar í vor.
ÍR-INGAR hafa upplýst á heima-
síðu sinni að leikklukkan í Austur-
bergi hefði átt sök á því að Júlíus
Jónasson, þjálfari þeirra og leikmað-
ur, fékk sína þriðju brottvísun í leik
gegn Aftureldingu í 1. deildinni í
handknattleik síðasta föstudag.
JÚLÍUS var tilbúinn til að hlaupa
inn á völlinn þegar hann sá á klukk-
unni að 1 sekúnda væri þar til brott-
vísun hefði verið afplánuð. En hann
varaði sig ekki á því að perur í klukk-
unni voru ónýtar og í raun voru 7
sekúndur eftir af refsitímanum. Júl-
íus hljóp því inná sex sekúndum of
snemma og var umsvifalaust vísað af
velli.
Jóhannes Karl fékk þá gulaspjaldið öðru sinni seint í
leiknum og ætti samkvæmt því að
fá eins leiks bann. Aganefnd enska
knattspyrnusambandsins skoðar
væntanlega atvikið og verði nið-
urstaðan sú að hann hefði átt að fá
rauða spjaldið samstundis fyrir
brotið verður dómurinn væntan-
lega þyngdur.
Steve Bruce, knattspyrnustjóri
Birminghams, sagði að brot Jó-
hannesar á varnarmanninum
Matthew Upson hefði verið afar
gróft. „Þetta var hrikaleg tækling.
Ég hef aldrei verið á móti því að
menn spili af krafti, það tilheyrir
bresku knattspyrnunni, en það
þarf að haldast innan vissra
marka,“ sagði Bruce, fyrrum harð-
jaxl í vörn Manchester United.
Þá verður þáttur Christopher
Dugarrys, franska landsliðsmanns-
ins, skoðaður en svo virtist sem
hann hrækti í áttina að Jóhannesi
Karli áður en allt fór úr böndunum
í síðari hálfleiknum.
Phil Shaw, blaðamaður Indep-
endent, skrifaði eftirfarandi um ís-
lenska landsliðsmanninn. „Guð-
jónsson, íslenskur miðjumaður í
láni frá Real Betis, sýndi ítrekað
að hann er með jafn stuttan
kveikjuþráð og hann er sjálfur.
Hann fékk sitt annað gula spjald
fyrir brot sitt á Upson ... en Mark
Halsey, sem dæmdi vel undir erf-
iðum kringumstæðum, hefði hæg-
lega geta sýnt honum það rauða
strax.“
Dion Dublin bað í gær félaga
sína í liðinu og stuðningsmenn fé-
lagsins afsökunar á framkomu
sinni. „Ég brást félögum mínum,
knattspyrnustjóranum og öllum
þeim sem tengjast félaginu en
mest af öllu þó sjálfum mér. Ég
átti ekki að bregðast við með þess-
um hætti. Ég hef aldrei gert svona
lagað áður á mínum langa ferli og
ég skil hreinlega ekki af hverju ég
brást svona illur við. Þetta mun
aldrei gerast hjá mér aftur. Svo
mikið er víst,“ sagði Dublin við
fréttamenn í gær.
Dublin fær ekki minna en
þriggja leikja bann auk þess sem
Graham Taylor, knattspyrnustjóri
liðsins, hyggst refsa leikmanni sín-
um væntanlega með þeim hætti að
sekta hann um tveggja vikna laun.
Reuters
Jóhannes Karl og Dublin eiga yfir höfði sér þungt bann
Boðið upp á gróf
brot á Villa Park
JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti
átt þriggja leikja bann yfir höfði sér fyrir brottreksturinn gegn Birm-
ingham í nágrannaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.
Dion Dublin varð einnig á í messunni er hann braut á Robbie Sav-
age og skallaði hann síðan – og í kjölfarið fékk hann að sjá rauða
spjaldið.
Mark Halsey sýnir Dion Dublin, Aston Villa, rauða spjaldið og
síðan fékk Jóhannes Karl Guðjónsson að sjá spjaldið.